Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 33
33
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1981.
Benedicte Bergmann, sænsk, fædd 1931, lýsir gleði sinni yfir þvi kraftaverki að
hafa eignazt dóttur, dóttur sem fyrst er iitil og ósjálfbjarga en vex upp og iíkist
helzt stjörnu á himni.
Saara Tikka, fædd i Finnlandi 1942, málar í nokkrum ævintýrastil. Á haustföl-
um ökrum dansa skógarbirnir við mannfólkið og fuglar svifa i lofti léttum
vængjum.
Borghildur Óskarsdóttir og
Björg Þorsteinsdóttir.
Blaðaskrif á Norðurlönd-
um hafa verið mikil bæði um
kosti og galla sýningarinnar.
Gallar sýningarinnar hafa
einkum þótt að hún væri
sundurleit þar sem svo
margar og ólíkar listakonur
taka þátt í henni, og fylgja
engri sérstakri stefnu. En
einnig hefur verið sagt, að
þetta sé ein merkasta sýning
ársins, kveiki nýjar hugmynd-
ir og muni leiða af sér margt
gott.
Það er skemmtilegt að hlut-
ur íslenzkra kvenna kemur
mörgum á óvart og þær
hljóta mjög lofsamleg
ummæli.
„Aðstæður fyrir íslenzkar
myndlistarkonur hafa gjör-
breytzt á mjög stuttum tíma,
jafnvel aðeins þrem fjórum
árum,” sagði Edda Jónsdótt-
ir, en myndir hennar af tveim
samanreyrðum koddum sem
allt að einu gætu verið í faðm-
lögum eða slagsmálum birtust
með ítarlegum dómi um
sýninguna í danska blaðinu
Information. ,,Það er ekki
svo langt síðan að okkar
beztu myndlistarkonur þurftu
flestar að setjast að erlendis
en nú eru konur í meirihluta í
stjórn FÍM og bera uppi tvö
öflug myndlistarfélög önnur,
Grafíkfélagið og Textilfélag-
ið.”
Það verður spennandi að
sjá hvernig undirtektir þessi
stóra kvennasýning fær. Hún
verður opin til 26. apríl.
-IHH.
Sýning Þjóðleikhússins á óperunni La Bohéme
eftir Giacomo Puccini, við texta G. Giacosa og
L. Illica.
Hljómsveitarstjóri: Jean-Pierre Jacquillat.
Leikmynd: Steinþór Sigurösson.
Lýsing: Ingvar Bjömsson.
AflstoóarleikstjóH: ÞurWur Pálsdóttir.
Leikstjóri: Sveinn Einarsson.
Hlutverkaskrá: Rudolfo: Garflar Cortes; Mimi:
ólöf Kotbrún Harflardóttir, Marcello: Halldór
Vilhelmsson; Musetta: Ingveldur Hjaltested;
Schaunard: John Speight; Colline: Eiflur
Gunnarsson; Alcindoro: Guflmundur Jónsson;
Benoit; Kristinn Hallsson.
Þjóflleikhúskórinn; Slnfónkihljómsveit
Islands. Korrepetition: Tom Gligoroff, Carl
Billich og Agnes Löve.
Safngripir
þar og hér
Þrjátíu ár eru ekki langur tími f
sögu þjóðar, en óperusaga tslands er
ekki lengri. í stuttu máli má segja að
óperusaga hafi átt sér fagra bernsku,
gelgjuskeið, með öllum þess
umbrotum og leiðindum, en síðan
virðist ætla að rætast úr þegar fram á
manndómsárin kemur. Það gerist
víst heldur hvergi nema á íslandi, að
söngvarar, sem sungu við upphaf
óperualdar, skuli í nútímanum
tilheyra harðasta kjarna óperuliðsins.
Með flestum öðrum þjóðum væru
slíkir menn í besta falli ljósmyndir á
safni nema hvað verið gæti að
tóbakspontur og lonníettur fylgdu
með inni í litlum glerskáp við hliðina.
En úr því að minnst er á safngripi, þá
væri það ekki svo fráleitt ef
Þjóðleikhúsið yrði sér úti um
einhverja minjagripi frá bernsku
óperunnar á ísiandi, til að mynda
tónsprota fyrstu stjómendanna,
Victors Urbancic og Róberts
Abrahams Ottóssonar. Rétt si svona
til að koma sér upp örlitlu óperu-
safni.
Og með einungis þrjátíu ára hefð
að baki er hún á fjölunum, La
Bohéme. Ekki verður annað sagt en
að fjölbreytni gæti í óperuvali Þjóð-
leikhússins, með Orfeif og Evridís i
fyrra og svo stokkið yfir á La
Bohémeíár.
Einhvers staðar
heffli blóm-
vöndur f logifl
Sýningin á La Bohéme er gegnum-
sneitt firna góð. Hjáipast þar allt að,
söngvaralið, hljómsveit, kór,
umbúnaðarlið og stjórnendur.
Þá skal fyrsta telja einsöngvarana.
— Stjarna sýningarinnar er Ólöf
Kolbrún Harðardóttir i hlutverki
Mimi. Hún glansar í gegnum hlut-
verkið frá upphafi til enda. Hún er
hin sanna óperudiva og einhvers
staðar, einhvem tíma hefði blóm-
vöndur flogið ef svölum, eða úr
stúku, niður á svið til söngkonu, sem
slíka frammistöðu sýndi. En slíkt
gerist víst aðeins í ævintýrunum í
óperuhúsunum suður í heitu
löndunum.
