Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 26. OKTÖBER 1979 — 236. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSÍMI 27022. SighvaturBjörgvinsson, fjármálaráöherra: OUUMOL GJALDÞROTA — verkefnaskorturogfyrirsjáanlegurtaprekshiruppáhundrtó ,,Það fer ekki á milli mála, Oliu- möl hf. er gjaldþrota þar sem mjög mikið fé vantar inn í reksturinn," sagði Sighvatur Björgvinsson fjár- málaráðherra í morgun. „Ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar óskaði eftir því við Framkvæmda- stofnun ríkisins, þegar ég var þar for- maður stjórnar, að stofnunin gerði tvennt: í fyrsta lagi að leggja sjálf fram hlutafé í Olíumöl hf. og í öðru lagi að lána sveitarfélögunum fé, þannig að þau gætu aukið hlutafé sitt í fyrirtækinu. Þarna var um að ræða 100 milljónir frá Framkvæmdastofn- un og 200 milljóna kr. lán til sveitar- félaganna. Eftir að Framkvæmdastofnun hafði lagt fram sitt fé og gerzt hlut- hafi var fyrirtækið tekið til betri skoðunar. Þá kom tvennt i ljós: Bæta hefði þurft við hundruðum milljóna króna til viðbótar og fyrirsjaanlegur var mikill hallarekstur áfram nema hægt væri að stórauka verkefni fyrir- tækisins. Við fórum þvi hægt i að lána sveitarfélögunum fé til hluta- fjáraukningar þar sem við töldum það vafasama ráðstöfun af Fram- kvæmdastofnun að verja miklu fé í mjög áhættusaman rekstur. Við létum ríkisstjórnina hins vegar vita og óskuðum eftir því að hún at- hugaði málið og tæki ákvörðun um það hvort hægt væri að útvega verk- efni. Ólafur Jóhannesson, þáverandi forsætisráðherra, skrifaði Fram- kvæmdastofnun síðan bréf á síðustu dögum þeirrar ríkisstjórnar, þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri unnt að tryggja Olíumöl verkefni og þar með áframhaldandi rekstur. Fé Framkvæmdastofnunar var þvi dregið til baka. Það er siðan eignaraðila Olíumalar hf. að taka afstöðu fil þessarar niður- stöðu ríkisstjórnarinnar. Ljóst er að ef þessi staða fyrirtækisins hefði verið ljós í vor, hefðu sveitarfélögin ekki verið ánægð að fá þetta fé og ráðstafa því á þennan hátt, þar sem þau hefðu þá tapað hundruðum milljóna króna. Framkvæmdastofn- un hefði hins vegar ekki tapað þvi fé, sem sveitarfélögunum hefði verið lánað, þar sem þau hefðu orðið að ábyrgjast endurgreiðslu á þvi." -JH —sjánánarábaksfou „Flokks- formenn Haukur Morthens varfimdarsrjóri ó Hóiei Loftleiðum Igœrkvöldi. Nokkuð áþriðja hundrað mannssórtu fundinn. Dr. Bragier hérIrœðustáli. DB-mymkBj.Bj. eru heilagir" — sagðidr.Bragi „Það bryggir mig, að vinur minn ¦ Benedikt Gröndal hefur ekki séð astæðu til þess að mæta á þennan fund," sagði dr. Bragi Jósepsson meðat annars á fundi, sem hann boðaði til á Loftleiðahótelinu i gær- kvoldi. Nokkuð á þriðja hundrað mannssóttu fundinn. ,,A Spáni er það nautaat, i Banda- ríkjunum hanaslagur, hér opin próf- kjör," sagði dr. Bragi, er hann lýsti mismunandi aðferðum, sem beitt væri til þess að ná sér niðri á and- stæðingum og keppinautum. Fór hann allt aftur til vopnaburðar Sturlungaaldar í samlíkingu sinni. Jón Baldvin Hannibalsson, rit- stjóri og frambjóðandi i prófkjöri Alþýðuflokks í Reykjavík sagði að það væri ekki sigurstranglegt fyrir flokk þeirra Braga að láta nú fara fram opínbera aftöku á formanni flokksins, Benedikt Grftndal, — manninum, sem slitið hafi stjórnar- samstarfinu. Hvatti hann menn til þess aðstyðja Benedikt. Dr. Bragi sagðist myndi fella Benedikt i prófkjörinu um alþingis- framboð í Reykjavík. Til þess væri prófkjör haldin að menn segðu meiningu sína á mönnum og mál- efnum. Flokksformenn og forsætis- ráðherrarværuekki heilagir. -BS. Hvernigáhárið aðveraívetur? — Sjámyndirog frásögnbls.4 Vestfirðir: Indælt strídhjá Sighvati og Karvel sjábls. 13 Þvottahús ríkisspítal- anna er dýrast í bænum — sjá bls. 7 Pólitískur snjómokstur? Skrípalæti eruþetta! — segir Matthías Bjarnason —bls.á NÚMÁKOMASTÞANGAÐ ÁNBIDRAÐAOGHÆTTU — nýjar slauf ur leysa vandann—sjá bls. 6

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.