Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. APRtL 1981.
WmBlAÐlÐ
frjálst, óháð dagblað
Útgefandi: Dagblaðiö hf.
Framkvmmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson.
Aðstoóarritstjóri: Haukur Heigason. Fréttastjórí: ómer Veldknersson.
Skrif stof ustjórí ritstjómar: Jóhannes Reykdal. J
íþróttir: HaHur Sfmonarson. Menning: Aðabteinn Ingótfsson. Aðstoðarfréttastjórí: Jónas Haraldsson.
Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karísson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Atfl Rúnar Haldórsson, Atii Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig-
urðsson, Dóra Stefánsdóttlr, Bfn Albertsdóttir, Gbll Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga
Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Slgurður Svarrisson.
Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, Einar ólason, Ragnar Th. Slgurðsson, Sigurður Þorrí Slgurðsson
og Sveinn Þormóðsson.
Skrifstofustjórí: ólafur Eyjótfsson. Gjaidkerí: Práinn Þoríeifsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Halldórs-
son. DreHingarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur: Þverholti 11.
Aðaisfmi blaðsins er 27022 (10 Ifnur).
Setning og umbrot: Dagbiaðið hf., Sfðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hfi, Sfðumúla 12. Prentun:
Árvakur hf., Skeifunni 10.
Askriftarverð á mánuði kr. 70,00. Verð f iausasölu kr. 4,00.
Misklíð ístjómariiðinu
Illyrði ganga milli sumra stjórnarlið-
anna þessa daga vegna frumvarps
þriggja þeirra um lækkun vörugjalds á
gosdrykkjum. Þetta mál, þótt ekki
virðist stórmál í fljótu bragði, hefur
valdið óvenjumiklum illindum í liðinu.
Misjöfn afstaða til framkvæmda á
Keflavíkurflugvelli hefur nokkuð komið upp á yfir-
borðið í seinni tíð. Dagblaðið lýsti fyrir skömmu, hver
væri líkleg framvinda þeirra mála. Eins og blaðið sagði
þá, má tala um „leynisamning” milli aðila að ríkis-
stjórninni á þá leið, að meiriháttar mál skuli úrskurðuð
með einingu, þannig að meirihluti ráðherra geti ekki
knúð fram vilja sinn gegn minnihlutanum. Samið er
um, að flugstöðvarbyggingin sé eitt þeirra mála, sem
eining þurfi að vera um í ríkisstjórninni. Meiriháttar
aukning eldsneytisbirgða varnarliðsins mundi, að mati
flestra stjórnarliða, vera „meiriháttar” mál.
Ákvarðanir þar um munu þó væntanlega bíða um sinn,
en í sumar má búast við, að Ólafur Jóhannesson utan-
ríkisráðherra leyfi jarðvegsrannsóknir á Helguvíkur-
svæðinu. Jafnframt má gera ráð fyrir, að varnarliðið
láti reisa sín nýju flugskýli með leyfi Ólafs, og það
teljist ekki „meiriháttar” mál í ríkisstjórninni.
Frumvarp þriggja stjórnarliða um lækkun vöru-
gjalds á gosdrykki veldur í raun meiri úlfúð í stjórnar-
liðinu en þessi „vallarmál”.
Framsókriarmennirnir Guðmundur G. Þórarinsson
og Jóhann Einvarðsson og sjálfstæðismaðurinn
Eggert Haukdal hafa lagt fram frumvarp, sem hefur
tvíþættan tilgang. Annars vegar á að aflétta sjö prósent
vörugjaldi af sjúkrafæði, hins vegar að lækka vöru-
gjald af gosdrykkjum úr þrjátiu í fimmtán prósent.
Eftir álagningu 30 prósent vörugjalds á gosdrykki
um síðustu áramót varð hlutur ríkisins af framleiðslu-
verði hverrar flösku 52,74 prósent, rúmur helmingur.
Framleiðandinn fær þannig tæpan helming andvirðis
til að sjá um framleiðsluna, leggja til hráefni, vélar og
tæki til framleiðslu og húsakost, greiða laun, orku og
svo framvegis. Þetta ættu menn að vera sammála um,
að sé of mikil skattlagning.
Albert Guðmundsson sagði réttilega á þinginu fyrir
helgina, að þetta væri þungur dómur frá þremur
stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar, sem nú hefðu
snúizt gegn þessari stefnu ríkisstjórnarinnar í skatta-
og fjármálum. „Má búast við stórtíðindum á næst-
unni?” spurði Albert.
