Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 2
2 MiObæjar- 1 bakari i Brauð- og kökuverzlun, Háalekisbraut 58-60 Sími35280 Framleiðum margar stærðir af kransakökum m kransakökukörfum úr hmum þekkta ODENSE marsipanmassa. Einnig lögum v,ð ^ömatertur og marsipantertur efttr óskum I I kaupanda. Geymið auglystnguna. _ \A.hLBriddebakarameistan- CHILTON - HA YNES - AUTOBOOKS BILA- HANDBÆKUR bíMgenda fyrir flestar gerðir bíla fást hjá stærri bóksölum og hjá okkur. Bókabúðin, Bergstaðastræti 7 Sími 16070 - Opiö 1-6 e.h. Sölu- og þjónustuskrá verður í Dagblaðinu á fimmtudag CjXEigna LXjmarkaðurinn NÝJA HÚSINU V/LÆKJARTORG. SÍMI 26933. * Sumarbústaðir Höfum nokkur sumarbústaðalönd staðsett fyrir austan fjall um 100 km frá höfuðborginni i fallegu umhverfi. Hér er um að ræða leigu á landi til 25 ára. Nánari uppl. gefa: Guðmundur í síma 45950 og 44875 — Garðar í síma 15020. ---- —■ ^ UV UTANHÚSSKLÆÐNING Margar gerðir og litir úr múrsteinamynstri. — Hagstætt verð. •'LÆKJARKOT Lækjargötu 32 — Haf narf irði SÍMI50449 Gvendarbrunnar. Bréfrilari segir þetta óvenjulega vatnsból nú vera i hættu. Vatnsbólin og steinull: DB-mynd Jim Smart. Þurfum við alltaf að gera allt vitlaust? — Ætlum við enn einu sinni yf ir lækinn til þess að sækjavatnið? vegna ýmissa klaufalegra ráðstafana borgarinnar með land það er nærir Gvendarbrunna af vatni, eða svokall- að aðrennslissvæði þeirra, og á ég við Bláfjöllin. Bláfjallasvæðið er mjög gott úti- vistarsvæði fyrir skíðafólk á vetrum og það verður mikið sótt af bæjar- mönnum þegar kominn er hringvegur suður í Krísuvík, sem oft heyrist nefnt. Að sjálfsögðu verður þessi vegur lagður um hraunkantinn suður af Sandskeiði og um hann verður mikil umferð í framtíðinni. Ef við íhugum þá staðreynd að engin á eða lækur rennur út í Faxa- flóa utan Elliðaárnar og vatnasvæði þeirra, þar með taldir Gvendarbrunn- ar, og svo Kaldá hjá Straumi sem er að miklu leyti neðanjarðar sjáum við að aðrennsli Gvendarbrunna hlýtur einnig að vera neðanjarðar að all- verulegu leyti. örlítið magn af óhreinindum, sem fleygt væri í hraunið upp af Gvendar- brunnum, gæti auðveldlega orsakað það að í vatninu fyndust t.d. coli- gerlar sem gerðu drykkjarvatnið úr Gvendarbrunnum óhæft til drykkjar. vatnið sem aðrar þjóðir verða að láta sér lynda. Bullaugu komu til grcina sem drykkjarvatnsból fyrir Reykjavik en nú er þessi lind aðeins nothæf til iðnaðar. Látum þetta ekki henda okkur með Gvendarbrunna. Stöndum vörð um þessa heiisulind okkar, drykkjarvatn- ið, og takmörkum nú þegar umferð um hraunið upp af Gvendarbrunnum áður en það er orðið of seint. Við skulum fá hinn ágæta gerla- fræðing, Sigurð Pétursson, til þess að segja okkur til í þessum málum áður en einhverjir vitlausir pólitikusar gera enneina vitleysuna. Þessi pistill er skrifaður vegna deilna um hvar næsta byggð eigi að vera skv. nýju skipulagi Reykjavíkur sem bæjarstjórnarmeirihlutinn hefur lagt fram, en samkv. honum stefnir byggðin upp á heiðar en ekki með sjó fram eins og á fyrri tillögum. Að vísu ekki upp í Heiðmörk en öll umferð mun aukast fyrir ofan bæinn eins og hann er nú og hefur vissa hættu í för með sér. Mér datt þetta (svona) í hug. Bréfritarar vilja benda mönnum að hlusta betur á hljómsveitir eins og ABBA. „Sláttuvélapoppið" Hvað er gaman að hlusta á vekjaraklukku hringja? Siggi Flug, 7877-8083, skrifar: Ég hefi oft verið að velta því fyrir