Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1981. tð horfnar á brott úr miðborgarkvos- inni á kvöldin. Börnin leggja undir sig ónotuð hallærisplön um helgar. Ef maður á miðjum aldri sést á ferli í miðborginni eftir að degi tekur að halla þá vaknar ósjálfrátt þessi spurning hjá sjónarvottum: Ætli hann búi við einhverjar heimiliserjur greyið! En opinber fasteignagjöld láta ekki að sér hæða þrátt fyrir lélega nýtingu á eignum manna í kvosinni. Þau spyrja ekki um afkomu “húseigenda þegar hótunarbréf renna sjálfkrafa úr tölvudeildinni. Enda er nú svo komið í húsnæðismálum að einungis hið opinbera og ríkisbankar megna að færa út kvíarnar í gömlum tún- fæti Ingólfs Arnarssonar. Einstaklingurinn má hinsvegar herða sultarólina og horfa fram á leigu eða sölu eigna sinna til kansellí og bankavalds en liggja dauður ella. Honum er brátt ofaukið á landnáms- jörð smábóndans sem valdi sjálfstætt lif í útlegð fram yfir ríkisbáknið hjá Noregskóngi. íslandssagan er þarna aftur komin á sjálfheldu. En nú víkur sögunni að göngugötu íslenzku þjóðarinnar. Göngum uppí gilið Á sínum tíma var ráðizt í að leggja göngugötu eftir hálfu Austurstræti sem einu sinni hét Langafortóf. Þær framkvæmdir döguðu því miður uppi með annan fótinn á lofti því nauðsynlegar ráðstafanir fylgdu aldrei í kjölfarið á hellulögninni. Það er nefnilega ekki, nóg að leggja göngubrautir eftir miðborgar- strætum og bíða síðan átekta eftir gangandi mannlífi. Heldur þarf að leyfa ýmsa starfsemi sem skilur göngugötur frá akbrautum eins og til dæmis Keflavíkurveginum. Þá verður líka að tryggja vegfarendum greiða leið í göngugötuna úr öðrum borgarhverfum og umfram allt að út- vega nægilega mörg bílastæði svo aðkomufólk geti lagt farkostum sínum og brugðið undir sig betri fætinum á göngusvæðinu. Þessar aðgerðir hafa því miður setið á hakanum að mestu. í staðinn var jarðsettur gamall söluturn fyrir enda götunnar og trónir hann þar líf- vana en kallar á nafna sinn í Morgun- blaðshöllinni andspænis. Þarmeð var lífsmark í göngugötu upptalið. Að vísu hefur orðið mikil breyting til batnaðar upp á síðkastið og mannlífi stokkið bros á vör í góðviðri innan um ýmsa torgsölu og farandleika. En Austurstrætið er áfram lífvana að kvöldi dags og minnir helzt á gilið Almannagjá að vetarlagi utan ferða- tíma. Göngusvæðinu fylgja margir kostir umfram þá sem nýttir eru í dag. Þar er gott svigrúm fyrir fundar- höld og ýmsar uppákomur jafnt sem keppnir og jafnvel smærri íþrótta- mót. Þarna má halda leiksýningar og hljómleika daginn út og inn og gaman væri að fá málfundahorn á svæðið. í rauninni eru göngugötunni engin sérstök takmörk sett þegar betur er að gáð. Þá er ótalinn sá mögu- leiki að byggja þak yfir götuna og halda sólarylnum innandyra allan ársins hring. En þá ber okkur aftur að sama brunni: Það vantar fleiri bílastæði. Bokki situr enn í brunni. Mötuneyti er banabiti En aukið líf í göngugötu leysir ekki vandann í allri miðborgarkvosinni. Hann er stórbrotnari en svo. Þar eru nú fleiri opinber mötuneyti til húsa en veitingastaðir. Lausnin á þeim vanda gæti verið fólgin í matar- miðum sem gilda fyrir máltíð í veitingahúsum borgarinnar en leggja mötuneytin niður. Þarmeð vænkast hagur veitingamanna og litlir salir losna á tvist og bast um borgina þeirra á meðal er gamla Sjálfstæðis- húsið auk fleiri húsakynna. Þangað gætu leikfélögin flutt með sín sjónar- spil og Reykvíkingar þannig sloppið fyrir horn á rándýru borgarleikhúsi. Enda virðist þróun leikhúsmála stefna í fleiri litla sali heldur en einn stóran. Bezt væri þó að