Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1981. 9 Erlent Erlent Erlent Erlent ) i REUTER i Barizt af hörku íLíbanon Bardagar umhverfis virki hægri- manna í Zahle í Líbanon héldu áfram í nótt en mjög hafði dregið úr bardög- um í höfuðborg landsins. i Umsátur um borgina Zahle hefur nu staðið í sex daga en í borginni búa einkum kristnir menn. Þrátt fyrir fjórar tilkynningar um vopnahlé virðast litlar líkur á að bardögunum milli hægrisinnaðra falangista og Sýr- lendinga Ijúki í bráð. ísraelsmenn hafa varað Sýrlendinga við því að þeir muni ekki til lengdar horfa aðgerðalausir á Sýrlendinga berj- ast við kristna menn í Libanon. ísraelsmenn eru ánægðir með Haig Embættismenn í ís'raei létu í gær ljós ánægju með yfirlýsingar Alex- anders Haig, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, á fyrsta degi heimsóknar hans til ísraels. Jafnskjótt og Haig kom til fsraels í gær lét hann þau orð falla að Banda- ríkjamenn myndu standa við skuld- bindingar sínar gagnvart ísraelsmönn- um og jafnframt hrósaði hann ísrael fyrir að vera vígi gegn yfirgangi Sovét- manna. Þessi orð Haigs glöddu ísraelsmenn mjög: „Það er mjög hvetjandi að vita að stjórn Bandaríkjanna metur hernaðarlega þýðingu okkar,” sagði einn af embættismönnum ísraelsstjórn- Weinberger aðvarar Sovétmenn Caspar Weinberger, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að innrás Sovétríkjanna í Pólland mundi sannfæra ráðamenn á Vestur- löndum um að takmörkun vígbúnaðar væri tilgangslaus. Öldungadeildarþing- maðurinn Robert Byrne, úr flokki demókrata, varaði í gær stjórn Banda- ríkjanna við að selja vopn til Kína. Reagan sendi Brésnef orðsendingu Talsmaður Hvíta hússins sagði seint í gærkvöldi að Reagan hefði sent Brésnef skilaboð síðastliðinn föstudag frá sjúkrarúmi sínu. Talsmaðurinn neitaði að láta nokkuð uppi um inni- hald orðsendingarinnar en embættis- menn segjast telja að Reagan hafi þar ítrekað aðvaranir Bandaríkjastjórnar til Sovétmanna vegna Póllandsmálsins. Leoníd Brésnef komóvænttil Tékkóslóvakfu í gær: Nýjar hersveitir á æfingu við Póliand Þing Kommúnistaflokks Tékkósló- vakíu hefst í dag í skugga spennunnar af Póllandsmálinu. Leoníd Brésnef, leiðtogi Sovétríkjanna, kom óvænt til Prag í gær og er það í fyrsta skipti t sex ár sem hann sækir þing útlends kommúnistaflokks. Menn velta því nú fyrir sér hvort ætlunin sé að halda nýjan fund ráða- manna Varsjárbandalagsins um Pól- landsmálið en það mælir gegn því að sendinefndir annarra kommúnista- ríkja voru ekki skipaðar æðstu mönnum ríkjanna. Um leið og Brésnef kom til Prag tilkynnti hin opinbera a-þýzka frétta- stofan ADN að nýjar hersveitir hefðu nú slegizt í hóp þeirra hersveita, sem taka þátt í æfingum Varsjárbanda- lagsins í Póllandi og umhverfis Pól- land. Þessar æflngar hafa nú staðið í tæpar þrjár vikur. Vestrænir stjörnarerindrekar líta á heimsókn Brésnefs til Prag sem við- vörun til verkalýðsfélaganna í Pól- landi og hins sundraða Kommúnista- flokks landsins. Lech Walesa, leiðtogi Einingar, sambands hinna öháðu verkalýðs- félaga í Póllandi, sagði í viðtali sem birt var i Stokkhólmi um helgina, að mjög þýðingarmikið væri að-Verka- lýðshreyfingin sýndi varfærni á þess- um spennutímum. „Fólk kann að segja í framtíðinni, að við höfum ekki gengið nógu langt í kröfum okkar, að okkur hafi skjátl- azt. En þýðingarmest er að við þurfum ekki að greiða of háu verði það sem við höfum þegar fengið.” Vestrænir stjórnarerindrekar í Prag segja að A-Evrópubúar komist ekki hjá að sjá hina táknrænu þýð- ingu heimsóknar Brésnefs til Prag en ekki eru liðin nema 13 ár síðan skrið- drekar Varsjárbandalagsins kæfðu niður umbótahreyfingu í Tékkósló- vakíu sem líktist tim margt þeirri hreyfingu, sem látið hefur til sin taka í Póllandi undanfarna mánuði. Sovézkir skriðdrekar á æfingu í Póllandi. Nýjar hersveitir hafa nú bætzt i hópinn. rSundlaugar fyrir sumarbústaðinn, einbýlishúsið, fjölbýlis húsið, skólann, hótelið eða sveitarfélagið. Stærðir: 3 til 35 metrar. Efni: Á1 eða galvaniserað stál með plastpoka. Auðveldar í uppsetningu. Nýtið frárennslisvatnið og njótið eigin sundlaugar. Útvegum allt til sundlauga: hreinsitæki, stiga, ryksugur yfirbreiðslur o.fl. Verð frá kr. 6.000

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.