Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 19
18 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1981. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1981. 19 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Guðrún Fema Ágústsdóttir, Ægi, — 12 ára og setti tvö íslandsmet. Óvænt tap Feyenoord Keyenoord tapaði óvænt á heimavelli fyrir PSV Eindhoven, 0—1, en heldur engu að síður 2. sætinu í 1. deildinni — 10 stigum að baki ÁZ '67 Alkmaar. Úrslitin í Hollandi urðu þessi: Deventer-Roda NEC Nijmegen-AZ ’67 Maastricht-Groningen PEC Zwolle-Sparta Utrecht-Wageningen Willcm II-NAC Breda Twente-Excelsior Ajax-Den Haag Staða efstu liða: AZ 67 Feyenoord Utrecht PSV Eindh. Ajax 24 22 2 25 15 6 25 14 6 25 13 6 24 14 3 5—1 0—0 3—2 3—1 5—0 2-2 0—1 2-0 0 76—19 46 4 52—26 36 5 51—26 34 6 44—22 32 7 65—45 31 Skagasigur í„Krikanum” Tveir leikir voru háðir i Litlu bikarkeppninni um helgina. í Hafnarfirði sigraði Akranes Hauka 2—1 með mörkum þeirra Ástvaldar Jóhannessonar og Guðbjörns Tryggvasonarog i Keflavik skildu heimamenn og Breiðablik jafnir, 1—I. Metaregn á meist- aramótinu í sundi — Níu ísíandsmet voru sett eða jöfnuð í sundhöllinni um helgina „Þetta var hreint frábært mót. islandsmetin féllu með jöfnu millibili og það er greinilega gifurleg framför í sundinu hjá okkur. Guðrún Fema Ágústsdóttir, Ægi, sem aðeins er 12 ára er hiklaust mesta efni, sem fram hefur komið hér á landi í kvennasundunum. Þrátt fyrir ungan aldur er hún strax farin að setja íslandsmet. Akurnesing- arnir Ingólfur Gissurarson og Ingi Þór Jónsson settu mörg íslandsmet en met- jöfnun Ingólfs i 200 m bringusundinu var þó athyglisverðasti árangurinn. Þar jafnaði hann íslandsmet Guðjóns Guðmundssonar, Akranesi, 2:27.9 mín. Fyrir það afrek var Guðjón kjörinn fþróttamaður íslands 1972 af blaðamönnum,” sagði Jóhanna Jóhannesdóttir, ritari á Sundmeistara- mótinu, en það var háð f Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Á mótinu voru niu íslandsmet sett eða jöfnuð. Auk þess tvö drengjamet, tvö stúlkna- met og tvö telpnamet. Mótið hófst á föstudagskvöld. íslandsmeistarar í einstökum greinum urðu: 800 m skriðsund kvenna. Katrin Sveinsdóttir, Ægi, 9:49.9 mín. 1500 m skriðsund karla. Þorsteinn Gunnars- son, Ægi, 17:14.6 mín. Laugardagur: 400 m fjórsund kvenna. Guðrún Fema Ágústsdóttir, Ægi, 5:39.5 mín. 400 m skriðsund karla. Ingi Þór Jónsson, ÍA, 1:14.5 mín. 100 m skriðsund kvenna. Katrín Sveinsdóttir, Æ, 1:03.3 mín., sem er stúlknamet. 100 m bringusund karla. Ingólfur Gissurarson, ÍA, 1:08.3 mín. íslandsmet Eldra metiðl :08.9 mín. átti Guðmundur Ölalsson sett 1975. Millitími var tekinn eftir 50 m. Þar jafnaði Ingólfur fslandsmetið 31.6 sek. 200 m bringusund kvenna. Guðrún Fema 2:49.2 mín. en íslandsmet Sonju Hreiðarsdóttur er þar 2:46.2 mín. Sonja er nú hætt keppni. 200 m flug- sund karla. Ingi Þór Jónsson, ÍA, 2:17.1 mín. 100 m flugsund kvenna. Anna Gunnarsdóttir-, Æ, 1:09.6 mín. 200 m baksund karla. Hugi S. Harðar- son, Selfossi, 2:21.9 mín. Eðvarð Þ. Eðvarðsson, Njarðvík, varð annar á 2:24.3 mín., sem er drengjamet. í 4x 100 m fjórsundi karla sigraði sveit ÍA og setti íslandsmet 4:19.5 mín. Ingi Þór synti fyrsta sprett, 100 m baksund, og setti ístandsmet 1:03.Omín. 4:100 m fjórsund kvenna. íslandsmeistari sveit Ægisá 4:55.0 mín. Keppnin á sunnudagsmorgun hófst á heldur furðulegan og óvæntan hátt. Það var í undanrásum 100 m baksunds karla. Ingi þór, sem sett hafði met í greininni deginum áður, sprengdi sig og komst ekki í úrslit. Millitími var tekinn á honum eftir 50 m og þar stórbætti Ingi Þór íslandsmetið. Synti á 29.1 sek., en eldra metið