Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1981. i 17 Iþróttir Iþróttir íþróttir fþróttir Allt samkvæmt bókinni á badmintonlandsmótinu verðlaunahafarnir þeir sömu og á mótum undanfarin ár Það var ekki beint hægt að segja að mikið hafi verið um ný nöfn á verðlaunapöllunum í lok íslands- mótsins í badminton, sem fram fór á Akranesi um helgina. Reyndar var ekki eitt einasta nýtt nafn að sjá þar og verðlaunin skiptust á milli þeirra sömu sem einokað hafa þau undanfarin ár. Standard missir f lugið enn frekar Fæst gengur nú upp hjá Standard Liege í belgísku 1. deiidinni, en á sama tima gengur Lokeren bærilega. Standard tapaði 0—2 á útivelli fyrir RWD Molenbeek á sama tima og Lokern sigraði FC Brugge 3—1 á heimavelli. Önnur úrslit urðu þessi: Courtrai-Gent 4—2 Beerschot-Waregem 3—0 FC Liege-Anderlecht 1 —1 Beringen-Waterschei 0—1 CS Brugge-Antwerpen 0—0 Winterslag-Berchem 2—1 Lierse-Beveren 2—2 Anderlecht er enn langefst með 47 stig. Beveren er með 38, Lokeren 36 og síðan kemur Standard með 33 stig. Þrjú Islands- met f atlaðra Þrjú íslandsmet litu dagsins Ijós á íslandsmóti fatlaðra í Eyjum um helgina og öll í lyftingum. Þar setti Arnór Pétursson nýtt met i bekkpressu í 60 kg flokki og lyfti 127,5 kg. Reynir Kristófersson lyfti 103 kg í 90 kg flokki og Sigfús Brynjólfsson sömu þyngd i 100 kg flokki. Allir eru þeir úr Reykjavik. Um 100 þátttakendur voru á mótinu og geysilega hörð keppni. -SSv. í einliðaleik karla sigraði Broddi Kristjánsson Jóhann Kjartansson 15— 2 og 17—16. Jóhann barðist af geysilegri hörku í annarri lotunni en tókst ekki að sigra og þar með knýja fram oddaleik. í einliðaleik kvenna sigraði Kristín Magnúsdóttir nöfnu sína Berglindu Kristjánsdóttur, systur Brodda,9—12, 11—Oog 11—4. 1 tvíliðaleik karla sigruðu þeir Jóhann og Broddi þá Sigurð Kolbeins- son og Guðmund Adolfsson 15—10, 10— 15, og 15—11. í tvíliðaleik kvenna sigruðu þær Kristínar Laufeyju Sigurðardóttur og Ragnheiði Jónas- dóttur — þær einu, sem komust í úr- slitin og voru ekki í TBR — 15—4 og 15—4. Loks sigruðu þau Jóhann og Kristín Berglind Brodda og Kristínu Magg 15—11, 12—15 og 15—11 i tvenndarleiknum. /5 HALLUR SÍMONARSON, Kristfn Magnúsdóttir og Broddi Kristjánsson urðu íslandsmeistarar i einliðaleik um helgina. í tvenndarleiknum töpuðu þau hins vegar i úrslitum. Myndin að ofan er af þeim. Hrun við 5. villu Jóns — Englendingar stungu íslendinga af á smátíma eftir að leikurinn hafði verið í járnum. Stórsigur gegn Norðmönnum ígær „Þessi leikur var í einu orði sagt frábær hjá okkur og bókstaflega allt gekk upp,” sagði Einar Bollason, landsliðsþjálfari í körfuknattleik, er DB ræddi við hann í Skotlandi í gær- kvöld eftir að ísland hafði malað Noreg 88—51 í landsleik i gærdag. Þetta er stærsti sigur okkar gegn Noregi frá upphafi og var öruggur frá fyrstu mínútu til hinnar siðustu. Leikmenn börðust vel frá því flautan gall og munurinn jókst stöðugt og var orðinn 19 stig, 40—21, í hálf- leik. Það sama var uppi á teningnum í s.h., en Norðmönnum tókst þó að halda aðeins í við landann þá. Stórsigur var engu að síður alltaf öruggur. Símon Ólafsson var stigahæstur í gær með 17 stig, en þeir Pétur og Jón voru með 14 hvor. Kiddi Jör. skoraði 8. Á laugardag tapaði ísland stórt fyrir „Englendingum”. Rétt er að taka það nafn með fyrirvara því í enska liðinu eru eigi færri en 6 Banda- ríkjamenn, sem geta skákað í skjóli tvöfalds vegabréfs. Lokatölur urðu 89—64 — allt of stór sigur. Staðan í hálfleik var 43—41 fyrir Englendinga og strax í upþhafi s.h. tókst