Dagblaðið - 02.04.1980, Síða 20

Dagblaðið - 02.04.1980, Síða 20
24 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. APRlL 1980. Húsfyllir á Vikusmakkinu Vikingasalur Hótel Loftleiða var þéttsetinn sl. fimmtudagskvöld, er Vikan gekkst fyrir Vikusmakki. Jónas Kristjánsson, ritstjóri Dag- blaðsins, sem ritað hefur fjölda greina um vín og mat í Vikuna, hélt erindi um vínþekkingu og gafst gestum kostur á að smakka á átta víntegundum, hvítum og rauðum. Það er augljóst að vínmenning okkar íslendinga er mikið að breytast, sterku drykkirnir eru ekki eins einráðir og þeir voru og þá fjölgar þeim stöðugt sem áhuga hafa á vínsögu og uppruna vína en erlendis er starfandi fjöldi áhugamannafélaga um slik málefni. Jónas hefur ritað nokkrar greinar um vin þau er hér eru á boðstólum i Ríkinu og gefið þeim einkunnir. A thugasamir smakkarar röktu garnirnar úr Jónasi ettír erindi hans. DB-mvnd Bjarnie'tfur. ek ekki afstöðu tíl neins ósöö," sagöi Hilmar Helgason, formaður sem hir sttur tíi borðs með eiginkonu sinni, Eiinu Thorarensen. Hilmar lót sár nægja að smakka á kaffinu sem hannsagði að hefði verið i- gœtt á bragðið. Hermir sagan að lengi á eftir hafi lesendur Vikunnar komið með blaðið niður í Ríki og valið sér vín eftir umsögn Jónasar sem vakti athygli á alls kyns misræmi í vali og verðlagi á vínum í þeim verslunum. Kom m.a. fram á fimmtudagskvöldið, að Chablis-hvítvínið hækkaði skyndilega um 70% við síðustu verðhækkun — án þess að nokkur skýring væri gefin — trúlega er hún sú að vínið hafi verið alltof ódýrt í mörg ár! -BS. Þvílíkt veður, þvílíkt útsýni! ,,Þvílíkt veður, þvílíkt útsýni!” Oft mátti heyra athugasemdir éitthvað í þessum dúr á Mosfells- heiðinni sl. sunnudag. Þar var á ferð hópur vaskra manna í skíðagöngu- ferð Ferðafélags fslands. Við fórum frá Reykjavík klukkan 10 að morgni og spenntum á okkur skíðin við Skálafellsafleggjarann. Svo var gengið sem leið liggur yfir Mosfellsheiðina í glampandi sól og bjartviðri. Fjallasýnin var ótrúleg. Reyndu ferðajaxlarnir í hópnum voru óþreytandi að útlista fyrir okkur hinum hvað bæri fyrir augun: Hengill, Esja, Armannsfell, Búrfell, Skjaldbreiður, Skálafell, Móskarðs- hnjúkar, Botnssúlur, Hekla, Eyja- fjallajökull og hin fjöllin, öll á sínum stað. Við gengum upp á Hæðir og horfðum yfir Þingvallavatnið og Grafning. Tekinn var góður krókur á leiðinni til baka með tilheyrandi kaffihléi. Að Skálafellsaf- leggjaranum komum við aftur um 5- leytið. Þá voru að baki einir 30| kilómetrar. Eitthvað varð vart við harðsperrur eftir labbið en það er ábyggilega þess virði samt að fara í svona hressingargöngu. Mikið skelfingvarþetta gaman. -ARH. „Það verður engin gengisfelling,” hafði dagblaðið Vísir eftir Tómasi Árnasyni viðskiptaráðherra í fyrra- dag, daginn sem 3% gengisfelling var tilkynnt. í fréttum útvarpsins um kvöldið var ráðherrann spurður oftar en einu sinni hvers vegna hann hefði ekki sagt sannleikann við Visi. Helzt var á ráðherranum að