Margir munu minnast, hvernig umrætt gosdrykkja-
gjald var samþykkt í lok þinghalds fyrir jól með eins
atkvæðis mun, hjásetu Guðmundar G. Þórarinssonar
og stuðningi Eggerts Haukdals og Jóhanns Einvarðs-
sonar. Gjaldið nýtur greinilega ekki þingmeirihluta í
dag, þegar þessir menn allir snúast gegn því.
Ragnar Arnalds fjármálaráðherra hefur í samráði
við alþýðusambandsmenn lofað framleiðendum minni-
háttar lækkun gjaldsins um skamman tíma. En hann
og félagar hans snúast í bræði gegn afstöðu þingmann-
anna þriggja.
Þeir eru sakaðir um að ætla að stofna til halla-
rekstrar ríkissjóðs með því að svipta hann tekjum,
kollvarpa stefnunni í fjármálum ríkisins og stofna
tilveru ríkisstjórnarinnar í hættu.
Upp á Borgar-
Iff og dauða
Árið 1927 kom Jóhannes heitinn
Jósefsson hugsjónamaður úr ung-
mennahreyfingunni heim til islands
eftir tuttugu ára vikingaferð um
heimsbyggðina. Jóhannes hafði farið
á milli fjölleikahúsa og sýnt fólki
sjálfsvarnarslag sem byggði á
íslenzkri glímu. i pokahorninu hafði
Jóhannes sparifé sitt úpp á fimm-
hundruð þúsund krónur og þóttu
mikil auðæfi í þá daga. Með þeim
vildi glímukappinn reisa glæsilegt
hótel í Reykjavík svo þjóðin gæti
kinnroðalaust boðið erlenda gesti vel-
komna á tíu alda afmæli Alþingis
árið 1930. Stefán Jónsson alþingis-
maður skráði ævisögu Jóhannesar
Jósefssonar árið 1964 og þar segir
svo af samtali sögumanns og Jónasar
Jónssonar ráðherra frá Hriflu um
hótelsmíðina:
— í fyrsta viðtali mínu við Jónas
gerði hann fyrst ljósa grein fyrir
þeirri þjóðarnauðsyn að komið yrði
upp hóteli í höfuðstaðnum en skaut
því jafnframt að mér að sjálfsagt yrði
miklu arðvænlegra fyrir mig að setja
höfuðstól minn í verzlun en gistihús-
byggingu. Ég svaraði honum til að ég
væri ekki kominn heim til íslands
með sparifé mitt þeirra erinda að leita
að háum vöxtum, heldur til að verða
að gagni. —
Lokifl gamalli glímu
Þarna er hraustlega tekið til orða
hjá gömlum ungmennafélaga setn
kemur heim til að reisa þjóð sinni
Hótel Borg fyrir Alþingishátíð. Hér
kveður við annan tón en við eigum að
venjast nú á tímum félagslegra úr-
Iausna undir öfugri byggðastefnu
þegar atvinnuvegir skulu allir standa
Kjallarinn
ÁsgeirHannes
Eiríksson
á núlli samkvæmt valdboöi en
Þórshafnartogurum safnað við festar
umhverfts landið. Enda hafði
Jóhannes sjálfur háð margar og
snarpar glímur við útlenda menn af
mörgum þjóðum og lagt heilan
skógarbjörn að velli. En Jóhannesi
farast svo orð um sína erfiðustu
glímu:
— Um rekstur Hótel Borgar í 30
ár vita margir, og ég hirði ekki að
lengja jtessa bók með gömlum
barlómi. Hitt er þó satt að baráttan
við misjafnlega góðgjarna ráðherra
og álíka gáfaða þingmenn í 30 ár ,
þeirra erinda að halda Borginni
opinni, var mín erfiðasta glíma. —
Nú virðist loks séð fyrir endann á
þessari erfiðu glímu. Hótel Borg er
komin á söluskrá og líklegir kaup-
endur eru sjálft Alþingi íslendinga
eða Borgarsjóður Reykjavíkur. Þar
með fjölgar væntanlega stekkjum á
kostnað Snorrabúða. Jóhannes
heitinn á Borg er um það bil að tapa
sinni erfiðu glimu. Hótel Borg er að
falla andstæðingum í hendur eins og
hvert annað herfang sem báknið
hirðir fyrr eða síðar af borgurum
landsins í skjóli líkamsburða. Hér
lýkur því merkum kafla I ævisögu
manns sem vildi verða þjóð sinni að
gagni. En örlög Hótel Borgar eru því
miður Hka hluti af örlögum
miðborgar Reykjavíkur.
