Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 6. APRÍL 1981.
Kafli um nasisma á Islandi í nýút-
kominni bók um fasisma í Evrópu
fleira ,
FOLK
— Partur af BA ritgerð Ásgeirs Guðmundssonar sagnfræðings
Nasismi á íslandi er kapítuli í sögu
landsins sem síður en svo er fallinn í
gleymsku og dá. Ásgeir Guðmunds-
son sagnfræðingur ritaði fyrir nokkr-
um árum BA ritgerð um þetta efni.
Ur henni vann hann grein sem birtist í
tímariti Sögufélagsins árið 1976.
Útdráttur úr henni birtist síðan í bók-
inni Eho Were the Facists, Social
Roots of European Facism, sem kom
út fyrir nokkru. Það eru Norðmenn
sem standa að útgáfu bókarinnar. —
Það er Universitetsforlaget sem gefur
hana út.
„Tildrögin að þessari bók eru þau
að árið 1974 efndi háskólinn í Bergen
til ráðstefnu um fasisma i Evrópu,”
sagði Ásgeir Guðmundsson í samtali
við blaðamann Dagblaðsins. „Þarna
voru flutt mörg erindi þar sem borinn
Bókin Who Were the Facists, sem
kom út i Noregi fyrir nokkru.
var saman nasisminn í ýmsum
löndum og útbreiðsla hans og fleira.
rætt. Síðar datt mönnum í hug að
gefa þessi erindi út í bókarformi.
Fleiri greinum var bætt í púkkið og
þar á meðal útdrættinum úr greininni
minni í Sögu.”
Bókin Who Were the Facists er
mikil að vöxtum, tæplega átta
hundruð blaðsíður að stærð. Henni
er skipt í sjö kafla. Sá sjötti nefnist
Fasismi og national sósíalismi á
Norðurlöndunum. Grein Ásgeirs er
hluti af honum.
„Þessi útdráttur eftir mig er aðeins
lítill hluti allrar ritgerðarinnar,”
sagði Ásgeir. „f bókinni er hann
aðeins átta blaðsíður að lengd.
Greinin í tímariti Sögufélagsins var
um sextíu blaðsiður.”
Ásgeir Guðmundsson vinnur hjá
Hafnarfjarðarbæ við að rita sögu
kaupstaðarins. Hann lýkur handriti
hennar á þessu ári. — En hvað kom
honum til að rita um nasismann á
íslandi í upphafi?
„Þegar að því kom að ég þyrfti að
velja mér efni í BA ritgerð á sínum
tíma datt mér þetta efni strax í
hug. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á
nasismanum og þar sem enginn hafði
tekið þetta efni til umfjöllunar áður
þótti mér það tilvalið,” svaraði
hann. Ekki vildi hann þvertaka fyrir
að hann hefði aðeins gluggað í
þennan hlut stjórnmálasögunnar
síðan hann lauk ritgerðinni. Hann
kvað ekki loku fyrir það skotið að
þær athuganir yrðu einhvern tíma
gefnar út. Hins vegar væri allt óráðið
um það nú. -ÁT-
Ásgeir Guðmundsson sagnfræðingur: Enginn hafOi áOur tekiO nasismann
tH sagn fræOilegrar athugunar svo aO honum þóttí tiivaiiO aO rita um hann
BA ritgerO.
DB-mynd: Einar Ólason.
Gríntæknir
Þórhallur Sigurðsson, Laddi,
hefur það að atvinnu að vera grínisti.
í símaskránni er hann titlaður sjón-
varpsstarfsmaður (sem hann er
reyndar ennþá, — sem Binni banka-
stjóri). Hann hefur hins vegar hug á
að breytá um titil áður en skráin
verður gefin út næst og kalla sig
gijíntækni.
Veðursögur
úr Vikunni
Þetta gerðist á óveðursdaginn
mikla. Stráksi vildi ekki borða
kartöflumar sínar og mamma hans
sagði: „Ef þú borðar ekki kartöfl-
urnar þínar verður guð reiður við
þig-”
En stráksi vildi samt ekki borða
kartölurnar sínar. Veðrið skall á.
Þegar það stóð sem hæst var komið
að strák inn í eldhúsi þar sem hann
hámaðii sig kaldarkartöflur og sagði:
„Naumast að það er gert veður út
af nokkrum kartöflum.”
Eiríkur Fjalar skemmtir á
dansleikjum hjá Start
„Komiði sæl. Ég heiti Eiríkur
Fjalar. Þetta er í fyrsta skipti sem ég
kem hingað. — Ég er nefnilega alltaf
í Óðali, sko.” Þannig kynnti piltur-
inn Eiríkur Fjalar sig er hann brá sér
á Hótel Borg á fimmtudaginn.
ÁSGEIR
TÓMASSON
Eiríkur var fremur seinn inn.
Klukkan var langt gengin eitt þegar
fyrst sást til hans og gestir hússins
voru orðnir langeygir eftir hetjunni.
