Dagblaðið - 21.09.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1981.
17
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
KR vann upp 8 marka for-
skot Víkings en tapaði
— Úrslitakeppnin í Reykjavíkurmótinu í handknattleik hófst í gærkvöld
Úrslitakeppni Reykjavíkurmótsins 1
handknattleik hófst i Laugardalshöll-
inni í gærkvöld. Til úrslita leika ÍR,
KR, Valur og Vfkingur. Þessi fjögur lið
urðu i tveimur efstu sætunum i riðla-
keppninni, KR og Valur unnu þar alla
leiki sfna. Leikirnir i gær voru bráð-
skemmtilegir og áhorfendur margir.
Allgóður handknattleikur svona f byrj-
un keppnistfmabilsins. Valur og
Vfkingur stóðu uppi sem sigurvegarar
eftir leikl kvöldsins, Valur sigraði ÍR
19—14. Vikingur sigraði KR 22—17.
Mikil spenna var í leik Víkings og KR
og sveiflur miklar. Meistarar Víkings
léku mjög vel framan af og við þeim
leik áttu KR-ingar ekkert svar. Vík-
ingur var kominn með átta marka
forustu eftir 20 mín., 13—5 og það
virtist stefna í stórsigur liðsins. En Vík-
ingar höfðu keyrt mjög á þessum
mínútum og nokkur stöðnun kom í leik
þeirra. KR-ingar skoruðu fjögur
síðustu mörkin í hálfleiknum, 13—9 í
hálfleik.
Og KR-ingar létu ekki þar við sitja.
Þeir söxuðu smám saman á forskot
Víkings og þegar níu mínútur voru til
leiksloka var staðan orðin jöfn, 16—
16. KR-ingar höfðu meira að segja
tækifæri til að ná forustunni. Tókst
ekki og lokakaflann léku Víkingar eins
og meisturum sæmir. Skoruðu sex
mörk gegn einu síðustu níu mín.
Sigruðu því 22—17. Skemmtilegur
leikur.
Þorbergur Aðalsteinsson var hreint
óstöðvandi í Víkingsliðinu. Skoraði
12 mörk, flest með þrumuskotum. Þá
átti Kristján Sigmundsson mjög góðan
leik í marki Víkings. Sigurður
Gunnarsson lék sinn fyrsta leik með
Víking eftir ársdvöl hjá Bayer Leverku-
sen. Beitti sér ekki mikið í markskotun-
um. Skoraði eitt mark en átti margar
frábærar sendingar sem gáfu mörk.
Allir leikmenn Víkings skoruðu í leikn-
um, Steinar 3, Páll 2, Ólafur 2, Árni 1
og Guðmundur 1. Hjá KR bar mest á
Alfreð Gíslasyni. Skoraði 5 mörk. Eitt
víti. Þá vakti Gunnar bróðir hans at-
hygli en hann gekk úr KA í KR í
sumar. Skoraði 3 mörk. Jóhannes 4,
Konráð 3, Erlendur Davíðsson (áður
Fram) 1 og Haukur Ottesen 1. KR-
ingar högnuðust nokkuð á dómgæzlu
þeirra Gunnlaugs Hjálmarssonar og
Óla Olsen í leiknum. Sex sinnum var
leikmönnum Víkings vikið af velli. Þar
af Árna Indriðasyni þrisvar. Hann var
því útilokaður síðustu 15 mínúturnar.
Tveim KR-ingum var vikið af velli. Eitt
vítakast var dæmt í leiknum og það
fékk KR.
Fyrri leikurinn var milli Vals og ÍR
og spenna þar ekki eins mikil. Staðan í
hálfleik 10—8 fyrir Val. ÍR tókst að
jafna í 12—12 en síðan sigu Valsmenn
hægt og bítandi framúr. Unnu öruggan
sigur, 19—14. Jens Einarsson, mark-
vörður ÍR, sem kominn er frá Vest-
mannaeyjum, var bezti maður leiksins.
