Dagblaðið


Dagblaðið - 02.04.1980, Qupperneq 16

Dagblaðið - 02.04.1980, Qupperneq 16
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. APRtL 1980. r« IMDIR UM PÁSKANA KVIKMYNDIR UM PÁSKANA KVIKMYNDIR flKMYNDIR UM PÁSKANA KVIKMYNDIR UM PÁSKANA KVIKM >B 1 II i II Eins og undanfarin ár frumsýna , flest kvikmyndahúsin nýjar kvik- myndir á páskunum. Að þessu sinni er úrvalið mjög fjölbreytt og allir ættu að geta fundið kvikmynd fyrir sinn smekk. Mest ber á gamanmyndum eða myndum í léttum dúr. Þá eru einnig grafalvarlegar stórmyndir sem ættu aðl geta komið fólki í viðeigandi hátíðar- skap. Merkilegasta myndin er án efa' Brúðkaupsveislan sem Nýja bió býður i. ÚrpiskamyndGamla bíós, Á hverfanda hve/i. Gamla bíó Á hverfanda hveli Gamla bíó ætlar að sýna gamla mynd, Á hverfanda hveli, en hún var gerð 1939. Myndin hefur verið í sýn- ingu meira og minna þessi 40 ár og hlaut á sínum tíma fjöldann allan af óskurum hvað sem það segir nú um gæði myndarinnar. Myndin er byggð á þekktri skáldsögu Margaret Mitchellis og Victor Fleming leikstýrði ásamt George Cukor og Sam Wood. Lengd myndarinnar er nærri fjórir klukku- tímar. Með aðalhlutverk fara Clark Gable, Vivien Leigh og Leslie Howard. Sögusviðið er borgarastyrj- öldin í Bandaríkjunum og spannar árin 1861 til 1873. Á hverfanda hveli er mjög rómantisk mynd og það má þvi búast við að eldri kynslóðin flykkist i Gamla bíó til þess að endur-' upplifa þessa stórmynd. Yngri kyn- slóðin er aftur á móti líkleg til þess að veltast um af hlátri i atriðum sem for- eldrarnir eru gráti nær. Stjörnubíó Úr Brúðkaupsvalslunni aftir Robart AHman, sem Nýja bíó sýnir. Nýja bíó Háskólabíó Kjötbollur Háskólabíó sýnir kanadíska gaman- mynd sem heitir Kjötbollur. Leikstjóri er Ivan Reitman og framleiðandi er> Dan Goldberg en þessir menn fram- leiddu Deltaklíkuna sem sýnd var í Laugarásbíói í fyrrahaust. Myndin gerist í sumarbúðum fyrir unglinga og segir frá ærslafullum unglingum og ótrúlegustu uppátækjum þeirra. Með aðalhlutverk fer Bill Murry en hann er víst þekktur þar vestra fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþætti sem heitir „Satur- day Night Live”. Ef myndin er eitt- hvað i líkingu við Deltaklíkuna má áreiðanlega hlæja sig máttlausan og ekki er að efa að myndin verður vin- sæl meðal unglinga. framhald af American Graffiti sem Laugarásbió sýndi hér um árið. Þá var það enginn annar en Georg Lucas sem leikstýrði en í þessari mynd er hann titlaður framkvæmdastjóri og B.W.L. Norton Ieikstýrir þessari nýju mynd. Myndin gerist á árunum ’64 til ’68 og býður því greinilega uppá aðra framhaldsmynd. Söguþráðurinn er létt bland af kappakstri, ástarflækjum og Vietnamstríði. Myndin á eflaust eftir að vekja mikla athygli hér á landi vegna þess að íslensk stúlka, Anna Björnsdóttir, fer með hlutverk í þessari mynd. Anna leikur íslenskan skipti- nema sem á erfitt með að tjá sig á ensku og hefur hún hlotið ágæta dóma fyrir frammistöðu sina í þessari mynd þó hlutverkið sé ekki ýkja stórt. Þetta er sjálfsagt ágæt afþreyingarmynd og mikið um tónlist eins og i fyrri mynd- inni. Laugarásbíó Meira Graffítí Meira Graffiti heitir myndin sem> Laugarásbió sýnir og er hún óbeint Hanover- street Stjörnubíó sýnir nýja mynd. Hanoverstreet, sem Peter Hyams leik- stýrir. Myndin gerist í síðari heims styrjöldinni og segir frá ástum banda rísks liðsforingja og stúlku nokkurrai sem hittast fyrir hreina tilviljun. En stúlkan er gift og á barn svo þetta verður ást í meinum. Hér virðist því enn ein þríhyrningsmyndin vera á ferðinni. Með aðalhlutverk fara Harri- son Ford, Christopher Plummer og Lesley-Anne Down. Myndin hefur fengið mjög misjafna dóma hjá gagn- Brúðkaups- veis/an Það er áreiðanlega óþarfi að kynna leikstj. Brúðkaupsveislunnar, Robert Altman, svo oft hefur hann glatt kalin hjörtu íslenskra kvikmyndaáhuga- manna. Nægir I því sambandi að minna á M*A*S*H, Nashville og Þrjár konur sem sýnd var í Nýja bíói í fyrravetur. Brúðkaupsveislan er gerð 1978 og þykir einna mest líkjast Nash- ville af fyrri myndum Altmans. Myndin segir frá brúðkaupsveislu nokkurri þar sem gestirnir eru af ólíku sauðahúsi. Það hefur liklega verið ætlun Altmans að gera satíru á ameriskt þjóðfélag en gagnrýni hans fer fyrir ofan garð og neðan vegna þess hve myndin er makalaust fyndin. Heill stjörnuskari leikur í myndinni, þar á meðal Mia Farrow, Geraldine Chaplin, Lillian Gish og Vittorio Gassman. Það er því óhætt að mæla með þessari mynd sem prýðis skemmt- un. Úr myndinni Meira Graffiti, sam sýnd er i Laugarásbíói. Lesley Anne Down og Harrison Ford i hiutverkum sinum i Hanoverstræti, sem sýnd veröur i Stjömubiói.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.