Eiríkur borgaði sig inn eins og aðrir
gestir og gekk um húsið þangað til
einhverjir komu auga á hann. Þá var
hann dreginn upp á svið og eindregið
hvattur til að taka lagið. Hann var
tregur til en að lokum fékkst hann til
að syngja lagið Skammastu þín svo
við undirleik hljómsveitarinnar Start.
Til stóð að Stjáni rotta, sem
syngur lagið Stórpönkarinn, kæmi
einnig fram. Hann gleymdi hins
vegar fötunum sínum heima svo að
Laddi varð að taka lagið í staðinn.
Start var með hljómleika á Borg-
inni á fimmtudagskvöldið. Eiríkur
Fjalar og Stjáni rotta voru sérlegir
gestir kvöldsins. Til stendur að þeir
komi fram á dansleikjum hjá Start á
næstunni.
-ÁT-
Breiðholtsleikhúsið
seturupp barnaleikrit
— Höfundur vill ekki láta nafns síns getið
Breiðholtsleikhúsið starfar af
krafti þó að sýningar standi ekki
yfir þessa stundina. Verið er að æfa
nýtt barnaleikrit sem enn hefur ekki
hlotið nafn. Nægur tími ætti að
verða til að gefa því heiti því að
frumsýning verður ekki fyrr en á
annan páskadag.
„í þessu leikriti koma fram tveir
leikarar, Þröstur Guðbjartsson og
Þórunn Pálsdóttir,” sagði Jakob S.
Jónsson sem leikstýrir verkinu.
„Þau tvö leika krakka sem síðan
bregða sér 1 ýmiss konar gervi, ein
fimmtán talsins.
Þetta er snoturt og skemmtilegt
leikrit sem gerist nú á tímum. Efnið
ætti að höfða til barna á grunn-
skólaaldri en ég er ekki viss um að
krakkar undir fimm eða sex ára
aldri hefðu gaman af því.”
Jakob kvað það leyndarmál hver
hefði samið leikritið — það væri í
samningnum við höfund að halda
nafni hans leyndu. „Það eina sem
ég get og má segja er að höfundur-
inn hefur áður skrifað fyrir börn,”
sagði Jakob.
Þetta nýja barnaleikrit er annað
verkefni Breiðholtsleikhússins. Það
var stofnað fyrr í vetur. Fyrsta leik-
ritið sem það tók til sýninga var
Plútus eftir Áristofanes. Jakob S.
Jónsson var að lokum spurður að
því hvernig því verki hafi verið
tekið.
„Plútus gekk að mörgu leyti
vel,” svaraði hann. Gagnrýnin sem
við fengum var góð. Hins vegar
var ekki hægt að segja það sama
um aðsóknina. Við höfum verið að
geta okkur til um hvað hafi valdið
því og smám saman verið að fá
staðfestingu á getgátum okkar.
Veðrið spilaði þarna inn í. Sömu-
leiðis er erfitt að setja upp leikrit og
búast við aðsókn á sama tíma og
velflestir launþegar fara á að
minnsta kosti eitt þorrablót og eina
árshátíð. Frumraunin okkar er því
ekki alveg marktæk þegar maður
veltir því fyrir sér hvort Breiðholts-
leikhúsið eigi réttásér.” -ÁT-
Mæðgur tvær sváfu vært í öllum
hamaganginum en eftir að hafa hlust-
að á fréttir og litið á verksummerki út
um gluggann segir mamman við dótt-
urina: „Þetta er Ijótt að sjá. Plöturn-
ar hafaallar fokið.”
„Ha, hvað, John Lennon plöt-
urnar líka? sagði dóttirin angistar-
full.
Of ung til aö
vera í eigin
brúökaupsveizlu
Ung brúðhjón hugðust nú nýlega
bjóða nánustu ættingjum sír.um til
hátíðakvöldverðar á Hótel Sögu að
hjónavígslunni lokinni. Þau pöntuðu
borð fyrir brúðhjón og tuttugu gesti
þeirra.
Þegar til átti að taka komust
brúðhjónin ekki inn í hótelið vegna
þess að þau voru ekki nema 18 og 19
ára og voru þannig ekki komin á
þann aldur sem þarf til þess að
komast inn á veitingahús á íslandi. —
Gestirnir komust hins vegar allir inn,
— og brúðhjónin hafa sennilega farið
snemma í bólið!
í vitlausum vagni
Þessi gerðist í Hafnarfjarðar-
strætó.
Hann leit hræðilega út og
þorstann mátti lesa úr svip hans eins
og opna bók. Skyndilega þreif hann
viskípelann úr brjóstvasanum og tók
sér vænan teyg. Fullorðin kona, sem
sat við hlið hans, leit á hann nístandi
augnaráði og sagði:
— Þú veizt það kannski ekki, ungi
maður, en þú ert á leið til helvítis.
Hafnfirðingurinn rauk úr sæti
sinu og hrópaði angistarfullur til
vagnstjórans.
— Stanzaðu, stanzaðu. Ég hef
farið upp í vitlausan vagn!
Úr bamaleikrití BreiOhottsieikhússins sem enn hefur ekki hlotíð nafn.
Ljósm. Gunnar Elísson.