Fleiri nýir menn eru í liði ÍR, Björn
Bjömsson, áður Val, og Brynjar
Stefánsson, áður Víking. Valur hefur
misst Bjarna Guðmundsson til Þýzka-
lands og Stefán Halldórsson til Vest-
mannaeyja. Fengið í staðinn Friðrik
Jóhannsson, áður Ármanni, Theódór
Guðfmnsson, Fram, og Jón Gunnars-
son, Fylki.
-hsfm.
Skotar unnu
„Við erum mjög ánægð með þennan
leik þó svo alltaf hefði verið gaman að
halda forystunni sem við höfðum þar
til 6 mfnútur voru til leiksloka. Skozka
liðið er mjög sterkt og stóð sig vel á
móti f ítalfu nýlega. Þetta var 28. lands-
leikur Skota f kvennaknattspyrnu en
okkar fyrsti svo árangurinn hlýtur að
teljast ágætur,” sagði Svanfríður
Guðjónsdóttir, einn af fararstjórum
fslenzka kvennalandsliðsins f knatt-
spyrnu, er DB hafði samband við hana
f Glasgow f gær.
fslenzka kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu tapaði mjög naumlega fyrir
Sex erlendis frá í HM-
leikinn viðTékkana
— Ásgeir, lanus og Arnór koma auk Atla, Magnúsar og Arnar
Sex atvinnumenn okkar f knattspyrn-
unni munu taka þátt I leiknum við
Tékkóslóvakíu f riðlakeppni heims-
meistarakeppninnar á miðvikudaginn.
Það eru þeir Arnór Guðjohnsen,
Lokeren, Ásgeir Sigurvinsson, Bayern
Miinchen, Atli Eðvaldsson, Diissel-
dorf, Janus Guðlaugsson, Fortuna
Köln, Magnús Bergs, Borussia Dort-
mund og Örn Óskarsson, Örgryte. í
morgun var ekld annað vitað en þeir
kæmu allir heim f dag. Pétur Péturs-
son, Anderlecht, gaf ekki kost á sér i
leikinn.
Landsliðið gegn Tékkum verður
endanlega tilkynnt f kvöld á blaða-
mannafundi. Enn var vafi með Þor-
stein Bjarnason, ÍBK, og eins Ragnar
Margeirsson, ÍBK. Allar lfkur eru á að
þeir sex menn sem koma að utan verði f
byrjunarliðinu. Hinir fimm verða, ef
að Ifkum lætur, Guðmundur Baldurs-
son, Marteinn Geirsson og Pétur Orm-
slev, allir Fram, Viöar Halldórsson,
FH, Sævar Jónsson, Val, eða Sigurður
Lárusson, Akranesi. Þá eru Sigurður
Halldórsson, Akranesi og Olafur
Björnsson, Breiðabliki, f hópnum. Ef
Þorsteinn verður ekki f hópnum verður
ViggóSigurðsson
i mörk
markvörö deildarinnar, Rudi Kargus.
Frank Mill á 21. mín. og Wilfried
Hannes á 22. komu Gladbach í 2—0.
Dressel minnkaði muninn á 26. mín. en
Mill skoraði aftur á 35. mín. 3—1.
Tveimur mín síðar. skoraði Dieter
Lieberwirth fyrir Niimberg en Hans-
GUnther Bruns tryggði sigur Gladbach
á54. mín. Áhorfendur 12.000.
Darmstadt—Karlsruha 2—6 (1 —0)
Martröð Darmstadt á heimavelli og
ekkert virðist bíða þess nema fall.
Darmstadt komst í 1—0 eftir 10 mín.
þegar Bodo Mattern skoraði úr víti en
síðan ekki söguna meir. Gerhard Bold
skoraði 3 mörk, Emanuel Gilnther 2 og
Stefan Gross eitt fyrir gestina en Peter
Cestonaro skaut einu inn á milli fyrir
Darmstadt. Mér segir svo hugur um að
þjálfari Darmstadt sé sá sem rekinn
verði næst.