var 30.3 sek. Þetta var hins vegar of mikill byrjunarhraði, jafnvel fyrir garp eins og Inga Þór. Hann var alveg búinn á síðustu laugar- lengdinni og einn af öðrum fóru aðrir keppendur fram úr honum. í 400 m fjórsundi setti Ingólfur Gissurarson glæsilegt íslandsmet. Synti á 4:43.2 mín. og bætti íslandsmet sitt frá í marz í fyrra mjög. Það var 4:50.8 mín. í 400 m skriðsundi kvenna varð Katrín Sveinsdóttir íslandsmeistari í þriðja sinn á mótinu, synti á 4:46.0 mín. Ingi Þór setti íslansmet í 100 m skriðsundi, synti á 53.6 sek. og bætti eldrametsitt um sekúndubrot. í 100 m bringusundi kvenna setti hin 12 ára Guðrún Fema íslandsmet. Synti á 1:17.5 mín. en eldra metið átti Sonja Hreiðarsdóttir, 1:18.2 min. Millitími var tekinn á Guðrúnu Femu eftir 50 m. Þar setti hún einnig íslandsmet — 36.4 sek. Sonja átti eldra metið 37.3 sek. í 200 m bringusundi jafnaði Ingólfur íslandsmetið eins og áður er skýrt frá. Synti á 2:27.9 mín. í 200 m flugsundi kvenna varð Anna Gunnarsdóttir, Ægi, íslandsmeistari á 2:35.1 mín. Ingi Þór varð íslandsmeistari í 100 m flugsundi á 1:00.1 mín. og setti íslands- met í 50 m í því sundi. Millitími hans þar var 27.8 sek. Eldra metið 28.0 sek. átti hann sjálfur. Ragnheiður Runólfs- dóttir, í A, varð íslandsmeistari i 200 m baksundi kvenna á 2:41.8 mín. en á laugardag varð hún einnig meistari í 100 m baksundi á 1:14.7 mín. Greinilegt að hún á ekki langt í íslands- metin í baksundi. í 100 m baksundi karla varð Hugi S. Harðarson, Selfossi, íslandsmeistari á 1:06.0 min. Sveit Ægis varð íslandsmeistari í 4:100 m skriðsundi kvenna á 4:20.4 mín. og sveit Selfoss íslandsmeistari í 4:200 m skriðsundi karla á 8:24.9 mín. -hsím. A-Þjóðverjar „á hælunum” gegn Möltu TValletta — unnu 2-1, og gátu talizt heppnir að missa ekki stig A-Þjóðverjar lentu í ótrúlegu basli með Möltu í leik þjóðanna í 7. riðli undankeppni HM í knattspyrnu í Valletta á laugardag. Þjóðverjunum tókst reyndar að merja sigur, 2—1, en hann var í hæsta máta ósanngjarn þar sem Möltubúarnir sóttu linnulítið allan síðari hálfleikinn. A-Þjóðverjar hófu leikinn af mikl- um krafti og strax á 2. mín. skoruðu þeir mark, sem reyndar var dæmt af vegna rangstöðu. Á 11. mín. tóku Halldór í úrslitum —á júdómóti í Hollandi á laugardag Halldór Guðbjörnsson, JR, varð sigurvegari í sínum riðli á ílþjóðlegu júdómóti í Hollandi á laugardag. Það var í 71 kg flokki og Haildór komst þvf í úrslitin i flokknum. Keppt var í nokkrum riðlum. Ungverji nokkur sem hafði orðið í öðru sæti t þeim riðli sem Halldór keppti í, varð svo sigurvegari í úrslita- keppninni. í úrslitunum tapaði Halldór hins vegar. fyrir keppanda frá Sovét- ríkjunum. i keppninni um þriðja sætið í flokknum keppti Halldór við kepp- anda frá Vestur-Þýzkalandi og tapaði einnig í þeirri viðureign. Keppendut í flokknum voru margir og þvi fjórða sætið hjá Halldóri ágætur árangur. Möltubúar hins vegar forystuna, við ærandi fögnuð hinna 10.000 áhorf- enda, er Fabri sendi knöttinn í netið af markteig. A-Þjóðverjarnir tóku aðeins við sér við þetta áfall og á 20. mín. jöfnuðu þeir metin er Schnuphase skoraði úr vítaspyrnu. Sigurmark leiksins kom síðan á 43. mín. Vörn Möltu hikaði þá örlítið og það nægði Höffner til að skora. Frammistaða Möltu í þessum leik kom verulega á óvart og sóknarþungi liðsins í s.h. var oft slíkur að jaðraði við taugaveiklun í vörn austantjaldsliðsins. Þeim tókst þó að sleppa við að fá á sig fleiri mörk. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvað gera skuli í sambandi við leik Möltu og Póllands, sem aflýsa varð í Vailetta í desember ér dómari leiksins var fyrir aðkasti frá áhorfendum. Pólverjar leiddu þá 2—0. Jóhanna Jóhannesdóttir afhendir Inga Þór, íslandsmeistara og mcthafa, verðlaun á sundmeistaramótinu. Hugi Harðarson, Selfossi, er til hægri. DB-mynd S. Landsliðsmaður ÍKR — Fer Stefán Halldórsson, Val, yfirfKRísumar Greinilegt er að það verða talsverðar breytingar hjá liðunum í handknatt- leiknum þegar leiktímabilið hefst næsta haust. í gær fréttum við á skotspónum að miklar líkur væru á því að Stefán Halldórsson, landsliðsmaður úr Val, gangi í sumar i raðir KR-inga og leiki með KR næsta vetur. Ekki tókst okkur að ná í Stefán til að fá staðfestingu hans á fréttinni. -hsim. Jón Páll bætti Evrópu- met Arthurs um tíu kg! - og Syerrir Hjaltason stórbætti íslandsmet Óskars Sigurpálssonar í 100 kgflokki „Þetta er stórgóður árangur hjá þeim Jóni Páli Sigmarssyni og Sverri Hjaltasyni, báðir KR, og við gerum okkur vonir um, að þeir verði báðir verðlaunahafar á Evrópumeislaramót- inu í kraftlyftingum, sem háö verður á Parma á Ítalíu i júni. Jón Páll, sem aðeins er 21 árs, ætti að hafa góða möguleika á að verða þar Evrópu- meistari í sínum flokki,” sagði Birgir Borgþórsson, þegar DB ræddi við hann f gær. Á laugardag seti Jón Páll nýtt Evrópumet í réttstöðulyftu í 125 kg flokki og Sverrir Hjaltason bætti íslandsmet Óskars Sigurpálssonar um 20 kg í réttstöðulyftu i 100 kg flokki. Þeir unnu þessi afrek á innanfélas- móti hjá KR í Jakabóli á laugardag. Jón Páll tók litlar þyngdir í bekkpressu og hnébeygjulyftu á mótinu, þar sem hann ætlaði að einbeita sér að Evrópu- meti Arthúrs Bogasonar, Akureyri, í réttstöðulyftunni. Evrópumet Arthúrs var 340 kg og Jón Páll Sigmarsson byrjaði á 342.5 kg. Tók þá þyngd léttilega. Lét síðan þyngja 350 kg eða 10 kg meir en Evrópumetið. Jón Páll tók það og hafði þar með bætt Evrópumetið um heil tíu kíló. Þessi 21 árs piltur er í mik- illi framför, frábær í réttstöðulyftunni, og einnig mjög góður í hinum greinun- um tveimur. Sverrir Hjaltason er 24 ára og keppti í 100 kg flokki. íslandsmetið í rétt- stöðulyftu í þeim flokki var 300 kg sem garpurinn Óskar Sigurpálsson átti. Sverrir byrjaði á 310 kg eða 10 kg yfir meti Óskars. Hann tók þá þyngd án mikilla átaka og lét þá þyngja i 320 kg. Einnig þeirri þyngd lyfti hann. Bætti því met Óskars um 20 kg sem er frábær árangur. -hsím. íþróttir ALLT GAL0PIÐ A T0PPNUM Á SPÁNI Geysileg spenna er nú hlaupin i toppbaráttuna í 1. deildinni á Spáni í kjölfar óvænts ósigurs Atletico Madrid á heimavelli fyrir Real Zaragoza, 1—2. Það má því segja að Zaragoza komi mikið við sögu f þessu kapphlaupi um titilinn þó svo sjálft lið borgarinnar sé ekki i toppbaráttunni. Fyrir skömmu fannst miðherji Barcelona, Quini, í Zaragoza eftir þriggja vikna leit. Real Sociedad skauzt á toppinn um helgina með 3—0 sigri yfir Sevilla en það tið varð á sárgrætilegan hátt af meistaratitlinum í fyrra. Tapaði ekki nema einum leik allt keppnistímabilið — í næstsiðustu umferð — og það reyndist dýrkeypt. Úrslitin á Spáni urðu annars þessi: Salamanca-Real Madrid 1 —3 Barcelona-Real Valladolid 2—1 Hercules-Almeria 1—0 Real Betis-Atletico Bilbao 2—0 Las Palmas-Murcia 1—2 Osasuna-Espanol 1—0 Valencia-Sporting Gijon 3—1 Staða efstu liða er nú þannig þegar 3 umferðirerueftir: Real Sociedad 31 17 6 8 46—26 40 Atl. Mádrid 31 16 8 7 45—36 40 Real Madrid 31 17 5 9 59—36 39 Valencia 31 16 7 8 55—37 39 Barcelona 31 17 4 10 60—37 38 Jón Páll Sigmarsson, Evrópumet f réttstöðulyftu. KR, Sverrir Hjaltason, KR, íslandsmetið um 20 kg. — bætti ÞAÐ HEFUR ÖRUGGLEGA EKKI FAFtlÐ FRAMHJÁ NEINUM SEM ÆTLAR AÐ FERÐAST í SUMAR AÐ ÚRVAL BÝÐUR AÐEINS ÞAÐ BEZTA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.