Dagblaðið - 21.09.1981, Síða 22
22
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1981.
BÆKUR
Rasmus klumpur
og fólagar komnir til íslands
Bókaútgáfan örn og örlygur hefur
gefið út tvaer litprentaðar teiknimynda-
bækur í bókaflokknum um Rasmus
klump og félaga, nefnast þær Rasmus
klumpur smíðar skip og Rasmus
klumpur skoðar pýramída. Höfundar
bókanna eru þau Carla og Vilhelm
Hansen en Andrés Indriðason þýddi
textann á íslenzku. Teiknimyndabæk-
urnar um Rasmus klump og félaga hafa
veitt milljónum barna um allan heim
ótal ánægjustundir og mörg íslenzk
börn munu kannast við undraveröld
þessara yndislegu sakleysingja úr dag-
blöðum og ÆSKUNNI þar sem sög-
urnar hafa oft birzt sem framhalds-
þættir á undanförnum árum.
Samhliða útgáfu framanefndra
bóka hefur bókaútgáfan einnig sent á
markað litlar gúmmíbrúður af helztu
sögupersónum bókanna og fást þær í
öllum bókabúðum og víðar.
Dómar úr
stjórn-
skipunarrétti
Út eru komnir Dómar úr stjórnskipun-
arrétti, Gunnar G. Schram tók saman.
Útgefandi er IÐUNN. — Bók
þessi hefur að geyma ágrip flestra
þeirra dóma Landsyfirréttar og Hæsta-
réttar sem varða stjórnarskrá íslands.
Ágripin eru lykill að dómum er um
stjórnarskrána fjalla og þau ágrein-
ingsefni sem risið hafa varðandi skýr-
ingar og túlkun á hinum einstöku
stjórnarskrárgreinum. Þær dómsúr-
lausnir hafa bæði fræðilegt og raun-
^ /ÚNl ^
Dans-
námskeið
Þjóðdansafélags
Reykjavíkur
hefjast mánudaginn 28. september 1981 í Fáksheimilinu
v/Bústaðaveg. Barnaflokkar frá kl. 4.30. Gömlu dansar,
fullorðnir kl. 8—11. Þjóðdansar, fullorðnir kl. 8—10 á
fimmtudögum i fimleikasal Vörðuskóla.
Innritun og upplýsingar í síma 75770 eftir kl. 2 á daginn.
Þjóðdansafélagið.
Hellissandur:
Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni strax. Upp-
lýsingar á afgreiðslu Dagblaðsins í síma 91-
27022.
Breiðdalsvík
Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni á Breiðdals-
vík. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 97-
5677 eða á afgreiðslunni í síma 91-27022.
Eskifjörður
Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni á Eskifirði.
Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 97-6331
eða á afgreiðslunni í síma 91-27022.
Þórkötiustaðahverfi Grindavík
Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni í Þórkötlu-
staðahverfi Grindavík. Upplýsingar hjá umboðs-
manni í síma 92-8061 eða á afgreiðslunni í síma
91-27022.
hæft gildi, þar sem hér er fjallað um
grundvallarlög landsins og meginþætti
íslenzkrar stjórnskipunar. Ágripin eru
387 taisins, en dómarnir nokkru færri
sem reifaðir eru, þar sem sumra dóma
er getið tvisvar eða oftar. Elzti dómur-
inn er frá árinu 1877 en þeir yngstu frá
1980.
1 lok bókarinnar er birt skrá yfir
dóma samkvæmt greinum stjórnar-
skrárinnar og önnur skrá yfir dóma í
aldursröð. Þá fylgir skrá yfir öll lög
sem vitnað er til, bæði þau sem fallin
eru úr gildi og þau sem enn eru í gildi.
Þorgeir örlygsson fulltrúi yfirborgar-
dómara hefur tekið skrárnar saman.
Dómar úr stjórnskipunarrétti er 196
blaðsíður aðstærð. Oddi prentaði.
