Dagblaðið - 07.05.1979, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. MAÍ 1979.
Pétur skoraði tvö
— í 5-0 sigri Feyenoord og hef ur nú skorað 9 mörk fyrir
Feyenoord og er markahæsti maður liðsins
— Þetta gekk sæmilega hjá mér í
gær, sagði Pétur Pétursson er DB hafði
samband við hann í morgun. — Við
unnum Venlo 5—0 og er þetta annar
stórsigur okkar á skömmum tíma. —
Mér tókst að skora tvívegis, i bæði
skiptin úr vítum. Fyrra vítið fiskaði ég
sjálfur og skoraði úr því en í síðara
vítinu var brotið á Jan Peters.
— Leikurinn var alger einstefna á
mark Venlo og mörkin hefðu getað
orðið fleiri. — Wim Jansen skoraði
fyrsta markið og síðan skoraði ég úr.
vítinu og staðan var 2—0 i hálfleik. —
Ég skoraði síðan þriðja markið i byrjun
seinni hálfleiksins en Jan Peters
skoraði tvö síðustu mörkin fyrir okkur.
— Ajax tapaði stigi, þannig að við
eigum enn talsverða möguleika á titilin-
um, en það eru 6 umferðir eftir.
Valsstrákarnir unnu 4. flokkinn með yfirburðum.
DB-mynd Hörður.
Það skiptust á
skin og skúrir
— í úrslitakeppni yngri f lokkanna
í handknattleik um helgina
Það skiptust svo sannarlega á skin og
skúrir í Laugardalshöllinni á laugar-
daginn, en þá fóru fram úrslit í yngri
flokkunum i handknattleik. Keppnin
hófst reyndar á föstudagskvöldið en úr-
slit réðust ekki fyrr en á laugardag.
Úrslit i fyrsta flokki karla réðust þó á
föstudag. Þar léku til úrslita Haukar og
FH með allar sínar gömlu kempur.
Fyrir leikinn voru FH-ingar taldir
mun sigurstranglegri en annað kom á
daginn. Haukarnir léku sér að FH eins
ogkötturaðmús og unnu 18-8.
Á föstudagskvöldið léku í 2. fl. karla
FH og Þróttur. FH með sína meistara-
flokksmenn, þá Valgarð, Kristján Ara-
son, Sverri markvörð og Hans Guð-
mundsson, var ekki í vandræðum með
aðsigra Þrótt 14-9.
Á laugardagsmorgun iéku síðan sam-
an Þróttur og Þór frá Akureyri. Það
varð leikur kattarins að músinni og
Þróttur vann örugglega 20-13. Þór varð
því að vinna FH ef þeir ætluðu sér að
kreista fram aukaleiki. Lengi vel stóð
leikur FH og Þórs í járnum og í hálfleik
var staðan 8-7 FH í vil. í seinni hálfleik
sást svo greinilega hvort lið var sterkara
og í betri þjálfun því FH sigldi örugg-
lega fram úr og vann 19-10 og þar með
titilinn.
f 3. fl. karla léku á föstudagskvöld
FH og KR. FH, sem var án tveggja
máttarstólpa sinna i leiknum, átti
aldrei möguleika gegn stórskemmtileg-
um KR-ingum og KR vann 13-9.
Á laugardagsmorgun léku síðan KR
og KA. KR hafði algera yfirburði í
Gengu berserksgang
Áhangendur Everton gengu berseks-
gang í Norður-London á laugardaginn
eftir leik liðs þeirra við Tottenham á
White Hart Lane. Þeir brutu búðar-
glugga og drcifðu og skemmdu um það
bil 22 milljóna króna virði af skartgrip-
um, demöntum og armbandsúrum.
Megnið af skartgripunum fannst
aftur, en þeim var stolið úr verzlun rétt
hjá King’s Cross járnbrautarstöðinni.
Einn áhorfendanna að látunum afhenti
lögreglunni 7 milljón króna demants-
hring á laugardagskvöldið, sem hann
hafði fundið á götunni.