íslenskur her
Ingveldur Hjaltested var einnig
frábær í hlutverki Musette.
Prakkaraskapurinn sauð í henni svo
að ég sá ekki betur en að hún hossaði
sér í örmum herramannanna þegar
þeir báru hana á gullstóli á eftir her-
hljómsveitinni, sem var svo íslensk að
hún gat ekki gengið í takt. En hún
sýndi líka á sér alvarlegri hliðar í
rifrildinu við Marcello og eins í loka-
atriðinu.
Kúnstnerarnir fjórir, bóhemarnir,
voru í öruggum höndum þeirra
Garðars, Halldórs, Johns og Eiðs.
Garðar söng aríur sínar eins og
,,Che gelida manina” með glæsibrag
og í dúettunum með Mimi var hann
prýðilegur. — Halldór fór létt með
hlutverk Marcellos, lipur á sviðinu og
traustur i samsöng. — John Speight
kom glaðlynda Schaunard vel til skila
og leikur hans var líflegur. — Eiður
fór vel með Colline. Hann nýtur þess
að sjálfsögðu umfram vinnufélaga
sína að hafa óperusviðið fyrir aðal
vinnustað og áberandi var hversu
minna hann virtist þurfa fyrir hlut-
verki sínu að hafa en þeir. Gaman
væri að heyra oftar í þessum ágæta
bassa hérheima.
Gófl ending
Jónsson og Kristinn Hallsson héldu
upp á óperuafmæli með sama talna-
gildi og óperusaga þjóðarinnar.
Báðir endast þeir býsna vel og gæti ég
trúað að þá munaði lítið um að
syngja Colline og Schaunard ef á
þyrfti að halda, þótt þeir, eins og
sannir heiðursmenn, hafi nú vikið
fyrir yngri mönnum, sem betur passa
í hlutverkin.
Kórinn kom vel út i sýningunni,
óþvingaður og eðlilegur í hreyfingum
og staðsetningum. Hann hefur vaxið
mjög í seinni tið og er laus við þann
kauðahátt, sem gjarnan einkenndi
hann áður.
Úr hatti töframannsins
Hljómsveitina hef ég aldrei heyrt
betri niðri í kramarhúsgryfjunni
sinni. Ég hélt sannast sagna að svo
þykkur strengjahljómur gæti ekki
borist upp úr hljómsveitargreninu og
jafnvægi með blásurum var upp á
það besta. Monsier Jacquillat hlýtur
því að teljast töframaður. Hann hélt
sýningunni liprum höndum svo að
hún rann snurðulaust áfram með
eðlilegri hrynjandi.
Leikstjórn var vel unnin og tók
mið af, og sneiddi hjá vanköntum
hússins. Þannig voru einsöngvarar
jafnan staðsettir fremst á senu þar
sem þeir nutu sín best. Makalaust
góð leikmynd hjálpaði þar líka
sannarlega til.
Nú má vera, að þegar boðið er
upp á vel heppnaða óperusýningu
hérlendis, fái maður glýju í augun og
ofmetnist fyrir hönd aðstandenda
sýningarinnar. Ég held samt, að
borið saman við þær óperusýningar,
sem ég hef séð erlendis megum við vel
við una. Okkar Mimi og Musetta
eiga vissulega heima i óperuhúsum
fyrir ofan alþjóðlegt meðallag og af
sýningunni í heild gæti hvaða
miðlungsópera sem er verið drjúg-
montin.
Þeir kumpánar Guðmundur
Tónlist
r f
EYJÓLFUR
MELSTED V i
Bflstoliðaf stæði:
Fannst gjörónýtur við Vatnsenda
Kona í efra Breiðholti í Reykjavík
situr nú með sárt ennið og veit ekki
alveg hvað hún á til bragðs að taka.
Þegar hún var á leið til vinnu laust
fyrir klukkan níu á laugardagsmorg-
uninn kom i ljós að bíll hennar, Fiat
127 árg. 1974, var horfinn af stæðinu
við Möðrufell 11.
Hún fékk þó far á vinnustað með
nágranna sínum og tilkynnti þegar til
lögreglu að trúlegast hefði bílnum
verið stolið. Skömmu síðar fékk hún
upphringingu frá lögreglunni sem til-
kynnti að bíllinn væri fundinn.
,,Hann er að vísu á hjólunum en það
er ekki mikið meira,” sagði lögreglu-
maðurinn.
Það var upp við Vatnsenda sem
bíllinn fannst. Hafði hann oltið
a.m.k. heila veltu og var svo illa
skemmdur að hann er nú talinn ónýt-
ur. Þykir víst að bílþjófúrinn — eða
þjófarnir — hafi ekið á mikilli ferð
en síðan misst stjórn á bílnum. Gælu
þeir jafnvel hafa meiðzt eitthvað i
veltunni.
Konan stendur nú mjög illa að vígi
þvi þegar síðast fréttist voru þjóf-
arnir ófundnir og ef þeir ekki finnast
verður hún ein að bera skaðann.
Hver sá sem getur einhverjar upplýs-
ingar veitt um bílþjófnaðinn er vin-
samlegast beðinn að láta lögregluna
vita.
-ÓV