íslandi að jafna metin og síðan var jafnt allt fram til þess er staðan var 59—57. Þá varð Jón Sigurðsson að yfirgefa völlinn með 5 villur og þar með hrundi leikur liðsins algerlega saman. Englendingarnir hreinlega skildu strákana eftir og unnu stórt. Pétur Guðmundsson skoraði 32 stig í leiknum og var frábær. Gunnar Þorvarðarson skoraði 8 stig og Ágúst Líndal 7. í kvöld leikur liðið gegn Wales „og við ætlum okkur að taka þá vel í bakaríið” sagði Einar Bollason. í fyrramálið heldur liðið síðan áleiðis til Belgiu, Liege, og leikur við Belga á miðvikudagskvöldið. -SSv. „HELF0R” IH0LUNNI — íslenzka kvennalandsliðið á handknattleik yf irspilað ogsteinlá, 12-27 íslenzku stúlkurnar fengu Ijótan skell í andlitið í gærkvöldi er þær mættu þeim norsku i síðari landsleik þjóðanna i handknattleik um helgina. Norðmenn sigruðu 27—12 eftir að hafa leitta 13—6 í hálfleik. Það er erfitt að hafa mörg orð um þennan leik. Hann var í einu orði sagt afar slakur af hálfu íslenzku stúlknanna og í raun var ljóst hvert stefndi strax í upphafi. Byrjunarliðið kom verulega á óvart og áður en varði var staðan orðin 7—0 fyrir Noreg. Síðan var þeim sterkari smám saman skipt inn á og andlitslyftingin var umtalsverð. Hins vegar var s.h. lengst af ömurlegur. Skipti þá engu þótt' alger- lega hefði verið skipt um lið frá í upphafi leiksins. Vörnin hriplak, baráttan var ekki til og þrátt fyrir þokkalega markvörzlu Gyðu var taflið vonlaust. Noregur komst í 23—8 og hélt þeim mun til loka. f leiknum í gær voru þær Guðríður og Margrét sterkastar, ásamt Gyðu í markinu, en hinar voru fíestar hreinlega slakar. Sigrún Bergmunds- GODUR SIGUR HJA D0RTMUND — og liðið á nú gullna möguleika á að tryggja sér UEFA-sæti næsta keppnistímabil Frá Hilmar Oddssyni, fréttaritara DB í Munchen: Atli Eðvaldsson átti að minu mati prýðisgóðan leik með Borussia Dort- mund er liðið sigraði 1860 Munchen hér á ólympíuleikvanginum að viðstöddum 22.000 áhorfendum. Hins vegar fékk hann aðeins 2 i einkunn Bild að venju. Sigur Dortmund var engan veginn sanngjarn og iiðið verðskuldaði varla meira en annað stigið. Gæfumuninn gerði þó eins og oft áður leikmaður að nafni Manny Burgs- muller. Hann skoraði eina mark leiksins og tryggði Dortmund þar með sigurinn. Þetta var 26. marz Burgsmuller og hann er áfram lang- markahæstur í Bundesiigunni. Við sigurinn jukust möguleikar Dortmund á sæti í UEFA-keppninni verulega. Liðið hefur nú náð Köln að stigum, en 7. sætið gefur örugglega UEFA-sæti. Það varð endanlega ljóst á laugar- dag er undanúrslitin í bikarnum voru ieikin. Úrslitin verða á milli Kaisers- lautern og Frankfurt sem bæði eru fyrir ofan Dortmund í töflunni. Annað hvort þeirra fer þvi í Evrópukeppni bikarhafa Bayern/Hamborg fer svo í Evrópukeppni meistaraliða þannig að fimm næstu lið fá sæti í UEFA. En lítum á úrslit leikjanna áður en við höldum áfram. Bikarinn — undanúrslit Kaiserslautern— Eintr. Braunschweig 3—2 Frankfurt-Hertha Berlín 1—0 Bundesligan Bochum-Bayern 1—3 Núrnberg-Gladbach 2-0 Karlsruhe-Köln 1—1 Leverkusen-Bielefeld 2—0 Stuttgart-Schalke 04 3—0 Hamborg-DUsseldorf 2—1 1860 Munchen-Dortmund 0—1 Duisburg-Uerdingen 3—2 Kaiserslautern áttu í miklu basli með 2. deildarlið Braunschweig. Wendt kom heimaliðinu í 1—0 eftir hræðileg varnarmistök en Pahl jafnaði fyrir gestina. Neuer kom Kaiserslautern yfir á ný og Funkel bætti 3. markinu við áður en Worm lagaði stöðuna fyrir Braunschweig. Svipaða sögu var að segja frá Frankfurt, þar sem 26.000 manns horfðu upp á sína menn lenda i „ströngli” við