Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.01.1980, Qupperneq 12

Dagblaðið - 21.01.1980, Qupperneq 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 1980. AMER1SKIDRAUMUR- INNíENDURSKODUN Mikil gróska í bandarískri bókaútgáfu á árínu 1979 Þegar litið er yfir bandaríska bóka- markaðinn siðastliðið ár kemur í ljós að margir helstu rithöfundar þar í landi þóttu bæta við orðstir sinn á því tímabili. Þarmá nefna Joseph Heller með skáldsöguna Good as gold sem er meinfýsin skoðun á háskólaborg- ara af gyðingaættum, John Updike með The Coup sem fjallar af trega- blandinni gamansemi um stjórnar- byltingu í tilteknu Afríkuríki, Philip Roth sem þótti slá sér upp með The Ghost Writer sem segir frá sambandi frægs rithöfundar og ungs lærisveins. Einnig mætti nefna William Styron og bók hans, Sophie’s choice, sem er óvenjulegt viöfangsefni fyrir þennan Suðurríkjahöfund: tengsl ungs Bandaríkjamanns við konu sem er nýlega sloppin' úr fangabúðum gyðinga. Magnaði umræðu En umdeildasta skáldverkið á markaðinum í ár er án efa The Executioners song eftir Norman Maiier sem menn hafa lýst bæði sem meistaraverki og stórkostlegum mis- tökum. Meira um þá bók seinna. En mest umtalaða bók ársins er að sjálfsögðu The White House Years eftir Henry Kissinger sem vakið hefur á ný alla umræðu um réttmæti Víetnamstyrjaldarinnar og sérstak- lega um árásirnar á Kambódíu, nú Kampútseu. Mögnuðust þær umræður til muna við útkomu annarrar bóka, Sideshow, eftir breska blaðamanninn William Shaw- cross en hann teflir fram leyniskjöl- um bandarisku stjórnarinnar til að sanna að þeir Nixon og Kissinger hafi samkvæmt alþjóðalögum verið sekir unt hina voðalegustu stríðsglæpi, nefnilega þjóðarmorð. Sjálfur hefur Kissinger ráðist harkalega á þá bók opinberlega en varð þó svo mikið um liana að hann endurskrifaði nokkra kafla bókar sinnar i próförk. Dr. K. úr jafnvægi Ekki þykir mönnum hann hafa ómerkt fullyrðingar Shawcross og eftir því var tekið' að það voru .spurningar byggðar á rannsóknum hans sem settu Kissinger úr jafnvægi í þætti þeim sem David Frost stjórnaði og urðu til þess að hann vildi breyta svörum sínum í endurupptöku. Þessu neitaði Frost og gaf þáttinn upp á bátinn í mótmælaskyni. En það hafa fleiri bækur sögulegs eða fræðilegs eðlis verið i sviðs- Ijósinu þetta árið. Til dæmis var mikið rætt um bók eftir David Hal- berstam sem nefnist The Powers That Be og fjallar um nokkra risa í bandarískri fjölmiðlun, Los Angeles Times, Washington Post, Time-sam- steypuna og CBS-sjónvarpsstöðina, og þótt þar sé ekki að finna miklar uppljóstranir þá þykjast menn fróðari en ella. Einn þekktur fjöl- miðlamaður bandariskur lét einnig i sér heyra í fyrsta sinn í langan tíma. Þetta var Tom Wolfe, einn af postulum hinnar svokölluðu „nýju blaðamennsku” og bókin heitir The Right Stuff og er um hinar einu sönnu hetjur nútímans, geimfarana . Þykir Wolfe hafa komist vel frá verk- efni sinu. Ef nefnaætti fræðibók sem mönnum þótti mikill bógur í í Banda- ríkjunum árið 1979 þá væri það kannski ritgeröasafn listfræðingsins Meyer Schapiro, en eftir því hefur verið beðið í áratug eða meir og var það sannarlega biðarinnar virði. Krafðist dauðadóms En víkjum nú að „skáldverki” ársins þar í landi