Lögreglan handtók 112 manns en
allir nema 5 eða 6 fengu að fara heim til
sín að lokinni yfirheyrslu.
I '.. .. —.......■ —
þeim leik og vann 19-11 og enginn vafi
lék á að þeir voru með langsterkasta
liðið.
Síðasti leikur riðilsins var leikinn á
laugardagseftirmiðdag á milli FH og
KA. KA stóð mjög óvænt í FH-ingun-
um og sigur FH varð naumur — 11-10
eftir að hafa leitt 5-4 í hálfleik.
Keppnin í 4. flokki karla var mjög
skemmtileg. Valur og KR léku á föstu-
dagskvöld og vann Valur 8-4 eftir að
hafa komizt í 4-0 á fyrstu þremur mín-
útunum. Leiktíminn er aðeins 2x10
mín. þannig að hver mínúta er dýrmæt.
Valur vann leikinn 8-4.
KR og KA léku síðan á laugardags-
morgun. KR var með unninn leik en
KA jafnaði 8-8 með marki beint úr
aukakasti eftir að leiktíma lauk. Þetta
þýddi að Val nægði jafntefli til sigurs.
Valur og KA léku síðar um daginn og
var það skemmtileg viðureign. Vals-
strákarnir, undir stjórn Jóns Karls-
sonar og Þorbjörns Jenssonar, sýndu
oft á tiðum snilldartilþrif og sigurinn
varð þeirra. Þeir unnu KA 7-5 og var sá
sigur mun öruggari en tölurnar segja til
um.
Mesti hamagangurinn var aftur á
móti í 3. fl. kvenna. FH og Víkingur
léku á föstudagskvöldið og vann FH 8-,
6. Vikingur vann síðan Völsung, þriðja
liðið í úrslitunum, 7-3, á laugardags-
morgun. FH varð því að krækja í jafn-
tefli gegn Völsungi til að sigra. Leikur-
inn einkenndist mest af taugaspennu og
mistökum en FH stóð uppi sem sigur-
vegari í lokin, 3-2eftir 2-1 í hálfleik.
Á Akureyri voru úrslit í 5. fl. karla
og 2. fl. kvenna. Víkingur og Valur
gerðu jafntefli, 10-10, í hörkuleik á
föstudagskvöldið í 2. fl. kvenna, en
Þór frá Akureyri var þriðja liðið i
keppninni.
Víkingur vann Þór 6-5 á laugardags-
morgun og síðar um daginn vann Valur
Þór 10-6. Markatala gilti ekki og verða
því Valur og Víkingur að leika aukaleik
á næstu dögum og fer hann fram í
Reykjavík.
I 5. flokki léku Þór, Ármann og
Breiðablik. Breiðablik vann Ármann 7-
5 á föstudag. Þór vann síðan Breiða-
blik 13-6 á laugardagsmorgun, þannig
að þeim nægði jafntefli gegn Ármanni.
Það tókst þeim að gera og gott betur
því þeir unnu 8-7 og urðu íslandsmeist-
arar í 5. flokki.
-SSv
Pétur hefur nú skorað 9 mörk fyrir
Feyenoord í 14 leikjum — sannkölluð
draumabyrjun og sýnir svo ekki verður
um villzt að Pétur er að skapa sér nafn
sem frábær sóknarmaður. Jan Peters
hefur einnig skorað 9 mörk fyrir Feye-
noord en hann hefur leikið mun fleiri
leiki.
Feyenoord hefur ekki tapað leik
síðan Pétur kom til liðsins og hlotið 22
stig af 28 mögulegum.
Úrslit leikja I gær:
Maastricht—NEC Nijmegen
Utrecht—Sparta
PEC Zwolle—Haag
Breda—AZ '67 Alkmaar
Volendan—Deventer
Roda—PSV Eindhoven
Feyenoord—Venlo
Vitesse Arnheim—Ajax
Staðaefstu liða:
Ajax
Feyenoord
AZ’67
PSV Eindhoven
Roda
2—0
2—3
0—0
2—3
2—1
1—3
5—0
0—0
28 19 5 4 73—26 43
28 14 12 2 50—16 40
28 17 5 6 76—38 39
27 15 7 5 49—21 37
28 15 7 6 45—24 37
Pétur Pétursson er nú markahæstur hjá
Feyenoord.
