Dagblaðið - 07.05.1979, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 07.05.1979, Blaðsíða 18
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. MAl 1979. Iþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Brighton ffyrsta sinn f 1. deild Direct Drive plötuspilari Utvarpsmóttakari (Tuner) LW/MW/FM/SW Magnari 2 x 70sínuswött 139.500 BORGARTÚN118 RÉYKJAVlK SÍMI27099 og Stoke komst einnig upp. Mikil spenna í 3. deildinni Það fékkst aðeins svar við þremur spurningum í ensku deildakeppninni um helgina, Bríghton og Stoke leika í 1. deild næsta keppnistímabil og Lund- únaliðið QPR féll i 2. deild. Samkvæmt niðurröðun átti laugardagurinn S. mai að vera síðasti keppnisdagurínn í deildakeppninni á þessu vorí. Enn eru þó fjölmargir leikir eftir — leikir, sem hafa mikla þýðingu i keppni liða í deildunum fjórum bæði toppi og botni. Spennan í 1. deild er þó úr sögunni — Liverpool verður meistarí i 11. sinn, þarf aðeins eitt stig úr leikjunum þremur, sem liðið á eftir, og Chelsea, Birmingham og QPR leika i 2. deild næsta keppnistimabil. Bríghton og Stoke taka sæti þeirra og Crystal Palace ef að líkum lætur. Liðið þarf eitt stig úr síðasta leik sínum nk. föstu- dag við Burnley til að hljóta sæti i 1. deild. Sigur í þeim leik, sem verður á heimavelli Palace, þýðir sigur i 2. deild fyrír Lundúnaliðið. Spennan er enn á hástigi í 3. deild en i þeirri fjórðu hefur flestum spurningum verið svarað. Leikmenn QPR börðust hetjulegri baráttu í Leeds á föstudag — náðu þrí- vegis forustu í leiknum. Leeds tókst alltaf að jafna og á 79. mín. skoraði Ray Hankin fjórða mark Leeds — sigurmarkið I leiknum — í 4—3 sigrin- um. Jafntefli nægði QPR ekki — og liðið er nú fallið. Derby heldur því sæti sínu í 1. deild á aðeins 31 stigi — lægsta stigatala, sem lið heldur sér upp i 1. deild á eftir að sú breyting var gerð á að þrjú lið falla niður 1 2. deild. Áhorf- endur voru allt annað en ánægðir i Der- by eftir stórtapið gegn Middlesbrough á laugardag. Skrifstofur stjómar og framkvæmdastjóra grýttar og greini- legt að Tommy Docherty á ekki sjö dagana sæla hjá Derby ef hann þá heldur þar áfram sem framkvæmda- stjóri. Liverpoo! heldur sjö stiga forustu i 1. deild og vann öruggan sigur á South- ampton á laugardag. Framherjar Liverpool voru ekki á skotskónum og tókst aldrei að koma knettinum í mark Southampton, þó hver um sig fengi tækifæri til að skora þrennu. Mark- varzla markvarðar Dýrlinganna, Peter Wells, var oft líkari kraftaverkum en vörzlu mennsks manns. Hann bjargaði liði sínu frá stórtapi en réð þó ekki við mörk bakvarðarins Phil Neal á 16. og 80. mínútu. Það voru einu mörk leiks- ins. Úrslit í deildinni: Birmingham—Arsenal 0—0 Bolton—Aston VUIa 0—0 Chelsea—Ipswich 2—3 Coventry—Wolves 3—0 Derby—Middlesbro 0-3 Leeds—QPR 4—3 Liverpool—Southampton 2—0 Man.City—Bristol City 2—0 Norwich—Nott. For. 1—1 Tottenham—Everton 1—1 WBA—Man. Utd. 1—0 West Bromwich hefur þvi enn