Dagblaðið - 07.05.1979, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 07.05.1979, Blaðsíða 28
28 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. MAt 1979. ISPARIFOTUNUM í FJÓSIÐ Þá var komið að því hjá Þjóðleik- húsinu að uppfylla lagaákvæðið um viðleitni til að flytja óperu eða söng- leik. En um þetta er búið að rifast, svo skemmtilega, í tilefni af upp- færslunni á 1 Pagliacci. Nú sýnir Þjóðleikhúsið okkur, sem sagt, söng- leik á silfurfati. Og hverjir hlaða svo krásunum á fatið? Jay Tompson, Dean Fuller og Marshall Barer eru tilkallaðir a'ð semja texta og samkvæmt leikskrá burðast þeir með langan lista alls kyns afreka t leikbókmenntum, eink- anlega á sviði söngleikja. Hvaða af- reka þessir þremenningar? Jú, það eitt að útþynna í það endalausa gamla flökkusögu, sem H.C. Ander- sen var búinn að meitla i heilsteypt, lítið ævintýri. Vond drottning og hirð með brókarsótt Enginn í kóngsríkinu má ganga í Sýning Þjóðleikhússins á söngleiknum Prinsessan á bauninni hjónaband fyrr en prinsinn er geng- inn út og vonda drottningin, hún mamma hans sér fyrir því að allar stúlkur sem í boði eru falli á hátignar- prófinu. Þess vegna er öll hirðin með brókarsótt, sem hún má auðvitað ekkert gera við, því að „dannað fólk gerir ekki hitt”, fyrr en hnappheldan er örugglega á komin. Hirðin er, að sjálfsögðu látin vera ósköp mannleg og rekur þá á eftir því að alvöru prinsessa verði fundin handa prinsin- um o.s.frv. Það er rétt eins og höf- undarnir þrír séu að keppa á ólympíuleikum i sætabrauðsgerð og deigið sé að flæða út um allt. — Mary Rodgers er svo látin hræra glassúrinn ofan á allt sætabrauðs- deigið, með tónlistinni! Ef telpan sú væri ekki dóttir hans Richards Rodg- Tónlist EYJÓLFUR MELSTED ers hefði hún líklega verið kærð fyrir að hafa stolið úr ruslakörfunni hjá honum. Hinrik konungur áttundi á svo smáinnskot í öllu kraðakinu. Vafasamur heiður það, Hinrik, og eins gott að þú ræður ekki lengur yfir Tower of London, eða öðrum hefnd- arráðstöfunum. Þúfutittlingaskytterí Samtals telur sýning þessi yfir fimmtiu manns á sviði. Þjóðleikhús- kórinn, meðlimir úr íslenska dans- “Nýkomið TÆKIFÆRIS- FATNAÐUR Elízubúðin ■Skipholti 5. Útgerðarmenn — Atvinnurekendur Vinnumiðlun vélskólanema mun útvega yður góðan mann til starfa frá 14. maí—1. sept. ef þér óskið. Símanúmer vinnumiðlunarinnar er 19755 frá kl. 16—18 alla daga vikunnar til 30. maí, en eftir það mun Vélstjórafélag íslands annast þessa þjónustu í síma 29933. Vélstjórafélag íslands. \ Náttfata- markaður Ingólfsstræti 6 Nýjar vörur daglega Peysur og barnqfatnaður brjóstahaldarar, yfir- stœrðir í undirfötum og margt margt fleira. Látið ehki happ úr hendi sleppa. Ingótfsstræti 6. Nýjargerðir sandalar — skór — stígvél rT Fleiri ren einn ieinu Tími ferðalaga og sumarleyfa fer í hönd, þá er endurnýjun miða fyrir fleiri en einn mánuð í einu góður varnagli. Komið tímanlega til umboðsmanns- ins. Vlð drögum io. mal. 5. flokkur 18 @ 36 — 207 — 630 — 8.100 — 8.991 36 — 9.027 1.000.000,- 500.000,- 100.000- 50.000,- 25.000,- 75.000,- 18.000.000,- 18.000.000,- 20 700.000- 31.500.000- 2Ö2.500.000.