Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 36
Ný f lugstöð á Kef lavíkurf lugvelli: FORSENDA ADSKILNAB- AR HERUFS OG ÞJÓÐLFS — óbreytt aðild að varnarsamstarfinu, segir fályktun miðstjórnar Framsóknar Endurkjörið var í allar helztu stöð- ur Framsóknarflokksins á mið- stjórnarfundinum fyrir helgi. Enda þótt flokksþingin séu vettvangur meiriháttar stefnumótunar, voru ýmsar ályktanir gerðar á fundi mið- stjórnarinnar í utanríkismálum, þar með talið flugstöðvarmálum, efna- hagsmálum, orkumálum og i stjórnarskrármálinu, svo dæmi séu nefnd. „Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins lýsir eindregnum stuðningi við byggingu nýrrar flug- stöðvar á Keflavíkurflugvelli”, segir á ályktun um það mál. Framar segir: „Aðskilnaður herlífs 6g þjóðlifs meðan erlendur her er í landinu, er grundvallaratriði i stefnu Fram- sóknarflokksins, og bygging nýrrar flugstöðvar er forsenda þeirrar stefnu. Ný flugstöð er auk þess skilyrði bættrar ferðamannaþjónustu og nú- verandi aðstaða er ósamboðin þjóð- legum metnaði.” Aðalfundurinn var sammála um að ísland stuðlaði að friðsamlegri sam- búð og vinsamlegum samskiptum þjóða. Unnið verði að því að slök- unarstefnan verði endurvakin í Evrópu. Stefnt sé með samningum að gagnkvæmri takmörkun vígbúnaðar. Framfylgt sé sjálfstæðri utanríkis- stefnu. Fundurinn leggur áherzlu á þátt- töku í Sameinuðu þjóðunum, sam- starfi Norðurlanda, og aðild að varnarsamstarfi vestrænna ríkja. Við ríkjandi aðstæður skal framfylgt óbreyttri stefnu í utanrikismálum. Steingrímur Hermannsson var endurkjörinn formaður flokksins og Halldór Ásgrímsson til vara, Tómas Árnason ritari og Ragnheiður Svein- björnsdóttir til vara, og Guðmundur G. Þórarinsson gjaldkeri og Haukur Ingibergsson til vara. -BS. Hörmulegt slys í Örlygshöf n= FIOGRA ARA DRENGUR DRUKKNAÐI í SKURDI —f éll með leikfélaga niður um ís — naumlega tókst að bjarga hinum drengnum Það hörmulega slys varð rétt við bæinn Ás í Örlygshöfn á föstudags- kvöldið að fjögra ára drengur Hrafnkell Hjartarsson, fæddur 15. júnt 1976, frá Hænuvík, drukknaði í framræsluskurði. Tveir drengir, fjögra og sjö ára, höfðu verið að leika sér og féll yngri drengurinn niður í gegnum ís á skurðinum. Er sá eldri reyndi að ná honum féll hann einnig niður um vökina. Að sögn lögreglunnar á Patreks- Firði var tilkynnt um slysið um kl. 18. Hrafnkell litli var gestkomandi á bænum. Hann var að leik með systkinum á bænum, sjö ára drengn- um og þriggja ára stúlku. Stúlkan sagði frá slysinu. Þegar var hafin leit og kallað á lögreglu frá Patreksfirði, sem er handan við fjörðinn. Leiðin frá Patreksfirði var illfær og mikið vatn á veginum. Ekki var sjáanleg vök á skurðin- um, þar sem talið var að drengirnir hefðu fallið niður. Faðir eldri drengs- ins fann hann um 80 metrum fyrir neðan slysstaðinn og hafði hann borizt þangað undir isnum. Drengur- inn var meðvitundarlítill, en vel gekk að hressa hann við og var líðan hans góð eftir atvikum. Þegar yngri drengurinn fannst ekki var kallað á björgunarsveit frá Patreksfirði. Varðskip var í vari á Patreksfirði og kom það björgunarsveitarmönnum yfir fjörðinn. Reynt var að brjóta ísinn á skurðinum, en þegar það tókst ekki fór björgunarsveitarmaður í frosk- búningi undir ísinn. Hann fann drenginn látinn um 100 metrum neðan við slysstaðinn. -EO. Patreksfirði. 