Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.09.1981, Qupperneq 6

Dagblaðið - 21.09.1981, Qupperneq 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1981. Rakarastofan Klapparstíg Sími12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 Myndlistaklúbbur Tekur til starfa í Hafnarfirði í byrjun október. Uppl. í síma 52826 eða 50269 eftir kl. 18: SELFOSS Blaöburðarfólk óskast strax til blaðburðar og umsjónar fyrir utan á (ekki yngri en 12 ára). Upplýsingar gefur umboðsmaður í síma 99- 1492. mBIAÐIB SÁLFRÆÐINGAR-FÉLAGSRÁÐGJAFAR Okkur vantar sálfræðing, forstöðumann, ráðgjafarþjón- ustu skóla á Norðurlandi vestra. Einnig vantar félagsráð- gjafa sem starfsmann á deildina sem allra fyrst. Mjög góð vinnuskilyrði og gott húsnæði á staðnum. Umsóknir sendist Fræðsluskrifstofu Norðurlands vestra, Kvennaskólanum, 540 Blönduósi. Fræðslustjóri. Atvinna — Iðnaður Viljum ráða: 1. Tæknifræðing eða starfskraft með sambæriiega mennt- un tii hönnunar og iðnþróunarstarfa. 2. Rafvirkja eða starfskraft sem hefur áhuga á fram- leiðsluiðnaði innan rafsviðs. 3. Sölumann til sölu á raftækjum og byggingahlutum (sér hönnuðum). 4. Iðnverkamenn til framleiðslustarfa. Gerð er krafa um handiagni og iipurð. Hér er um framtíðarstörf að ræða. Góð vinnuaðstaða og mötuneyti á staðnum. Nánari uppl. veittar í síma 50670 milli kl. 16 og 19 næstu virka daga. HÁRGREIÐSLUSTOFAN Jheri Reddingf KLAPPARSTÍG 29 J’eCSLAíV Henna Vekur athygli viðskiptavmú 1 Jhery Kedding Persian Henna litasjampós lengir og tryggir endingu Henna hár- litunar Hárgreiðslustofan Klapparstíg 29 Símapantanir 13010 Þorkell Ágústsson á harðastökki. Svo sem sjá má er hann vel búinn ef eitthvað myndi bera út af á hundrað kilómetra hraða. DB-myndir: Sigurður Þorri. Síðasta keppni ársins í mótocross: Keppt um Dagblaðs- bikaríim í fjórða skipti Þorkell Ágústsson sigraði í Dag- blaðskeppninni í mótocross. Keppnin fór fram í gær á Suðurnesjum skammt frá Grindavíkurafleggjaran- um. Þar hefur nýlega verið lögð braut fyrir keppni af þessu tagi. Dagblaðskeppnin er síðasta móto- crosskeppni sumarsins og ráðast því oft í henni úrslit um íslandsmeistara- titilinn i þessari vinsælustu aksturs- íþrótt mótorhjólaknapa. DB gaf árið 1978 bikar í keppnina og er Þorkell Ágústsson sá fjórði sem fær hann í hendur. Það er Vélhjólaíþróttaklúbburinn sem sér um mótocrosskeppnina. Fremur illa viðraði til keppni í gær hvað það snertir að laöa áhorfendur að. ískuldi var á Suðurnesjum og talsverður vindur. Þeir sem samt létu sig hafa það að koma til að sjá spenn- andi keppni létu flestir fara vel um sig í bílum sínum meðan mótorhjóla- kapparnir gösluðust um keppnis- brautina hring eftir hring. í öðru sæti í keppninni i gær varð Heimir Barðason og Þorvarður Björgúlfsson í þriðja sæti. Að loknum þremur mótum sumarsins hafði Þorvarður forystuna. Heimir varð í öðru sæti og Þorkell í þriðja. Væntanlega kemur röð þeirra til með að breytast eitthvað eftir keppnina í gær. Frá þvi verður greint síðar hver varð íslandsmeistari i mótocross í ár. Mótocross er fremur lítt umtöluð akstursíþróttagrein. Hún er í því fólgin að keppendurnir aka tiltekinn fjölda hringja á lokaðri keppnisbraut sem engu farartæki er fær nema tor- færumótorhjólum. Yfirleitt er keppt í malargryfjum eða á öðrum stöðum þar sem hætta er engin á að gróður skemmist. Mótorhjólin geta oft á tíðum náð yfir eitt hundrað kilómetra hraða í keppni. Á slíkum hraða má ekkert bregða út af. Enda er mótocross talin ein erfiðasta og hættulegasta íþrótta- greinin sem er stunduð. Þrátt fyrir það eru slys sjaldgæf og hingað til hefur enginn áhorfandi slasazt hér á landi. Ef eitthvað bregður út af hjá mótorhjólaköppunum eru þeir býsna vel varðir fyrir höggum og pústrum. Á höfðinu hafa þeir öryggishjálm og hlífðargleraugu. Þeir eru íklæddir brynju sem ver bak, axlir og brjóst- kassa. Nýrnabelti veitir nýrunum stuðning og buxur knapanna verja lendar. Þá hafa þeir hnéhlífar, leður- hanzka og sérstök stigvéi. Brautirnar sem keppt er á í móto- cross eru ekki sérlega langar. Því er góð aðstaða fyrir áhorfendur að fylgjast með þessari skemmtilegu keppni. -ÁT. Einnig kepptu i gær nokkrir piltar á SOcc hjólum. Bæði voru keppendur of fáir og hraðinn of iitill til að um veru- lega spennandi keppni væri að ræða. Verðlaunaafhendingin. Frá vinstri eru Þorvarður Björgúifsson sem hafnaði i þriðja sæti, sigurvegarinn Þorkell Ágústsson með Dagblaðsbikarinn og Heimir Barðason sem varð f öðru sæti. Frá upphafi keppninnar. Allir eru ræstir f einu.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.