- _----i--------- 290.700.000- 2.700.000- 293.400.000,- AUSTURSTRÆTI SÍMI22450 LAUGAVEGI SÍMI22453 HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Menntun í þágu atvinnuveganna flokknum og fasta leikaraliði stofn- unarinnar sjá um að koma skrípa- látum hirðarinnar til skila. Þau gera þetta í heild vel, og dansatriðin voru á köfium mjög skemmtilega útfærð og fyrir brá þokkalegum söng. Þeir kumpánar Árni Tryggvason, Þórhallur Sigurðsson, Egill Ólafsson og Flosi Ólafsson skila hlutverkum flóna og trúbadora með ágætum. Svo er einnig farið um kollega þeirra i bransanum, Gísla Alfreðsson i hlut- verki Djöflamergs loddara. Hinrik og Þrastalín eru sígilt par, sem sam- kvæmt formúlunni lenda í hæfilegum erfiðleikum til að ná sínum „Happy end”. Arnar Jónsson er ágætur í hlutverki Hinriks, „unga mannsins á uppleið”, sem leggur býsna mikið í sölurnar fyrir framann. Ólöf Kolbrún Harðardóttir er heillandi að venju í hlutverki ungfrú Þrastalín. Ég skil nú samt ekki tilganginn í valinu á henni í hlutverkið, nema ef vera skyldi að þurft hafi góða söngkonu fil að gefa stykkinu stimpil sem al- vöru söngleik. Róbert Arnfinnsson virðist njóta þess innilega að fá að þegja megnið 'af leiknum í hlutverki hins konuríkis- þjakaða Kynfreðs konungs. Hugi prins er í góðum höndum Bessa Bjarnasonar, en ekki er ég sam- mála valinu á Bessa í hlutverkið, 'nema ef væri til þess að undirstrika örvæntingu hirðarinnar, þar eð iprinsinn væri farinn að nálgast eftir- launaaldurinn. Kerlingarskassið, Þraslaugu drottningu leikur Margrét Guð- mundsdóttir af innlifun, svo halda mætti að hún væri sjálf af þessari tegund. Prinsessuna sjálfa, aðalhlutverkið, leikur Sigríður Þorvaldsdóttir. Hún heldur stykkinu uppi á köflum. Það er einungis stórkostlegum gamanleik hennar að þakka að ekki verður manni um of tíðlitið á klukkuna, þegar skrípaleikurinn gerist of lang- dreginn. Krol hennar í gegnum þenn- an söngleik er sannkallað Grett- issund. Að öllu samanlögðu finnst mér það álíka gáfulegt að eyða öllu þessu úrvals leikarapúðri á „Prinsessuna” og að labba sig út með hríðskota- byssu á þúfutittlingsveiðar. Prúðir spilarar Hirðhljómsveitin er vel skipuð þar sem hún trónar á hallarsvölum. Ksutnski er það vegna þess að búið er að skammast svo mikið út í hávaðann í hljómsveitum í fyrri söngleikjum, að þeir hirðmúsíkantar undir stjórn Sigurðar’Rúnars Jónssonar þora ekki að láta almennilega í sér heyra. Mér þætti samt ekki ólikleg sú skýring að þeim hundleíðist músíkin. Þeim verður þó ekki legið á hálsi fyrir að yfirgnæfa söngvarana og það sem til þeirra heyrðist hljómaði þokkalega. Umhverfi við hæfi og flosuð þýðing Búningar Tinu Claridge og leik- tjöld Sigurjóns Jóhannssonar féllu vel að öllu sætabrauðinu. Dania Krupska stýrði liðinu af snilld og ugglaust í góðri trú á bókmenntaleg- an smekk, eða smekkleysu mörland- ans. Um þýðinguna sá Flosi nokkur Ólafsson. Telja má öruggt að þýðing hans sé all „flosuð” og hefur það ugglaust verið flest til bóta. Mér finnst það nánast blóðugt að á vegum Þjóðleikhússins sé eytt jafn miklum kröftum og að svo vel sé vandað til flutnings jafn ómerkilegs sykurfroðusöngleiks. Ekki svo að skilja að ég sé á móti vandvirkni og meðmæltur fúski. Þvert á móti. Ég þekki samt engan bónda, sem brúkar sparifötin sín í fjósverkin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.