sem er án efa bók Normans Mailer, The Executioners Song eða Söngur böðulsins. Ástæða þess að ég nefni skáldverk innan sviga er sú hin sama og valdið hefur ýmsum bókmenntamönnum áhyggj- um. Bókin er nefnilega byggð nákvæmlega á síðasta æviári og dauða sakamannsins Gary Gilmore sem olli miklu fjaðrafoki fyrir fjórum árum þegar hann krafðist þess að Utahríki, sem nánast var búið að gefa dauðarefsinguna upp á bátinn, fullnægði þeim dauðadómi sem kveðinn hafði verið upp yfir honum. Gilmore hafði þá átt i úti- stöðum við lögin frá barnæsku en dauðadóminn hlaut hann fyrir tvö morð sem hann hafði framið, að þvi er virðist án tilefnis eða tilgangs. Gilmore varð loks að ósk sinni og var leiddur fyrir aftökusveit í janúar 1977 eftir að fjölmiðlar um allan heim, svo og ýmsir kaupahéðnar, höfðu velt sér upp úr öllum aðdraganda málsins. Vel gefinn Það sem gerði þetta allt „áhuga- verðara” var ástarsamband Gilmores við 19 ára stúlku, Nicole Baker, lausláta og rótlausa tveggja bama móður sem hann gat talið á að reyna með sér sjálfsmorð í fangelsinu, og sú staðreynd að Gilmore virtist vel gefinn og gæddur einhverjum listrænum gáfum ef marka má teikn- ingar hans. Vissulega var þetta „gott mál”, eins og blaðamenn myndu segja, en hvað hafði virtur rithöf- undur eins og Mailer við það að gera? Gat hann gert því skil án þess að bregða yfir það rómantískum hjúp og upphefja morðingja? Það má kannski geta sér til um það hvers vegna efnið sjálft freistaði Mailers — burtséð frá því að honum var lofað miklum fjárupphæðum fyrir bókina og þurfti að greiða þrem fyrrverandi konum sínum lifeyri — því ofbeldi hefur aldrei verið fjarri bókum hans (og einkalifi). I bók eins og An American Dream hefur Mailer krufið ofbeldi til mergjar sem sér- amerískt fyrirbæri, jafnvel sem exístentíalíska athöfn. „Lífið er skáldlegt' En það sem er óvenjulegt við Söng böðulsins er að Mailer lætur þar allar ígrundanir og beina túlkun lönd og leið. Hann stendur utan við bókina og beitir hversdagslegum talanda þeirra Utah-búa til að rekja mála- vexti eins blátt áfram og hugsast getur. Sögupersónur eru eða voru á lífi og sagan virðist segja sig sjálf — allt frá því að frænka Gilmores tekur á móti honum í skilorðsbundið leyfi og til þess dags er fjölmiðlasnápurinn Lawrence Schiller sér ösku hans dreift úr 59 senta plastpoka utan af brauði yfir borgina Provo í Utah. Þetta tekur 1056 blaðsíður. En er þetta þá ekki upprifjun blaðamanns fremur en „sönn skáldsaga”, eins og Mailer vill sjálfur kalla bók sína? Víst er að Truman Capote komst upp með að kalla sögu sína, Með köldu blóði, skáldsögu eða heimildaskáldsögu með því að vitna til hins litrika ritstils síns og túlkunar á hinum sönnu at- burðum, Clutter-morðunum. f bók Mailers er hvorugu fyrir að fara. Að f ylla upp í tómarúm Þó er þarna dregin upp mynd af mannlifi í miðvesturríkjum Banda- ríkjanna sem á sér engan líka í nútímabókmenntum, burtséð frá glæpum Gilmores og hinu einkenni- lega ástarsambandi hans við Nicole Baker. Þarna lýsir sér fólk sem virðist upp til hópa rótlaust þar sem það hírist í hjólvögnum sinum, vansælt og illa t stakk búið til að mæta skakkaföllum lífsins. Það fyllir upp i tómarúmið með alls kyns apparötum og leikföngum: tryllitækjum, sjón- varpi, hljómflutningstækjum, þvottavélum — og byssum. En þegar óhamingja fólks brýst fram gerist það í offorsi. Menn berja, skjóta eða AÐALSTEINN INGÓLFSSON Norman Mailer við gerð kvikmyndar sinnar, Maidstone; Söngur böðulsins; skáldskapureða blaðamennska? nauðga eða þá að þeir éta pillur frá morgni til kvölds. Það fólk sem ekki stenst álagið, eins og April, systir \ Nicole, er umsvifalaust lokað inni á 'geðveikrahælum. Fólk virðist skorta alla kjölfestu, siðferðislegan grunn — þrátt fyrir strangtrú Mormóna þar um slóðir. Draumurinn um vestur- ríkin, villta vestrið gamla, þar sem menn geta lifað í sátt við náttúruna, frjálsir og óháðir, fjarri solli stórborganna, virðist orðinn að martröð. Mailer sýnir einnig hvernig ýmsir fjölmiðlaspekúlantar af austur- ströndinni fara að því að hagnast á þeirri martröð, hvernig menn „selja Gilmore”. Það er einmitt helsti sölu- maðurinn, Schiller, sem fær Mailer til að skrifa þessa bók, en hann fer þó hvorki betur eða verr út úr sögunni en aðrir. Söngur böðulsins er áhrifa- mikil bók og átakanleg en jafnframt dregur hún úr manni allan þrótt. Hvað sem öðru líður er samsetning hennar mikið afrek og á endanum skiptir það kannski ekki máli hvar í flokk við skipum henni. En í ljósi hennar og annarra „sannra skáld- sagna” þarf hugtakið „skáldskapur” greinilega endurskoðunar við. -AI. Margt gott fyrír spottprís Ágætar myndir í Fjalakettinum það sem eftir er vetrar Fjalakötturinn, kvikmyndaklúbb- ur framhaldsskólanna, á í rekstrar- örðugleikum um þessar mundir enda hafa meðlimir klúbbsins aldrei verið jafnfáir og í ár. Hvað veldur er ekki gott að segja, en einkum hefur slæm sýningaraðstaða í Tjarnarbíó verið nefnd. Þá hlýtur myndaval einnig að skipta máli og hefur það eflaust fælt marga frá hversu margar myndir á dagskránni í vetur hafa verið sýndar hér á landi áður. En þær eru hvorki meira né minna en um 50% af myndunum. Þetta eru hrein mistök af hálfu stjórnar sem verða vonandi til þess að þetta komi ekki fyrir aftur í framtiðinni I svo miklum mæli. En hvað um það þá eru margar góðar kvikmyndir á dagskrá klúbbsins á þessu ári og skirteiniö kostar nú aðeins 5000 kr. sem er ekkert verð fyrir þær 20 myndir sem á eftir að sýna. Veldi ástríðnanna Um helgina var á dagskrá nýleg mynd eftir James Ivory, írafár vegna mynda Georgie og Bonnie. En kvik- myndaklúbbur menntaskólanna sýndi aðra mynd eftir Ivory 1974, Savages, sem var tvimælalaust ein af merkustu myndum sem klúbburinn sýndi það árið. írafár hefur fengið frábærar viðtökur gagnrýnenda og er • af mörgum talið besta verk Ivory til þessa. Af öðrum merkilegum myndum má nefna japönsku mynd- irnar Onibaba sem sýnd var hér um árið en sú mynd er höfuðverk leik- stjórans Kaneto Shindo og Veldi ástríðnanna eftir Oshinya en hann þarf vart að kynna eftir allt það umtal sem Veldi tilfinninganna skapaði á kvikmyndahátíðinni forðum. En Veldi ástríðnanna er mjög lík tilfinningaveldinu, hún fjallar um forboðna ást karls og konu nema hvað konan er gift öðrum. Þau koma eiginmanni konunnar fyrir kattarnef en það dugar skammt því karlinn gengur aftur og hefnir sín grimmilega. Þessi mynd Oshima stendur Veldi tilfinninganna nokkuð að baki hvað gæði varðar og maður fær það á