Flóttafólkið
frá Lækjartorgi
Fólksflóttinn hófst fyrir nokkrum
árum úr miðborg Reykjavíkur og
landauðn blasir þar við. Hvert fyrir-
tækið á fætur öðru flytur nú um set í
Múlahverfið og gamalgrónar verzl-
anir loka dyrum sölubúða í hinzta
sinn. Eigendur fasteigna ráfa sumir
hverjir um í hálftómu húsnæði og
leigjendur fást varla í sjálft Austur-
strætið þrátt fyrir áskoranir í
blöðum.
Á meðan borgarstjórnir draga upp
stöðugt nýjar áætlanir um byggðar-
lög yfir holt og hæðir í nærsveitum,
bæjarlandsins siokknar lífsneistinn í
hjarta borgarinnar. Viðskiptalífið er
á förum í önnur borgarhverfi eða yfir
móðuna miklu. Skemmtanir og
hótelhald draga ört saman seglin og
kaffihúsalíf er langt komið undir
græna torfu. íbúarnir hafa flestir
tekið hatt sinn og staf fyrir löngu og
eldri kynslóðir borgarbúa eru
Vannýttur kola-
stofn er okk-
ur til skammar
Dragnót er rétta
veiðarfærið
Það ætlar að fara nú sem fyrr
þegar rætt er um dragnótaveiðar að
upp rísa miklar deilur. Út yfir tekur
þó þegar Faxaflói er annars vegar.
Þar láta menn sig engu skipta
skoðanir fiskifræðinga, allt frá
Bjarna Sæmundssyni til þeirra sem í
dag starfa mest að þessum málum.
Um allan heim er dragnót talin létt og
meinlaust veiðarfæri. Hundruð báta
hafa veitt með dragnót í Norðursjón-
um allt frá aldamótum til þessa dags
og sjaldan hefur þorskafli verið þar
meiri en nú. Hér fullyrða menn að
nokkrir bátar muni gereyða öllu lífi
ef dragnót yrði notuð á 1/10 hluta
Faxaflóa 4 mánuði ársins eða svo.
Allir nytjafiskar eru ofveiddir hér
nema kolastofnarnir sem ekki eru
hálfnýttir. Skarkolinn er einn verð-
mætasti fiskur sem við landið fæst,
sé hann veiddur þegar hann er bezt á
sig kominn. En það er skarkolinn
seinni hluta sumars og haustið þegar
hann heldur sig inn á flóum og fjörð-
um. Að vetrinum er skarkolinn hins-
vegar í svipuðu ástandi og niður-
göngulax. Sólkoli er ekki síður verð-
mætur en er nú alls ekkert veiddur.
Því er kolinn
ekki veiddur?
Árum saman hefur skarkolinn
—
Kjallarinn
Ólafur Björnsson
helzt verið veiddur þegar hann er
genginn út til hrygningar og þá aðeins
hæfur til heilfrystingar fyrir Rúss-
landsmarkað sem er sú vinnsla sem
minnst fæst greitt fyrir af öllu sem
við framleiðum af sjávarafla. Með
alls konar hindurvitni og bábiljum
hefur verið komið í veg fyrir að feng-
izt hafi að veiða skarkolann inn á
flóum og fjörðum þegar hann er
höfðingjamatur. Fái kolinn þá með-
ferð og vinnslu sem honum hæfir
fæst gott verð fyrir hann. Yfirleitt er
það svo að þar sem dragnót er leyfð
þá fæst ekki að fara með hana
þangað sem kolinn heldur sig mest.
Bændum ofbýður að verið sé að fiska
upp undir landi „þeirra”. Þannig
hefur það t.d. verið á Skjálfandaflóa.
Við Eyjafjörð eru menn svo upp-
teknir í þorski að þeir hafa bannað
dragnótabátum að koma að landi
nema með 1 tonn eða svo í róðri. Á
Snæfellsnesi þar sem dragnót er
stunduð með minnstum takmörkun-
um hafa menn ekki döngun í sér tii
þess að kaupa kolaflökunarvél.
Sömu sögu er að segja um Patreks-
fjörð og Austfirði Á þessum stöðum
hugsa menn aðeins um togara. Sól-
koli verður ekki veiddur nema
undanþága fáist um mösvkastærð á
þeim stöðum sem hann heldur sig.
Með þessum ráðstöfunum hefur
verið komið í veg fyrir að koli sé
veiddur og það sem veiðist er verðlit-
ið.
Fundur
dragnóta-hatara
Þann 29. marz sl. var haldinn
fundur að Hótel Esju í Reykjavík.
Hann var fjölsóttur, ekki sízt af
Akurnesingum og Garðmönnum.
Aðalsteinn Sigurðsson fiskifræð-
ingur, sem mest allra hetur rann-
sakað skarkolann hér við land, flutti