skilja að hann hefði ekkert vitað um að gengisfelling væri yfirvofandi! Einkennilegt að gengið skuli fellt og teygt á bak við sjálfan viðskiptaráðherrann! Að öllu gamni slepptu er alvarlegt mál og íhugunarvert að ráðherra skuli leyfa sér að grípa til svo aug- ljósra blekkinga i viðskiptum við fréttamenn. FerðafHagamir i „pisu". Frá vinstri: Annemarie Lorentren senMterra Noregs á ísiandi, Helga Jóhannesdóttír fólagsráðgjafi á KieppsspHaia, Kari Nergaard norskur sjúkraþjátfari á Grensásdeild, Anni G. Haugen ■ fólagsráðgjafl hjá Fólagsmálastofnun Reykjavikurborgar, Snorri Jónas- son starfsmaður i ölgerð Egils Skallagrímssonar, Páll Steinþórsson starfsmaður hjá iBM og fararstjóri, Hiidur Gunnlaugsdóttir kona Páls og Matthías Pálsson starfsmaður Hitaveitu Reykjavikur. DB-mynd ARH Verð- lögð hugmynd Lisiamaounnn cinar naxonarson hefur boðizt til að skreyta veggi á skólahúsi fyrir vangefna í Safamýr- inni. Yfirvöld borgarinnar eru hik- andi að ganga til samninga við lista- manninn. Hann fer fram á 10 millj- ónir króna fyrir verkið, þar af 5 millj- ónir fyrir hugmyndina. Gengis- felling, ha? ■. Á. Íi M - fÆm m K ■ J Skegginu fómaö fyrir listina Gestir á sýningum Leikfélags Eskifjarðar á Skjaldhömrum Jónasar Árnasonar fara ánægðir heint að þeim loknum og koma sumir aftur á næstu sýningu. Hafa ýmisr haft við orð að áhugaleikararnir gæfu ekkert eftir atvinnumönnum að sunnan. Ég er sérstaklega hrifinn af frammistöðu Ragnars Eðvaldssonar, ' 14 ára, sem sá um lýsinguna. Skólabörn hafa stundum hlegið dátt á sýningum þegar kennara þeirra, Ragnari Lárussyni, bregður fyrir. Ragnar leikur eitt hlutverkið og rakaði af sér skeggið af því tilefni. Þá var Benedikt Jóhannsson verka- maður í frystihúsinu sömuleiðis allt í einu orðinn skegglaus. Aðrir leikendur eru Guðmundur Ingólfsson kennari, Sólveig Eiríksdóttir banka- maður, Hrafnkell Jónsson verka- maðurogEdda Kristbjarnardóttir. Skjaldhamrar verða sýndir á ýmsum stöðum á Austfjörðum í páskavikunni. Regína, Eskifirði. Aðstandendur sýningar Leikfélags Eskifjarðar é Skjaidhömrum eftir Jónas Árnason. Guðni selur fisk, hrogn og osta * Guðni Þórðarson fyrrum forstjóri ferðaskrifstofunnar Sunnu er farinn til Suður-Ameríku og reynir að selja þar íslenzkan saltfisk, grásleppu- hrogn og osta. Ostana ætlar Guðni að reyna að selja í Venezúela. Þetta mun vera hluti ostafarms sem reiknað var með á sínum tíma að yrði allur seldur til Bandaríkjanna. Af því varð ekki og m.a. var talað við Wálter Mondale varaforseta Banda- ríkjanna um málið þegar hann kom í heimsókn til Islands forðum. Guðni Þórðarson kom fyrir nokkru heim frá Argentinu með til- boð í 600 tonn af saltfiski. Þá stóðu yfir viðræður um fisksölu til Portú- gals og af samningi varð. Allur salt- fiskurinn af þeim gæðaflokki sem Argentínumenn vildu kaupa fór ti! Portúgals og ekkert varð eftir handa þeim. Nú er Guðni sem sagt kominn á stað á nýjan leik.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.