Herthu Berlín. Það var Kóreubúinn Kun Cha Bum sem skoraði eina mark leiksins. Tony Woodcock var rekinn af velli og Köln tapaði stigi. Einvígi Bayern og Hamborgar heldur enn áfram og bæði liðin unnu góða sigra um helgina. Þrátt fyrir að Abel næði forystunni fyrir Bochum strax á 4. min. leiksins lét Bayern það ekki á sig fá og svaraði með mörkum Breitner á 11. mín. Mager (sjálfsmark) á 69. min. og Rummenigge undir lokin. Áhorfendur 43.000. Hamborg og Dusseldorf sýndu frábæra knattspyrnu og 25.000 manns fengu nóg fyrir aurana. Rolf Reimann kom heima- liðinu yfir á 74. mín. en síðan varð Dietmar Jakobs fyrir því óláni að senda knöttinn í eigið net og jafna þar með metin. Ivan Buljan bjargaði síðan andiitinu fyrir HSV tveimur mín. fyrir leikslok. Felix Magath átti stórbrotinn leik með HSV og Bild gefur honum einkunnina 6 — Weltklasse. Stuttgart hafði ekki mikið fyrir því að leggja Schalke 04 að velli. Túfecki, Allgöwer og Bernd Förster skoruðu mörkin að viðstöddum 25.000 áhorf- endum. Köln náði forsytu i Karlsruhe með marki Hans Engels eftir fyrirgjöf Littbarski en síðan var Tony Woodcock rekinn af leikvelli fyrir að sparka í mótherja, sem gert hafði honum lífið leitt. Hann er sá 5. sem fær rauða spjaldið í Bundesligunni í vetur. Tólf mín. eftir þennan atburð jafnaði svo Karlsruhe með marki Bold. Gladbach lá nokkuð óvænt í Núrnberg þar sem þeir Bayerlorzer og Hannes (sjálfsmark) skoruðu. Leverkusen fjarlægðist botninn aðeins með sigri á botnliði Bielefeld. Gelsdorf og Lars Arne ökland skoruðu mörkin. Duisburg sigraði Uerdingen á föstudagskvöld 3—2 með mörkum Dietz, Seelinger og Bússers, en þeir Eggeling og Hofman gestina. Staðan er nú þannig: svöruðu fyrir Hamborg 27 18 5 4 62—34 41 Bayern 27 15 9 3 62—37 39 Stuttgart 26 13 7 6 52—36 33 Kaisersl. 25 12 8 5 48—30 32 Frankfurt 26 12 8 6 48—37 32 Dortmund 27 11 7 9 59—48 29 Köln 27 10 9 8 46—40 29 Gladbach 26 10 6 10 46—49 26 Karlsruhe 27 7 12 8 39—47 26 Bochum 26 6 13 7 40—36 25 Leverkusen26 7 9 10 39—42 23 Dússeldorf 27 8 7 12 49—53 23 Duisburg 27 7 9 11 33—43 23 Núrnberg 27 9 4 14 39—49 22 1860 Múnchen27 7 6 14 39—52 20 Schalke 04 ' 27 7 6 14 37-68 20 Uerdingen 27 7 5 15 39—56 19 Bielefeld 27 6 6 16 37—55 18 heimsmet í sundi Bandarisku sundmennirnir Rowdky Gaines og William Paulus settu frábær heimsmet i sundi á háskólamótinu bandariska í Austin i Texas á laugar- dag. Heimsmet á sígildum vegalengd- um. Rowdy Gaines, 22ja ára, synti 100 m skriðsund á 49.36 sek. og bætti heims- met Jonty Skinner, Suður-Afríku, um átta hundruðustu úr sekúndu. Wiliiam Paulus synti 100 m flugsund á 53.81 sek. og bætti heimsmet Svians Per Arvidsson um 34/100. Það var sett á sama móti fyrir ári. dóttir slapp þó ágætlega frá leiknum það litla sem hún lék með og sama má reyndar segja um Olgu Garðarsdóttur. Mörkin. ísland: Guðríður Guðjóns- dóttir 5, Margrét Theodórsdóttir 4/2, Katrín Danivalsdóttir, Eiríka Ásgríms- dóttir og Oddný Sigsteinsdóttir I hver. Noregur: Buchholdt 6/1, Glosimot 4, Rise 4, Taring 3, Jensen, A. 3, Thomassen 2, Berg Lassen 2, Jensen, S. 2, Johannesson 1. Dómarar voru þeir sömu og i fyrri leiknum og dæmdu mun skaplegar. Noregur fékk 2 víti — Gyða varði annað. ísland einnig tvö — bæði nýtt. Þremur norskum vísað út af í 2 mín., en einni islenzkri — Ernu. -SSv. erg° EIININ IVIEST SELDI SKRIF STOFUSTÓLL í EVRÓPU ...vegna gæða, endingarog verðs. Biöjiö um myndalista m KRISTJflíl SIGGEIRSSOfl HF. LAUGAVEG113. REYKJAVÍK. SÍMI25870

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.