Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 26

Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 26
26 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1981. i D Menning Menning Menning Menning Jóhann S. Hannesson: SLITUR ÚR SJÖOROABÓK örn og örlygur, Rvlk. 1980 48 bla. Hvert ljóð í þessari litlu bók Jóhanns S. Hannessonar, Slitur úr sjöorðabók, er vel ort. Hér hefur verið valið til prentunar, ekki safnað. Myndvisi og góð málkennd einkenna ljóðin: Bók menntir Jy skal enn þar sem voðinn er vís úr hverri átt vígi mitt standa. Með hlið sin opin á gátt: það er líka til að taka heiminn í sátt. (IN UTRUMQUE PARATUS bls. 17). Önnur bera vott um innri frið sem er forsenda lífsnautnar: DAUÐINN Hannessonar um, USTIN & Ymur mér í eyrum haust. Öspin stolin hvisli sínu flytur ennþá auga minu erindi sitt blaðalaust. (Nýsikennsla bls. 25) Ljóðin eru afar vitsmunaleg. Heimspeki höfundar birtist í persónulegum, stuttum Ijóðum, íklæddum æðrulausri kímni: Ég kveið ei forðum daga tímans tönn, taldi hún dræpi úr leyni, hol og grönn, á svipstund, en að hún sé jórturjaxl játar nú reynslan, ömurleg en sönn. (Tönnl. bls. 13) Það fer ekki leynt að höfundur hefur gengið velsjáandi i gegnum lífið og lært sitt hvað á þeirri leið um sam- ferðamenn sína og sjálfan sig: Meðan kapp í blóði brann barðist ég við hatursmann. Ég kom banahöggi á hann, hélt mig sigurvegarann. Undan heiftum hans og róg hafði sviðið meir en nóg. Mér var hefndar þörf. Og þó það var ekki ég sem hló. Ljóðin orka siðferðilega sterkt á lesanda. Þau eru bjartsýn, sáttfús og vonglöð — flest: Dagurinn getur enn hert sfn undirtök, enn má hrekja fáein sundurlaus rök, enn er hundrað i hættu. Og fyrir þásök Hillingin eyðirekki ógnum sandsins. Ég þekki allt of vel hvað hann er. En sama sorglega þekking segir mér hvað þessi blekking er dýrleg í sjálfri sér. Ljóðunum, sem eru 28 talsins, er raðað í fimm flokka. í fáum orðum mætti segja að meginefni þeirra sé þetta: I. Heimsmenningin og við, II. Sjálfið, III. Hinn ytri heimur og lífið, IV. Listin, V. Dauðinn. Höfundur er ekki margorður. Hann læsir í lítið ljóð það sem aðrir gætu vart skýrt á minna en heilu kvöldi. Það er einkenni góðra skálda. Jóhann S. Hannesson hefði gjarnan mátt hafa meiri tíma til að sinna listinni svo að við mættum njóta. Kannski er ekki öll nótt úti enn Jóhann S. Hannesson. — nú þegar daginn fer að lengja, enda þótt höfundur hafi reyndar lofað í Ijóði sínu (Bæn bls. 33) ,,að láta ekki orð á prent” ef aðeins „yrði heldur minna þrengt / að hverjum degi.....”. Nú fer vornótt í hönd. . . . Rannveig G. Ágústsdóttir Faye Dunaway við upptöku á Eyes of Laura Mars. Daufur augnaþriller Eyes of Laura Mrs Leikstjóri: Irvin Kershner. Leikendur: Faye Dunaway, Tommy Lee Jones, Brad Dourif. Sýningarstaður: Stjörnubió. Hryllings-þrillerar eru alltaf vin- sælir og fyrir mitt leyti get ég ekki hugsað mér betri afþreyingu en myndir af því tagi, Ef hryllings-þrill- erinn er af toppgerð veldur hann adrenalínsholskeflu i líkamanum, sem er betri en nokkur vímugjafi. En ef hann er af þeirri gerð sem „Laura Mars” er þá veldur hann hálfgerðum leiða og maður bíður aðeins þess að því verði svarað hver er morðinginn. Eyes of Laura Mars fullnægir alls ekki þeim kröfum sem gerðar eru til mynda af þessu sauðahúsi. Sögu- þráður er ósannfærandi, persónu- sköpun er kauðaleg og gegnir því litla hlutverki að gera alla dularfulla. Þrátt fyrir fræga (og yfirleitt góða) leikara skapast lítill áhugi, það sann- ast með þessari kvikmynd að leik- stjórar sem eru óvanir hryllings- þrillerum gera ekki miklar rósir svona í fyrsta skipti. Hver er morðinginn? Laura Mars er vel metinn ljós- myndari sem sér sýnir. Þessar sýnir eru ekki alveg venjulegar því Laura sér með augum morðingja þegar hann tínir niður kunningja hennar. Bráðlega verður svo ljóst að myndin er ekki bara hryllingsmynd heldur einnig „hver-er-morðinginn-mynd”. Það er ekki rétt að rekja nánar gang myndarinnar fyrir væntanlegum áhorfendum en þeim áhugasömustu skal bent á að