Dagblaðið - 07.05.1979, Síða 4

Dagblaðið - 07.05.1979, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. MAÍ 1979. Verðlækkunarveizlu ríkisstjórnarinnar lokið: Marzmánuður mun dýrari en febrúar! Eiris og vasnta mátti reyndist kostnaðurinn við heimilishaldið nokkru hærri í marzmánuði heldur én mánuðinaá undan, að jólamánuð- inum undanskildum. Virðist því sem verðlækkunarveizlu ríkisstjórnarinn- ar sé nú lokið. í vetur var söluskattur | afnuminn af matvörum, en nú hafa | verðhækkanir, sem m.a. stafa af hinu eilífa gengissigi náð yfirhönd- inni á nýjan leik. Eins og svo oft áður á fólkið í landinu ekki gott með að átta sig á verðlagi á nauðsynjavörum. Það er sífellt verið að hringla með það fram og aftur, eins og t.d. með verðið á landbúnaðarvörunum. Einn daginn er tilkynnt verðlækkun með pompi og prakt, — varla er nokkur maður búinn að læra á nýja verðið, áður en verðhækkun verður á nýjan leik. Þá verður enn að byrja á að festa sér verð i huga! Allir eru þó á sama máli um að nauðsynlegt sé að efla verðskyn al- mennings, meira að segja eru yfir- völdin á þeirri skoðun, bæði verð- lagsskrifstofan og viðskiptamálaráð- herra. Hins vegar virðist ekki mikið gert af opinberum aðilum til þess að hjálpa fólki með að átta sig á verð- lagi. Við megum þó ekki láta hugfallast. Við verðum að reyna að fylgjast með eftir beztu getu. Ágætt ráð er að taka þátt í könnun DB og Vikunnar, skrifa niður allar fjárhæðir, sem fara í gegnum hendur okkar — og helzt i hvað hver upphæð fer. Með því að halda til haga samlagningarmiðanum úr verzluninni og skrifa við hverja upphæð um leið og gengið er frá vör- unum, er hægt að fylgjast nokkuð vel með. Þannig fylgist maður einnig með þvi hvort það sem greitt var fyrir sé örugglega með í innkaupapokan- um. Frá 35 sveitarfélögum Þátttakan í könnun okkar á kostn- aðinum við heimilishaldið er mjög al- menn í landinu. í síðasta mánuði fengum við seðla frá þrjátiu og fimm sveitarfélögum. Sá sem reiknar út „heimilisbókhaldið” er farinn að kannast við ýmsa þá aðila sem sent hafa inn seðla að jafnaði og ef ein- hverja vantar inn í myndina er þeirra saknað. Eins og við höfum oft bent á er mikilsvert að sem fiestir séu með að staðaldri. Fámennustu fjöl- skyldurnar „dýrastar" Eins og oftast áður virðist vera Mánaðarúttektin okkar fór að þessu sinni til Akraness. Er það vel þvi úttektin er eins konar umbun til þeirra sem sinna um búreikningshald og Akurnesingar hafa jafnan átt marga seðla i mánaðaruppgjörinu. Þar rikir Ifka mikill áhugi á neyt- endamálum almennt, sem starf Akranesdeildar Neytendasamtakanna ber glöggt vitni. Þriggja manna fjölskylda fékk um 70 þús. kr. úttekt „Nei, þú segir ekki? Fékk ég mán- aðarúttektina hjá ykkur?” spurði unga húsmóðirin á Akranesi himin- lifandi er við hringdum og sögðum henni að við hefðum dregið hennar seðil úr innsendum marzseðlum. — Unga konan er Guðrún Guðmunds- dóttir á Akranesi, gift Einari Jóns- syni bæjargjaldkera þar. Þau eiga eina, fjórtán mánaða gamla dóttur. Meðaltalskostnaður þriggja manna fjölskyldu í marzmánuði reyndist 23.060 kr. á mann eða tæpar 70 þús- und kr. — Fyrir þá upphæð getur hin za Akranesfjölskylda verzlað að v .td. Guðrún sagðist að jafnaði verzla i Verzlun Einars Ólafssonar á Akra- nesi og mun Neytendasiðan fylgja henni í vikunni, eins og jafnan hefur verið venja okkar, er hún kaupir inn til heimilisins. ,,Ég hélt búreikninga hér áður, en þá skrifaði ég útgjöldin niður hjá mér í bók. Eftir að ég fékk veggspjaldið góða frá ykkur hef ég alltaf skrifað öll útgjöldin niður á það. Mér finnst það alveg tilvalið, — þá getur maður séð í hvað peningarnir fara og er þá ekkert að bruðla með þá,” sagði Guðrún. Seðillinn hennar frá því í marz var aðeins undir „landsmeðaltalinu” og getur hún því vel við unað í saman- burði