Dagblaðið - 07.05.1979, Side 14

Dagblaðið - 07.05.1979, Side 14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. MAÍ 1979. HAUKUR HELGASON NÆSTUM KRAFTAVERK Tónlistardagar á Akureyri Sinfónkihljómsveitin og Sieglinde Kahmann undir stjóm Hubert Soudant. Aðalverkið á þessum tónleikum var fjórða sinfónía Mahlers. Því verður ekki neitað að nokkur uggur var í manni áður en hún hófst. Þó er þetta talin aðgengilegust og auðveld- ust sinfónía Gustav Mahlers, þessa ótrúlega meistara síðrómantikurinn- ar í Miðevrópu. En Mahler er því miður aldrei auðveldur og aðeins að- gengilegur þeim sem nálgast hann með galopnum huga og hjarta. Þó í fjórðu sinfóníunni sé aðeins beitt hljómsveit af Beethoven-Brahms stærð (þó engar básúnur) er hún langt frá að vera létt viðureignar. Þrátt fyrir fjóra þaetti, að gamalli venju, er form hennar feikna marg- slungið og auðugt af alls konar uppá- taekjum sem erfitt getur reynst að halda saman ef eitthvað skortir á tækni og þekkingu túlkenda. Því verður að segjast að þessi flutningur hljómsveitarinnar nálgaðist krafta- verk, og hef ég sjaldan eða aldrei heyrt hana leika betur. Soudant tókst að fá hvern og einn til að leggja sig allan fram og var t.d. aðdáanlegt hvernig hann fékk hina fáliðuðu strengi til að hljóma án þess að nokkru sinni væri „pressað”. Einstök tilfinning Tónninn var auðvitað aldrei nægi- lega mikill (hvernig á hann að vera það með 10 1. fiðlur og þaðan af færri í öðrum strengjaröddum?), en oftast tær og hreinn. Guðný konsert- meistari á sérstakt hrós skilið fyrir sólóar sinar en það eiga margir aðrir hljóðfæraleikarar líka. Ef á að telja einhverja sérstaklega mætti nefna Kristján Stephensen á 1. óbó, sem formaði sína hluti af einstakri tilfinn- ingu og jafnvægi (þ.e. nefnilega eng- inn vandi að yfirleika í þessum ör- stuttu sólóum), og Gareth Mollison sem lék 1. horn af miklum glæsibrag, en það gerðu raunar hin hornin þrjú líka. En ekki má gleyma aðalsólistan- um, sópraninum sem kemur fram i fjórða þætti og syngur um lifið í himnaríki. Þetta var Sieglinde Kahmann en hún hafði sungið í Exul- tate Jubilate Mozarts fyrir hlé með miklum glans. í Mahler vantaði hana sannarlega ekki tækni og öryggi hins margreynda tónlistarmanns. En sá saklausi og innilegi hljómur sem gert er ráð fyrir í nótum og texta þáttarins var því miður ekki til staðar. Með dá- litlu hugarflugi var nú samt enginn vandi að bæta sér þetta upp. Og mikið stýrði Soudant þessu hljóðlega og fallega í höfn. Vafasamur apríl Hins vegar kunni ég ekki að meta flutning hljómsveitarinnar á Con- certo Grosso eftir Hándel, í upphafi tónleikanna. Þetta hljómaði ósköp líflítið og óspennandi, eins og Hándel getur nú annars verið skarpur og skemmtilegur, þegar svo ber við. Þettá var annars talsvert áhættu- prógramm að koma með til Akur- eyrar og eiginlega alls ekki það sem í daglegu tali telst við hæfi fjöldans. Því miður stóðust Akureyringar heldur ekki prófið og hafa víst sjald- an.verið færri á Sinfóníutónleikum hér, og aldrei á opnun tónlistardaga. Annars er þetta vondur timi: leiðin- legt norðan snjóveður og blankheit i lok mánaðar. Skollans óheppni að hafa þetta ekki viku eða hálfum mán- uði seinna, semsé í maí eins og áður. Apríl er alltaf vafasamur hér á landi, hvort sem það er fyrsti eða síðasti. LÞ Tonlist „Sullum minna en þið á mölinni „Áfengi