Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 20
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1981. 20 I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I Aston Villa á toppinn á ný — Ipswich tapaði þriðja leiknum í röð á útivelli á laugardag Cristal Palace fallið f 2. deild—West Ham hefur unnið sæti í 1. deild á ný John Wark, Ipswich, — framvörðurinn, sem skorað hefur 33 mörk á leiktimabil- inu, með styttuna, sem hann hlaut, þegar hann var útnefndur ,,knattspyrnumaður ársins’’ á Englandi á dögunum i vali leikmanna deildaliðanna. En nú er heldur betur farið að halla undan fæti hjá Wark og liði hans. ,,Ég hef ekki séð varnarmönnum Ipswich verða á svo mikil mistök í varnarleiknum áður á leiktímabilinu. Ipswich var bezta lið Englands en nú eru leikmenn liðsins hættir að leika saman sem lið,” sagði skozki landsliðs- maðurinn hér á árum áður, Dennis Law, eftir að Ipswich hafði tapað þriðja leik sinum í röð á útivelli. Það var í West Bromwich á laugardag og WBA vann auðveldan sigur 3—1. Við það féll Ipswich úr efsta sætinu í 1. deild. Aston Villa komst í fyrsta sætið á ný eftir sigur á Leicester á útivelli. Það var ekki auðveldur sigur, þrátt fyrir tveggja marka mun, 2—4. Mögu- leikar Villa til aö hljóta meistaratitilinn virðast nú talsvert betri en Ipswich. Greinilegt að leikmenn Anglíuliðsins þola ekki hið mikla álag og eun nieira er frainundan. UEFA-leikurinn > ið Köln á miðvikudag. Þá undanúrslilin í ensku bikarkeppninni við Man. City á Villa Park i Birmingham nk. laugar- dag. Þremur dögum siðar leikurinn við Aston Villa á sama velli í deildakeppn- inni. Ipswich var án Franz Thjissen sem meiddist á æfingu í síðustu viku og Paul Mariner. Hann á við meiðsli i liæl að slríða og rétt fyrir leikinn við WBA var ákveðið að taka þá áhættu að láta Mariner leika. Fleiri leikmenn Ipswich eiga við meiðsli að stríða þó þeii léku. Fyrirliðinn Ivlick Mills var framvörður að þessu sinni. WBA wir með alla sína beztu menn oi náðifljótt undirtökunum í leiknum. Á 8. mín. tókst Ali Brown að skora fyrsta mark leiksins en Ips- wich tókst strax að jafna. Það liðu ekki nema 60 sek. þar til Allan Brazil hafði skorað. En það voru síðustu viðbrögð Ipswich í leiknum. Liðið var langt frá sínu bezta. Stjórinn Bobby Robson i Vestur-Þýzkalandi að fylgjast með leik Köln í Karlsruhe. Þar var Tony Wood- cock, enski landsliðsmaðurinn í Kölnar-liðinu, rekinn af velli. WBA sótti mjög gegn Ipswich og á 44. mín. tókst litla, svarta bakverðinum, Brendan Batson, að ná forustu fyrir WBA, 2—1 í hálfleik. Á 55. mín. skoraði Peter Barnes þriðja mark WBA með hörkuskoti af 20 metra færi, þar sem knötturinn snerti aðeins varnar- mann á leið sinni í markið. Eftir það voru möguleikar Ipswich til að ná stigi í leiknum úr sögunni. Liðin voru þannig skipuð: — WBA: Godden, Batson, Satham, Wile, Robertson, Moses, Robson, Owen, Brown, Regis og Barnes. Ipswich. Cooper, Steggles, (Parkin), McCall, Osman, Butcher, Mills, Múhren, Wark, Gates, Brazil og O’Callaghan. Aston Villa á toppinn Leikmenn Aston Villa lentu í erfið- um leik á Filbert Street í Leicester en höluðu þó bæði stigin í land. Það getur liðið þakkað Peter Withe, sem lék með á ný sem miðherji eftir leikbann. Við