Dagblaðið - 21.09.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 21.09.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1981. 12 Srjálst, úháð dagblað Útgofandi: Dagbiaðið hf. Framkvæmdastjórí: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson. Aflstoðarritstjórí: Haukur Helgason. Fróttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Monning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aðatoflorfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrimur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefónsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Krístján Mór Unnarason, Sigurflur Sverrísson. Ljósmyndir Bjamleifur Bjamloifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurður Þorri Sigurflsson og Sveinn Þormóflsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þróínn Þorlerfsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Halldórs- son. Dreifingarstjórí: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadoild, auglýsingar og skrífstofur Þvorholti 11. Aflalsími blaflsins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Stflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skorfunni 10. Áskríftarverfl á mánufli kr. 85,00. Verfl I lausasölu kr. 6,00. GunnarogGeir Helzta vonin um sættir í Sjálfstæðis- flokknum hefur byggzt á þeim hug- myndum, að bæði Geir og Gunnar létu af embættum sínum í flokknum. Við tækju nýir menn, sem ekki væru jafn- ataðir af innanflokkserjum. Þessar vonir virðast munu bregðast. Geir Hallgrims- son og hans menn stefna að endurkjöri Geirs sem for- manns Sjálfstæðisflokksins. Jafnframt vilja margir í þeirri sveit þurrka Gunnar og hans menn út úr áhrifa- stöðum í flokknum. Þar taki menn Geirs við, meðal annars stöðu varaformanns. Sáttaviðræður Geirs- og Gunnarsmanna, sem hófust í síðustu viku, hafa engan árangur borið. Meðal óbreyttra sjálfstæðismanna er því uggur um, að á landsfundinum í októberlok komi til uppgjörs. Gunnarsmenn verði knésettir. Slíkt mundi að líkindum leiða til algers klofnings flokksins. Gunnar Thoroddsen hefur gefið í skyn, að við slíkar aðstæður kæmi sér- framboð hans manna og jafnvel stofnun nýs flokks mjög til álita. Harðlínumenn úr Geirsarminum réðu lögum og lofum á nýafstöðnu þingi ungra sjálfstæðismanna. Ályktanir voru samþykktar þess efnis, að sjálfstæðis- menn lúti framvegis flokksaga varðandi afstöðu til stjórnarmyndunar og þátttöku í ríkisstjórn en víki ella úr Sjálfstæðisflokknum. Geirsmenn hyggjast vafalaust fá ámóta ályktun sam- þykkta á landsfundi, þó þannig, að ,,hún verki ekki aftur fyrir sig”. Sem stendur yrði sem sé ekki sjálfgefið, að Gunnar og hans menn yrðu brottrækir úr flokknum. Margt bendir til þess, að Geirsmenn hyggist fá einn úr sínum röðum, Matthías Bjarnason alþingismann, í stöðu varaformanns í stað Gunnars. Matthías er einn hinn mesti harðlínumaður í flokkn- um, þegar um ræðir afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Margir sjálfstæðismenn munu kjósa, að sættir í flokknum byggist á, að nýir menn taki þar forystu. En að sjálfsögðu hnígur það i átt til stóraukinnar sundrungar í röðum sjálfstæðismanna, ef annar armurinn notar landsfundinn til að knésetja hinn. Hvernig geta sjálfstæðismenn komizt hjá algerum klofningi flokksins við núverandi aðstæður? Geir hyggst halda formennsku áfram, að minnsta kosti í tvö ár enn. Að svo komnu gæti sú leið verið sjálfstæðismönnum hagstæðust, til að komast hjá algerum klofningi, að Gunnar héldi áfram sem varaformaður og hans stuðningsmenn héldu sínum stöðum óbreyttum. Slíkt óbreytt ástand, „status quo”, væri að minnsta kosti vænlegra en hitt, sem nú stefnir í, að Geirsmenn noti meirihlutaaðstöðu á landsfundi til að knésetja andstæðinga sína. Við óbreytt ástand væri allavega haldið voninni um, að síðar meir gætu hinir ósáttu armar náð samkomu- lagi. Stjórnmálaástandið breytist stöðugt. Þær aðstæður gætu skapazt, að grundvöllur yrði á ný til einingar í Sjálfstæðisflokknum. P0UHK0G ÍBÚDAMÁL Sú var tíðin, að íslendingar bjuggu í moldarkofum. Raunar var hér um torfbæi að ræða, enda er það nafn öllu reisulegra. Nóg var víðast hvar af torfi og grjóti, en rekaviður var oft notaður til að halda uppi þakinu. Þessi byggingarmátf var einfaldur og hæfði okkar fátæka þjóðfélagi. Allt frá landnámi og fram á þessa öld, eða i 1000 ár, voru torfbæirnir næstum eini húsakosturinn. Á rúmlega miðj- um aldri eru ýmsir, sem fæddir voru í torfbæjum fyrir 40—50árum. Ný hús í dag er öldin önnur. Gömlu kof- arnir eru flestir rústir einar. í stað