stærð- fræðilega möguleika að komast upp fyrir Liverpool eftir sigurinn á Man. Útd. 1—0. Cyrille Regis skoraði eina markið á 24. mín. en góð tíðindi fyrir áhangendur United, að Greenhoff- bræðumir og Grodon McQueen léku með og meiðsli þau, sem þeir hafa átt við að stríða — Jimmy Greenhoff misst sjö leiki — og þau virðast nú heyra for- tiðinni til. Man. Utd. lék vel. Steve Coppeil var tvívegis nálægt aö skora snemma í ieiknum — McQueen átti skalia í þverslá og Godden, mark- vörður WBA, varði á undraverðan hátt frá Coppell á iokaminútu ieiksins. Hitt úrslitaliðið í bikarkeppninni, Arsenai, lék einnig vel aðeins sunnar í Birming- ham og náði jafntefli, þó svo leikmenn liðsins forðuðust öll návígi í ieiknum. Með hugann við Wembley en úrslita- leikur bikarsins verður á laugardag. Varamarkvörður Arsenal, Paul Barr- ett, meiddist snemma í ieiknum. David Price fór í markið og varði mjög vel. Lengi vel leit út fyrir, að Forest mundi tapa í Norwich en Tony Wood- cock tókst að jafna, þegar langt var liðið á leikinn. Kevin Reeves skoraði mark Norwich. Cochrane, Proctor og Jankowicz skoruðu mörk Middlesbro — Brazil tvö fyrstu mörk Ipswich gegn Chelsea, þar sem Langley skoraði tví- vegis fyrir Lundúnaliðið. Powell skor- aði tvö af mörkum Coventry, Bannister það þriðja — og fleiri útlendingar en Jankowicz komust á markaskrána. Deyna skoraði annað af mörkum Man. City — Ardiles mark Tottenham. 2. deild Blackbura—West Ham 1—0 Bristol Rov.—Preston 0—1 Cambrídge—Sheff. Utd. 1—0 Cardiff—Bumley 1—1 Chariton—Oldham 2—0 Leicester—MUIwaU 0—0 Luton—Fulham 2—0 Newcastle—Brighton 1—3 Notts Co.—Stoke 0—1 Orient—C. Palace 0—1 Wrexham—Sunderiand 1—2 Gífurleg spenna var i leikjunum í deildinni. Brighton tryggði sér i fyrsta skipti í sögu félagsins sæti i I. deild eftir glæsilegan sóknarleik i Newcastle. Fyrirliðinn Horton skallaði i mark á 12. mín eftir homspyrnu. Peter Ward kom Brighton í 0—2 á 26. min. og Gerry Ryan skoraði þriðja mark liðsins á 44. mín. 0—2 í hálfleik en varnar- leikur Bríghton var ekki góður. Þver- sláin bjargaði Brighton hins vegar tvi- vegis í hálfleiknum — Withe og Shoulder hjá Newcastle áttu skot i þverslána. Tíu mín. fyrir Ieikslok skor- aði Shoulder eina mark Newcastle. Eftir leikinn var framkvæmdastjóri Bríghton, Alan Mullery, hylltur mjög. Hann tók við liðinu fyrir þremur árum — kom því strax upp í 2. deild og í fyrra var liðið hársbreidd frá að komast i þá fyrstu. Var þá með l^pri markamun en Tottenham. Bæði lið 56 stig. Mullery er aðeins 35 ára — var lengi fyrirliði Tottenham og lék 35 landsleiki. Leikmenn Stoke voru mjög heppnir i Nottingham — voru leiknir sundur og saman af Notts County í fyrri hálfleik. Sanngjarnt að staðan þá hefði verið 5—1 en ekkert mark var skorað. Tveimur mín. fyrir leikslok tókst svo Richardson að skora sigurmark Stoke eftir snjallan undirbúning Randall og O’Callaghan. Þar með hafði Stoke endurheimt sæti sitt í 1. deild á