Dagblaðið - 07.05.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 07.05.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. MAl 1979. 3 Blómainn- flutningur — athugasemd við grein í DB í Dagblaðinu miðvikudaginn 2. maí 1979 birtist viðtal við garðyrkju- bónda í Hveragerði, Þórð Snæ- björnsson, um innflutning blóma. Á viðtalinu er greinilegt að viðmæland- inn hefur mjög lítið vit á þessum mál- um og finnst mér ég verða að koma á framfæri nokkrum mjög mikilvæg- um athugasemdum þar sem ég er vel kunnugur þessum innflutningi. „Blóm eru ekki á f rflista" Það er ekki skrítið þótt hvorki hafi gengið né rekið í því baráttumáli, Þórðar að fá blóm tekin af frílista, ekki er heldur að undra þótt Þórður hafi ekki fengið svar við bréfi til framleiðsluráðs um sama efni, því ,,blóm eru ekki á frílista” og hafa ekki veirð í þrjú ár. „Þœr tegundir sem til eru á innan- landsmarkaði ekki fluttar inn" í viðtalinu segir Þórður að blóma- innflutningur hafi valdið garðyrkju- mönnum „stórtjóni” og heldur því fram að fluttar séu inn sömu tegundir og til eru á innanlandsmarkaði. Þetta er alröng staðhæfing enda er stefna blómakaupmanna að „ekki séu fluttar inn þær tegundir blóma sem í boði eru innanlands”. Eins og ég sagði áður hefur blóma- innflutningur verið háður gjaldeyris- leyfum síðastliðin þrjú ár, það þýðir að innflutningur hefur verið mjög takmarkaður. Úthlutun gjaldeyris- leyfa er í höndum gjaldeyrisdeildar bankanna, þar sem fulltrúi viðskipta- ráðuneytisins skipar mikilvægt sæti. Samkvæmt upplýsingum skrifstofu- stjóra viðskiptaráðuneytisins hafa engar óskir borizt ráðuneytinu um að úthlutun leyfa verði takmörkuð meira en nú er, þó finnst manni liggja beint við að garðyrkjubændur leiti beint til viðskiptaráðuneytisins, eða gjaldeyrisdeildarinnar, ef þeim finnst innflutningur of mikill. „Er stefnt að einokun"? Þessi atriði og mörg fleiri renna stoðum undir það að ásetningur garðyrkjubænda sé fyrst og fremst sá að fá um blómadreifingu sams konar einokun og er um innflutning og dreifingu grænmetis (Grænmetis- verzlun landbúnaðarins). Enda finnst þeim greinilega útilokað að nokkrir áðrir aðiljar en þeirra „eigin fyrir- tæki” hafi með innflutning að gera. „Hvers vegna flytja garðyrkju- bændur sjálfir inn blóm"? Ef magn innfluttra blóma á mark- áðnum á yfirstandandi vetri hefur verið að „kæfa” Þórð og hans félaga, hvers vegna bæta garðyrkju- menn sjálfir við magnið og flytja verulegt magn inn sjálfir, en það hafa þeir gert i allan vetur? Er svarið það að garðyrkjumenn vilji „einokun”? „Hvers vegna hafa garðyrkju- bændur ekki farið fram á við blómainnflytjendur að dregið verði úr innflutningi"? Félag blómaverzlana hefur samein- azt um innflutning á mestum hluta þeirra blóma sem fiuttur hefur verið til landsins. Þetta vita forsvarsmenn garðyrkjubænda mjög vel, einnig 'vita þeir hvert okkar heimilisfang er. Félag blómaverzlana hefur ekki fengið „eina beiðni” um að dregið verði úr innflutningi blóma á yfir- standandi vetri, ekki hefur þetta mál heldur komizt á það umræðustig sem nú er á fundum stjórnar Félags blómaverzlana og garðyrkjubænda sem þóeru haldnir af og til. k Að lokum skora ég á blómafram- leiðendur að boða nú þegar til fundar með stjórn Félags blómaverzlana um þessi mál enda tel ég það réttari leið en fara beint til framleiðsluráðs og óska eftir aðgerðum til einkasölu, sem virðast komnar nokkuð á veg, ef rétt er að í frumvarpsdrögum land- búnaðarráðherra um landbúnaðar- mál séu tillögur um einokunarverzlun gróðurhúsaafurða. Bjarni Finnsson. Spurning dagsins Heldurðu að barna- árið hafi einhver áhrif er fram í sæk- ir? Steinar Freysson vörubifreiöarstjóri: Ég ætla að vona þaö. Og þá í betri átt fyrir börnin. Spurning dagsins ÞEIR SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI,VELJA Einkaumboö á íslandi fyrir SKIL rafmagnshandverkfæri: FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Hilmar Þór Helgason kranastjóri: Já, ég myndi segja það. Ég held að það hljóti að vera. Þó gæti verið að það félíi í gleymsku þegar lengra liði. Steinar Ingimundarson bílstjóri: Ég vona það. Til betri vegs vona ég. RAFM AGNSm HAN DVERKFÆRI Það er okkur mikil ánægja aö geta nú boðið hin margreyndu og viðtrægu SKIL ratmagnshandverkfæri. SKIL verksmiðjurnar voru stofnaðar i Chicago i Bandarikjunum árið 1924 til framleiðslu á nýrri einkaleyfisuppfinningu, rafknúinni hjólsög, hinni heimsfrægu SKIL-sög, sem viðbrugðið var fyrir gæði. Siðan hafa verið framleidd mörg verkfæri og gerðar margar nýjar uppgötvanir á rannsóknarstofu SKIL verksmiöjanna, sem hafa gert SKIL handverkfærin heimsfræg og eftirsótt. Jónas Sigurðsson sjómaður: Ég ætla mér ekki að dæma um það. En vegur barnanna mætti batna. Édda Guðgeirsdóttir afgreiðslumaður: Ég veit það ekki. Ætli staða barna batni ekki eitthvað. Að það verði tekið meira tillit til þeirra. SKIL borvélar með stlglausum hraöabreyti eru gæddár þeim kosti, að þvi meir sem þú þrýstir á gikkinn, þvi hraöar snýst borinn. Þannig færðu rétta hraöann fyrir það verkefni sem þú ert að vinna, hvort sem þú ert aö bora iflisar, stein, tré eða annað. SKIL borvélar eru fallega hannaðar, kraftmiklar, og auðvelt er að tengja við þær marga fylgihluti. Auk borvéla framleiðir SKIL af sömu alúð og vandvirkni, stingsagir, stórviðarsagir, hefla, slipivélar og fræs- ara auk hinna heimsfrægu hjólsaga. SKIL rafmagnshandverkfæri svara fyllstu kröfum nútimans og henta jafnt leikmönnum sem atvinnu- mönnum. Póstsendum myndlista ef óskað er. Gunnlaugur Magnússon sendi- bifreiðarstjóri: Ég veit ekki. Það gæti haft sín áhrif. Þessar sýningar sem verið hafagætu gert góða hluti í þáátt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.