Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1981. I D Erlent Erlent Erlent Erlent Sovézk yfirvöld reyna á sálræn- an hátt að brjóta Kortsnoj niöur — sonur Kortsnojs er stöðugt ífangabúðum í meira en þrjú ár hefur fjölskylda hins þekkta skákmeistara Viktors Kortsnojs stórmeistara, þ.e. kona hans Bella og sonur hans, Igor, reynt að ná fram lagalegum rétti sínum til þess að flytjast búferlum frá Sovétríkjunum og setjast að í Vestur-Evrópu hjá eigin- manni og föður. Til þess að hefna sín á Kortsnoj fyrir þá ákvörðun hans að verða eftir á Vesturlöndum reyna sovézk yfirvöld að brjóta hann niður á sálrænan hátt í keppninni um heims- meistaratitilinn með því að neita Bellu og Igor á ólöglegan hátt um leyfi til þess að flytjast úr landi. Þar að auki var Igor handtekinn í árslok 1979, dæmdur í gerviréttarhöldum yfirvalda til tveggja og hálfs árs fangavistar vegna fjarveru frá herþjónustu. lgor Kortsnoj, sonur hins heims- þekkta skákmeistara, Viktors Kortsnoj, er hafður í haldi í vinnubúð- um í hinu fjarlæga Kurgansk-héraði, Hver er tilgangurinn með slíkum ráðstöfunum sovézkra yfirvalda? Hver erástæðan fyrir handtökunni? Faðir Igors, Viktor Kortsnoj, leitaði hælis sem pólitískur flóttamaður í Hollandi sumarið 1976, eftir að hafa sigrað á alþjóðlegu skákmóti þar. Þar með hafði hann snúizt gegn hinu sovézka valdi og fremstu skák- meisturum þess — og það fyrir opnum tjöldum. Ríkisstjórnin gat ekki fellt sig við slíkt þó að hún hefði ekki lengur möguleika á að ná til Viktors Kortsnojs. Fjölskylda hans, sem býr í Leningrad, var og er ákjósanlegur skot- spónn sovézku ríkisstjórnarinnar. Því var fjölskylda Kortsnojs og þá einkum sonur hans Igor, handhægt vopn í stríðinu gegn Kortsnoj. Öll gerum við okkur grein fyrir þeirri sálrænu byrði sem hverjum er búin ef hann veit að fjölskyldu hans er gert erfitt fyrir og einnig hver áhrif slík byrði getur haft á árangur manna í starfi. Allt hafði þetta byrjað með þvi að fjölskyldu Kortsnojs var úthúðað í blöðum. Fjölskylduvinum, sem enn reyndu að halda hinu gamla sambandi, var hótað. Því ákváðu Bella, eiginkona Kortsnojs og sonur þeirra, Igor, að flytja úr landi. Tilraun þeirra til að fá að flytjast búferlum til ættingja í ísrael mistókst. Síðan rak hver atburðurinn annan sem allir juku raunir Kortsnojs og fjölskyldu hans. Igor sem þá var ekki fullveðja, stundaði um þær mundir nám við Fjöl- listastofnunina. Honum var því ráðlagt að hætta námi því að slíkt myndi hafa jákvæð áhrif á umsókn hans um brott- fararleyfi. Að sjálfsögðu var honum ekki veitt fararleyfi, en hins vegar settu yfirvöld þau skilyrði að ef hann vildi hefja nám að nýju, yrði hann að hætta við.það áform að flytja til föður stns. Aðgengilegt skilyrði það! Nú hafði Igor misst þjóðfélagsstöðu sina sem námsmaður, sem leyst hafði hann undan herskyldu! Því var hægt að kalla hann hvenær sem var til her- þjónustu. Hann var því fljótlega kallaður til herskráningar! Igor var ljóst, að herþjónusta hans gæti gefið yfirvöldum tilefni til að hindra brottför hans og móður hans úr landi um áratuga skeið. Fyrir hendi var nefnilega sá lagalegri rökstuðningur, að i herþjónustu hefði hann aðgang að ríkis- og stríðsleyndarmálum, og þar með væri honum ekki heimilt að flytj- ast úr landi. Igor sá sér ekki aðra færa leið en flótta. Hann kom því ekki til skoðunar fyrir herþjónustu og hvarf að heiman. Bjó hann síðan á ýmsum stöðum í eitt og hálft ár. KGB, sovézka leyniþjónustan, komst að vísu á spor Igors, en lét hann samt í friði þar sem fyrsta áskorendaeinvígið um heims- meistaratitilinn var ákveðið, en það var keppni Kortsnojs og sovézka stórmeist- arans Petrosjans. Þá fyrst var hin undirbúna aðför framkvæmd. Þann 13. nóvember 1979 var Igor handtekinn í íbúð vina sinna í Moskvu. KGB flutii hann i fangelsi i Leningrad sem heitir Kreuze. Að rúm- um mánuði liðnum, þann 