Dagblaðið - 07.05.1979, Side 9

Dagblaðið - 07.05.1979, Side 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. MAl 1979. 9 f Bretland: Eigum að sætta okkur Bretar eiga að sætta sig við það samkomulag, sem gert var á milli stjórnar lans Smiths í Ródesíu og hinna þriggja svörtu leiðtoga, sem leitt hefur til myndunar ríkisstjórnar Muzorewa biskups og almenns at- kvæðisréttar svartra manna i Ródesíu, segir Margaret Thatcher, hinn nýi forsætisráðherra Bretlands, í viðtali sem birtist í sunnudagsút- gáfu New York Times í gær. Var við- talið tekið fyrir kosningarnar i Bret- landi en ekki birt fyrr en nú. Frú Thatcher sagði, að spurningin væri ekki lengur hvort vera ætti ríkis- stjórn hvítra eða svartra í Ródesíu heldur hverjir vera ættu í ríkisstjórn svartra. Hún sagði ennfremur að fyrri áætl- un Breta og Bandaríkjamanna varð- andi framtíð Ródesiu væri ekki tíma- bær lengur. Ef Ródesíumenn gengju að þeim kröfum sem brezka stjórnin hefði lagt fram árið 1966 fyrir því að sjálfstæði landsins yrði viðurkennt, ætti að viðurkenna þá staðreynd og engin ástæða væri til frekari aðgerða eins og viðskiptabanns. Hinn nýi forsætisráðherra Breta sagði að aukin framlög til hermála ættu að bæta úr því sem á vantaði til að þeir legðu fram sinn skerf til sam- eiginlegra varna vestrænna ríkja. Um að vera fyrsta konan til að taka að sér forsætisráðherrastöðu í vestrænu lýðræðisríki, sagði Marga- ret Thatcher, að minna mætti á að Bretlandi hefði vegnað vel undir ísrael: Beginætlarað halda áfram til 1983 Menachem Begin forsætisráðherra er sagður hafa skýrt frá því að hann hyggist taka þátt í næstu þingkosning- um þar í landi en segja síðan af sér árið 1983. GíslaríSan Salvador Vinstri sinnaðir skæruliðar í Mið- Amerikuríkinu San Salvador héldu enn i morgun tiu gíslum þar á meðal sendi- herrum Frakklands og Costa Rica. Viðræður fara fram milli stjórnvalda og skæruliða en ekki er vitað um gang þeirra. Bandaríkin: Vinsælt svefnlyf geturvaldið krabbameini Talið er liklegt að bandárísk yfirvöld muni bráðlega banna framleiðslu vin- sælla svefnlyfja, sem innihalda efnið methapyrilene. Komið hefur í Ijós, að efni þetta getur valdið krabbameini í músum. Bandaríkin: Mótmælaganga gegn kjarnorku- verum Nærri sjötiu þúsund manns tóku þátt í mótmælagöngu í Washington í Bandaríkjunum gegn kjamorkustöðv- um í gær. Þar á meðal var margt frægt fólk. Einn ræðumanna var Jane Fonda, sem leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni China Syndrome, sem fjallar um kjarnorkuslys. Sagði leikkonan að ákvörðun um að setja James Schlesinger orkumálaráð- herra til forustu í orkumálum Banda- ríkjanna væri eins og að setja Dracula yfir blóðbanka. stjórn kvenna áður en lýðræðið kómst á að fullu. Nefndi í þeim efn- um timana undir stjórn Elísabetar drottningar I. og Viktoríu drottning- ar. „Ég tel að konur séu til muna hag- sýnni en karlar hangi ekki eins við bókstafinn. Þær lita einnig á málin til lengri tíma því þær hafa í huga fram- tíð barna sinna er þau verða fullorð- in,” sagði Thatcher forsætisráð- herra. Hún neitaði algjörlega þeirri kenn- ingu, að konur væru illa fallnar til stjórnunarstarfa. Mun fleiri konur en karlar hafa reynslu á því sviði þvi þær stjórna heimilunum. „Þær kunna að taka ákvarðanir en láta ekki reka á reiðanum.” 1 ■ '1 *. '■->'- ?m:\ : - J ****+!& mm -f'i ■ Austurstræti 12 Spánn - Júgóslavía Odýrar vandaðar og öruggar ferðir til Costa del Sol og Portoroz, hinna vinsælu ferðamannastaða. Fullkomm þjónusta á fyrsta flokks hótelum. Fjöldi fróðlegra og skemmtilegra skoðunarferða. Víkulegar brottfarir. Eins, tveggja, þriggja eða fleiri vikna ferðir. Pantið strax - sala er nú í fullum gangi og þegar orðið uppselt í nokkrar ferðir. Odýrsandur örugg sól

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.