afnema þessar opinberu matargjafir með öllu. Þá er útbreiðsla ríkisbankanna mönnum nokkuð áhyggjuefni því kannanir sýna að ferðir fólks í bankaerindum eru ekki í samræmi við umfang bankahúsa í miðborg- inni. Sama sagan er um opinberan skrifstofurekstur og stofnanahald. Margan slíkan kontór má að ósekju flytja varlega í önnur borgarhverfi og rýma fyrir hefðbundinni miðborgar- starfsemi á sviði verzlunar og veitinga ásamt öðrum smærri búskap. Þá eru ótaldir landnámsmenn tæknialdar sem helga bifreiðum sínum stæði á opínberum lóðum borgarinnar. Þannig er nærri helm- ingur bílastæða merktur starfsfólki hinna ýmsu stofnana enda ríkir víða sá skilningur á viðskiptavinum að þeir þurfi ekkert frekar á bílastæðum að halda. Opinber gjöld komist vel til skila þótt greiðendur safni stöðu- mælasektum og rangstæðumiðum í hanzkahólfið. Lausnarorðið er bílageymsla Að öllu samanlögðu eru því bíla- stæðin ennþá efst á baugi í miðborg- inni. Án þeirra verður aldrei blómlegt mannlíf á þeim slóðum. Borgar- sjóður Reykjavíkur virðist á sama máli því hann hefur innheimt gjöld í bílastæðasjóð í áraraðir af húseig- endum í kvosinni þótt engin stæði sjái raunar dagsljósið. Borgarskipu- lagið hefur lagt fram merkilega teikn- ingu af rúmgóðri bílageymslu við Tryggvagötu. Hugmyndin er að geymslan liggi frá Tollhúsinu og allar götur inn að gömlu Togaraafgreiðsl- unni við Kalkofnsveg. Þarna myndu rúmast vel um fjórtán hundruð bílar á þrem hæðum en margvísleg þjón- usta rekin á jarðhæð. Þessi bíla- geymsla er í raun lykill að frekara mannlífi i miðborginni. Lausnar- orðið er fundið. Ðokki eygir leið úr brunni. Örlög Hótel Borgar tengjast örlögum miðborgarinnar. ágætt framsöguerindi á fundinum og sýndi myndglærur máli sínu til stuðnings. Ræddi hann sérstaklega um þær tilraunir sem fram hafa farið undir eftirliti hans og Guðna Þor- steinssonar. Aðalsteinn studdi gildum rökum hver fjarstæða það væri að amast við þessum veiðum. Guðni flutti síðar ræðu og komst að sömu niðurstöðu. Enginn þarf að efa að hér kom fram álit hlutlausra manna sem þekkja málið öllum betur. Báðir staðfestu að dragnót væri viðurkennd sem létt og mein- laust veiðarfæri. Annar framsögu- maður var Valdimar Indriðason frá Akranesi. Hann las langan talna- lestur um hrun ýsustofnsins, sem hann fullyrti að dragnótinni einni væri um að kenna. Valdimar hældi fiskifræðingum en komst að þeirri niðurstöðu að ekkert mark væri á þeim takandi. Undirritaður og Einar Kristinsson úr Keflavík, sem báðir ættu að þekkja þessi mál, reyndu að lýsa staðreyndum málsins en fengu engar undirtektir. Vitnað á samkomunni Fundarmenn stóðu upp hver eftir annan og vitnuðu um hvert voðatól dragnótin væri. Einn jafnaði henni við „Hírósíma” sprengju. Annar sagði þá sögu af fjörðum vestra að í fjörðinn hafi komið tveir dragnóta- bátar dag einn, drógu þeir daglangt. Ekki varð fiskjar vart vikum saman í firðinum eftir þessa heimsókn. í stól- inn steig formaður sportbátaeigenda í Kópavogi, hann taldi það óhæfu mikla ef nú ætti að eyðileggja að menn gætu skroppið á sjó um helgar og veitt í soðið. Menn yrðu að þjappa sér saman í allsherjar-bandalag, safna undirskriftum og láta þing- mennina skilja að hér væru atkvæði í veði. Síðan stigu í stólinn heildsali, kaupmaður og skakkarl og vitnuðu um gjöreyðingartækið. Þingmaður Ólsara lýsti hve dragnót væri óholl Faxaflóa, dragnót væri að sjálfsögðu notuð í Breiðafirði, en kolinn sem í land kæmi væri skítur, sem að mestu færi í „gúanó”. Mörgum fyrirspurn- um var beint til fiskifræðinganna og þeim ekki öllum vinsamlegum. 