við aðrar þriggja manna fjöl- skyldur í landinu. - A.Bj. dýrara að reka fámennar fjölskyldur en mannmargar, þegar reiknaður er út meðaltalskostnaðurinn á hvern fjölskyldumeðlim. Mestur var kostn- aðurinn hjá tveggja manna fjölskyld- unum. Hann reyndist 25.074 kr. á mann, að meðaltali. í meðaltalsút- reikningnum er ekki tekið tillit til bú- setu — heldur reiknað út meðaltalið í hverri fjölskyldustærð fyrir sig. Hagstæðust var útkoman hjá sex manna fjölskyldunum, 19.575 kr. á mann. Að vísu komu átta manna fjölskyldumar aðeins betur út, eða með 19.389 kr. á mann en þar sem aðeins komu seðlar frá tveimur átta manna fjölskyldum að þessu sinni, er -varla hægt að telja það marktækt meðaltal. Sjö manna fjölskyldan var með 20.218 kr. á mann, sú fimm manna með 21.555 kr. á mann, þá kom þriggja manna fjölskyldan með 23.060 kr. á mann. Fjögurra manna fjölskyldan var með 24.064 kr. á mann og er það í rauninni ótrúlega hátt miðað við að sá fjölskylduhópur er langfjölmennastur. Óhagstæðust var útkoman hjá tveggja manna fjöl- skyldunni, eins og áður sagði, með 25.074 kr. á mann að meðaltali. Allar þessar tölur nema hjá tveggja manna fjölskyldunni eru mun hærri heldur en í febrúarmánuði. Má það kannski teljast eðlileg þróun þar sem fyrir utan gengisbreytingar á tímabil- inu hefur einnig orðið hækkun á smásöluálagningu. Kaupið hefur hins vegar ekki hækkað að sama skapi, eins og oft hefur verið áður. Það er því vísast að fólk finni almennt meira fyrir verðhækkununum nú en oft áður. Fastir kostnaðarliðir skuggalega háir Eins og margoft hefur verið bent á hér á Neytendasíðunni er hverjum í sjálfsvald sett hvaða kostnað hann telur fram í dálkinum sem merktur er „annað” á upplýsingaseðlinum. Við höfum ekki notað þann dálk í okkar útreikningum heldur var dálkurinn settur þarna fólki sjálfu til glöggvun- ar. Sumir hafa fyllt þennan dálk út og sjást þar oft allskuggalegar tölur. — Fram er tekið að þar sé um að ræða húsahitunarkostnað, rafmagn og síma. í sumum tilfellum hefur rekstrarkostnaður bifreiðar einnig verið tilgreindur. Nú hækka þessi föstu útgjöld veru- lega því tilkynnt hefur verið um margra prósenta hækkanir á gjöldum eins og t.d. rafmagni og síma. Það eru gjöld sem neytendur verða að ,greiða hvort sem þeim líkar betur eða verr og hafa lítil áhrif á. Eins og bent er á i stórmerkri grein í Neytendablaðinu eftir Gísla prófess- or Jónsson virðast þessar opinberu stofnanir eins og t.d. rafveitur og síminn ekki taka tillit til þess í verð- lagningu á þjónustu sinni hvers konar þjónustu þeir veita viðskiptavinum sínum. Allir verða að greiða sín gjöld, þótt þjónustan sé í sumum til- fellum í algjöru lágmarki. í grein Gísla er bent á mismunandi spennu á rafmagninu og einnig laklega frammistöðu í simamálum lands- manna. Þannig mætti lengi halda áfram að ræða þessi mál fram og aftur. Við sjáum það af aukinni þátttöku les- enda DB og Vikunnar í þessari könn- un á kostnaðinum við heimilishaldið að fólkið í landinu hefur áhúga á því að fylgjast með í hvað það eyðir kaupinu sínu. Könnun okkar er auðvitað ekki nein algild visindi heldur aðeins eitt- hvað til þess að miða við. Þetta er heldur ekki samkeppni um hverjum tekst að halda útgjöldunum í algjöru lágmarki. Við erum að reyna að finna út meðaltalstölur sem aðrir geta miðaðsig við. - A.Bj. uppiysingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimilí Sími Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlegast sendið okkur þennan svarseðil. Á þann hátt verðið þér virkur þátttakandi í upplýsingamiölun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Kostnaður í aprílmánuði 1979________ Matur og hreinlætisvörur kr.__________________________________ Annaö Alfé kr. VIKM Fjöldi heimilisfólks

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.