Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1981. 15 Flest snjóf lóð falla á vegina í Óshlíð og Ólafsf jarðarmúla: 600 ÍSLENDINGAR HAFA FARIZT í SNJÓFLÓÐUM -rættvið Hafliða HelgaJónsson veðurfræðing sem vinnurað snjóflóðarann- sóknumá Veðurstofunni — svo vitað sé með vissu Ein ömurlegasta fylgja snjóþungra vetra á íslandi er snjóflóðin. Sum eru ekki meira.en spýjur sem sjást hér og þar í fjallshlíðum og gera engum mein. Önnur eru stærri og valda tjóni á landi og mannvirkjum, jafnvel manntjóni. Vitað er um hvorki meira né minna en um það bil 600 manns sem farizt hafa í snjóflóðum á liðnum öldum, sam- kvæmt því sem annálar greina frá. Má þó gera ráð fyrir að einhver fórnarlömb snjóflóða hafi ekki náð að komast á blað. Frá síðustu aldamótum hafa 119 manns farizt í snjóflóðum hérlendis. Snjóflóðarannsóknir og söfnun upp- lýsinga úr fortíðinni um snjóflóð eru stundaðar markvisst víða um lönd, má nefna Sviss, Noreg og Bandaríkin sem dæmi. Hérlendis liggja fyrir ágætar upplýsingar cg heimildir um snjóflóð. Þar má nefna ritverk Ólafs Jónssonar, Skriðuföll og snjóflóð i Jökli, tímariti Jöklarannsóknafélagsins. Skipulagðar rannsóknir á veðri og snjóflóðum, með tilliti til þess hvort hægt er að segja fyrir hvenær hættuástand skapast, hafa ekki farið fram á íslandi fyrr en nú að fyrstu skrefin voru tekin á Veðurstofu íslands fyrir rúmlega einu ári. Þá tók Hafliði Helgi Jónsson veðurfræðingur að sér snjóflóðaathug- anir og rannsóknir í fullu starfi og hefur unnið að verkefninu síðan. hefur unnið úr. Hann fær upplýsingar frá 5 veðurathugunarstöðvum á land- inu þar sem gefinn er sérstakur gaumur að veðri og snjó með tilliti til snjóflóða- hættu. Með samanburði við upplýsing- ar sem unnar eru úr annálum og gögn- um um veður á snjóflóðatímum má með nokkurri vissu sjá hvenær hættu- ástand skapast. Þá fá Almannavarnir skilaboð frá Veðurstofunni og starfs- menn þeirra hafa svo samband við sína menn víðs vegar um landið og gera þeim aðvart. í viðkomandi tilfellum fara heimamenn af stað, kanna snjó- dýpt, lagskiptingu i snjónum og eðli hans. Almannavarnir hafa kennt trún- aðarmönnum sínum að meta snjó- flóðahættuna út frá aðstæðum. Að sögn Hafliða Helga er ástæða til að vera á varðbergi þegar langvarandi norðaustanhríðarveður geisa með um og yfir 10 millimetra úrkomu á sólar- hring, sérstaklega ef nýi snjórinn fellur ofan á hjarn eða svellaða jörð. Einnig geta skyndileg hlýindi skömmu eftir hríðarkafla sett af stað snjóflóð. Mannskæðasta snjóflóðið í Siglufirði Aðalsnjóflóðasvæðin á íslandi eru Vestfirðir, Austfirðir, Siglufjörður og nágrenni og Mýrdalur. Árið 1613 féll i Óshlfðarvegur nýtur þess vafasama heiðurs að vera efstur á blaði yfir fjallvegi þar sem flest snjóflóð falla. Ólafsfjarðar- múli er næstur f röðinni og þar er þessi mynd tekin 25. maí 1979. Þann dag og daginn þar áður féllu 28 snjóflóð i Múlan- um (!), þar á meðal þetta sem lokaði veginum um hríð. Ef myndin prentast vel má sjá 3 snjóflóð hlið við hlið í hliðinni aftan við bílinn. DB-mynd Atli Rúnar. Almannavörnum gert viðvart ef hættuástand sýnist vera að skapast „Aðallega er ég að kortleggja og safna skipulega upplýsingum um snjó- flóð og reyna að átta mig á því hvernig veðurlag ríkti þegar þau urðu. Ef það sýnir sig að ákveðin veðureinkenni komi fram samfara flestum snjó- flóðum — eins og reyndin er í stórum dráttum — má notast við veðurathug- anir til að meta hvenær snjóflóðahætta er að skapast,” sagði Hafliði Helgi þegar blaðamaður heimsótti hann á Veðurstofuna. Þegar vikulangt óveður gekk yfir stóran hluta landsins á dögunum mátti heyra í hljóðvarpi