1932 gaf Árni Friðriksson út kver til þess að hvetja menn til notkunar dragnótar. Þar segir Árni m.a.: „Aðalatriðið finnst mér vera að berj- ast ekki gegn því veiðarfæri, sem getur orðið útgerð okkar til blessunar og þrifa”. Þessi er nú staðan 50 árum seinna þegar möskvinn er orðinn 155 mm, Árni gerði sér vonir um 100 mm möskva. Hræsnin opinberuð Fljótlega kom fram tillaga á fund- inum um að mótmæla framkomnu frumvarpi um dragnótaveiðar í Faxa- flóa. Tilkynnt var að frummælendur myndu í fundarlok svara framkomn- um fyrirspurnum og andmælum. Aðalsteinn Sigurðsson fyrsti frum- mælandi sem fyrr segir og Guðni Þorsteinsson sem rætt hafði um veiðarfæri, áttu mörgu ósvarað sem ætla hefði mátt að menn vildu fræðast um áður en til atkvæða- greiðslu kæmi um tillöguna. Þeirra svara var ekki beðið, heldur var til- lagan tekin til afgreiðslu áður en þeir fengu orðið og að sjálfsögðu sam- þykkt með öllum þorra atkvæða. Fundarboðendur sem munu hafa ætlað að láta líta svo út að á fundin- um ætti að hlýða á rök með og móti, undirstrikuðu þar með rækilega að álit fróðustu manna um málið væru að engu virt. Þeir hefðu þess vegna alveg eins getað hafið fundinn með því að samþykkja mótmælin og halda síðan heim. Fyrirlitningin fyrir rökum er algjör og ekki nóg með það, þessi vinnubrögð hljóta að teljast hreinn dónaskapur við þá fræðimenn sem þeir flekuðu á fund- inn í þeirri trú að fræði þeirra væru einhvers metin af söfnuðinum. Faxaflói fólkvangur? Á fundinum var upplýst að vel á þriðja hundrað trillur eru í eigu manna við Faxaflóa, auk þess sport- bátar í tugatali. Vart munu þess dæmi að trilluútgerð sé höfð að aðal- starfi, heldur er hér um að ræða ágætt frístundagaman og í stöku til- fellum aukatekjur. Með sama áfram- haldi fer þó að muna um það sem allur þessi floti tekur af þorskkvóta bátaflotans. Reglur eru í gildi um að svæðum skuli lokað fyrir tilteknum veiðum ef 26% eða meira af þorski er undir 58 cm og í sumar á að hækka stærðarmörkin í 65 cm. Margir trillu- eigendur vilja að litið sé á þá sem alvörufiskimenn. Um veiðar þeirra ættu þá að gilda alvöri reglur en framhjá þeim hafa þeir sloppið til þessa. Fullvíst er að væru þessar reglur látnar gilda um veiðar trillu- báta þá væri Faxaflói þeim lokaður mest allt árið. Guðni Þorsteinsson upplýsti að skrúfuhljóð fældi fisk og kemur það heim og saman við reynslu sjómanna. Það virðist því vera að koma á daginn að trilluskar- inn er hættulegri Faxaflóa en drag- nótin. Aðalsteinn upplýsti að sannað væri að þar sem hún er dregin á fiskur auðveldara með að ná fæðu úr sandinum. Það má því segja að drag- nót hæni fisk að, en trillurnar fæli hann burt. Reynslan af tilrauna- veiðum og vinnslu Sl. sumar fengu tvö frystihús leyfi til þess að ráða sér báta til dragnóta- veiða í Faxaflóa, undir eftirliti Haf- rannsóknarstofnunarinnar. Bæði húsin hafa fengið sér kolaflökunar- vél, „frystitúnils” og vigtar til að stærðarflokka kolaflökin. Nauðsyn- legt hefur reynst að lausfrysta flökin. Þessi búnaður ásamt fleiru sem til þarf hefur kostað mikið fé en náist sæmilegur nýtingartími á þessum búnaði er reiknað með að kostnaður fáist vel upp borinn. Sjö- stjarnan h/f í Njarðvík fékk leyfi fyrir þremur bátum og 'ísbjörninn h/f í Reykjavík fyrir tveimur bátum. Veiðarnar hófust 1. júlí og stóðu Meðalafli dragnótabáta í róðri i Faxaflóa 1980 eftir tegundum og mánuðum. Borgarstjórn Reykjavíkur myndi reisa varanlegan minnisvarða á borð við hótelbyggingu ungmenna- félagans á Borg með þessari bíia- geymslu. Fyrirtæki og félög jafnt sem stofnanir