Dagblaðið - 07.08.1979, Page 11

Dagblaðið - 07.08.1979, Page 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 1979. skuldbundu Bandaríkjamenn sig til að setja ekki upp aðrar eldflaugar á jörðu en þær sem aðeins hefðu 360 mílna langdrægni. Þar með hefðu þeir ekki getað notað flaugar með fimmtán hundruð mílna drægni fyrr en 31. des. 1981 en þá á þetta ákvæði að ganga úr gildi. Vegna ágreinings ríkisstjórna innan Atlantshafsbandalagsins dregst uppsetning eldflauganna í það minnsta þar til árið 1983 og tak- mörkunarákvæði Salt 11 samkomu- lagsins um kjarnorkuvigbúnaðartak- markanir hafa ekki áhrif á uppsetn- ingu þeirra. Nokkrar vangaveltur eru unt hvort nauðsynlegt verði eða heimilt að setja upp eldflaugar í Vestur- Evrópu ef Salt II samkomulagið gegnir hlutverki sinu cins og bjartsýn- ustu menn gera sér vonir um. Her- fræðingar Atlantshafsbandalagsins segja þó að uppsetning eldflauga sem dragi skemur en fimmtán hundruð mílur séekki fyrirhafnarinnar virði. Staðan er þannig núna að lang- drægustu eldflaugar sem staðsettar eru í Vestur-Evrópu eru eldri gerð Pershing eldflauga, með 400 niílna drægni. Eru þær í Vestur-Þýzkalandi og ógna þar með ekki hugsanlegum skotmörkum i Sovétrikjunum. Ekki mun ágreiningur um það meðal herfræðinga Atlantshafs- bandalagsins að eldflaugar Sovétríkj- anna dragi til muna lengra en eld- tlaugar Atlantshafsríkjanna í Vestur- Evrópu og gefi þeim þar með hernaðarlega yfirburði fram yfir heri bandalagsins. Hafa ríki Vestur- Evrópu af einhverjum ástæðum vcrið ntjög hikandi við að heimila uppsetn- ingu fullkomnari eldllauga á landi VERÐUR LODNUVQÐ- UNUM í ÍSLENSKRI LANDHELGISTJÓRNAÐ? Nú þegar ljóst er að um verulegan samdrátt er að ræða í loðnuveiðun- um hér við land, vaknar sú spurning hvernig staðið verði að veiðunum í haust og vetur. Verður veiðunum stjórnað með ákveðnum aflakvóta á skip, þegar loðnan er komin inn fyrir islenska landhelgi, eða verða bátarnir látnir berjast um þau fáu tonn, sem hugsanlega verða eftir? Stjórnun með ákveðnum aflakvóta hefur marga kosti Þær breytingar, sem helst mundu verða á veiðunum við kvótaskipt- ingu, eru að hagkvæmnissjónarmið mundu ráða við veiðarnar meira en nú er, þ.e.a.s. að hver bátur mundi haga veiðunum sem hagkvæmast fyrir sig, reyna að ná sem verðmæt- ustum afla, en með sem minnsturh til- kostnaði. Séu veiðarnar frjálsar, haga allir veiðunum með það eitt fyrir augum ' að ná í sem flest tonn og er lítið eða ekkert hugsað um aflaverðmæti, þar sem það kæmi niður á aflamagni. Sá sparnaður sem helst er um að ræða er í olíunotkun. Fiskifélag íslands gerði olíueyðslumælingar á fjórum loðnubátum. Sem dæmi má nefna að legðu þessir fjórir bátar af stað í land með afla á sama tíma, myndu þeir allir sigla á þeim mesta hraða, sem þeir gætu, til að komast sem fremst i löndunarröð. Ef við Kjallarinn mikið, þar sem hætt yrði að kasta á þær torfur, sem gefa lítinn afla. Einnig yrði hætt að kasta í slæmum veðrum, en það mundi ekki bára minnka slit veiðarfæra, heldur einnig stórminnka slysahættu um borð:----- Tekjuöryggi útgerðar og áhafnar ykist Tekjur útgerðar og áhafnar mundu verða ákveðnar nokkurn veginn fyrirfram og mundu allir vita betur en nú að hverju þeir gengju við upp- haf veiðanna og geta hagað sér eftir því. Þá