ný, sem það missti fyrir tveimur árum. Leik- menn Sunderland börðust mjög í Wrexham og tókst að knýja fram sigur í lokin — en fögnuðurinn var ekki mik- ill hjá þeim, þegar úrslitin bárust frá Newcastle, Nottingham og Selhurts Park. Bríghton, Stoke og Crystal Palace höfðu unniö — og möguleikar Sunderland að komast í 1. deild eru sáralitlir. Bakvörðurinn kunni, Joey Jones, skoraði fyrir Wrexham eftir mikil mistök markvarðar Sunderland, Siddall, í fyrri hálfleik. Þannig var staðan þar til á 80. mín. að Roston jafnaði beint úr hornspyrnu. Alan Brown skoraði sigurmark Sunderland á 85. mín. og góöur sigur var í höfn — en Crystal Palace stendur þó með pálmann í höndunum. Hinir ungu leik- menn Terry Venables, þess kunna kappa, tryggðu sér sigur gegn Orient með marki Swindelhurst á 63. mín. Það nægði en oft munaði litlu og spenna meðal 20 þúsund áhorfenda gífurleg. Bakvörðurínn Sanson bjarg- aði á marklínu CP frá Ian Moore og Orient-liðið var oft hættulegt. Nú þarf CP eitt stig til að komast 11. deiid — og meðalaldur leikmanna CP er aðeins rúm20ár. > West Ham datt alveg út úr myndúáfí/ eftir tap gegn Blackburn — ogJÓk þar illa. Blackburn mun betrq.'liðið og sigurmark Duncan McKeflzie frábært — þrumufleygur af 3JFrfíetra færi, sem Phil Parkes átti^kki möguleika að verja. Það kom eftir undirbúning ann- ars frægs kappa, John Aston. Fallbar- áttan er tfjlkil Charlton vann loks eftir 15 leiki''án sigurs. Martin Robertson skoraði bæði mörkin gegn Oldham og allt bendir því til að það verði Sheff. Utd., sem fellur niður í 3. deild í fyrsta sinn í 90 ára sögu félagsins — ásamt Blackburn og Millwall. Það er þó að- eins of fljótt að afskrifa Sheff. Utd. og MiIIwalI alveg. Millwall á eftir fimm leiki og gæti bjargað sér, þó ólíklegt sé. Sheff. Útd. þarf að vinna Leicester á heimavelli með níu marka mun nú i vikunni til að forðast fall. Það skeður varla — og allar líkur á að Sheffield- liðin frægu leiki bæði í 3. deild næsta keppnistímabil. Enn er mikil spenna í sambandi við hvaða lið verða efst í 3. deild. Við skulum lita á úrslitin: Blackpool—Brentford 0—1 Cariisle—Oxford 0—1 Lincoln—Hull City 4—2 Mansfield—Chester ^ 2—0 Plymouth—Swansea 2—2 Rotherham—Exeter 2—1 Sheff. Wed.—Watford 2—3 Shrewsbury—Bury 1—0 Swindon—Gillingham 3—1 Walsall—Chesterfield 0—1 Föstudag. Colchester—Peterbro 4—2 Southend—Tranmere 0—1 Sennilega hefur lið Elton John, Wat- ford, tryggt sér sæti í 2. deild með sigr- inum i Sheffield. Á nú einn heimaleik eftir og verður reyndar að vinna í honum. Ekki leit vel út fyrir Watford á laugardag. Sheff. Wed. komst i 2— 1 — en Watford tókst samt að sigra. Bisset, Jenkins og Ian Bolton, víti, skoruðu mörkin. Swansea átti I vök að verjast í Plymouth, sem komst í 2—0. Curtis og Toshack tókst að jafna og lið John Toshack ætti einnig að komast upp — komast beint upp úr 4. deild eins og Watford á einu ári. Þá stendur Shrews- bury vel að vígi en Swindon á eftir þrjá