og einstaklingar myndu óðar slást í hópinn. Borgin skuldar miðborgarfólki fjölmörg bílastæði og loks gefst henni tækifæri til að jafna reikninginn. Hér er ekki verið að biðja yfirvöld um eitt togaragildi af ölmusufé heldur að skila aftur þeim bíla- stæðum sem borgin hefur innheimt með harðri hendi. Allavega þætti miðborgarmönnum gaman að sjá framan í forkólfa þess byggðarlags úti á landi sem hefði greitt hinu opin- bera heilan skuttogara af eigin fé sínu en fengi skipið ekki afhent. Það hvini líklega í tálknum þeirra á hrepps- nefndarfundum og sýsluþingum eða fjórðungsmótum? Það er hætt við því að atvinnumenn byggðastefn- unnar myndu slást um að fá að leysa upp og niður hver um annan og helztu vandamenni togarakaupa unz skipið lægi rækilega bundið við festar í heimahöfn en börnum og hröfnum landsins að leik. Að minnsta kosti myndu þeir bjóða fram kroppa sína til lagningar í götu þeirra manna er svo vildu féfletta fólkið á landsbyggðinni. Úr víkingi á landnámsjörð En féflettir húseigendur í miðborg Reykjavíkur skipta ekki máli í anda byggðastefnu. Landnámsjörð Ingólfs Arnarsonar hefur aldrei þótt byggt ból á íslandi þegar afkomu lands- manna ber á góma. Aðeins þegar lagðir eru á fasteignaskattar. Bílageymslan á teikniborði Borgar- skipulags mun snúa fólksflótta úr miðborgarkvosinni upp í stórsókn hjá blómlegu mannlífi. Hér þarf að taka til höndum af rausn og skörungsskap áður en það verður um seinan. Það er ekki víst að miðborg Reykjavikur endist lífdagar þar til annar hug- sjónamaður kemur heim úr víkingi með spariféð sitt til að verða að gagni. Ásgeir Hannes Liríksson, verzlunarmaður. fram í nóvember. Skarkolaaflinn varð um 1100 tonn eða því sem næst það sem talið er heppilegt að veiða á ári. Þorskafli varð rúm 100 tonn, mest allt fyrstu dagana. Smávegis fékkst af öðrum tegundum. Meðal- afli á bát varð því um 250 tonn þessa fjóra mánuði. Einn hélt út til nóvemberloka á Hafnarleir. Allt eru þetta íitlir og uppí 50 ára gamlir bátar. Meðan veiðarnar stóðu munu þær hafa veitt um 100 manns atvinnu í landi. Það þætti nokkuð ef skut- togari veitti svo mörgu fólki atvinnu án þess að taka afla frá öðrum. Full- víst má telja að 5 bátar hefðu aflað meira af þorski en þessi 100 tonn hefðu þeir ekki haldið sig við drag- nótina með þeim takmörkunum sem henni eru settar. Forróttindi bátanna fimm Mikið er því nú hampað að þessir fimm bátar sem ráðnir voru til drag- nótaveiða í Faxaflóa hafi notið óheyrilegra forréttinda. Öllum ætti að vera ljóst að 250 tonna afli á fjórum mánuðum eru engin uppgrip. Ekki sízt þegar mestur hluti aflans er ekki nema í um 3/4 af þorskverði. Rætt er um að fjölga í 6 báta og þá yrði aflinn um 200 tonn á hvern eða 50 tonn á mánuði. Þá yrði svo komið að tæpast eru hlunnindin til þess að rífast um. Hlunnindi af þessu tagi eru orðin vel þekkt hér á landi svo sem á skel, rækju, síld og fleiri veiðum. Dragnótabúnaður kostar talsvert og þeim fer fækkandi sem kunna með hana að fara. Þó skal á engan hátt tekið fyrir að fleiri bátar gætu stundað þessar veiðar hér I Faxaflóa en óráðlegt væri að þeir væru fleiri í einu. Tvær flökunarvélar ásamt búnaði er næg fjárfesting til þess að vinna þann kola sem leyft yrði að veiða í Faxaflóa. Fjölgun þeirra yrði aðeins þess valdandi að engin stæði undir sér. Auk þess verður erfiðara að fylgjast með veiðunum þegar stöðvunum fjölgar. Ef til vill er það sem menn vilja halda sig við að hafa allt á hausnum og eftirlit illfram- kvæmanlegt. Ólafur Björnsson Keflavík.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.