aðvaranir Almanna- varna um snjóflóðahættu í einstaka landshlutum. Þær aðvaranir byggjast m.a. á upplýsingum sem Hafliði Helgi Siglufirði mannskæðasta snjóflóð sem sögur fara af. Það féll á aðfangadag jóla á fólk sem var statt í Nesskriðum á leið til kirkju á Siglunesi. Sögnum ber ekki saman um fjölda þeirra sem þarna týndu lífinu. Eru ýmist nefndir 30 eða 50 menn. Siglufjörður kemur líka við sögu þegar mannskæðustu snjóflóð 20. aldar eru nefnd. Dagana 12. og 13. apríl árið 1919 fórst þar fjöldi manna í slíkum hamförum náttúrunnar. 9 manns fórust í Siglufirði sjálfum, 7 í nágrenninu, nánar tiltekið í Engidal, og 2 fórust í Héðinsfirði. Ógurlegt eigna- tjón varð sömuleiðis í þessum flóðum. Af öðrum mannskæðum snjóflóðum á öldinni okkar má nefna að 20 manns fórust í einu í Hnífsdal árið 1910 og 12 á Neskaupstað árið 1974. Enn má nefna að á Seyðisfirði fór betur en á horfðist árið 1885. Þá fórust 24 í snjó- Hafliði Helgi Jónsson: Gott væri ef fólk léti okkur vita af snjóflóðum sem það verður vart við. Því fyrr því betra. DB-mynd Einar Ólason. flóðum sem féllu úr Bjólfinum en um 60 manns var bjargað. Flest snjóflóð á Óshlíðarvegi Fróðlegt er líka að skoða samantekt Hafliða Helga á snjóflóðatíðni á fjall- vegum á íslandi á árunum 1975—1980. Samantektin byggist á upplýsingum starfsmanna Vegagerðarinnar sem skrá samvizkusamlega öll snjóflóð á vegi þeirra. Efstur á blaði er Óshlíðarvegur á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals. Þar féllu flest flóð á umræddu 5 ára tíma- bili. Næst kemur Ólafsfjarðarmúli. Þar mátti meðal annars lesa að 24. og 25. maí árið 1979 féllu hvo.'ki fleiri né færri en 28 snjóflóð á Múlaveg! Það þykir mikið á þeim árstíma og má rekja til óvenjumikilla snjóalaga þá og snöggra hlýinda. Fjórir fjallvegir á Vestfjörðum fylgja á eftir Ólafs- fjarðarveginum á lista yfir mestu snjó- flóðavegi Jandsins: Súðavíkurhlíð, Breiðadalsheiði, Eyrarhlíð (milli ísa- fjarðar og Hnífsdals), og Kirkjubóls- hlíð (að austanverðu í Skutulsfirði). Ólafsvíkurennið fylgir svo fast á eftir. „Eitt hænufet írétta átt" „Upplýsingasöfnun um snjóflóð hefur mjög hagnýtan tilgang að öllu leyti. Nægir að nefna sem dæmi að með henni má sjá hvort ráðlegt er að byggja á ákveðnum „krítískum” svæð- um mannvirki af einhverju tagi. Sveitarstjórnir hafa þannig verið beðnar um að skrá snjóflóð sem falla innan skipulagssvæða. Slikar upplýs- ingar koma að gagni við skipulag þétt- býlis og koma verkfræðingum að gagni við að skipuleggja varnaraðgerðir við snjóflóðum. „Það er auðvitað fjarri því að við getum hrósað okkur af því á Veður- stofunni að hafa stofnað meiriháttar snjóflóðarannsóknarstöð. Þetta er ein- ungis eitt hænufet í rétta átt. Mest er auðvitað byggt á upplýsingum sem safnað er en auðvitað berast ekki fréttir af öllu sem máli skiptirliingað til okkar. Það væri gott ef fólk léti okkur vita af snjóflóðum sem það verður vart við. Og því fyrr sem við fréttum af þeim því betra,” sagði Hafliði Helgi Jónsson veðurfræðingur. -ARH_ Heilmikiö af upplýsingum um snjóflóð á íslandi á undanförnum áratugum og öld- um eru komnar skipulega á blað hjá Hafliða Helga. Meira að segja hefur hann teiknað flóðin inn á kort og er hér með brot af Vestfjörðum á borði fyrir framan sig. DB-mynd Einar Ólason. Vitað er um 600 manns sem týnt hafa lifi i snjóflóðum hérlendis svo langt aftur sem annálar ná að greina frá. Mannskæðasta flóðið féll i Siglufirði árið 1613. Hér eru félagar úr Björgunarsveit Ingólfs að æfa leit að fólki í snjóflóði í Bláfjöllum fyrrívetur. DB-mynd Atli Rúnar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.