Forritunarmálið
Basic
Út er komin bókin Forritunarmálið
BASIC. Halla Björg Baldursdóttir
menntaskólakennari tók saman. Útgef-
andi er IÐUNN. Þetta er kennslubók í
tölvufræðum og ætluð framhalds-
skólum. í formála kemst höfundur svo
að orði meðal annars: „Kennsla í
tölvufræði er einkum fólgin í tveimur
þáttum, annars vegar aimennri fræðslu
um tölvur, sögu þeirra, uppbyggingu
og notkunarsvið, hins vegar kennslu í
gerð vinnuleiðbeininga handa tölvum,
þ.e. forritun. Leiðbeiningarnar minna
um margt á alls kyns leiðarvísa og for-
skriftir sem við notum daglega, nema
hvað þær eru skrifaðar á sérstökum
tölvu- eða forritunarmálum . . . Und-
anfarin ár hefur forritunarmálið BAS-
IC (Beginner’s All-purpose Symbolic
Instruction Code) náð miklum vin-
sæidum Það er einfalt en jafnframt öfl-
ugt og gerir litlar kröfur um forkunn-
áttu. Upprunalega var það aðeins ætl-
að til kennslu en nú er svo komið að
flestar smátölvur (og reyndar þær
stærri líka) skilja Basic.”
Bókin skiptist í tíu aðalkafla. Fjallar
hinn fyrsti um almenn atriði tölvufræð-
innar, næstu átta kaflar gera grein fyrir
forritunarmálinu, en síðasti kaflinn er
um skráarvinnslu. Þá eru æfingar,
fræðiritatákn, helztu Basic-skipanir og
loks heimildaskrá. Bókin er tæpar 140
blaðsíður, fjölrituð í Offset-fjölrit-
arstofu Birkis.
Heimur rúms og
tíma
nefnist ný bók eftir Brynjólf Bjarnason
og er hún gefin út hjá MÁLI og
MENNINGU. Þetta er heimspekirit og
fjallar um heimsmynd nútimans. Höf-
undur fjallar nokkuð rækilega um af-
stæðiskenninguna og þá gerbreyttu
heimsmynd sem hún hafði í för með
sér. Síðan er fjallað um stöðu mannsins
í þeirri vísindalegu efnishyggju og
nauðhyggju sem nú ríkir og nauðsyn
nýrrar lífssýnar ,,sem ekki aðeins játar
veruleika mannsins, heldur skilur hann
miklu dýpri skilningi en allar fyrri kyn-
slóðir”.
Heimur rúms og tíma er sjötta heim-
spekibók Brynjólfs Bjarnasonar. Fyrri
bækurnar hafa hlotið mjög góðar
viðtökur og eru sumar uppseldar.
Heimur rúms og tíma er 235 síður og
henni fylgir orðaskrá og nafnaskrá.
Prentsmiðjan Hólar hf. prentaði bók-
ina.
Ströndin biá
eftir Kristmann Guðmunds-
son
Út er komin hjá Námsgagnastofnun
skáldsagan Ströndin blá eftir Krist-
mann Guðmundsson.
Erlendur Jónsson hafði umsjón með
útgáfunni og segir hann m.a. í formáls-
orðum:
„Ströndin blá kom fyrst út i íslenzkri
þýðingu höfundar 1940 en hann var þá
fluttur heim frá Noregi. Um sama leyti
las Kristmann söguna í útvarpið. „Var
henni svo vel tekið að undrun sætti,”
segir í Loganum hvíta; „til mín
streymdu þakkarbréf frá ýmsum lands-
hlutum og þótti mér vænt um þá viður-
kenningu af því að hún kom frá þjóð-
inni sjálfri.”
Útgáfan var þó tæpast nógu vönduð.
En höfundur endurbætti og slípaði
texta sinn fyrir aðra útgáfu er birtist í
„Skáldverk III” 1978. Er þeim texta
fylgt hér og má því líta á þetta sem end-
anlega gerð sögunnar.
