Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. APRÍL Í981. 21 |f t WJJ ' S>1 w 4j||Si M ji ■KE Jassleikur eins og hann gerist bestur —slíkur er Clark Terry Tónleikar Clark Terry ásamt hljómsveit sinni í Háskólabíói 3. aprfl, á vogum Jassvakningar. Lengi höfðu menn beðið eftir hingaðkomu mesta lyrikers jassins, Clark Terry. Frést hafði nokkrum sinnum að brátt yrði von á sjóla, en jafn oft höfðu jassunnendur orðið fyrir vonbrigðum. En nú var enginn vafi, Clark Terry var mættur til leiks og með sextán manna band að auki. Hljómsveit Terrys er skipuð ungum, frískum mönnum. Þetta eru ákafir spilarar, sem hafa hlotið góða grunnskólun í heimi jassins. Löngum hefur verið haldið fram, að jass verði ekki lærður í skólum heldur læri menn leik hans fyrst og fremst eins og i forðum tíð — lærlingur af meistara í dagsins önn og amstri. Hraði og kröfur nútímans hafa hins vegar séð fyrir því, að án skóla í einhverri mynd verður einn skemmtilegasti meiður jasslistarinnar, „Big-band- ið”, útundan. Skóli eða ekki Dæmi þessa höfum við hér heima á íslandi, þar sem „big-band” hefur átt erfitt uppdráttar, þar til á allra síðustu tímum. En nú blasir líka við betri tíð, því að minnsta kosti á tveimur stöðum eru reknir hörku jassskólar, bæði í höndum Gunnars Ormslev, suður í Kópavogi og eins hjá Tónlistarskóla FÍH. Þannig megum við brátt fara að vænta hóps af ungum áköfum spilurum, vonandi af sama gæðaflokki og „krakkarnir” hans Clarks Terry. „Big-band” er háskóli jassins, því hvergi fá menn eins góða alhliða þjálfun í jassleik. Engin einokun „Big-band” Terrys er ævintýra- lega gott. Þar er valinn maður í hverju rúmi og höfðinginn sjálfur er óspar á að leyfa mönnum að spreyta sig í sólóköflum og er síður en svo að einoka stöðu forystusauðsins. Liðs- menn Terrys stóðu sig að sjálfsögðu misjafnlega sem sólóistar. Saxófón- leikararnir, Russel, Marsellis, House og De Rosa og Otter eru allir þrosk- aðir einleikarar og sem saxgrúppa frábær. Trompetarnir eru stórgóðir saman, en gjalda þess að höfuðpaur- inn ber höfuð og herðar yfir þá sem einleikari. Þó gerðu þeir býsna margt gott, Gary Blackmann og Byron Sibling. Básúnuleikaramir komu manni þó hvað mest á óvart. Tækni þeirra er ótrúlega góð, og þar báru þeir af Crane og Herwig, sem mér þóttu blása töluvert í Klein- schuster stil. Ryþmagrúppan var ekki síður frábær. Tveir góðir Chris Woods birtist svo eins og skollinn úr sauðarleggnum og hann og Terry blésu sundur og saman nokkra góða og gamalkunna ópusa. Og enn ein skrautfjöðrin, Michel Beckham. Fröken Beckham er feikna söngkona með rödd og stíl, sem líkja mætti við sambland af Erthu Kitt og Ellu Fitzgerald, án þess þó að hafa til að bera sjarma þeirra tveggja. Tæpast nær hún þó mjög langt ef hún sýnir ekki af sér betri samstarfs- vilja við meðleikara sína en áheyr- endur urðu vitni að í Háskólabíói. Svo var það gamli góði Terry sjálfur. Lyriskasti blásari jassins. Sjálfur alinn upp í Big-band og genginn í gegnum eigin skóla. Ekki brást hann vonum manna — jafnvel skemmtilegri en þegar hann var stjarnan í allt of skammlífu bandi Quincy Jones. Clark Terry vil ég þakka Ijúfan blástur fyrr og síðar. Vargur í véum í hverri veiðistöð skal samt ævin- lega róa einn gikkur. Sá gikkur var i Háskólabíói, sveinstaulinn sem sat við hljómstjórnarborð og kunni ekki til verka. Hann gerði ítrekaðar til- raunir til að heyrnarskerða áheyr- endur, fyrir utan það að bjaga og skrumskæla á fjölbreytilegasta hátt frábæran leik góðra listamanna. Hann var svart ský á heiðríkjuhimni jassins þetta kvöld í Háskólabíói, pilturinn sá. En þrátt fyrir illvirki þessi mátti njóta jassleiks eins og hann gerist bestur. Slíkur er Clark Terry. - EM Tónlist Eskifjörður: Spyrt í skreið í logni og tóK stiga hita — búðar-, skóla- og skrif stof ufólk hamaðist alla helgina Það hefur borizt óhemju mikill Hjá sumum fiskikaupendunum voru Auk þess afla sem landað var á Eski- fiskur hér á land og verið unnið til kl. borðin sett út til að fólkið gæti notið firði komu þangað vörubílar með fisk 11 og 12 á hverju kvöldi og alla sein- veðurblíðunnar meðan það spyrti í frá Litla-Rússlandi, öðru nafni Nes- ustu helgi. Stærsti fiskurinn er saltaður skreið. kaupstað. - Regína / IHH. en sá smærri settur í skreið. .1 vetur hefur óvenju mikið verið sett t skreið, sérstaklega hjá yngri söltunarstöðvun- um eins og t.d. Friðþjófi hf„ Guðjóni Hjaltasyni og útgerðarfélaginu Þór sf. Það var gefið frí í grunnskólanum á föstudaginn eftir hádegið svo ungling- arnir gætu farið í fiskvinnu. Það er sjaldgæft því skólastjórinn vill að börnin læri. Búðar- og skrifstofufólk hefur líka farið í fiskinn um helgina og einnig hefur fólk komið ofan af Héraði og frá Reyðarfirði til hjálpar. Veðrið var gott á Eskifirði í gær, logn og sól, tólf stiga hiti í forsælunni. Sumartjústaðalóðir EignarióAir Til sölu eru tvær sumarbústaðalóðir í Gríms- nesi, ca 6000 fermetra hvor. Góð kjör ef samið er strax. Upplýsingar í síma 76030. Pantió nýja FREEMANS vörulistann strax . . . og veljið vandaðan sumarfatnað frá stærstu póstverslun í London fyrir ykkur og fjöl'skylduna í rólegheituirv heima. Skrifið eða hringið strax í dag eftir nýja pöntunarlistanum. Verð kr. 49.00. Póstburðargjald kr. 16.60. Vinsamlega sendið mér nýja FREEMANS pöntunarlistann i póstkröfu. Nafn: heimili: staður: Sendist til FREEMANS OF LONDON c/o BALCO h/f, Reykjavíkurvegi 66, 220 Hafnarfirði. sími 53900. of London Þar scm tískan byrjar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.