Dagblaðið - 07.05.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 07.05.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. MAI 1979. 13 [ Formanns- og varaformannskjör Sjálfstæðisflokksins: 3 „Menn hneykslast við hreinskilni,” sagði Gunnar Thoroddsen. Enginn Davíð hefur lagt tvo Golíata að velir Geir Hailgrímsson kosinn formaður og Gunnar Thoroddsen varaf ormaður Geir Hallgrímsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á lands- fundi sl. laugardag og Gunnar Thor- oddsen endurkjörinn varaformaður flokksins. öruggt hjá Geir, naumt hjá Gunnari í formannskjörinu fékk Geir Hall- grímsson 594 atkvæði, en Albert Guðmundsson 208. Aðrir fengu 17 at- kvæði og ógildir og auðir seðlar voru 23. Gunnar Thoroddsen fékk 372 at- kvæði i varaformannskjörinu, Matt- hías Bjarnason 310 atkvæði og Davíð Oddsson fékk 142 atkvæði. Auðir seðl- ar og ógildir voru 6 og aðrir fengu 9 at- kvæði. Að loknu formannskjöri þakkaði Geir Hallgrímsson landsfundarfulltrú- um það traust, sem honum hafði verið sýnt. ,,Ég heiti því að gera mitt bezta,” sagði Geir. ,,Nú eru sex ár síðan ég var kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins. Á þeim tima hafa skipzt á skin og skúr- ir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur unnið sinn mesta kosningasigur og einnig beðið sinn mesta ósigur. Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég hlakka til að takast á við það verkefni að veita Sjálfstæðis- flokknum forystu, með traustið að bakhjarli. Hér hafa verið væringar, en ég tek í hönd á mótframbjóðanda mínum. Við sjálfstæðismenn tökumst í hendur nú að þessum kosningum loknum.” Veiti Geir aðhald Albert Guðmundsson tók því næst til máls. Hann sagði m.a.: „öllum hér inni er léttir að þessar kosningar skuli afstaðnar. Ég leyfi mér að óska Geir Hallgrímssyni til hamingju með þetta góða kjör í okkar sterka og góða flokki. Útkoman er sem betur fer sam- staða, sem hjálpar okkur til þess að takast á við andstæðinga okkar í einni fylkingu og sigra. Ég er ekki þannig skapi farinn, að ég hætti að veita Geir Hallgrímssyni það aðhald, sem hann þarf að fá. En sam- stöðu skal hann fá 100%.” Leysum ágreiningsmálin Að lokinni lýsingu varaformanns- kjörs þakkaði nýkjörinn varaformað- ur, Gunnar Thoroddsen traustið. Hann sagði við það tækifæri: „Ég vil byrja á þvi að óska Geir Hallgrímssyni til ham- ingju með hans kosningu. Nú þegar tveimur kosningum er lokið og landsfundur hefur markað stefnu ber að taka til starfa og fram- fylgja stefnunni og gera allt til þess að leysa svokölluð ágreiningsmál. Oft heyrast kröfur frá flokksmönn- um um það í hreinskilni sé leyst frá skjóðunni. Svo þegar það er gert verða menn hneykslaðir. Við Geir Hallgríms- son höfum starfað saman í 25 ár að borgar- og landsmálum. Óteljandi eru þau mál, sem við höfum leyst með fullu samkomulagi. En vitanlega hafa oft verið skiptar skoðanir, bæði um menn og málefni. Því miður eru sum mál, sem hefur gengið erfiðlega að leysa, en þau verða leyst. Hin málin, sem við erum sam- mála um, eru langtum fleiri.” Davíð og Golíat Davíð Oddsson óskaði nýkjörnum varaformanni til hamingju, svo og for- manni. Þá óskaði hann Matthíasi Bjarnasyni til hamingju með j>óða út- komu. ,,Ég sem ungur maður má vel við una,” sagði Davíð. „Enginn Davíð hefur lagt tvo Golíata að velli á einum fundi. Orrahríð er að baki og framund- an er sókn gegn sameiginlegum fjand- mönnum.” „Það er ekki veikleikamerki á Sjálf- stæðisflokknum, þótt kosið sé um menn,” sagði Matthías Bjarnason. ,,Ég óska því bæði Davíð og Golíat til hamingju. Ég er hvorki Davíð né Golíat. Ég óska að Sjálfstæðisflokkur- inn vaxi að vexti og virðingu.” —JH. Loftdemparar Stýrisdemparar fl*f' t Gasdemparar HOGG- DEYFAR íflestartegundir bifreiða á ótrúlega hagstæðu verði. Póstsendum um allt land HÖGGDEYFIR Dugguvogi 7 — Sfmi 30154 i fyrir öll og klæðið húsið varanlegri álklæðningu, það er ódýrara en margir halda. Sendið teikningu og við munum reikna út efnisþörf og gera verðtilboð að kostnaðarlausu. _• ___ FULLKOMIÐ KERFI TIL SIÐASTA NAGLA ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.