Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1981. 23 Baldur Bragason, varaformaOur Sjálfsbjargar á Akureyri, sýnir geslum plastverksmiOjuna Bjarg. DB-myndir: GuObrandur Magnússon. Guðríður Friðf innsdóttir, Styrktarfélagi vangefinna: VERNDAÐURVINNU- STAÐUR FYRIR ÞROSKAHEFTA Aðalverkefni Styrktarfélags van- gefinna á Norðurlandi er að koma upp vernduðum vinnustað á Akur- eyri en unnið er af fullum krafti við það verkefni. Er húsið byggt á vegum félagsins en verður síðan afhent vist- heimilinu Sólborg þegar því er lokið. Áætlað er að vera þar með ýmis konar framleiðslu, s.s. klúta og mjólkursíur en þær hefur þurft að flytja inn til þessa. Eru bundnar miklar vonir við að sú framleiðsla geti orðið veruleg í framtíðinni. Guðríður Friðfinnsdóttir sagði á fréttamannafundinum að siðustu 10—15 árin hefði verið gert stórátak varðandi uppbyggingu vistheimilisins Sólborgar, enda þótt þeirri upp- byggingu væri engan veginn lokið. Hefur félagið t.d. stuðlað að því að starfsorka þroskaheftra verði hag- nýtt, m.a. með því að koma upp vinnustofum fyrir þá á Sólborg. Af öðrum verkefnum félagsins má segja að þáð hafi leitazt við að vinna að velferðarmálum þroskaheftra á Norðurlandi, þeirra sem náðst hefur til. Reynt hefur verið að bæta aðbúnað þeirra og breyta viðhorfi almennings til vangefinna og minnka þá fordóma sem stundum ber á. -GM. Baldur Bragason: Endurhæfinga- stöðin er þýðingarmikil Baldur Bragason, varaformaður Sjálfsbjargar á Akureyri, skýrði starfsemi félagsins og sagði hann m.a.: „Árið 1970 hóf félagið rekstur endurhæfingarstöðvar að Bjargi. Veitti Kiwanisklúbburinn Kaldbakur ómetanlegan stuðning við að koma þeirri starfsemi af stað. Þrátt fyrir mikil þrengsli hafa ótrú- lega margir notið meðferðar þar frá upphafi. í mörg ár hefur jafnan verið langur biðlisti eftir meðferð enda takmörk- uð aðstaða háð starfseminni eins og flestir munu vita. Óhætt er þó að fullyrða að rekstur stöðvarinnar hefur gegnt mjög þýðingarmiklu hlutverki fyrir Akureyringa og nær- sveitamenn. Nú fer vonandi að styttast í það að endurhæfingarstöðin fái stærra og fullkomnara húsnæði. Það er ósk okkar og von að seinnipart þessa árs verði innrétting á efri hæð nýbyggingarinnar að Bugðusíðu 1, komin það langt að starfsemin geti flutt þangað inn.” Þá sagði Baldur einnig frá því að Sjálfsbjörg hefði hafið rekstur Plastiðjunnar Bjargs í húsnæði sínu og hefði hún veitt mörgum öryrkjum vinnu í mörg ár. Plastiðjan hefur framleitt margs konar rafmagnsefni, einnig ljósaskilti, fiskkassa, kapal- rennur og snjóþotur. Það hefur verið ákaflega þröngt um þessa starfsemi og það háð rekstrinum mikið. En nú er verksmiðjan flutt í nýtt hús sem Sjálfsbjörg er að byggja við Bugðu- síðu á Akureyri og breytast þá öll vinnuskilyrði stórkostlega. Verk- smiðjan mun verða þar fyrst um sinn eða þangað til endurhæfingarstöðin þarf á húsnæðinu að halda. Þá er áætlað að koma plastiðjunni undir eigið þak. Það hefur þó sína kosti að geta verið með endurhæfingarstöðina og plastiðjuna í sama húsnæði því margir þeir sem vinna hjá plastiðj- unni eru jafnframt í endurhæfingu eftir slys eða sjúkdóma. -GM. qiison PLATÍNULAUS TRANSISTORKVEIKJA KVDII I HVERFISGÖTU 84 PYHILL SMI 29080. Kynningarfundur hjá Sam- hygö mánudaga og fímmtu- daga kL 20.30 að Tryggva- götu 6. Trósmíðavélar til söl Eftirtaldar trésmíðavélar sem eru í mjög góðu ásigkomulagi eru til sölu. Kantlímingavél — Holz-HER. Spónskurðarvél — ScHeer FM-3100 automatic Spónsamlímingarvél — Envin Haag. Tvíblaðasög — Tegle. Sogblásari fyrir poka. Mjög góðir greiðsluskilmálar eða staðgreiðsluafsláttur. Á. Guðmundsson Húsgagnaverzlun, Skemmuvegi 4 Kópavogi — Sími 73100. Tréklossar Póstsendum SIUSM LAUGAVEGI74 SÍM117345 Heilir og opnir i hæi Litír: natur, rauðbrúnir, hvitír, bláir Heilir: st 35-41 Opnir: st. 35—45 Verð kr. 185 ALLT í ÚTILÍFIÐ svefnpokar, 8 gerðir göngutjöid, margar gerðir bakpokar, margar gerðir bakpokar, margar gerðir dúnúlpur, 3 gerðir HVERGI MEIRA URVAL Biðjið um Helsport-myndalista PÓSTSENDUM GLÆSIBÆ - SÍMI 82922

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.