Stuttgart—Köln 1-1 (1-1)
Dieter MUller, markaskorarinn
mikli, var seldur frá Köln til Stuttgart á
1,8 milljón marka í vor. Hann átti í
stöðugu þrasi við Toni Schumacher
markvörð og fleiri í Kölnarliðinu.
Honum hefur gengið illa að skora fyrir
Stuttgart til þessa og fyrir leikinn
sagðist hann ætla að skora hjá Schu-
macher. Það stóð hann við á 36. mín.
og fagnaði ákaft. En Köln með sína 4
sóknarmenn vildi stig og Pierre Litt-
barski jafnaði beint úr aukaspyrnu á
40. mín. með bananaskoti yfir varnar-
vegginn upp í hægra markhornið. Leik-
urinn var mjög harður, 6 gul spjöld
og fjöldi aukaspyrna. Nokkuð sann-
gjörn úrslit en þó var Stuttgart nær
sigri. Dieter Múller skoraði aftur en var
dæmdur rangstæður. Didier Sbc átti
þrumuskot sem stefndi efst í mark-
hornið en Schumacher bjargaði glæsi-
lega. Áhorfendur 27.000.
Breman—DUssaldorf 4—1 (2—0)
Það bíður Atla Eðvaldssonar erfitt
verkefni hjá Dússeldorf, nefnilega að
skora mörk. Dússeldorf seldi í fyrra
sinn bezta mann, Klaus Allofs, og
hefur síðan verið á höttunum eftir
sóknarmönnum og hver veit nema tveir
íslendingar verði í liðinu áður en langt
um líður og skjóti Dilsseldorf úr fall-
sæti. Bremen er talið lang-sterkasta lið
sem komið hefur úr 2. deild i mörg ár
og með þessum sigri eru þeir komnir í
annað sætið. DUsseldorf lék mjög illa
og Bremen átti ekki í erfiðleikum. 1—
0: Rigobert Gruber 13. mín., 2—0: Er-
win Kostedde 34. mín., 2—1: Thomas
Allofs 58 mín., 3—1: Uwe Bracht 59.
mín., 4—1: Rigobert Gruber 69. mín.
Áhorfendur 25.000.
í 2. deild er Fortuna Köln, lið Janus-
ar Guðlaugssonar, efst með 12 stig eftir
góðan sigur heima gegn Bayer
Uerdingen sem lék í 1. deild í fyrra, 3—
1. Janus skoraði ekki en átti góðan
leik. Lið Hilperts, fyrrum þjálfara
Akurnesinga, Wattenscheid 09, vann
Hertha í Berlín 1—2 og er með 11 stig
ásamt fjórum öðrum liðum. Fjögur
önnur hafa tíu stig og þrjú níu stig svo
baráttan er gífurleg og ómögulegt að
spá nokkru. Þrjú lið komast upp í
Bundesliguna. -Viggó/VS.
Guðmundur Ásgeirsson, Breiðabliki,
varamarkvörður. -hsim.
Skotum í landsleik í Glasgow í gær.
Skotar sigruðu 3—2 eftir að hafa verið
1—0 yfir í hálfleik. Bryndís Einars-
dóttir jafnaði fyrir ísland þegar 15 mín.
voru liðnar af síðari hálfleik og var það
því fyrsta mark sem ísland skorar í
landsleik í kvennaknattspyrnu. Rétt á
eftir skoraði Ásta B. Gunnlaugsdóttir
annað mark íslands og staðan því
óvænt orðin 2—1, íslenzku stúlkunum í
vil. Þannig var staðan þar til 6 mínútur
voru til leiksloka er þeim skozku tókst
að jafna. Þær skoruðu svo sigurmark
leiksins mínútu síðar.
