Dagblaðið - 21.09.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 21.09.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1981. 3 Ibúar við Hverfisgötui í Hafnarfirði: Vilja láta draga úr aksturshraða um götuna —óánægja vegna seinagangs bæjaryfirvalda FRANZISCA Raddir lesenda Siggi flug vill ekki láta hefta „útsýni” Ingólfs Arnarsonar og Seðlabankinn gæti allt eins byggt uppi á öræfum, hans vegna. DB-mynd: Gunnar Öm. höfuðborg íslands það nafn er hún hefur haldið siðan. Þegar nú Sænska frystihúsið er farið kemur vel í ljós hvað vakti fyrir mönnum þegar stytta Ingólfs var reist. Af Arnarhóli er eitthvert fegursta útsýni yfir sundin sem hugsazt getur og þetta ýtsýni á nú að byrgja með nýtízku steinkumbalda, byggingu Seðlabankans. Þeir sem eru orðnir gamlir og muna Batteríið fyrsta vigi í Reykjavik sem var þar sem Sænska frystihúsið stóð, vildu kannski gjarnan ganga þangað á kyrrum sumarkvöldum og njóta útsýnisins út á Faxaflóa en þvi er ekki lengur að heilsa. Batteríið gamla fór illu heilli í upp- fyllingu hafnarinnar og nú á að steypa þarna upp steinkumbalda og byrgja alveg fyrir útsýnið af Arnar- hóli eins og alltaf þurfi að rjúka upp til handa og fóta um leið og einhver fermetri lóðar losnar. Seðlabankinn gæti sem bezt verið uppi á öræfum með þeirri tækni sem við ráðum yfir og bezt væri honum komið fyrir í grennd við verzlunar- höllina i hinum verðandi nýja miðbæ. Mér datt þetta svona í hug. Hafnfirðingur skrifar: Hér í Hafnarfirði ofbýður okkur, ibúunum við Hverfisgötu, kæruleysi og yfirgangur bæjaryfirvalda með bæjarstjórann í broddi fylkingar. Hér stendur t.d. gamall viti, á baklóð bæjarins við Hverfisgötuna, Hafnfirðingur kvartar undan þvi að bæjaryfirvöld i Hafnarfirði hafi ekki látið fylla upp i skurð er grafinn var i vor til þess að aftengja kapla gamla vitans þeirra. DB-mynd: Bj. Bj. sem bæjaryfirvöld geta ómögulega komið sér saman um hvað skuli gera við. Snemma í vor var vitinn tekinn úr sambandi og grafinn var djúpur skurður svo hægt væri að aftengja leiðslurnar. Gryfjan stendur þarna enn, ófrá- gengin, þrátt fyrir öll fögur loforð um að fylla upp í skurðinn strax að verkinu loknu í vor. ítrekanir um að fá það gert hafa engan árangur borið. Sömuleiðis hefur árangurslaust verið reynt að fá annaðhvort einstefnu eða hraðahindrun við Hverfisgötu. Við höfum því tekið til bragðs að leggja bílum okkar svolítið út á STERKASTA RYKSUGA í HEIMI HOOVER S-3001 Hoover S-3001 er á margatt hátt lattg sterkasta heimilisryksuga sem þekhist. Af 1340 watta afli hreinsar hún öll þtn teppi af hvers kyns óhreinindum. Breyta má um sogstyrk eftir þvt hvað hentar. Þér til mikils vinnuhagreeðis er rofinn t handfanginu, undirþumal- fingrinum. Að hreinsa kverkar er aldeilis auðvelt, stillanlegt sog- stykki sér fyrir því. Stór ttjól og hringlaga lögun gera Hoover S-3001 einkar lipra í snúningum, hún trispar ekki húsgögnin þtn. Til þceginda er sjálfvirkt inndrag á aðtauginni. Hoover S-3001 ber sjálf öll hjálpartceki, svo núgeturþú loksins haft fullt gagn af þeim. Og ekki sist, 12 lítra rykpoki sem enst getur þér í marga mánuði án tcemingar. Hringlaga lögunin gefur hinutn risastóra 12 lítra rykpoka nœgjanlegt rými. HOOVER er heimilishjálp. FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 SENDUM BÆKLINGA Frá Háskólabíói: Gamalt eintak af Sakleysingjanum — ekki var um tæknimistök í sýningu að ræða Friöbert Pálsson, forstjóri Háskóla- biós, hringdi: Ég hringi vegna lesandabréfs í DB, 17. þ.m. þar sem talað er um tækni- leg mistök i sýningu á myndinni Sak- leysinginn, er var mánudagsmynd okkar fyrir nokkru. í lesendabréfinu er minnzt á trufl- anir í hljóði, eitthvert surg og hvíta bletti. Hvort tveggja stafar af að þetta er gömul filma og er farin að slitna. Við áttum ekki kost á annarri filmu en leigðum myndina samt til þess að gefa íslenzkum kvikmynda- unnendum kost á að sjá þessa ágætu mynd — þótt eintakið væri ekki full- komið. Jafnframt er ljósmagnið stillt eftir ákveðnum staðli, sem fylgir frá fram- leiðanda, og teljum við okkur skylt að fara eftir þeim tilmælum. götuna til þess að draga úr umferðar- hraðanum. Við þessa götu býr nefni- lega margt ungt fólk með lítil börn og þar að auki er Lækjarskóli hér við enda götunnar, svo hana verða börnin að fara á leið í skólann. Okkur er þetta kæruleysi og seina- gangur illbærilegt ástand, enda hefur undirskriftasöfnun okkar um efnið verið virt að engu þrátt fyrir samstöðu okkar í málinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Einar I. Halldórsson, sagði: „Þetta er nú mikið orðum aukið. Það er alveg rétt að vitinn var tekinn úr sambandi og ný innsiglingarljós voru sett upp. Þarna var grafinn grunnur skurður til þess að fjarlægja kapla og hafa engar kvartanir borizt til mín um að skurðurinn stæði opinn. í sambandi við Hverfisgötuna, þá kom þarna erindi frá nokkrum íbúum og var þvi vísað til umferðar- nefndar. Nefndin taldi ekki ráðlegt að setja einstefnu á götuna því hætt væri við að það myndi auka hraða umferðar eftir henni.” -FG. Spurning dagsins Er SÍS eins blankt og það segist vera? Guðrún Oddsdóttir húsmóðir: Ég hef ekki hugmynd um það. 4 Theódór Helgason verkamaður: Nú skal ég ekki segja. Hilmir Ásgrimsson bókari: Nei, það er það svo sannarlega ekki. Birgir Guðbjartsson prentari: Nei, það er ábyggilega miklu rikara. Þóra Valtýsdóttir húsmóðir: Það bendir nú ekkert til þess. Hilmar Bernburg prentari: Það get ég ekki ímyndað mér.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.