Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR6. APRÍL 1981. Sambúð fógeta og lögregluvarðstjóra á Ólafsf irði: Fógeti unir ekki við ftrekuð brot varðstjórans -oghefurkært DB til ríkissak- sóknarafyrirað segja frá málinu — ogbirta mynd afsér Bæjarfógetinn á Ólafsfirði, Barði Þórhallsson, hefur nú kært fréttaskrif DB um ósamþykki við hegðun Stefáns B. Einarssonar lögregluvarðstjóra við skyldustörf eins og fram kemur í forsíðufrétt DB síðastliðinn laugardag. Segir í fréttinni að bæjarfógetinn hafi sérstaklega kært óheimila myndbirt- ingu sem þannig sé upp sett að hún sé óviðeigandi og meiðandi fyrir sig. Bæjarfógetinn kærði til ríkissak- sóknara. Hann hefur vísað kærunni til umsagnar í dómsmálaráðuneytinu. Er kæran þangað komin að sögn ráðu- neytisstjórans, Baldurs Möller, og verður að sjálfsögðu svarað þegar hún hefur verið könnuð. Sundurþykki bæjarfógetans og lögregluvarðstjórans er ekki nýtt, og að mati beggja alls ekki ástæðulaust. Hinn 4. febrúar síðastliðinn taldi fógeti ekki lengur viðunandi vegna meintra ítrekaðra brota og vanrækslu í starfi. Veitti fógeti lögregluvarðstjóranum lausn frá störfum um stundarsakir af þeim ástæðum með bréfi dagsettu áðurnefndan dag. Hinn 5. marz síðastliðinn skýrði DB frá málinu í fimm fréttum. Þar meðal annars rakið i einstökum atriðum Bjttm Stefam SvtimMn: Sjálfsagt að taka við vakt og bakvakt - ■( SUf M. Ték vU bHMMnni un kL 23.15 Hitnar (k*iuntan í ÓUfsfirdi: Uppgjör bæjar- fógetaoglög- regluvarðstjóra - éumiyndl Ulió eip þitt i áminningu virðitjór*. Varðstjóri Uiur ávakenir lóc>U iilkvittnar, ámaalisverðar Uppugnarbréf frá f ágata tii Mgragluvartetjára: Áfengisdrykkja við skyldustörf, ölvun- arlæti á almannafæri - og máágandi og "wiáMdi imwiaii un u á Ólafifirái: „Getekki tjáðmig um málið” Lögregluvarðstjórí áminntur af fógeta atarfutúaui fágeUikrihtof unnar orð fallið í glaumn- þábaðst varðstjóri afsökunar —enkamaátetþáekkiviétHk umnueii. FuMar aattir meá varástjára og atarfutúMumni Smurbrauðstofan BJORNINN Njólsgötu 49 — Simi 15105 o o o O □ ö p. a p *>VP 5»rt ' .SD, □ □ ; f:(íi ■ o. ö íarv' o Mfi • *:!: o DiDiI B1313 B13 ri cse jP8| r r* WM mm mm Ð jggg agSgjt eagsaS immmm B V Hl B ES FX-310 BÝÐURUPP Á: • Algebra og 50 visindalegir möguleikar. • Slekkur á sjálfri sér og minn- ið þurrkast ekki út. • Tvær rafhlöður sem endast í 1000 tima orkunotkun. • Almenn brot og brotabrot. • Aðeins 7 mm þykkt i veski. • 1 árs ábyrgð og viðgerðar- þjónusta. Verð: 487,- B-811 BYDUR UPP Á: • Klukkutima, mín., sek. • Mánaðardag, vikudag. • Sjálfvirka dagatalsleiðréttingu um mánaðamót. • Rafhlöðu sem endist i ca 5 ár. • Er högghelt og vatnshelt. • Ljóshnappur til af lestrar i myrkri. • Ryðfritt stál. • 1 árs ábyrgð og viðgerðarþjón- usta. Verð: 544,50 CASIO-EINKAUMBODIÐ BANKASTRÆTI8, SÍMI27510. hverjar ávirðingar fógeti telur að lögregluvarðstjórinn hafi orðið sekur um, svo að ekki verði lengur við unað af hálfu embættisins. Um huglæg viðhorf þessara tveggja manna, fógetans og lögregluvarðstjór- ans, má segja að frekari grein sé gerð fyrir afstöðu hins síðarnefnda enda kvaðst bæjarfógetinn í viðtall við DB ekki geta tjáð sig um