yrði þaðeinnig úr sögunni, að útgerðarmenn og áhafnir þeirra báta sem tefjast frá veiðum um stundar- betri hrognanýtingu á vorin. Þá má búast við því að minna yrði um að bátarnir slepptu niður dauðri loðnu úr nótinni þegar þeir líafa lokið við að fylla sig, heldur gæfu sér tíma til að láta aðra hafa afganginn. Veiðarnar stundaðar af meiri skynsemi Það hlýtur að vera eðlileg krafa allra loðnusjómanna, þegar Ijóst er að nægur tími er til að veiða það magn sem leyft verður að veiða á ver- tíðinni, að veiðarnar verði stundaðar eins skynsamlega og mögulegt er. Hætt verði að kasta í vitlausunt veðrum, hætt verði að hlaða bátana þannig að öryggi áhafnar sé í hættu Þorsteinn Ingason segjum að þessir bátar væru ca 200 milur frá löndunarhöfn, sem er nokkuð algeng fjarlægð á haustveið- um, mundu þeir nota samtals ca 35.000 lítra af oliu fram og til baka. Sigli þeir hinsvegar á hagkvæmustu ferð, eins og þeir myndu gera í mörg- um tilvikum ef væri aflakvóti, mundu þeir nota ca 25.000 lítra af olíu. Sparnaðurinn næmi 10.000 lítrum eða 1500 þúsund kr. í þessari einu veiðiferð 4 loðnubáta miðað við núgildandi olíuverð. Það er augljóst að með kvótaskipt- i-ngu mundi veiðarfæraslit minnka „Kvótaskipting mundi spara hundruð milljóna.” sakir vegna óhappa eða bilana, yrðu fyrir eins rniklum tekjumissi og verið hefur. Ljóst er að hægt verður að auka aflaverðmæti með kvótaskiptingu, þar sem bátarnir mundu stunda veið- arnar, þegar loðnan er verðmætust og einnig ætti að vera hægt að ná og vökulögin verði virt. Þá ættu allir einnig að geta tekið sér þann eina lög- bundna frídag, sem loðnusjómenn eiga á þriggja vikna fresti, þegar komið er í heimahöfn. Þorsteinn Ingason vélstjóri iöngu orðið hnjóðsyrði sem margar konur forðast eins og heitan eldinn. Eða þekkir ekki einhver setningar eins og þessa: ,,Ja, ég er nú engin rauðsokka, en mér finnst alveg skammarlegt hvernig farið er með konur í launamálum og svo er það al- veg ótækt að þurfa að bíða í tvö ár eftir leikskólaplássi.” Konur sem taka virkan þátt í kvennabaráttu eru að berjast alvar- legri, pólitískri baráttu og þessi bar- átta hefur oft verið býsna harðskeytt og illvíg og hafa konurnar þá ekki skirrst við að beita bæði róttækum og óvanalegum aðferðum. Hið sama hafa karlar gert í pólitískri baráttu á öðrum vettvangi, en sagan dæmir þeirra baráttu og baráttuaðferðir á nokkuð annan veg cn konurnar og kvennabaráttu. Körlunum er hrósað. Þeir eru hetjur og jafnvel frelsarar. En það er hlegið að konum. Það er hlegið að þeim þegar þær berjast með aðferðum sem teljast karlmannlegar og það er líka hlegið að þeim þegar þær beita því sem nefna mætti kven- legar aðferðir. Okkur er ætlað að trúa því að þetta mas kvenna og vesen skipti svo sem sáralitlu máli og megi afgreiða með nokkrum línum í kennslubókum. Barátta þýsku kvenréttindakvenn- anna og hinna bresku í byrjun aldar- innar er með öflugust og merkustu mannréttindabaráttu sem sögur fara af. Þessar konur voru þá sá pólitiski hópur sem mest og harðvítugast var ofsóttur og varð grimmilega að gjalda skoðana sinna. Sjónvarps- þættirnir í fyrravetur um suffragett- urnar (bresku kvenréttindakonurnar) var mjög góður þó að þar kæmi aðeins fram lítið brot hinnar löngu og ströngu kvennabaráttu. Reyndar þarf