útileiki — og Gillingham hefur senni- lega misst af lestinni eftir tapið í Swindon. Lék þar framan af með 10 menn i vörn — lék upp á jafntefli. Það heppnaðist ekki og undir lokin var einum leikmanni liðsins vikið af velli. Staða efstu liðanna í 3. deild er nú ifcgnnig: Wabord 45 23 12 10 79—52 58 Swansea ^ 45 23 12 10 81—60 58 Shrewsbury 43 19 18 6 53—37 56 Swindon 43 24 7 12 69—44 55 Gillingham 43 19 16 8 59—41 54 Úrslit í4. deildinni urðu þessi: Aldershot—York 1—0 Bournemouth—Wigan 2—1 Crewe—Scunthorpe 0—2 Darlington—Bradford 1—1 (írimsby—Doncaster 4—3 Halifax—Newport 1—2 Hartlepool— Huddersf. 2—0 Hereford—Wimbledon 0—0 Portsmouth—Bamsley 0—1 Port Vale—Reading O^r-3 Rochdale—Northampton 4—1 Torquay—Stockport 1—0 Reading hefur sigrað í deildinni. Grimsby hefur einnig tryggt sér sæti í 3. deild, hefur 61 stig. Barnsley 58, Wimbledon og Aldshot 56 stig. Það. verða örugglega Barnsley og Wimble- don, sem komast upp með Reading og Grimsby. -hsím. Staðan í efstu deildunum er nú þannig: Liverpool WBA Nott. For. Everton Leeds Arsenal Ipswich A. Villa Coventry Man.Utd. Middlesbro Bristol City Southampton Man. City Norwich Tottenham Bolton Wolves Derby QPR Birmingham Chelsea 39 27 8 4 78—16 62 38 22 11 5 70—33 55 39 18 18 3 54—23 54 42 17 17 8 52—40 51 40 18 14 8 69—47 50 41 17 13 11 60—47 47 41 19 9 13 59—49 47 39 14 16 9 56—43 44 42 14 16 12 58—68 44 40 14 14 12 56—60 42 41 15 10 16 55—48 40 42 15 10 17 47—51 40 41 12 16 13 47—52 40 40 13 13 14 55—50 39 42 7 23 12 51—57 37 40 11 15 14 44—60 37 41 12 11 18 53—72 35 41 13 8 20 42—65 34 42 10 11 21 44—71 31 40 6 13 21 44—66 25 41 5 10 26 34—62 20 40 5 8 27 42—90 18 Bríghton Stoke Sunderiand C.Palace West Ham Notts Co. Fulham Preston Orient Bumley Newcastle Cambridge Cardiff Luton Leicester Brístol Rov. Wrexham Chariton Oldham Sheff. Utd. Blackbum Millwall 2. deild 42 23 10 42 20 16 42 22 11 41 18 19 40 18 13 42 14 16 41 13 15 41 11 18 42 15 10 39 14 12 41 16 8 42 12 16 39 14 9 41 13 10 41 10 16 40 13 10 37 11 13 42 11 13 40 11 13 41 11 11 41 9 10 37 9 9 9 72—39 56 6 58—31 56 9 70—44 55 4 49—24 55 9 69—37 49 12 48—60 44 13 49—45 41 12 58—57 40 17 51—51 40 13 51—57 40 17 48—55 40 14 44—53 40 16 53—70 37 18 60—55 36 15 41—50 36 17 47—61 36 13 41—36 35 18 60—69 35 16 46—60 35 19 50—67 33 22 39—71 28 19 36—52 27 Mario Kempes og félagar I Valencia unnu um helgina. Real Madrid ef st á Spáni Þrítugasta umferflin var háfl i spæosku 1. deildar- keppninni um helgina og nú stefnir í Madrid, en úrslit urflu þessi: sigur Real Racing—Sevilla 2—3 Valencia—Vallecano 1—1 Salamanca—Sociedad 1—3 Barcelona—Espanol 2-1 Las Palmas—Atl. Madríd 1—0 Bilbao—Sporting 1—1 Burgos—Celta 1-0 Recreativo—Hercules 3—1 Staða efstu lifla: Real Madríd Sporting Las Palmas Sociedad Atl. Madrid 30 14 14 2 51—42 42 30 16 7 7 44-31 39 30 14 8 8 47—37 36 30 16 3 11 47—34 35 30 11 12 7 47—35 34

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.