mér hvers vegna við þurfum alltaf að gera allt alltaf vitlaust. Nú eru t.d. tvö stórmál sem hafa að miklu leyti verið aðalrifrildismál- in, annað Reykjavíkurborgar en hitt nokkurs konar bitbein Sauðárkróks og Þorlákshafnar og á ég hér við vatnsból Reykvíkinga og hugsanlega steinullarverksmiðju annaðhvort á Þorlákshöfn eða Sauðárkróki. Það er fátt sem er eins auðvelt að framleiða og steinull þvi svo má segja að allt ísland sé þakið þessu hráefni, eða mikill hluti þess. Svo einkennilega vill til að slegizt er um þessa steinullarverksmiðju á stöðum sem lítið hafa af jjessu hrá- efni en hraungrýti er eitthvert bezta hráefni til steinullargerðar sem til er. Á Sauðárkróki er ekkert hraungrýti og heldur ekki á Þorlákshöfn svo sýnilegt sé, en að sjálfsögðu er sand- orpið Þjórsárhraun við Þorlákshöfn, en til þess að ná því þarf að grafa það út. Finnst mér sem það væri að sækja vatn yfir lækinn á þessum stað. Sem hráefni er hraungrýti mjög ákjósanlegt en það er að finna i óþrjótandi magni í nágrenni Reykja- víkur, svo að segja við bæjardyr höfuðborgarinnar. Steinullarverksmiðja er svo sem ekkert nýtt í Reykjavík. Hinn stór- huga maður Axel sálugi Kristjánsson reisti slíka verksmiðju uppi við Geit- háls og síðan við Rafha í Hafnarfirði. Ég held að brennt hafi verið olíu við framleiðsluna en með nægjanlegri raforku má auðvitað nota hana í staðinn. Það fellur út við framleiðslu stein- ullar úr hraungrýti dálítið magn járns sem sjálfsagt er einhvers virði (í brotajárn) og kæmi þessi tekjulind steinullarframleiðslunni til góða. Með nýtízku aðferðum má skilja járnið frá steininum en það skal látið kyrrt að sinni að tala um það. Á SV-Iandi er þéttbýlasta íbúðar- svæði landsins og þar er vafalaust einnig ódýrasta útskipunarhöfnin. Steinull er ákaflega ódýrt einangr- unarefni og má því sem minnstur aukakostnaður koma á framleiðsl- úna. Ákjósanlegasti staðurinn fyrir slíka verksmiðju er því í grennd við Reykjavík hvað sem hinni svokall- aðri byggðastefnu líður. Svo er það vatnsból Reykjavíkur- borgar. Það ætti varla að þurfa langt mál til þess að benda forráðamönnum höfuðborgarinnar á hvílíkt óvenju- legt vatnsból Gvendarbrunnar eru fyrir höfuðborg fslands. Vatnsból sem varla á sinn líka þó langt væri leitað. Þetta vatnsból er nú í hættu Hr. Abba og hr. Bay City skrifa: Okkur langar til að gera svolítið sem aldrei hefur verið gert áður, það sem enginn þorir að gera vegna hræðslu við að bíða álitshnekki hjá „háskólahippum” og listasviðsnem- um. Meðal annarra orða, við ætlum að lýsa frati á „sláttuvélapoppið”, þ.e. Pink Floyd, Genesis, Yes og fleiri álíka fúlar hljómsveitir en hrósa skallapoppinu sem háttvirtir sláttu- vélaunnendur hafa nefnt svo. Hvað er gaman að því að hlusta á vekjaraklukku hringja, flugu suða, þyrlu takast á loft, vatnsnið o.fl. í þeim dúr? — Við bara spyrjum. Okkur langar mikið til þess að benda þeim, sem hafa ánetjazt þess- um andskota sem við höfum nefnt réttilega sláttuvélapopp, á tónlistar- menn eins og t.d. Eagles, Toto, ABBA, Rasetta Stone, Dr. Hook, Blondie, The Kinks, Santana, Rain- bow, Nick Lowe og lOcc svo nokkrir séu nefndir. Það sem B.A. Robertson Jiefur verið að gera að undanförnu, og fengið fyrir harða gagnrýni, er ná- kvæmlega sama tegund hálfvita- popps og „meistari” Zappa hefur sent frá sér a.m.k. síðastliðin tvö ár. y

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.