það engan að undra að viðbrögð auð- og karlveldis verði á þann hátt sem hér hefur verið lýst. Mannkynssagan er saga yfirstéttanna en ekki almennings sem skapar verð- mætin. Og það er heldur ekkert nýtt að beitt sé háði til að drepa niður óþægileg öfl. Og þarna liggja konur miklu betur við höggi en nokkur ann- ar undirokaður hópur. Birtingarform kvennakúgunar hefur breyst En hvernig er umhorfs núna? Hefur ekki heilmikið áunnist með réttindabaráttu kvenna hinni nýju, sem nú hefur staðið um öll Vestur- lönd hátt á annan áratug? í fljótu bragði mætti ætla sem svo væri. Það hafa verið byggð nokkur barnaheim- ili og konur eiga ekki eins mörg börn og áður (þökk sé pillunni, ef þakka skyldi). Konur menntast meira en áður og þær vinna utan heimilis í stórum stíl. Margt af þessu er vissu- lega til bóta. T.d. er það óumdeilan- legt að fjárhagslegt sjálfstæði er for- senda fyrir frelsi og menntunar- sprengingin svokallaða eftir 1960 er fyrst og fremst fólgin í því að konum fjölgar í framhalds- og langskóla- námi. Skólamenntun og þekking eru lika óumdeilanleg tæki til frelsis og þroska. En þetta allt verða konur að greiða dýru verði. Svo dýru að álita- skoðun sína rökstyður hún margvis- lega í bók sinni ,,Der Kleine Unter- schied”, sem kom út 1975. Hún sýnir fram á að nútíma kvennakúgun (hér er ekki átt við þriðja heiminn) hefur alls staðar á sér sama svipmót. Konur af öllum stéttum, menntaðar konur og ómenntaðar, verða að laga sig að þeirri hugmyndafræði sem feðra- veldið býr til og þær verða að falla inn í þá mynd sem karlar gera sér af konum. Konur eru ekkert spurðar hvað þær sjálfar vilji eða hvað þeim sjálfum finnist. Þær standa ber- skjaldaðar fyrir innrætingunni. Þannig eru konur enn kúgaðar bæði kynferðislega, hugmyndafræði- lega og stéttarlega. Og það sem kann að virðast frelsi til þátttöku í rekstri þjóðfélagsins, er fjölmörgum konum í reynd ekki annað en frelsi til að vinna erfitt og illa launað starf til við- bótar heimilisstörfum og umsjá barna. Ég held það séu áhöld um hvort konur hafi oft áður í veraldar- sögunni unnið jafnmikið og nútíma- A „Viö viljum ekki skipta á hlutverkum viö w karla og fara að undiroka þá, en við vilj- um „sósíalískt þjóöfélag þar sem karlar og konur geta lifaö án ótta.”” mál er hvort staða kvenna hefur batnað hætishót á síðustu áratugum. Sumir telja að því sé meira að segja þveröfugt farið, hagur kvenna hafi sjaldan verið verri en einmitt nú, birt- ingarform kvennakúgunar hafi ein- ungis breyst. Hvað vilja konur? Meðal þeirra sem halda þessu fram er þýski blaðamaðurinn og rithöf- undurinn Alice Schwarzer. Þessa konur gera. Og eitt er vist, vinnu- framlag kvenna til þjóðfélagsins er margfalt á við það sem karlar leggja af mörkum. Þetta er hægt að reikna út í tölum og hefur verið gert viða. í Þýskalandi eru karlarnir t.d. aðeins hálfdrættingar á við konur (sbr. áðurnefnda bók). ... eða „kallmaxistarnir" Ég vil taka það hér fram, þó að kannski sé það óþarft, að alvarlcg kvennabarátta er eins og öll mann- réttindabarátta hluti hinnar sant- eiginlegu stéttabaráttu almennings um allan heim. En það er sorgleg staðreynd að vinstri ntenn hafa vikið sér undan að sinna kvennabaráttu jafnhliða stéttabaráttunni. Þess vegna er þörf sérstakrar kvennabar- áttu. Og