Verkefni fylgja hverjum kafla —
íhugunarefni væri ef til vill réttara að
segja — og er sérhverjum lesanda í
sjálfsvald sett hvort eða hvernig hann
notar þau. Aftast í bókinni eru svo
prentaðar fáeinar orðaskýringar. Allt-
ént er álitamál hvað útskýra skal og
hvað ekki og er engum það ljósara en
umsjónarmanni þessarar útgáfu. Heilt
úthaf þjóðlífsbreytinga aðskilur núlif-
andi ungkynslóð frá tökubörnunum í
Skógarnesi og vart að furða þó orð og
hugtök skolist til í slíku umróti. En
góður skáldskapur heldur alltaf gildi
sínu hvað sem annars breytist og um-
turnast.
Ströndin blá er skemmtilegt, blæ-
brigðaríkt og trúverðugt skáldverk sem
ÍSOSSÖ-IS
á skilið að vera lesið, brotið til mergjar
og munað.”
Ströndin blá er 5. bindið í flokki
bókmenntaverka handa skólum sem
Ríkisútgáfa námsbókahleypti af stokk-
um 1970 með útkomu Leiks að stráum
eftir Gunnar Gunnarsson.
Síðan hafa komið út eftirtalin verk:
1972: Kristrún i Hamravík eftir
Guðmund G. Hagalín.
1975: Syrpa úr verkum Halldórs Lax-
ness.
1978: Á meðal skáldfugla. Úrval úr
ljóðum Tómasar Guðmundssonar.
Ströndin blá er 222 bls. Prentsmiðja
Hafnarfjarðar annaðist prentun og
bókband og Árni Elfar teiknaði mynd-
ir.
SSCI Stofublóm cinkctmi • • umhirAn
■ • . * - %\ f ^ ' 1 : r. ' & Jsí ? ■ ^ rM
350 stofublóm
MÁL OG MENNING hefur sent frá
sér bókina 350 stofublóm eftir Rob
Herwig. Óli Valur Hansson garðyrkju-
ráðunautur þýddi og staðfærði.
Þessi bók fjallar um öll helztu blóm
sem ræktuð eru og unnt er að rækta í
heimahúsum hér á landi. Fjallað er um
umhirðu plantna, staðsetningu og vaxt-
arskilyrði og siðan er hverju blómi
helgaður sérstakur kafli ásamt yfirliti
um þörf þess fyrir birtu, hita, jarðveg
og vatn. í bókinni er að finna hug-
myndir um hvernig koma má fyrir
blómum í gluggum, kerjum og blóma-
skálum, um ræktun í flöskum, vatns-
rækt, gróðurvinjar á skrifstofum o.fl.
Bókin er rikulega og glæsilega mynd-
skreytt, m.a. litmyndir af öllum þeim
blómum sem um er fjallað og henni
fylgir nafnaskrá, bæði yfir íslenzk heiti
blómanna og fræðiheiti þeirra.
Oddi hf. annaðist setningu og filmu-
vinnu, en bókin er prentuð í Hol-
landi. Hún er 192 bls. að stærð.
Morgcin
Louis Masterson
Morgan Kane:
Glæfraspil
í New Orleans
Út er komin 29. bókin í bókaflokknum
um Morgan Kane og heitir hún
„GLÆFRASPIL í NEWORLEA-
ANS”.
Yfirvöld þurftu að grípa til sinna
ráða, þegar lík Gormans lögreglustjóra
fannst í Missisippi. Eitthvað hafði farið
úr lagi um borð í „Confederate
Queen”. Höfðu falsspilararnir sem
léku lausum hala um borð í hjólabátn-
um verið þar að verki? Eða áttu
„Fljótarotturnar” leikinn núna, en
þær voru morðingjar, sem birtust úr
fenjunum og myrtu áhöfn og farþega
skipanna, sem um fljótið sigldu.
Morgan Kane fór til New Orleans til
að Ijóstra upp um hina seku og komast
að hinu rétta.
Gat jafnvel maður á borð við
Morgan Kane lifað af það stjórnlausa
víti, sem við honum blasti?