Leikurinn fór fram við mjög erfiðar
aðstæður, úrhellisrigning var og völlur-
inn þungur. Þar við bættist að leiktími
var mun lengri en venjan er hér á landi í
kvennaknattspyrnu, 2x45 mín. í stað
2x35 mín. sem er sá leiktími sem
gefinn er upp í alþjóðareglum og farið
er eftir hérlendis. Árangur íslenzku
stúlknanna er því mjög athyglisverður
og ætti að vera íslenzkri kvennaknatt-
spyrnu til mikillar hvatningar. Skozka
liðið er væntanlegt hingað til lands
næsta sumar og verður þá leikinn fyrsti
landsleikur í kvennaknattspyrnu hér á
landi. íslenzku stúlkurnar eru væntan-
legar heim í dag. -VS.
Stjörnuvélin oft-
ast f hægagangi
og gömlu Celtic-kapparnir sigruðu
Kaflavfkurvöllur, Stjörnulið Hemma
Gunn. 1:3 (0:3)
Skozku öldungarnir I Celticliðinu
sigruðu stjörnulið Hemma Gunn — að
visu án hans sjálfs — með þremur
mörkum gegn einu suður i Keflavik í
gær að viðstöddum, þvi miður, allt of
fáum áhorfendum og kann köld norð-
anáttin að hafa valdið þvi. Skotarnir
sýndu oft á tiðum mjög skemmtilegan
og vel útfærðan leik og þótt þeir hafi
ekki æft saman um margra ára bii og
sumir hverjir komnir af léttasta skeiði,
eins og útlitið bar með sér, því nokkrir
þeirra voru orðnir mjög svipaðir að
vexti og uppáhaldshluturinn þeirra —
knötturinn. En þrátt fyrir „yfirvigt-
ina” var leikskipulagið gott og þeir
voru fljótari að skila frá sér knettinum
en stjörnuliðsmenn, sem fóru sér full-
hægt og voru á stundum of skotgráð-
ugir.
Menn áttuðu sig ekki alveg á því
hvers vegna dómarinn, Guðmundur
Haraldsson, kom knattarlaus inn á
völlinn en horfði í þess stað himins, rétt
eins og hann ætti von á honum þaðan,
sem og kom á daginn. Fallhlífarstökkv-
ari kom svífandi niður í áttina að leik-
vellinum, lenti að vísu sunnan hans, en
eigi að síður komst knötturinn á miðju-
punktinn innan tíðar. Ágætt atvik
svona til að koma með einhverja ný-
ung.
Það tók Skotana aðeins stundar-
fjórðung að komast í æfmgu. Stjörnu-
liðið sótti meira í fyrstunni og Kári
Árnason, léttur á fæti, átti hörkuskot
að markinu eftir langan einleik, en
skotið geigaði. Skömmu síðar gleymdi
stjörnuliðsvörnin hinum bústna Joe
McBride, sem stóð einn og óvaldaður
inni i vítateignum en hann kiknaði
undir „sjálfum sér” og skaut púður-
skoti, sem Þorbergur Atlason var ekki i
vandræðum með að stöðva.
En ekki leið á löngu þar til vörn land-
ans opnaðist eins og flóðgátt og þá stóð
ekki á mörkunum. Harry Hood smaug
í gegn og skoraði fyrsta markið. Síðan
Bobby Lennox og svo kom röðin að
Joe McBride — og nú var hann kominn
á skotskóna — skaut föstu skoti beint i
markið, 3:0.
Strax i upphafi seinni hálfleiks skor-
aði Ingi Björn Albertsson af stuttu
færi. John Fallon markvörður missti
knöttinn fyrir fætur hans og Ingi Björn
þakkaði klaufaskapinn og sendi knött-
inn í netið. Ingi Björn ,,óð” síðan í
tækifærum en skotfimin brást.
Stjörnuliðið sótti mun meira en
Skotarnir í seinni hálfleik enda undan
norðan kaldanum. Skotarnir vörðust
mjög vel og skipulega enda fengu þeir í
flestum tilvikum tima til að hópast í
vörnina þvi stjörnuvélin var oftast í
hægagangi. Þó voru margir leikmenn
þess í fullri æfingu eftir nýlokið keppn-
istímabil eins og Ásgeir Elíasson, Jón
Gunnlaugsson, Ingi Björn og fl. Líka
má segja að hinir gömlu, eins og Einar
Gunnarsson, Björn Lárusson, Skúli
Ágússtsson, Kári Árnason, Magnús
Torfason, sem átti hörkuskot í þverslá i
fyrri hálfleik og Jón Ólafur Jónsson
hafi komið á óvart hvað getu snertir, en
þeir ásamt fleirum sýndu að lengi lifir i
gömlum glæðum.