19. desember 1979, fóru fram réttarhöld. Ákæran hljópaði upp á „fjarvist frá tilkynntri herkvaðningu.” Réttarhöldin sjálf voru hreinn skrípaleikur. Sérhver röksemd verjandans var kæfð í fæðingu. Frá upphafi var Ijóst, að dómurinn hafði þegar verið ákveðinn: 2 1/2 ár í endur- hæfingarvinnubúðum. Dómi þessum var síðan áfrýjað. Ennþá einu sinni beið sovézka valdið. Nákvæmlega á þeirri stundu er návígi Kortsnojs og Petrosjans byrjaði, hófst málsmeðferð áfrýjunarinnar. Niðurstaða undirréttar var að sjálf- sögðu staðfest. Menn ættu að gera sér ljósa þá raun sem faðirinn varð að þola á þessum tímum — og sem tæki í baráttunni gegn honum var syninum beitt. Og það sem verra var; þegar Kortsnoj hafði náð forskoti á Petrosjan, barst honum. sú frétt frá Leningrad, að Igor hefði ekki verið sendur í endurhæfingar-vinnubúðir á Leningradsvæðinu, heldur til hins fjar- læga Kurgansk-héraðs, en það þýðir langa og harða dvöl við erftð veðurskil- yrði. Þessu geta fylgt erfið ferðalög yfir hálft landið fyrir hina sjúku móður Igors, ef hún fær þá að heimsækja hann. í áskorunareinvígum á siðasta áii um réttinn til að skora á heimsmeist- arann sigraði Viktor Kortsnoj þá Petrosjan Polugaevski og Húbner. Því bíða sonai hans og eiginkonu frekari ómannúð. (Samið eftir skýrslu frá E. Gabowitch, sem var sjálfur viðstaddur réttarhöldin yfir Igor Kortsnoj.) Með sigri sínum yfir V-Þjóðverjanum Húbner í vetur tryggði Kortsnoj sér rétt öðru sinni til að skora á heimsmeistarann Karpov. Aðdragandinn að tilræðinu við Reagan forseta. Einhver kallar á forsetann og haun snýr sér við til að veifa. En sá sem hrópaði reyndist vera tilræðismaðurinn með byssu á lofti. Skotin ríða af og örvæntingarfullir öryggisverðir reyna að koma forsetanum inn i bilinn. Aðeins átta mínútum eftir að atvikið hafði átt sér stað gat ABC-sjónvarpsstöðin sýnt myndir frá tilræðinu og þar með sló hún keppinautum sinum við, sem þó voru mjög snarir í snúningum og sýndu myndir af tilræðinu um hálftima eftir að Hinckley hleypti skotunum af. Röntgenmyndir sýna ör í vinstra lunga Reagans — f orsetinn er ennþá með hita Reagan forseti er enn með hitaslæð- ing sem ýmist hækkar eða lækkar og læknar sem annast forsetann segja að röntgenmyndir sýni nú ör í vinstra lunga hans. Lækna.nir segja að örin kunni að stafa af þvi að bakteríusmit- un hafi átt sér stað. Örin geta líka verið storknað blóð og skaddaðir vefir frá sárinu, sem for- setinn hlaut í skotárásinni við Hilton hótelið i Washington fyrir einni viku. ,,Við teljum ekki að þetta sé óeðli- legt,” sagði dr. Dennis O’Leary, tals- maður sjúkrahúss George Washington- háskólans þar sem forsetinn liggur. í skýrslu frá Hvíta húsinu i gær sagði að smátíma gæti tekið að ráða niður- lögum smitsins í lunga forsetans og fylgdust læknar mjög gaumgæfilega með líðan hans. Læknarnir ákváðu að taka aðra röntgenmynd af brjósti forsetans eftir að hiti hans ýmist lækkaði eða hækk- aði á laugardag. Á föstudagskvöld var forsetinn m eð 38,9 gráðu hita en hitinn reyndist eðlilegur í gærmorgun. Þrátt fyrir að forsetinn væri með nokkurn hita hélt hann áfram að taka á móti gestum. Meðal þeirra sem heim- sóttu hann var George Bush varaforseti sem greindi honum frá spennunni í Pól- landi og bardögum í Líbanon. Meðal annarra sem heimsóttu Reagan var Vernon Jordan, þekktur leiðtogi svertingja og mannréttindabar- áttumaður. Jordan varð sjálfur fyrir skotárás á síðasta ári og þá heimsótti Reagan hann á sjúkrahúsið. „Það er helvíti sárt að verða fyrir skoti,” sagði Reagan og Jordan féllst á það. Dayan vill bandarískt herlið Moshe Dayan, fyrrum varnarmála- ráðherra ísraels, sagði í sjónvarpsvið- tali í gær að Bandaríkjamenn yrðu að hafa herlið í Miðausturlöndum til að sporna gegn ógnun Sovétrikjanna og tryggja öryggi í þessum heimshluta.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.