sigurinn komst Villa i efsta sætið í fyrsta skipti síðan 10. janúar. Leicester náði forustu í leiknum, þegar Steve Lynex skoraði úr vitaspyrnu. Á 25. mín. tókst Withe að jafna með skalla eftir aukaspyrnu Cowans og á 35. mín. náði Villa forustu með marki Des Bremner. En á síðustu mín. fyrri hálf- leiksins jafnaði Lynex eftir hroðaleg mistök í vörn Villa. Á fyrstu 10 mín. síðari hálfleiks tókst Villa að skora tví- vegis. Fyrst Withe — síðan Morley, en eftir það skall hurð oft nærri hælum við mark Villa. Miðvörðunum sterku, McNaught og Evans, tókst báðum að bjarga á marklínu. Leikmönnum Leicester fyrirmunað að skora þrátt fyrirgóða tilburði. Þó margar umferðir séu eftir í deildakeppninni skýrðist margt á laugardag. Crystal Palace er fallið í 2. deild eftir tapið á Old Trafford. West Ham hefur unnið sæti í 1. deild á ný með gífurlegum yfirburðum. Southend hefur unnið sæti í 3. deild næsta leik- tímabil. En lítum þá á úrslitin á laugar- dag. l.deild Birmingham—Middlesbro 2—1 Brighton — Arsenal 0—1 Leeds — Coventry 3—0 Leicester — A. Villa 2—4 Man. Utd. — C. Palace 1—0 Norwich — Man. City 2—0 Southampton —■ N. Forest 2—0 Sunderland — Wolves 0—1 Tottenham — Everton 2—2 WBA — Ipswich 3—1 Vegna Grand National veðreiðanna í Liverpool á laugardag léku Liverpool og Stoke leik sinn í 1. deild á föstudags- kvöld. Liverpool sigraði 3—0. Ronnie Whelan, 19 ára strákur, sem fæddur er í Dublin á írlandi, lék sinn fyrsta leik í aðalliði Liverpool. Skoraði fyrsta mark leiksins á 27. mín. Síðan skoraði Terry McDermott tvívegis fyrir heimaliðið í síðari hálfleiknum. Craig Johnston hefur skrifað undir samning við Liver- pool og er kominn til Anfield. Kostaði 650 þúsund sterlingspund frá Middles- brough. Johnston er 21 árs, fæddur í Suður-Afríku en ólst upp í Ástralíu. Hann getur ekki leikið í Evrópuleikjum Liverpool eða þýðingarmiklum leikj- um, sem áhrif hafa á úrslit deilda- keppninnar, á þessu leiktímabili. 2. deild Bristol City — Orient 3—1 Cambridge — Bolton 2-3 Chelsea — Cardiff 0—1 Preston — Oldham 1-2 QPR — Grimsby 1—0 Sheff. Wed. — Lutón 3—1 Shrewsbury — Derby 1-0 Swansea — Blackburn 2—0 Watford — Newcastle 0—0 West Ham — Bristol Rov. 2—0 3. deild Burnley — Swindon 0-0 Carlisle — Portsmouth 0—0 Charlton — Huddersfield 1—2 Chester — Barnsley 2—2 Chesterfield — Fulham 0—0 Colchester — Sheff. Utd. 1-1 Exeter — Reading 3—1 Gillingham — Walsall 1—0 Millwall — Rotherham 0—1 Newport — Blackpool 3—1 Oxford — Brentford 1 — 1 Plymouth — Hull City O 1 o 4. deild Aldershot — Bradford 1—1 Bury — Tranmere 2—2 Crewe — Hartlepool 2—0 Halifax — Northampton 0—1 Lincoln — Hereford 1-0 Port Vale — Peterbro 1 — 1 Scunthorpe — York 3—2 Stockport — Southend 1—0 Wigan — Bournemouth 0—1 Wimbledon — Doncaster 1—0 Keegan miðherji Enski landslíðsfyrirliðinn Kevin Keegan fékk nú loks að leika sem mið- herji í liði Dýrlinganna. Hefur oftast, þegar hann hefur getað leikið vegna meiðsla, verið framvörður. Og Keegan naut sín heldur betur sem fremsti maður sóknarinnar hjá Southampton. Skoraði eftir 18 mín. og var lykilmaður í öllum sóknarleiknum. Átti sendingu á Mike Channon, sem skoraði siðara markið. Evrópumeistarar Forest voru mjög slakir. Fengu aðeins eitt gott