smakka ég daglega,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu, en fáir voru svo ákafir. „Ég er grjót- timbraður í dag,” sagði annar karl á Reykjavíkursvæðinu. Flestir þeir, sem svöruðu játandi, voru betur á sig komnir. „Ég fékk mér eitt eða tvö glös með manninum mínum á laugardagskvöldið,” sagði kona i Keflavík. „Fékk mér smá líkjör með kaffinu,” sagði önnur. kona í Reykjaneskjördæmi. Annars höfðu þeir, sem sögðu já, yfirleitt fá orð um. Þeir, sem sögðu nei, höfðu meira fram að færa. „Það ætti að loka fyrir allt áfengi i land- inu,” sagði karl á Akureyri. „Hef ekki bragðað vín í sex ár og aldrei liðið betur,” sagði karl á Reykjavík- ursvæðinu. „Hef aldrei neytt áfengis svo að auðvelt er að svara,” sagði annar karl á höfuðborgarsvæðinu. „Ég hef aldrei á ævinni smakkað víndropa, og þar sem ég er orðin 55 ára held ég að ég geri það ekki úr þessu,” sagði kona á Sauðárkróki. „Ég frelsaðist fyrir 40 árum,” sagði karl á ísafirði. „Ég held að við sveitafólkið sull- um mun minna í víni en þið á möl- inni,” sagði kona í Eyjafirði. Fyrir kom að fólk tók spurning- unni illa en þó var það fátítt mjög. „Eruð þið gluggagægjar?” spurði karl á Neskaupstað. - HH 45. könnun Dagblaðsins: Hefurðu neytt áfengis á síðustu sjö dögum? Þriðjungur hafði „smakk- að það” í vikunni Rúmur þriðjungur landsmanna hefur bragðað áfengi einhvern tíma á síðustu sjö dögum. Þetta varð niður- staða könnunar, sem Dagblaðið gerði, þar sem fólk var að þessu spurt. Eins og í öðrum könnunum DB voru alls 300 spurðir, þar af helming urinn konur. Helmingur fólksins vai á höfuðborgarsvæðinu. Mikill munur var á svörum eftir því hvort um Reykvíkinga eða landsbyggðar- fólk var að ræða. Af 75 körlum á Reykjavíkursvæð- inu svöruðu 40 játandi eða meira en helmingur.- Hlutfalið var talsvert lægra hjá konum á Reykjavíkursvæðinu. Af 75 konum á því svæði svöruðu 30 ját- andi en 44 neitandi. Miklu meiri munur varð milli karla á Reykjavíkursvæðinu og karla úti á landi. Af 75 körlum úti á landsbyggð- inni svöruðu aðeins 18 játandi en 57 neitandi. Kónur úti á landi áttu þó metið í bindindissemi. Af 75 slíkum konum svöruðu 17 játandi en 57 neitandi. Aðeins einn af hverjum hundrað vildi ekki svara spurningunni. Könnunin var gerð fyrir nokkru og ber að gæta þess að enginn sérstakur „tyllidagur” var á sjö undanförnum dögum. - HH Niðurstöður könnunarinnar urðu þessar: ió uu •••••••••••••• Nei 1 " ••••••••••••• Svaraekki........ 105 eða 35% 192 eða 64% 3 • • • • • eða 1% maraþon keppni í stofuglugganum heima hjá þérog nú mega veóurguóirnir vara sig GLERBORG HF DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SIMI 53333 Með nýrri sjálfvirkri vélasamstæðu og tvöfaldri límingu hefurGlerborg hafið framleiðslu á gleri sem er reiðubúið í sannkallaða maraþonkeppni við hina stormasömu íslensku veðráttu. ... Og í þetta skipti er hætt við því að veður- guðirnir þurfi á allri sinni þolinmæði að halda. Tvöfalda límingin hefur nefnilega verið viðurkennd af sérfræðingum um allan heim sem sérstaklega örugg framleiðsluaðferð einangrunarglers. Hún sameinar þéttleika, við- loðun og teygjanleika, og það eru þessir frábæru eiginleikar sem nú bjóða íslenskri veðráttu í fyrsta sinn byrginn. Þú getur fylgst með æsispennandi maraþonkeppni í glugganum heima hjá þér.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.