tilfinningunna að Oshima hafi aðeins verið að gera þessa mynd til þess að selja hana útá Veldi til- finninganna. Þá verður Dodeska den eftir Kurosawa sýnd, en hún var sýnd sem mánudagsmynd fyrir nokkrum árum. Þetta er ein af þeim myndum sem má siá aftur og aftur því lita- notkun er með afbrigðum falleg. Þetta var fyrsta litmynd Kurosawa og hefði getað orðið hans síðasta því hann reyndi að fremja sjálfsmorð vegna vonbrigða með viðtökur myndarinnar. Gamanmyndir Nokkrar gamanmyndir eru einnig á dagskrá. Þar ber hæst meistara Keaton. ■ pftir hann verða sýndar myndirnar Steamboat Bill jr. og The Chemist en þessar myndir eru með betri gamanmyndum sem gerðar hafa verið, sérstaklega sú- fyrrnefnda. Þá verða sýndar stuttar myndir eftir Max Linder en hann hefur haft gífur- leg áhrif á þróun gamanmyndar- innar. Einnig verða myndir eftir Rene Clair og Jean-Pierre Mocky sýndar en þær eru ekki með því besta sem þessir heiðursmenn hafa látið fara frá sér. Italska teiknimyndin Allegro non troppo er á dagskrá með vorinu en sú mynd er af mörgum talin ein albesta teiknimynd sem gerð hefur verið á síðustu árum. Að lokum má nefna sænsku myndina Sem svipt úr höfði gamals manns en hún er, eins og sú italska, að hluta til teiknimynd. Kvennamyndir Af öðrum merkilegum myndum má nefna verðlaunamynd Mörtu Mezáros, Níu mánuðir. Margir muna eflaust eftir mynd hennar Ættleiðing sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni. Niu mánuðir fjallar um unga stúlku sem verður ólétt eftir verkfræðing sem vinnur í sömu verksmiðju. Verk- fræðingurinn hefur ekki sömu skoðanir á lífinu og stúlkan. Hann er ungur maður á uppleið en stúlkan ætlar sér allt annað en að drepast húsmóðurdauða, svo því fer sem fer. Þá er nýleg mynd eftir Joan Micklin Silver en ekki er ýkja langt síðan önnur mynd hennar var mánudags- mynd, Hester Street. Milli linanna, en svo heitir myndin, fjallar um hóp fólks sem rekur lítið fréttablað. Af öðrum merkilegum myndum má nefna Sjálfsmynd af listamanninum á yngri árum sem gerð er eftir sam- nefndri skáldsögu James Joyce. Það er Joseph Strick sem leikstýrir en eftir hann hafa verið sýndar tvær myndir í Fjalakettinum, Janic og Svalirnar, sem gerð var eftir leikriti Genet. Hugrekki fólksins er bólivísk kvik- mynd eftir Sanjines sem segir frá at- burði sem átti sér stað þar i landi þegar hermenn stjórnarinnar réðust á Friðrik Þ. Friðriksson Kvik myndir verkamenn 1 verkfalli og drápu 21 þeirra en yfir hundrað særðust. Stuttu eftir að myndin var fullgerð studdu Bandaríkjamenn herforingja til valda í Bolivíu og Sanjines og félagar voru neyddir til þess að flýja land. Gagnrýnendur eiga vart orð til þess að lýsa fegurð myndarinnar sem var fyrsta litmynd er Sanjines leik- stýrði. Sanjines hefur nú snúið aft ur heim til Bolivíu eftir að stjórnvöld boðuðu aukið frelsi i listum. Hugrekki fólksins var þá sýnd en hún hafði verið bönnuð fram að þeim tíma (1978). Eftir að myndin hafði verið sýnd í þrjár vikur fyrir troðfullu húsi var sýningum skyndilega hætt að fyrirskipun hersins. Þetta ætti að nægja til þess að sannfæra fólk um að það fær eitthvað fyrir sinn snúð ef það kaupir skírteini í klúbbinn sem er öllum opinn. /V

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.