„Mikil vonbrigði”
— sagði Ævar Sigurðsson, KR-ingur
— Maður er að sjálfsögðu svekktur
yfir því að hafa ekki fengið verðlauna-
pening fyrir að hafa unnið 2. deildina í
vetur, sagði Ævar Sigurðsson, hinn
leikreyndi leikmaður 2. deildarliðs KR i
vetur. — Ég er búinn að standa í þessu
núna í 14 ár og á, að ég held, bara einn
verðlaunapening, þannig að það hefur
ákaflega mikið að segja fyrir alla að fá
slíka peninga.
Ævar og Haukur Ottesen voru ekki
allt of hressir með þá ráðstöfun HSÍ,
að gefa hvorki leikmönnum KR, sem
sigruðu í 2. deild, né stúlkunum úr
Grindavík, sem unnu 2. deild kvenna,
verðlaunapeninga. — Meira að segja
1. flokkur kvenna, þar sem aðeins eru
þrjú lið, fékk verðlaunapeninga fyrir
sigur sinn i íslandsmótinu. — Við
erum alls ekki að segja að afnema eigi
þessa peninga —þeir eru ógleymanleg,
viðurkenning síðar meir — en það er
ekki hægt að gera þannig upp á milli
liðanna. — Yngri flokkarnir fá allir
gull, silfur og brons og þannig á það að
vera í öllum flokkum og deildum, sagði
Haukur Ottesen.
Eftir því sem bezt er vitað átti þetta
að koma til vegna fjárskorts HSÍ, en
varla er sambandið svo fjárvana að
það geti ekki bætt úr þessu. Nokkrir
KR-inganna komu gagngert á lokahóf
HSÍ á mánudag í síðustu viku til að
sækja þessa peninga, en sneru heim við
svo búið.
Noregur, Belgía, Holland, Skotland, Danmörk,
Frakkland, Malta, England, V-Þýzkaland, Sviss,
Júgóslavía, Ungverjaland, Póiland, Tékkóslóvakía,
Búlgaría og Austurríki, gestgjafamir, hafa tryggt sér
sæti í úrsUtum unglingakeppni UEFA. ÚrsUtin í
keppninni munu fara fram dagana 24. mai til 2. júní
í Austurríki.
íslendingar drógust gegn Hollendingum í haust og
töpuðu báðum leikjunum, m.a. 0-1 hér heima og var
þaðósanngjarn sigur Hollendinga.
„Höfum misst
góða menn”
— sagðiÁrni Njálsson um FH-liðið
— Við höfum misst talsvert af góð-
um mannskap, sagði Árni Njálsson
þjálfari FH eftir tapið gegn Keflavík i
Litlu bikarkeppninni á laugardag. —
Það munar mikið um menn eins og
Óla Dan. og Gunnar Bjarnason, en auk
þess hafa einir 4 eða 5 til viðbótar hætt,
þannig að við erum með mjög ungt lið.
Keflavík vann leikinn gegn FH á
laugardag 2-0 og staðan í hálfleik var
þar 0-0. í seinni hálfleiknum sótti ÍBK
undan vindinum en FH átti þó litlu
minna í leiknum. Þeir Sigurður
Björgvinsson og Þórður Karlsson
skoruðu mörk ÍBK.
Staðan í keppninni er nú:
Akranes 3 2 1 0 7-2 5
Keflavik 4 2 115-2 5
UBK 4 12 16-5 4
FH 3 1 0 2 3-6 2
Haukar 4 1 0 3 4-10 2
Einumleik er óiokið — leik í A og FH.
Þá léku Breiöablik og Vestmannaeyjar síöari leik
sinn i bæjarkeppninni. Fyrri leiknum, sem fór fram í
Eyjum, lauk meö sigri UBK 1-0 og á laugardag varö
jafntefli 3-3.