12 stunda strand í Hornaf jarðarós Dísarfellið strandaði í gærmorgun er það sigldi inn til Hafnar í Hornafirði. Hafði skipið, að sögn Ómars Jóhanns- sonar hjá Skipadeild SÍS, eitthvað farið út fyrir þá rennu sem þarna er inn ósinn og tók niðri. Útfall var er óhappið varð. Biðu skipsmenn flóðs í gærkvöldi og komust þá út hjálparlaust. Var farið til hafnar, þangað sem Dísarfellið sótti þær vörur er biðu skipsins. Út var haldið þaðan í morgun. Ekkert virðist hafa orðið að við þetta stutta strand. -A.St/DB-mynd Ragnar Imsland frjálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR 6. APRÍL1981. Slökkt í Borgarfjarðarbíl á Langholts- vegi. DB-mynd: S. Margir minni háttar brunar Ótal smábrunar áttu sér stað um helgina, íkveikjur, gleymdir pottar og pönnur á eldavélum og fleira. Að einum bíl var komið logandi á Langholtsvegi en kviknað hafði í mælaborði hans og klæðningu. Reykskynjari að Bólstaðarhlíð 66 vakti fólk klukkan rúmlega 6 á laugar- dagsmorgun. Þar hafði pottur gleymzt. Það sama skeði í Miðtúni síðar sama dag. í Lönguhlíð kviknaði í sjónvarpi á föstudagskvöldið þegar fréttir áttu að hefjast og á laugardagsnóttina kl. 4 var eldur í forstofu á Laugalæk 60. Loguðu föt þar og er grunur um einhverju logandi hafi verið stungið inn um bréfalúgu. -A.St. Skákmótið íLone Pine: Kortsnoj enn efstur Sovézki útlaginn Viktor Kortsnoj heldur enn forystunni á alþjóðlega skákmótinu í Lone Pine í Kaliforníu þar sem 27 stórmeistarar eru meðal keppenda. Kortsnoj gerði í gær jafntefli við bandaríska stórmeistarann Christian- sen og er efstur með 5 vinninga. í 2.— 5. sæti eru Bandaríkjamennirnir Christiansen, Lein og Seirawan, ásamt Sovétmanninum Jusupov, með 4,5 vinninga. Guðmundur Sigurjónsson vann í gær efnilegan ungling frá Bandaríkjunum, Root að nafni, og hefur nú 3 vinninga. Jón L. Árnason gerði jafntefli við alþjóðlega meistarann Zsaltman frá Bandaríkjunum og hefur einnig 3 vinn- inga. Jóhann Hjartarson hafði mjög væn- lega stöðu gegn stórmeistaranum Biyiasas frá Bandarikjunum ei. lenti í tímahraki og varð að sætta sig við jafn- tefli. Jóhann hefur mætt mjög öflugum andstæðingum í öllum umferðunum og hefur 2,5 vinninga, sem verður að teljast vel af sér vikið hjá honum þar sem hann er óreyndur í svo sterku móti sem þessu. -GAJ- Ævintýraakst- urígeymslu- porti Skemmdarverk voru unnin á svæði Eimskips við Borgartún um helgina. Farið var inn í geymsluportið og teknir fjórir bílar sem þar stóðu. Var farið á ökuferð á bílunum um portið og bíl- arnir skemmdir mismunandi mikið, því á ökuferðinni hefur ekki verið sinnt um að sneiða hjá því sem fyrir varð. Rannsóknarlögreglan fékk málið til meðferðar. -A.St. diet pepsi MINNA EN EIN KALÓRÍA í FLÖSKU SaniLis I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.