Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 6. APRtL 1981. Iþróttir Iþróttir i Iþróttir Iþróttir ÞRÓTTUR í UNDAN- ÚRSLIT —eftirléttansigur á Aftureldingu 22-16, að Varmá á laugardag Þrótlarur tryggðu sér fjórða undan- úrslitasætið í bikarkeppni HSÍ er þeir unnu Aftureldingu 22—16 að Varmá á laugardag. Sigur Þróttara var öruggur og eins og sagt er á handboltamáli: Þeir tóku þetta með vinstri. Það var aðeins framan af fyrri hálfleiknum að Aftur- elding hélt i við Þrótt en síðan ekki söguna meir. Hefði 2. deildarliðið sýnt meiri yfirvegun er ekki að vita nema það hefði getað komið Þrótti óþægi- lega i opna skjöldu þvi Sæviöarsunds- liðið lék alls ekki vel. Fyrstu 20 mín. leiksins var nokkurt jafnræði með liðunum og staðan 3—3 að þcim tíma loknum. Lítið skorað og markvarzlan góð. Síðan skoraði Þróttur 3 mörk í röð á 90 sek. og þar mcð var mótspyrna heimaliðsins að mestu brotin á bak aftur. Þróttur leiddi í hálfleik 8—5 og fyrir hálfleikurinn verður varla minnisstæður nema fyrir nokkrar skemmtilegar fléttur Aftureld- ingar sem gengu út á það að opna á vinstri varnarvængnum hjá Þrótti. Það tókst nokkrum sinnum með skemmti- legum bakhandarsendingum en linu- mennirnir fóru illa að ráði sínu. Strax i upphafi síðari hálfleiks gerði Þróttur út um leikinn. Leikmenn ein- beittu sér að verkefninu í smátíma og þá náði liðið strax 7 marka forystu sem hélzt með smábreytingum út leikinn. Aldrei 'nein hætta. Leikmenn Aftureldingar börðust vel en áttu við ofurefli að etja og aldrei sigurmöguleika. Emil varði 10 skot í markinu og vörnin var góð framan af Sóknin var hins vegar anzi fálmkennd og byggðist mikið á einkaframtakinu er liða tók á. Hjá Þrótti var það sama tví- eykið sem sá um mörkin og vanalega. Auk þeirra Páls og Sigurðar var nafni hans Ragnarsson í markinu góður — varði 14 skot. Magnús Margeirsson var einnig sterkur. Mörkin: Þróttur: Siggi Sveins 9/3, Páll 7, Jón Viðar 3, Magnús 2 og Einar I. Afturelding: Sigurjón 6/4, Steinar 4, Þorvaldur 3, Þórður 2 og Björn 1. - SSv. Það var heldur betur heitt í kolunum á föstudagskvöld er úrslitakeppni 3. flokks í handknattleik fór fram undir mið- nættið. Valsmenn urðu þar meistarar en á myndinni að ofan er þjálfari 3. flokks Þróttar að þruma yfir öðrum dómara leiksins, Stefáni Arnaldssyni, vegna dómgæzlunnar. Lauk þeim samskiptum með því að þjálfaranum var visað úr húsi. DB-mynd S. Glæsilegur sig- ur FH í 2. flokki Keppni i yngri flokkunum í hand- knattleik lauk endanlega um helgina er úrslit fengust i 2. flokki karla og kvenna svo og 3. flokki karla. FH hafði geysilega yfirburði í 2. flokki karla. í 2. flokki kvenna sigraði ÍR Hauka 7—3 í spennandi leik og tryggði sér þar með íslandsmeistaratitilinn. Þessi sömu lið léku til úrslita í 3. flokki 1978. Það var hins vegar í 3. flokki karla sem mesta fjörið var og geysileg spenna. Um sl. helgi skildu þrjú lið, HK, Valur og Þróttur, jöfn eftir úrslitakeppnina og urðu því að mætast ánýjanleik. í fyrsta leiknum á föstudagskvöld sigraði Valur HK og í þeim næsta sigraði svo HK Þrótt. Val nægði því jafntefli gegn Þrótti til að tryggja sér sigur. Það tókst og gott betur því Valur sigraði 9—6. Mikil læti brutust út í leiknum er þjálfari Þróttar heimtaði að aukakast, sem mistókst, yrði tekið aftur. Valsmenn brunuðu upp og skor- uðu og við það varð þjálfarinn æfur og var honum vísað úr Höllinni. En það voru vist áreiðanlega ánægðir Valsarar sem yfirgáfu Höllina um lágnættið á föstudag. Keppni í 2. flokki karla lauk i gær og hafði FH algera yfirburði — vann alla keppinautana