þetta sinnuleysi róttækling- anna („kallmaxistanna”) stafar vita- skuld af því að þeir eru innst inni álika samdauna borgaralegri kven- fyrirlitningu og yfirlýstir hægri menn. (Ég hef ekki haft spurnir af sérlcga róttækum viðhorfum til kvcnnabaráttu hjá forsprökkum Æskulýðsfylkingarinnar sælu, en margir þeirra eru núna virðulegir Alþýðubandalagsmenn). Það væri þá einna helst að kornungir karlmenn, róttækir, færu að opna augun og láta að sér kveða á þessunt vettvangi. Alice Schwarzer leggur einnig mikla áherslu á nauðsyn kvennabar- áttu jafnt í einkalífi sem á opinberum vettvangi. Hún bendir á að kvenfrelsi haldi áfram að vcra órafjarri meðan konur láti eiginmennina troða á sér heimafyrir. Þar verði þær líka að gera réttmætar kröfur en þá taka málin að vandast fyrir alvöru. Það hefur komið i Ijós að konur eru svo vanar að hlýða og láta að vilja ann- arra (karla) að þeim reynist býsna erfitt að skilgreina sínar eigin óskir og þarfir, og enn erfiðara að tjá þær í orðum. Og sérstaklega er þetta áber- andi í kynlífinu, segir Alice. Hingað til hefur lítið farið fyrir skilgreining- um kvenna á eigin kynlifi og vilja í þeim efnum en því iðnari hafa karlar verið við að taka það ómak af kon- um. Hinn þögli helmingur mannkyns Ég sagði það einu sinni á manna- móti þar sem viðstaddir voru ein- tómir karlar utan ég, að konur væru hinn þögli helmingur mannkyns. Þetta var í janúar á kvennaári. Svo sem vænta mátti þótti körlunum þetta afburðagóður brandari, sá besti, sctn þeir höfðu heyrt. En þetta cr ekki brandari. Þetta er beiskur sannleikur. Þó að konur geti talað í saumaklúbbum (sem ég tel nauðsyn- legar stofnanir fyrir margar konur af því að oft cru það einu tengslin sem þær hafa við vinkonur sínar, og lika ofteini félagsskapurinn sem karlarnir leyfa konurn sínum að taka þátt í) heyrast raddir þeirra sjaldan á þeim vcttvangi þar sent málin ráðast. Nú nægja ekki lengur orðin tóm Mér er það vel Ijóst að nú muni margir segja og það í niðrandi merk- ingu að þetta allt sé nú bara argasti „feminismi”, og karlmannahatur. En það er alrangt. Vitaskuld viður- kenna það allir sem af alvöru heyja kvennabaráttu að rætur hennar Iiggi í framleiðsluháttum þjóðfélagsins. En hitt er jafnaugljóst að þó að fram- leiðsluhættirnir yrðu sósíalískir strax í dag myndi öllum fordómum og firr- um um konur ckki verða varpað lyrir róða svona í einu hendingskasti. Konur verða því að herða sóknina til kvenfrelsis enn betur. Þrátt lyrir baráttuna á umliðnunt árum cr mér til efs að fyrsta skrefið til þess frelsis hafi enn verið stigið hvað þá meira og meini sósialistar (karlkyns) eitthvað með þvi sem þeir segja opinbcrlega um kvenfrelsi, verða þeir líka að sýna það í verki. Bæði heima og heiman. Þeir eiga að vera öðrum fyrirmynd. Og konurnar verða að láta hcyra til sín bæði hátt og mikið og ég held það væri enginn skaði skeður þó að á meðan dragi úr orðaflaumi blessaðra karlanna. Við róttækar konur viljum nýjan og betri heim — þessi er á heljar- þröm. — Við viljunt ekki skipta á hlutverkum við karla og fara að undiroka þá, en við viljum „sósíal- iskt þjóðfélag þar sem karlar og konur geta lifað án ótta.” (Tilvitnun: Herbert Marcuse). Helga Sigurjónsdóttir Kópavogi

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.