Jimmy Johnstone var beztur í Celtic-
liðinu, leikinn og fljótur, svo og Jim
Craig, hægri bakvörður, sem stöðvaði
margar sóknartilraunir stjörnuliðsins.
Annar voru allir leikmennirnir lygilega
úthaldsgóðir, knatttækninni hafa þeir
ekki glatað og gladdi snilli þeirra svo
sannarlega augu áhorfenda. Mættum
við sjá meira af slíku í framtíðinni —
hvort sem það verða Skotar eða ein-
hverjir aðrir.
-emm.
Atli Eðvaldsson.
Atli hef ur
skrifað undir
„Ég skrifaði undir samning við Fort-
una Dússeldorf á laugardagsmorgun og
samningurinn gildir til vors 1983. Hins
vegar er sá varnagli i samningnum, að
ég get farið frá Fortuna til annars liðs í
Bundesligunni næsta vor ef Fortuna
Dússeldorf fellur niður i 2. deild,”
sagði Atli Eðvaldsson, þegar DB hafði
samband við hann i gærkvöld.
„Ég er mjög ánægður með minn
hlut. Hlakka til að breyta. Kaupverðið
milii félaganna var 400 þúsund mörk
og ég leik minn fyrsta leik með liðinu
næstkomandi laugardag. Þá leikur
Fortuna Dússeldorf við Bochum á úti-
velli. Willi Reikne hjálpaði mér við
samningana milli Borussia Dortmund
og Fortuna Dússeldorf. Ég kem heim í
HM-leikinn við Tékka i dag og senni-
iega verður Pétur Ormslev, Fram, mér
samferða út aftur. Möguleiki er á þvi
að hann gerist einnig leikmaður hjá
Dússeldorf.”
í sambandi við Willi Reinke má geta
þess, að Knattspyrnusamband íslands
hefur kært hann til Evrópusambands-
ins í knattspyrnu og einnig til þýzka
knattspyrnusambandsins vegna
viðræðna hans við islenzka leikmenn
meðan keppnistimabilið stendur yfir.
Vestur-þýzki
handboltinn
Úrslit i vestur-þýzka handknattleikn-
um um helgina:
Gummersbach—Essen 15—13
Leverkusen—Dortmund 20—14
Dietzenbach—Kiel 22—17
Göppingen—Húttenberg 20—14
Hofweier—Berlin 26—20
Grosswaldstadt—Gúnzburg 20—17
Nettelstedt—Númberg 22—16
Góður sigur Leverkusen og Viggó
Sigurðsson skoraði 4 mörk. Grosswald-
stadt er efst eftir þrjár umferðir með 6
stig en siðan koma sex lið með 4 stig,
þar á meðal Gummersbach og Leverku-
sen. -VS.
Markaleysi
áítalíu
ítalir eru samir við sig. í tveimur
fyrstu umferðunum i 1. deildinni hafa
aðeins 24 mörk verið skoruð, 11 um
þessa helgi. Af þessum 24 mörkum
hefur Juventus skorað sjö, eða næstum
einn þriðja. Tiu ieikjum af sextán hefur
lyktað með jafntefli og aðeins fjögur af
sextán liðunum hafa unnið leik,
Juventus og Torino báða sina og eru
þvi efst með 4 stig hvort. Úrslit um
helgina urðu þessi:
Ascoli—Udinese 3—0
Avellino—Juventus 0—1
Cagliari—Napoli 1—1
Catanzaro—Inter Milano 0—0
Cesena—Roma 1—1
Como—Genoa 1—1
AC Milano—Fiorentina 0—0
Torino—Bologna 1—0
-VS.