málið, meðal annars vegna þess, að hann hefði ekki séð greinargerö lögregluvarðstjórans í bréfi hans til dómsmálaráðherra, sem hann ritaði eftir að , ,upp úr sauð’ ’. Þessa greinargerð hafði DB þá undir höndum og bir.i hana í aðalatriðum. DB hafði og undir höndum bréf fógetans, sem fyrr er frá sagt, þar sem hann veitir lögregluvarðstjóranum lausn frá störfum um stundarsakir. Allar meginástæður fógeta eru þar til- greindar. Hinn 13. desember 1978 veitti fógeti lögregluvarðstjóranum bréflega áminn- ingu fyrir að hafa ekki tekið blóðsýni af manni sem gruna mátti um ölvun við akstur. Tilgreindi lögregluvarðstjóri þá ástæðu að hann hefði ekki fundið mann þennan fyrr en heima hjá honum. Taldi hann sér ekki heimilt að fara inn á heimili mannsins án sérstaks úrskurðar þar sem ekki var um beina eftirför að ræða. Bæjarfógetinn sendi ríkissaksóknara skýrslu um málið. í svari frá embættinu var ekki talin ástæða til frekari aðgerða af hálfu ákæruvaldsins í þessu máli. í áðurnefndu áminningarbréfi segir fógeti meðal annars: Vegna lykta þessa máls verður ekki hjá því komizt að áminna yður alvarlega fyrir vanrækslu í starfi þar sem þér létuð hjá líða að hlutast til um að kærða yrði tekið blóð- sýni tafarlaust til ákvörðunar á alkó- hólmagni og yfirheyrður strax um efni málsins”. Annarri vanrækslusynd lögreglu- varðstjórans lýsir fógeti svo: Þann 8. janúar sl. fóruð þér á skylduvakt, sem stóð frá kl. 16—24, á lögreglubifreið- inni um kl. 21.30 í afmælisveizlu að Hrannarbyggð 13 hér í bæ og voruð þar við áfengisdrykkju en eftir skyldu- vaktina kl. 24 áttuð þér að vera á bak- vakt um nóttina en voruð í þess stað að áfengisdrykkju fram eftir nóttu. Hér er því um að ræða gróft brot í opinberu starfi. Stefán B. Einarsson lögregluvarð- stjóri gerir þá grein fyrir atvikum þetta kvöld að hann hafi að vísu farið á lögreglubílnum í afmælisveizlu um kl. 21.30 en þó einkum til þess að aka konu sinni þangað. Sjálfur hafi hann ekki ætlað að hafa nema stuttan stanz. Fyrir tilmæli húsráðenda hafi hann þó látið til leiðast að vera lengur en hann ætlaði. Þá hafi hann fengið annan lögreglumann til þess að gegna störfum fyrir sig frá því kl. rúmlega 11, þar með talda bakvaktina eftir miðnættið. Til þess tíma sem annar maður tók við starfi hans og lögreglubílnum kveðst Stefán alls ekki hafa bragðað áfengi. Tekur hann gesti til vitnis um það. Hins vegar játar hann að hafa haft áfengi um hönd eftir þann tíma sem hann taldi sig hafa fengið mann til að gegna starfi fyrir sig. Þá telur fógeti í bréfi sínu að Stefán hafi að sögn viðhaft meiðandi ummæli um samstarfsmann í lögreglunni og starfsstúlku á bæjarfógetaskrifstof- unni. Ekki viðurkennir Stefán réttmæti þessara ásakana. Hins vegar segist hann hafa rætt meint ummæli um starfsstúlkuna við hana sjálfa og beðið hana afsökunar hafi einhver ógætileg orð fallið. Væru þau sátt. Þá segir fógeti, að lögregluvarðstjór- inn hafi haft í frammi ölvunarlæti á al- mannafæri, t.d. á árshátíð Slysavarna- deildar kvenna, sem haldin var 17. janúar sl., ,,vetður það”, segir fógeti, ,,að teljast alvarleg ávirðing fyrir lögreglumann, þótt utan starfstíma sé”. I lokaorðum