tækifæri í leiknum — Stewart Gray á fyrstu mín. sém hann misnotaði — og Peter Shilton bjargaði félögum sínum frá stórtapi. Arsenal náði Forest og Liverpool að stigum eftir sigur r Brighton og hefur enn góða möguleika á UEFA-sæti næsta keppnistimabil. Gamla kempan John Hollins skoraði fyrir Arsenal með skalla í fyrri hálfleik. Fleiri urðu mörk- in ekki og Brighton hefur ekki skorað mark gegn Arsenal í sjö síðustu leikjum liðanna. Vörn Tottenham var mjög slök í fyrri hálfleik gegn Everton, Liverpool- liðinu, sem tapað hafði sjö leikjum i röð fyrir leikinn við Tottenham, tókst tvívegis að skora í fyrri hálfleik. Fyrst Asa Hartford á 14. mín. og síðan Imre Varadi — af ungverskum ættum — á 30. mín. En i síðari hálfleik náði Lundúnaliðið sér á strik. Argentínu- maðurinn Villa kom inn sem vara- maður strax í byrjun hálfleiksins og allur sóknarleikur Tottenham breyttist til hins betra. Villa hefur ekki lengi' leikið vegna meiðsla. Á 49. mín. tókst Garth Crooks að minnka muninn eftir fallegt upphlaup, Perryman, Villa, Archibald. Á 73. mín. jafnaði Tommy Galvin eftir undirbúning Osvaldo Ardiles. Man. Utd. heldur níunda sætinu sem áður og vann sinn þriðja sigur í röð á laugardag. Sendi um leið Crystal Palace niður í 2. deild. Duxbury skoraði eina mark leiksins á 77. mín. Leeds skoraði öðru sinni þrjú mörk í vikunni. Lék sér að Coventry, sem er að komast í alvarlega fallhættu. Hefur tapað sex af síðustu sjö leikjunum. Þeir Stevenson í fyrri hálfleik, Parlanc og Flynn skoruðu mörk Leeds á laugar- dag. Birmingham gerir það gott. Tony Evans og Kevan Broadhurst skoruðu mörk liðsins á laugardag en Charles Bell fyrir Middlesbrough. Mikil fallbarátta Úlfarnir unnu mikinn heppnissigur í Sunderland og komust af mesta htettu- svæðinu í 1. deild. Tommy Ritchie, ný- keyptur frá Bristol City, misnotaði tvö auðveld tækifæri Sunderland snemma leiks og átti svo hörkuskot í þverslá. Sunderland sótti og sótti en tókst ekki að skora. Á 71. mín. skoraði Andy Gray svo eina mark leiksins fyrir Úlf- ana eftir sendingu Berry. Gray hafði komið inn sem varamaður fyrir Mel Eaves, sem meiddist á 18. mínútu. Norwich náði Brighton og Leicester að stigum með ágætum sigri á Man. City. Hefndi þar fyrir 6—0 tapið fyrir City á Maine Road fyrr í vetur. Mick McGuire skoraði fyrir Norwich á 13. mín. og John McDowell, áður West Ham, á 33. mín. Þar við sat og Billy Bond, stjóri Man. City, sem kom á laugardag í fyrsta sinn til að horfa á knaítspyrn-u í Norwich, eftir að hann skipti um starf, getur ekki verið ánægður með árangur City-liðsins að undanförnu. Það hefur aðeins sigrað í einum af síðustu sex leikjunum. Leik- menn auðvitað með hugann við enska bikarinn og á laugardaginn kemur leika þeir við Ipswich í undanúrslitum. Þegar Billy Bond, áður stjóri Norwich, birtist á leikvellinum í Norwich, gerðu áhorf- endur sér lítið fyrir og púuðu á hann. West Ham upp Lundúnaliðið West Ham virðist ætla að sigra í 2. deild með næstum áður óþekktum yfirburðum. Goodard og Pike skoruðu mörk liðsins á laugardag. Notts County, elsta knattspyrnulið heims, hefur góða möguleika að komast'á ný í 1. deild. Lék þar síðast 1930. Swansea er komið í þriðja sætið. Vann góðan sigur á Blackburn að við- .stöddum 12 þúsund áhorfendum með mörkum Nigel Stevenson og Leighton James. Blackburn tapaði í fyrsta skipti í sjö leikjum. 