Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1981. ..... Þorvaldur Jónsson, f ormaður Alf anef ndar Akureyrar: Fatlaöir eigi kost á vinnu á almennum vinnustöðum t Nýlega boðaði Alfanefnd Akur- eyrar fréttamenn á sinn fund til að kynna starfsemi þeirra áhugafélaga sem starfa að málefnum fatlaðra á Akureyri en Alfanefndir eru sem kunnugt er skipaðar um allt land í tilefni af ári fatlaðra. í Alfanefnd Akureyrar eru Þor- valdur Jónsson, Guðríður Bergvins- dóttir og Valdimar Pétursson. Nefndin hefur stofnað starfshóp með þeim félögum sem starfa að mál- efnum fatlaðra í baenum en þau eru: Styrktarfélag vangefinna, Foreldra- félag barna með sérþarfir, Sjálfs- björg, Geðverndarfélagið og Akur- eyrardeild SÍBS. Ekki eru nein félög á Akureyri sem starfa að málefnum blindra og heyrnarskertra en þarfir þeirra munu að sjálfsögðu verða hafðar i huga. Starf Alfanefndar Akureyrar verður að stofna til umræðu um mál- efni fatlaðra og reyna að finna leiðir til úrbóta í bæjarfélaginu. Gerð verður könnun á húsnæði í bænum Forystumenn áhugafélaga sem starfa að málefnum fatlaöra á Akureyri kynna starfsemi sína. með tilliti til þarfa fatlaðra og sömu- leiðis gönguleiðum um bæinn. Fylgzt verður náið með því að bygginga- meistarar og hönnuðir nýbygginga og annarra mannvirkja virði í hvívetna byggingareglugerð því í henni eru strangar reglur sem segja til um ytra og innra skipulag með tilliti til fatlaðra. Þorvaldur Jónsson formaður Alfa- nefndar Akureyrar sagði í lok fram- sögu sinnar á fundinum að atvinnu- mál væru einn mikilvægasti þáttur í lífi fatlaðra sem annarra. ,,Það þarf að gera athugun á atvinnumögu- leikum fatlaðra i bæjarfélaginu og sýna hvernig hægt er að auka virkni þeirra á vinnustöðum og brúa þannig bilið milli fatlaðs fólks og ófatlaðs. Þótt mikilvægt sé að koma á fót vernduðum vinnustöðum er þó ekki síður nauðsynlegt að fatlað fólk fái að reyna sig á almennum vinnustöð- um því með því getur það öðlast sjálfstraust sem það missti við fötlunina.” -GM. Aðbúnaður þar er hinn versti að sögn Stefáns: „Það fer illa um fólkið, það er gífurlega þröngt og ekkert er gert til að hafa ofan af fyrir fólkinu eða skemmta því á einhvern hátt.” Sagði hann að þarna væri fólk á öllum aldri. Sá yngsti hefði verið innan við tvítugt þegar hann hefði komið þar síðast. Til skamms tíma var þarna engin vakt, en nú mun ný- lega vera komin þar þrískipt vakt allan sólarhringinn. ", J Stefán var spurður um fyrirbæri, sem nefnt er Litli-Kleppur og er starf- andi í tengslum við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. Sagði hann að þar væru geymdir þeir sem hefðu fengið þann dóm að vera taldir ólæknandi geðsjúklingar. Á fréttamannafundi Alfanefndar innar talaði Helena Gunnlaugsdóttir fyrir hönd Foreldrafélags barna með sérþarfir. Kynnti hún starfsemi félagsins en i sem fæstum orðum sagt þá miðar starfið allt að því að bæta hag og aðstöðu þroskaheftra einstaklinga. Sagði hún Foreldra- félagið sérstaklega mikilvægt því þar gæfist foreldrunum tækifæri á að ræða sameiginleg vandamál. Helena sagði að mikill áhugi væri fyrir því að komið verði á fót sumardvalarheimili fyrir þroskahefta í nágrenni Akur- eyrar og óskaði eftir því við Alfa- nefndina að hún bæri það mál upp við bæjarstjórn. Hefur Laugaland í Eyjafirði verið nefnt sem heppilegur staður fyrir slíka starfsemi. Fram kom nokkur óánægja í máli Helenar varðandi svokallað „gulla- safn” en það er leikfangasafn sem rekið hefur verið á vegum bæjarins og lánað út þrosakleikföng. Þar fengu mörg af yngstu þroskaheftu börnunum sína fyrstu þjálfun. Safn þetta fékk Akureyrarbær að gjöf frá Bamavinafélagi Akureyrar. Helena sagði aðþað sýndi mjög vel hug Félagsmálaráðs bæjarins til þroskaheftra. Starfsstúlka safnsins hefði farið fram á það að fá að kalla öðru hvoru til sín sérfræðinga til umfjöllunar um börnin, „en vegna tregðu félagsmálastofnunar lauk því þannig að stúlkan sagði starfi sínu lausu og síðan hefur safnið verið lokað. Það var sem sagt ekki hægt að auglýsa eftir öðrum starfsmanni en borið fyrir sig alls konar örðug- leikum.” Óskaði Helena eftir því að Alfanefndin beitti sér í þessu máli svo safnið gæti opnað á ný. -GM. Þrátt fyrir mikil þrengsli að Bjargi hafa mjög margir verið þar í endurhæfingu þau rúmlega 10 ár sem stöðin hefur starfað. Nú er útlit fyrir að fyrir árslok verði hafin starfsemi i nýbyggingu að Bugðusiðu 1 á Akureyri. Stefán Þorláksson, Geðverndarfélagi Akureyrar: Stefán Þorláksson hafði orð fyrir Geðverndarfélaginu á fréttamanna- fundinum. Sagði hann starfsemi félagsins aðallega tvíþætta. Annars vegar hefðu félagsmenn beint sam- band við geðsjúka í því skyni að aðstoða þá og auðvelda þeim leiðina inn í samfélagið að nýju. Væru starf- andi tenglar á vegum félagsins sem sinntu þessu verkefni og hefðu þeir tekiðað sér ýmsa geðsjúklinga. Hins vegar er rekið heimili við Skólastíg undir umsjá Brynjólfs Ingvarssonar og færu allir þeir peningar, sem félagið gæti aflað, til þess verkefnis. Tekjur sínar hefði félagið eingöngu af félagsgjöldum og einnig af árlegu happdrætti. Stefán sagði að mikill fjöldi manna þyrfti á aðstoð að halda vegna geðrænna truflana og væru þeir mikið fleiri en hann hefði nokkurn tímann getað ímyndað sér, áður en hann hóf störf í Geðverndar- félaginu. Stefán sagði að Geðverndarfélagið hefði litla aðstöðu til að gera gagn þama. Aðalmálið væri það að þetta væri hornreka deild hjá sjúkrahúsinu og ekki veitt fjármagni til hennar. Ekki væri um það að ræða að starfs- fólkið væri slæmt, síður en svo, heldur virtist enginn hafa áhuga á að hugsa fyrir þörfum þessa fólks. -GM. ■ p | i ..Gullasafnið” lokað vegna dottir, Foreldra- * 7 félagi bama með ■ ■■ jrm jru m m l^r I tregðu Felagsmalastofnunar „LITLI-KLEPPUR” HORNREKA DEILD

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.