bréf síns telur fógeti Stefán hafa brotið það gróflega gegn starfsskyldum, hlýðnis- og trúnaðar- skyldum gagnvart sér sem yfirmanni embættisins, samanber alvarlega áður gefna áminningu með bréfi dagsettu 13. desember 1978. Með þessari síðustu upprifjun kemur fógetinn enn að því atviki, sem frétta- maður DB taldi í umfjöllun sinni hinn 5. marz síðastliðinn „upphaf sambúðarvandamála bæjarfógeta og lögregluvarðstjóra”, eins og lögreglu- varðstjórinn víkur reyndar sjálfur að í greinargerð sinni til dómsmálaráð- herra. Hefur nú þetta mál enn verið rakið í megindráttum allt frá því sundurþykki, sem varð 1978 og til þess að kæra fógetans liggur nú til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu. Um hin meintu óheimilu myndbirt- ingu sem fógeti sakar DB um skal ekki fjölyrt. Það skal hins vegar fullyrt að telji fógeti hana setta upp ,,á meiðandi og óvirðandi hátt”, þá vakti enginn slíkur tilgangur fyrir fréttamanni, svo sem ljóst má vera ef hlutlaust er skoðað. -BS. Hagstætt ár hjá Sparisjóði vélstjóra Síðastliðið ár var Sparisjóði vél- stjóra mjög hagstætt og lagðist þar á eitt góð innlánsaukning og prýðileg afkoma sem hafa styrkt stöðu spari- sjóðsins verulega. Innistæðuaukningin á síðasta ári var 69,1 prósent, og voru heildarinni- stæður í árslok 3.864,8 milljónir g. króna. Hlutdeild sparisjóðsins í innlánsfé sparisjóðanna í landinu var í árslok 6,4%. Tæplega helmingur innlánanna voru almenn spariinnlán. Veruleg aukning varð á bundnum innlánum. í júlí var tekinn upp nýr innlánsflokkur, sem bar fulla verð- tryggingu samkvæmt lánskjaravísi- tölu. Binditíminn var ákveðinn 2 ár, og fengu þau þvi dræmar undirtektir sparifjáreigenda. I árslok námu inni- stæður á þessum reikningum aðeins 2,3% af spariinnlánum sparisjóðsins. Nýlega var binditíminn styttur í 6 mánuði, og á rúmlega einum mánuði þrefölduðust innistæður á reikning- um þessum i sparisjóðnum. Útlán Sparisjóðs vélstjóra jukust um 67,8% á árinu og námu í árslok 2.508 milljónum g. króna. Vaxta- aukalán eru nú stærsta útlánaform sparisjóðsins en verðtryggðum lánum hefur einnig fjölgað mikið. Hins vegar hefur hlutdeild víxla minnkað verulega, og var á siðasta ári aðeins um 28 prósent heildarútlána á móti tæplega 90% aðeins 5 árum áður, eða 1976. Innistæða sparisjóðsins hjá Seðla- bankanum nam í árslok 1.221,8 milljónum g.króna og hafði aukizl frá fyrra ári um 79,2%. Lausafjár- staða á viðskiptareikningi var traust á árinu. Rekstrarafkoma sparisjóðsins var mjög góð. Hagnaður til ráðstöf- unar nam samkvæmt rekstareikningi 198,6 milljónum g.kr. Eigið fé nam í árslok 531,2 milljónum og hafði aukizt á árinu um 52,8%. Framangreint kom fram á aðal- fundi sparisjóðsins sem var haldinn nýlega. Stjórn sparisjóðsins var endurkjörin. Formaður er Jón Júlíusson, og auk hans eru í stjórn Jón Hjeltested og Emanúel Morthens, kjörinn af borgarstjórn. -HH. Stjórnarformaður, Jón Júliusson, i ræðustól á aðalfundi Sparisjóðs véistjóra. SKARTGRIPASKRIN í geysimiklu úrvali á mjög hagstæðu verði. ★ VINSÆL M FERMINGARGJÖF f •*Vim*u* MAGNÚS E. BALDVINSSON LAUGAVEGI 8 - SÍMI22804

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.