17 þúsund áhorfendur 5,áu Sheff. Wed. sigra Luton og þar skoraði Curran tvívegis. Enn á lið Jackie Charlton góða möguleika á sæti í 1. deild en hins vegar virðist Preston félaga hans úr heimsmeistaraliðinu 1966, Nobby Stiles, á leið niður í 3. deild ásamt Bristol-liðunum. Bristol City vann þó sinn fyrsta sigur í sjö leikjum á laugardag. Von í björgun er þó lítil. Gerry Francis sigraði sigur- mark QPR gegn Grimsby úr víta- spyrnu. Fyrsta tap Grimsby í sjö leikj- um og vítaspyrnan á 41. mín. var talin mjög vafasöm. Grimsby hefur þó enn góða möguleika en hins vegar eru mögúleikar Chelsea og Derby úr sög- unni eftir töpin á laugardag. í 3. deild komst Rotherham á topp- inn á laugardag. Hefur 54 stig eins og Charlton. Huddersfield og Barnsley hafa 49 stig. í 4. deild er Southend efst með $9 stig. Lincoln hefur 57 stig og er öruggt með sæti í 3. deild næsta keppnistímabil ef að líkum lætur. Síðan koma Doncaster og Wimbledon með 48 stig. Staðan er nú þannig: 1. deild A. Villa 36 23 7 6 64—35 53 Ipswich 36 21 10 5 71—34 52 WBA 37 18 11 8 53—36 47 Southampton 38 19 8 11 70—50 46 Liverpool 35 15 14 6 58—38 44 Nottm. For. 37 17 10 10 57—40 44 Arsenal 37 15 14 8 52—42 44 Tottenham 37 14 13 10 64—58 41 Man. Utd. 38 11 18 9 45—35 40 Leeds 37 16 7 14 37—45 39 Birmingham 37 13 11 13 48—51 37 Man. City 37 12 10 15 49—54 34 Stoke 37 9 16 12 42—55 34 Middlesbro 36 14 5 17 48—50 33 Everton 36 12 8 16 49—50 32 Wolves 36 12 8 16 38—46 32 Sunderland 37 12 7 18 46—47 31 Coventry 37 11 8 18 43—63 30 Brighton 37 10 7 20 45—64 27 Norwich 37 10 7 20 41—67 27 Leicester 38 11 5 22 33—61 27 C. Palace 37 5 6 26 40—72 16 2. deild West Ham 36 23 9 4 67—28 55 Notts Co. 35 15 14 6 39—32 44 Swansea 36 15 11 10 52—38 41 Grimsby 36 14 13 9 39—29 41 Blackburn 36 13 15 8 37—29 41 Sheff. Wed. 35 16 8 11 46—37 40 QPR 37 14 11 12 48—37 39 Luton 36 14 11 11 49—42 39 Derby 37 13 13 11 50—48 39 Chelsea 37 14 10 13 46—34 38 Cambridge 36 16 6 14 45—49 38 Orient 36 13 10 13 48—46 36 Newcastle 36 12 12 12 24—37 36 Watford 35 11 12 12 42—41 34 Bolton 37 13 7 17 56—59 33 Oldham 37 10 13 14 35—45 33 Shrewsbury 37 9 14 14 37—41 32 Wrexham 35 10 1.2 13 33—39 32 Cardiff 36 11 9 16 39—53 31 Preston 36 8 12 16 33—56 28 Bristol City 37 6 14 17 25—45 26 Bristol Rov. 37 5 12 20 31—57 22 Leikur Notts County og Wrexham í gær hefur ekki verið færður inn á töfl- una. - hsím. Aftur sigur hjá Tulsa Tulsa Roughnecks, liðið sem Jóhannes Eðvaldsson leikur með í USA, sigraði Dalls Tornado 2—1 eftir framlengingu á laugardag. Fort Lauderdale vann Atlanta 2—1, Tampa vann Toronto 4—3, Jackosonviile vann New York CoSmos 4—3 eftir framlengingu. Hjeltnes kastaði 65,58! Norski kringlukastarinn Knut Hjeltnes náði ágætum árangri i fyrstu keppni sinni á árinu. Kastaði 65.68 m á móti í Stanford í Kaliforniu. Hann sigraði þar garpa eins og Ken Stadel (bezt 69.27) og Arthur Burns (bezt 66.90 m) með rúmum tveimur metrum. Fyrrum heimsmeistari, John Powell, var enn aftar. Norðurlandamet Hjelt- nes er 69.50 m. Bezt hjá honum i fyrra var 67.66 m.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.