Dagblaðið - 07.05.1979, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 07.05.1979, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. MAÍ 1979. 19 r "" — H»ctirÁftiira ÓHEIMILT AÐ SKATTLEGGJA AL- TJÓNSBÆTUR FYRIR BIFREIÐATJÓN — Hæstiréttur klof naði — meirihluti hans staðfesti fógetaúrskurðinn Tekjuskattur var lagður á skaða- bótafé sem bíleigandi fékk greitt fyrir algera eyðileggingu bifreiðar sinnar. Var skatturinn lagður á samkvæmt ákvæðum laga um skattskyldan ágóða af sölu lausafjár i vissum til- vikum. Bileigandinn, sem nú var fyrst og fremst orðinn skattgreiðandi, neitaði algerlega að greiða álagðan skatt. Þegar lögtak var gert að beiðni Gjaldheimtunnar í eigum hans fyrir álögðum gjöldum vegna hins ætlaða skattskylda ágóða krafðist hann fógetaúrskurðar um kröfu Gjald- heimtunnar en synjaði um greiðslu. Fógeti synjar um lögtak Vaitýr Guðmundsson, settur borgarfógeti, kvað upp úrskurð og synjaði um framgang lögtaksgerðar. Gjaldheimtan kærði úrskurðinn til Hæstaréttar. Nýlega er genginn dómur í málinu. Meirihluti Hæsta- réttar staðfesti fógetaúrskurðinn en tveir dómarar skiluðu séráliti og töldu með ákveðnum röksemdum að lögtakið ætti að gera og gjöld að greiðast vegna bótanna. Hæstiréttur staðfestir úrskurð fógeta í dómi Hæstaréttar var Gjald- heimtunni gert að greiða skattborgar- anum samtals kr. 200 þúsund í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. ,,Ég get ekkert um sjálfan árekst- urinn sagt, aðdraganda hans eða hvernig aðstaðan var á staðnum. Það er allt þurrkað út úr minni minu. Ég kom til sjálfs mín suður á slysadeild og vissi þá ekkert hvað fyrir hafði komið,” sagði bíleigandinn og skatt- borgarinn fyrir dómi þegar skýrsla var tekin af honum þar. Hann hafði lent í einum þeirra mörgu árekstra sem orðið hafa við gatnamót Gunn- arsbrautar og Flókagötu en reyndist hafa verið í öllum rétti. Datsun-bifreið skattborgarans var af árgerðinni 1974. Hafði hún kostað 598.395 krónur. Vegna tjóns á bif- reiðinni fékk hann greiddar kr. 1.450.000 árið 1976 en tjónið varð i júní 1975. Mismunur á hinu upphaflega kaupverði og bótafjárhæðinni, kr. 851.605, var manninum reiknað til ágóða. Þær tekjur voru síðan skatt- lagðar með hliðsjón af lögum um tekjuskatt og eignaskatt. Nam skatt- lagningin kr. 482.401. Bréfiðtil skattstjórans 1 bréfi til skattstjórans í Reykjavík sagði Gunnar Sæmundsson hrl., lög- maður skattborgarans, meðal ann- ars: „Rök umbjóðanda míns fyrir kröfugerð þessari eru þau að slík skattlagning altjónsbóta sé eignaupp- taka og stríði gegn 67. gr. stjórnar- skrárinnar. í því sambandi er bent á að tjónbætur eru yfirleitt ekki skatt- skyldar, enda rökrétt þar sem tilgang- ur þeirra er að gera tjónþola jafnsett- an því sem áður var en ekki að auðga hann. Skattlagning sú sem hér um ræðir myndi á hinn bóginn leiða til þess að umbjóðandi minn (þ.e. skattborgar- inn) yrði kr. 851.605 fátækari en hann var áður en bifreið hans eyði- lagðist, þ.e. hann fengi aðeins 41.26% af tjóni sínu bætt þrátt fyrir það álit tryggingafélagsins að hann ætti enga sök á tjóninu.” „Skattalögin mín biblía," segir skattstjórinn Skattlagningin var kærð en skatt- stjórinn i Reykjavík úrskurðaði að skattlagningin væri lögum sam- kvæm. í úrskurðinum segir meðal ann- ars: ,,Að sjálfsögðu eru menn ekki á einu máli um hvað sé rétt og hvað rangt varðandi atvik eins og hér ræðir en skattalögin eru sú biblía sem skattstofum ber að fara eftir.” Síðan vitnar skattstjórinn til E- liðs, 7. gr. 10. málsgr. skattalaganna, og að þar standi að bætur vegna al- tjóns og