Lengi vel stefndi í öruggan sigur Eyjamanna því
þeir náðu forystu 3-1 og skoraði Tómas Pálsson öll
mörk Eyjamanna, eða „hat-trick”. Tómas ætlaði
að hætta að leika með Eyjamönnum en snerist hugur
og er greinilega betri en enginn. Með mikilli baráttu
tókst Blikúnum að jafna og þar með aö vinna bæjar-
keppnina.
Valur og Haukar reyndu með sér á laugardag og
vann Valur 4-0.
Stúlkurnar i 3. flokki FH urðu íslandsmeistarar.
DB-mynd Hörður.
Heimsmet
íllOmetra
grindahlaupi
Hinn 21 árs Renaldo Nehemiah frá
Kúbu, setti í gær nýtt heimsmet í 110
metra grindahlaupi er hann hljóp á 13
sekúndum sléttum á miklu frjáls-
íþróttamóti i Los Angeles. Fyrra metið,
sem hann átti sjálfur og var óstaðfest,
var13,16.
Það var gífurlega mikil keppni í
hlaupinu og Nehemiah, ásamt Greg
Forster og Kúbumanninum Alejandro
Casanas stálu senunnú' Kúbumenn
kepptu í fyrsta skipti í Bandaríkjunum í
18 ár og settu mikinn svip á UCLA
mótið. Forster varð fyrir því óhappi að
detta á þriðju grind, en Casanas hljóp á
13,21 sek., sem er bezti tími hans fyrr
og síðar.
Alberto Juantorena vakti athygli
fyrir afar slakan árangur í 400 metrun-
um og varð aðeins i fjórða sæti í hlaup-
inu. Willie Smith frá Bandaríkjunum
vann á 45,55 sek. en Juantorena, sem
tapaði aldrei 400 m hlaupi á síðasta ári,
hljóp á 46,20 sek. Houston McTear
vann Silvio Leonard í 100 m hlaupinu,
hljóp á 11,17 sek. — slakur tími en
Leonard hljóp á 11,18.
S 200 m hlaupinu sprakk Leonard
bókstaflega á síðustu 10 metrunum og
hafnaði í fjórða sæti. Clancy Edwards
frá Bandarík junum vann á 20,50 sek.
James Robinson, USA, vann 800
metra hlaupið á 1:48,29 og Larry
Lawson vann tveggja mílna hlaupið á
8:31,6.
Strasbourg
vann
Marseilles
Miðvallarstjarnan Robert Buigues tryggöi Stras-
bourg góðan sigur yfir Marseilles á útivelli i frönsku
1. deildarkeppninni um helgina. Með þessum sigri
sinum tókst Strasbourg að halda forystunni, en langt
er liðið á keppnistimabilið.
Dominique Rochteteau skoraði eina mark St.
Etienne gegn Metz og það reyndist nóg þegar upp
var staðið. St. Etienne er í öðru sæti með 48 stig en
Strasbourg er með 49 í fyrsta sæti. Nated hefur 47
stigogMonaco41.
Urslit í Frakklandi um helgina:
Rangers — Lille
Bastia— Rheims
Bordeaux — Monaco
Marseilles — Strasbourg
Nacy — Laval
Paris SG — Lyons
Sochaux — Nimes
St. Etienne— Metz
Valenciennes— Nantes
1-1
3-2
0-2
0-1
2-3
2-1 ,
2-2
1-0
1-1
Holland
vann karate-
keppnina
Juan Pedro Carbila vann i gærkvöldi opna flokk-
inn á Evrópumeistaramótinu i karatc, sem fram fór í
Helsinki um helgina. Jean Luc Montama frá Frakk-
landi varð annar og Vic Charles og Brian Godfrcy
frá Englandi urðu jafnir í þriðja sætinu.
Roberto de Luca vann 65 og léttari flokkinn en
Felipe Hita frá Spáni varð annar. Jussi Lindström
frá Finnlandi og Ron Walraven frá Holiandi urðu
jafnir i þriðja sæti.
Hollendingar höfðu mikla yfirburöi á mótinu og
unnu landsliðakeppnina með yfirburðum.