löggan með sólgleraug- Kvik myndir un er ekkert tengd málinu. Með þess- ar upplýsingar að vopni ættu flestir að hafa Ieyst gátuna fyrir hlé og þar af leiðandi veðjað kók og pulsu um það hver sé morðinginn. Að öllu gamni slepptu þá held ég að myndin klikki vegna þess að hún er ósköp venjuleg ,,hver--gerði-það” mynd. Myndin hefði orðið sterkari sem hryllingsmynd þar sem morðing- inn hefði verið utanaðkomandi. Einnig virðist morðinginn í myndinni vera órökréttur kostur samkvæmt handritinu, hann hefur einfaldlega ekki haft tækifæri til að fremja alla glæpina. Handrit John Carpenters Hinn kunni hryllingsmyndaleik- stjóri John Carpenter er skrifaður fyrir handritinu að „Laura Mars”. Hann hefur reyndar borið við að upphaflegt handrit hans hafi að mörgu leyti verið ólíkt því sem sést í Stjörnubíói en að framleiðandi myndarinnar, Jon Peters (maður Barböru Streisand) hafi viljað mynd- ina eins og hún er. Gaman hefði verið að vita hvað hefði skeð ef Carpenter hefði leikstýrt myndinni sjálfur, eins og hann reyndar gerði ráð fyrir. Faye Dunaway, Tommy Lee Jones og Brad Dourif eru leikarar sem eiga skilið skárri verkefni en Eyes of Laura Mars en ég geri ráð fyrir að allir verði að lifa af einhverju. Það er hins vegar mjög athyglisvert hvað kvikmyndagerðarmenn vestra ætla að sniðganga Brad Dourif. Þessi leik- ari, sem lék svo eftirminnilega Billy Bibbitt i Gaukshreiðrinu hefur að mestu gengið atvinnulaus ef undan er skilið hlutverk hans í þessari mynd og mynd John Hustons, Wise Blood (sýnd í Fjalakettinum innan skamms). Ja, svona gengur það víst stundum í Hollywood. - Ö.Þ. V Jafnvel leik- ið, þótt glám- ur riði húsum Tónleikar á vogum Tónlistarfólagsins í Austur- bœjarbiói 1. aprfl. Rytjondur: Allan Sternfield, píanóleikari, Nina G. Flyor, collóleikari og Guöný Guðmunds- dóttir, fiðluleikari. Efnisskrá: Maurice Ravel: Caspard dela Nuit og Sónata fyrir fiðlu og pianó; Antonin Dvorak: Tríó fyrír fiðlu, celló og pianó, op. 90. Það mátti heita heldur alþjóðlegur blær á tónleikum Tónlistarfélagsins að þessu sinni, þar sem bandarískir ísraelar léku með íslenskum fiðluleik- ara, franska og tékkneska tónlist. Enn ein áminning um að í músíkinni þekkjast ekki hin svokölluðu landa- mæri. Raunar þykjumst við eiga svo- lítið í Ninu Flyer síðan hún var cellisti í Sinfóníuhljómsveit íslands hér i eina tíð. Allan Sternfield reið á vaðið með Gaspard de la Nuit. Ekki verður sagt um þau þremenningana að þau hafi valið sér verkefni af allra auðveldasta enda. Allan Sternfield brunaði í gegn um Gaspard, léttilega. Helst var það í „Ondine”, fyrsta kaflanum, að leikur hans væri ekki hnökralaus með öllu. Hann var eilitið höggkenndur, svo ekki virtist tónaflaumurinn vera á sama veg og straumur sá, sem maður imyndar sér vatnadísirnar stíga upp úr. í þeirri á eiga engar kvarnir, iður eða brot að vera, heldur jafn flaumur. Ljótt aprflgabb Það tók þær stöllurnar of langan tíma að spila sig saman í Ravel dúó- sónötunni. Má að líkindum helst um kenna aðstöðunni, eða öllu heldur aðstöðuleysinu, í Austurbæjarbíói. En þegar þær voru loksins búnar að spila sig almennilega saman, þá spiluðu þær skrambi vel. Dumky er bæði langt og strangt. Antonin Dvorak Hver kafli þess er lítið heildstætt stykki, en þó tengjast þeir allir svo listilega innbyrðis með hinu elegíska „dumka”, sem gengur í gegnum tríó- ið allt. Þeim þremenningunum tókst að skapa góða heildarmynd í leik sínum og hann var beinskeyttur, en jafnframt blæbrigðaríkur. Aðdá- unarvert var hversu innilega lítið það raskaði einbeitni þeirra, þótt Hurða- skellir kæmi í heimsókn, eða kannski, réttar sagt — Glámur .riði húsum. Aðstandendur skarkalans eiga að skammast sín, ekki síst þar sem það er almennt haldið að þeir séu orðaðir við listir. Var þetta ljót apríluppá- koma. En eins og fyrr segir létu tón- flytjendur þetta lítt á sig fá og luku leik sínum með glæsibrag og fyrir aukalag stálust þau til að þjófstarta næsta konsert, sem lofar góðu. - EM Tónlist V.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.