með glæsibrag. Loka- staðan í úrslitakeppni 2. flokksins fylgir hér með. FH 5 5 0 0 97—46 10 Víkingur 5 3 0 2 76—77 6 Ármann 5 3 0 2 75—76 6 Þór, Vm. 5 3 0 2 54—55 6 Týr, Vm. 5 10 4 48—78 2 Breiðablik 5 0 0 5 67—85 0 Við munum birta myndir af sigur- vegurum helgarinnar á morgun. -SSv. Botninn datt úr leik íslenzka liðsins eftir aðeins 10 mín! — spennandi leikur varð að martröð er staðan breyttist úr 44 í 4-13 Noregi í vil Ekki fór það svo að landsliðsdöm- urnar okkar í handboitanum hefndu ófaranna — hvað þá bættu árangurinn frá því í leikjunum í Noregi í sl. viku, er liðin mættust í Hafnarfirði á laugar- dag. Fyrri leikinn í undankeppni HM höfðu Norðmenn unnið 17—9 en á laugardag varð sigurinn enn stærri, 21—10. Staöan í hálHeik var 13—4. Samanlagt er þvi árangurinn 19—38 úr báðum leikjunum — helmingsmunur. Þó leit út fyrir að um skemmtilega viðureign yrði að ræða. ísland byrjaði leikinn mjög ákveðið og eftir 11 min. leik var staðan jöfn, 4—4. En þar með var botninn úr öllu. Ekki var heil brú i neinu. Sónkarleikurinn fór allur úr böndum, vörnin varð slök og mark- varzla óþekkt fyrirbrigði. Ekki bætti úr skák að sifellt var verið að skipta inn á — oft án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Allar þessar skiptingar fóru með „rythmann” úr liðinu og eftirleikurinn varð hræðilegur. Niu norsk mörk i röð fyrir hálfleik og spilið þar með búið. Síðari hálfleikurinn var þvi nánast formsatriði. Þá tókst íslenzku stúlkun- um að standa vel í þeim norsku — mest fyrir tilstilli Jóhönnu Pálsdóttur, sem tók að sýna sitt rétta andlit í markinu. Munurinn varð minnstur 7 mörk en nær tókst landanum ekki að komast, þvi miður. Lokatölur sem fyrr sagði 21 — 10. Fæstar íslenzku stúlknanna sýndu hvað þær geta. Erna var langbezt og FH-stelpurnar Margrét, Katrín og Kristjana komust vel skammlaust frá leiknum. Jóhanna varði vel í s.h. en sá fyrri var ekki til að hrópa húrra fyrir. í heild voru það þó skytturnar sem brugðust verst. Aðeins tvö markanna komu með langskotum. Norska liðið er skipað mjög skemmtilegum stúlkum sem hafa það að aðalsmerki að hætta aldrei fyrr en flautan gellur. Gott dæmi var í s.h. er ein þeirra dró eina íslenzku stúlkuna langan veg með sér og hafði það af að fiska víti á endanum. Þær eru mjög fráar á fæti og skot þeirra mun yfirvegaðri. Markverðirnir vörðu báðir mjög vel og ekki voru skytturnar íslenzku neitt að gera þeim léttara fyrir. Mörkin. ísland: Margrét Theodórs- dóttir 3/1, Guðríður Guðjónsdóttir 2/1, Kristjana Aradóttir 2, Erna Lúð- víksdóttir, Ingunn Bernódusdóttir og Jóhanna Halldórsdóttir 1 hver. Noregur: Glosimot 6/2, Liberg 5/3, Jensen 2/2, Thomassen 2/1, Rise 2, Jensen, Larsen, Buchholdt og Taring eitt hver. Ekki verður svo skilið við leikinn að ekki sé minnzt ofurlitið á sænsku dóm- arana. Það væri e.t.v. ekki rétt að segja að þeir hafi bókstaflega stutt annað liðið en helvíti vantaði lítið á það. Noregur fékk 11 víti — skoraði úr 8. Jóhann varði tvivegis og eitt fór í stöng. ísland fékk 3 og nýtti 2. Guðríður þrumaði einu í þverslá. Sjö íslenzkum stúlkum var vísað út af í 2 mín. en aðeins einni norskri. Það verður þó að viðurkennast, að mörg brota stúlknanna voru afar klaufaleg og verðskulduðu oft brottrekstur en í öðrum tilvikum ekki. - SSv. % u Erna Lúðvíksdóttir svifur hér glæsilega inn af línunni í leiknum við Noreg á laugardag. Ekki tókst henni að skora i þetta sinnið en var engu að siður bezt I liðinu. , DB-mynd S. Island — Noregur 10-21 í Hafnarfirði á laugardag:

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.