þeirra eru komnar hallir úr stein- steypu og tvöföldu gleri, harðviður í eldhúsi, flísar á baði og síðast en ekki síst hitaveita, sem heldur húsun- um þægilega heitum, jai'nvei i köld- ustu veðrum. Heita vatnið fylgir óskammtað til annarra nota. Þetta er raunar bylting frá gömlu moldarbæjunum og enginn hefði jpáð slíku fyrir nokkrum áratugum. Hefði spádómur í þessa átt þótt fjar- stæða og rugl. Með öllum nýju húsunum hefur komið annað vandamál, sem ekki var til áður í allri eymdinni og volæðinu, en þá er átt við pólitíkina. Umræða um húsnæðismál ber síðustu vikur merki æsinga og jafnvel mætti tala um móðursýki. Sumir vilja taka auðar íbúðir og setja með valdboði inn í þær fólk, sem er á götunni. Aðrir telja sig verja eignarréttinn og mega ekki heyra á það minnst. Varla kemur slikt tal nokkru góðu til leiðar. Kjallarinn LúðvíKGizurarson ^„Þótt það sé alltaf nokkuð freistandi í pólitískri umræðu aö stofna til æsinga, þá veröa þær aö vera í hófi. í staö þeirra þarf að koma sameinað átak allra aðila, sem tengjast íbúöamálum í þá átt, að öld verðtrygg- ingar verði til þess, að nýir möguleikar til lausnar húsnæðisvandanum séu nýttir.” Stórt málefni Húsnæðismálin eru mjög stórt atriði í öllum okkar lífskjörum, þótt varla verði það mælt í vísitölustigum, þegar flutt var úr gömlu moldarkof- unum í nýtízku ibúðir. Alltaf er samt verið að reikna og reikna í sambandi við allar „kjarabæturnar”. Eða getur þetta fallið undir „kjaraskerð- ingu”? Svo haldið sé áfram án gamans þá vantar okkur heildarstefnu í ibúðar- málum. Við höfum á ýmsum stöðum marga aðila, sem vinna gott starf í Bandamanna saga hin nýja Alþýðusamband Vestfjarða hefur ákveðið að taka samningamál félags- manna sinna í eigin hendur. Eins og aðstæður eru nú telur vestfirska verkalýðshreyfingin að samninga- málin séu betur komin í eigin höndum en með því að vestfirskt verkafólk taki þátt í hinu svokallaða „stóra samfloti” undir leiðsögn A.S.l. forustunnar, þar sem verka- lýðsforingjar víðsvegar af landinu eru látnir dvelja á hótelum í Reykja- vík vikum saman á meðan Ásmundur og Björn Þórhallsson teygja hrátt skinn við Vinnuveitendasambandið og ríkisstjórnina. Þessi afstaða Vestfirðinga er ekkert einsdæmi. Samtök bókagerðar- manna hafa ekki aðeins kvatt „stóra samflotið” heldur einnig sjálft Alþýðusambandið. Elsta og virðu- legasta stéttarfélagið á íslandi; braut- ryðjandi íslenskrar verkalýðsbaráttu; telur sig ekki lengur eiga neina samleið með Alþýðusambandi íslands. Fleiri sambönd kveðja Þeir eru fleiri en bókagerðarmenn, sem hafa sagt skilið við leiðsögn ríkisstjórnarsamsteypunnar í Alþýðusambandinu við kjara- samningagerðina á hausti komanda. Samband byggingaiðnaðarmanna hefur nýlega gert samþykkt um að það muni taka sjálft i hendur samningana um svokölluð „sérkjara- mál” sín en eiga aðild að heildar- samningargerð um málefni, sem kynnu að vera sameiginleg með öðrum stéttarfélögum. Þetta þýðir raunar að Samband byggingarmanna fer sjálft með sína alvöru kjara- samninga en gerir út einskonar sendi- herra til Ásmundar og félaga til þess Sömu afstöðu hefur Rafiðnaðarsam- band íslands tekið. Þegar þetta er ritað er líklegt að fleiri fagsambönd taki með svip- uðum hætti á samningamálunum þannig að þegar upp verði staðið verði aðeins láglaunafélögin — verkamannasambandsfélögin, iðju- félögin og verzlunarmannafélögin — látin sitja eftir í samflotinu og draga vagn heildarkjarasamningagerðar með fulltrúa hálaunuðu hópanna sér við hlið sem einskonar áheyrnarfull- trúa eða sendiherra. Þegar hin svo- kallaða heildarsamningagerð er búin og láglaunafólkið búið að ganga frá sínum samningum þá koma rafiðnaðarmenn, byggingarmenn, bókagerðarmenn og hugsanlega járn- iðnaðarmenn og hefja alvöru kjara- samninga fyrir sig. Forystumönnum verkalýðsfélaga á Vestfjörðum, hvar í flokki sem þeir standa, var ljóst að hverju stefndi. Ófaglærða fólkið átti að draga vagn- inn í heildarkjarasamningagerðinni og þegar það hafði lokið sér af að fylgjast með hvað gerast kann í ætluðu önnur landssambönd að samflotinu stóra og tryggja að koma í kjölfarið og semja um langt byggingarmenn missi þar einksis í. um meiri hækkanir fyrir sig. Kjallarinn Sighvatur Björgvinsson £„Hvar finna menn fegurra mannlíf en þar sem atvinnurekandi stjórnar Alþýðusam- bandinu og launþegi Vinnuveitendasamband- inu? Þetta er eins og lýsing á Paradís og því sæluástandi sæmir að sjálfsögðu ekkert minna en heildarsamflot. Ljónið gælir við lambið... ”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.