eignarnámsbætur teljist sem söluverð og sé því mismunur á kaup- verði og bótagreiðslu skattskyldur. R íkisskattanef nd sammála skattstjóra Þessi úrskurður skattstjórans í Reykjavík var síðan kærður til ríkis- skattanefndar. Hún staðfesti úr- skurðinn. Leiddi þessi málsmeðferð og niður- staða til þess að Gjaldheimtunni var falið að innheimta hinn álagða skatt. Sem fyrr segir gekk svo úrskurður í fógetarétti. Var hann á þá leið að synjað var um aðfarargerð hjá skatt- borgaranum. Fógetaúrskurðurinn var svo kærður til Hæstaréttar sem staðfesti hann. í -fógetaúrskurðinum segir meðal annars: ,,Til úrlausnar því hvort hér sé um að ræða löglega skattálagningu ber fyrst og fremst að hafa i huga að hér er ekki um eignasköttun að ræða heldur hreina tekjusköttun, enda þótt ekki verði séð að gerðarþola hafi hlotnazt tekjur af tjónsbótunum. Raunverðmæti hans er bifreiðin, sem hann missir við umferðarslysið, en i stað hennar fær hann minni og ódýr- ari bifreið enda þótt hún sé einu ári yngri. Græða menn á tryggingum? Telja verður að gerðarþoli hafi á engan hátt auðgazt eða haft skatt- skyldar tekjur af þessum viðskiptum. Enda er það markmið flestra trygg- inga, i þessu falli bifreiðatrygginga, að gera tjónþolann sem líkast settan fjárhagslega og hann var fyrir tjóns- atvikið, eftir atvikum annaðhvort með því að kosta viðgerð á bílnum, sem í tjóninu lendir, eða með greiðslu altjónsbóta. Samkvæmt þessu verður að telja að téð viðbótarskattlagning sé bein skerðing á bótarétti gerðarþola og brjóti i bága við eignarnámsákvæði stjórnarskrárinnar. Því verður að synja um framgang hinnar umbeðnu lögtaksgerðar. Málskostnaður fellur niður.” Hæstiréttur klofnar — meirihlutinn staðfestir úrskurðinn Hæstiréttur skiptist um dóms- niðurstöðu. Meirihluti Hæstaréttar staðfesti hinn áfrýjaða úrskurð um synjun á framgangi hinnar umbeðnu lögtaksgerðar. í forsendum fyrir dómi Hæstarétt- ar segir; að staðfesta beri niðurstöðu hins áfrýjaða úrskurðar nema ákvæði hans um málskostnað. „Kemur þá ekki til álita hvort skatt- heimtu þá, sem um er deilt, hefði átt að meta óheimila vegna ákvæða 67. gr. stjórnarskrár” (þ.e. eignarnáms- ákvæðið) ef ákvæði skattalaganna frá 1971 hefði verið talið taka til hennar orðum sínum samkvæmt. Málskostnaður var ákveðinn kr. 200 þúsund sem Gjaldheimtan greiði. Sératkvæði minnihlutans Minnihluti Hæstaréttar skilaði sér- atkvæði, Benedikt Sigurjónsson og Þór Vilhjálmsson. Telur minnihluti dómsins að gagn- áfrýjandi, þ.e. skattborgarinn, byggi kröfur sínar á þeim ákvæðum laga, sem hin umdeilda skattlagning bygg- ist á, sem brjóti í bága við ákvæði 67. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttarins. Skattlagningin sé því með þeim rökum ógild. Telur minnihluti Hæstaréttar að þegar virtar séu íslenzkar réttarreglur um skattlagningu sé Ijóst að almenni löggjaftnn hafi allfrjálsar hendur um val skattstofna og skattlagningarað- ferðir. Verði þau ákvæði skattalaga, sem stuðzt sé við, ekki talin brjóta í bága við 67. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttarins. „Skattlagning bóta, eins og hér er um fjallað, getur að vísu haft í för með sér mismunun skattþegna án at- beina þeirra sjálfra en ekki er sú mis- munun slík að varði ógildi skatt- álagningarinnar,” segir í sératkvæð- inu. Samkvæmt því eigi að fella úr- skurð fógetans úr gildi og leggja fyrir fógetann að framkvæma hið um- beðna lögtak. Málskostnaður falli niður. Sem betur fór fyrir skattborgarann var þetta álit minnihluta Hæstarétt- ar. - BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.