Dagblaðið - 21.09.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 21.09.1981, Blaðsíða 18
18 i DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1981. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Þrjú stigin hafa ekki örvað sóknarleik enskra — Aðeins 21 mark skorað í 1. deildinni á laugardag. Tólf lið í deildinni skoruðu ekki mark D Tilraunin með þrjú stig fyrir sigur virðist ekki ætla að bera neinn árang- ur í ensku knattspyrnunni. Þessi þrjú vinningsstig áttu, að áliti forráða- manna ensku deildakeppninnar, að örva sóknarleikinn. Ekkert bendir lil að svo verði og á laugardaginn var markaskorunin alveg í lágmarki. Aðeins 21 mark skorað í 11 leikjum í 1. deildinni og 12 liðanna þar skor- uðu ekki mark. Hlutfallið nær ekki tveimur mörkum i leik en á sama tima skoruðu Vestur-Þjóðverjar 49 mörk í níu leikjum Bundeslígunnar eða 4,3 mörk á leik. Þar er rnikill munur. Lítið var það skárra i 2. deildinni ensku á laugardag. Þar voru aðeins 22 mörk skoruð. Sjö lið skor- uðu ekki mark. West Ham heldur enn efsta sætinu í 1. deild eftir markalaust jafntefli í West Bromwich. Lundúnaliðið hefði þó verðskuldað sigur í þeim leik, lék betur en WBA, sem var án Bryan Robson og Remi Moses seldur til Man. Utd. Miðherjarnir John Deehan og Alister Brown tengiliðir og tókst ekki vel upp í þeim stöðum. Cross og Goddard voru nálægt að skora fyrir West Ham, sem sótti nær látlaust lokakafla leiksins. Ekkert mark skorað en eitt sinn þurfti Phil Parkes að taka á honum stóra sínum til að verja frá Cyrille Regis, mið- herja WBA. Ipswich hefur náð West Ham að stigum. Tók nýliða Notts County í kennslustund i Nottingham á laugardag. Fimm mörk skoruð í leiknum og leikmenn lpswich skor- uðu þau öll, eitt í eigið mark. Lið Ips- wich sýndi nú allar sínar beztu hliðar eftir slakan leik fyrr í vikunni í UEFA-leiknum við Aberdeen á heimavelli. Allan Brazil skoraði tvö af mörkum lpswich, eitt í fyrri hálf- leik. Staðan í leikhléi 0—1. Arnold Miihren og John Wark skoruðu hin tvö. Mark Hollendingsins fallegasta mark leiksins. Undir lokin sendi Os- man knöttinn í eigið mark. John Chiedozie, Nígeríumaðurinn í liði County, meiddist í fyrri hálfleik og kom Lathinen, fyrirliði finnska landsliðsins í hans stað. Áhorfendur aðeins 12.500. En lítum þá á úrslitin á laugardag. 2. deild Bolton-Oldham 0—2 Cambridge-Barnsley 2—1 Cardiff-Blackburn 1—3 Charlton-Grimsby 2—0 Leicester-Luton 1—2 Norwich-Newcastle 2—1 Orient-Wrexham 0—0 QPR-C. Palace 1—0 Sheff. Wed.-Derby 1 — 1 Shrewsbury-Chelsea 1—0 Watford-Rotherham 1—0 3. deild Brentford-Plymouth 0—0 Bristol City-Newport 2—1 Burnley-Huddersfield 0—0 Chester-Millwall 0—0 Chesterfield-Fulham 3—0 Exeter-Swindon 1—2 Lincoln-Carlisle 0—0 Oxford-Walsall 0—1 Preston-Gillingham 1 — 1 Reading-Bristol Rov. 0—3 Southend-Portsmouth 2—0 Wimbledon-Doncaster 0—1 4. deild Colchester-Torquay 3—0 Crewe-Aldershot 2—3 Darlington-Blackpool 2—2 Halifax-Bournemouth 1 — 1 Hereford-Bradford 1—2 Hull City-Sheff. Utd. 1—0 Mansfield-Bury 1 — 1 Rochdale-Port Vale 1—2 Scunthorpe-Tranmere 2—1 Stockport-Peterbro 3—0 Wigan-Northampton 3—1 York-Hartlepool 1—2 Skozka úrvalsdeildin Aberdeen-Hibernian 1—0 Airdrie-Dundee Utd. 2—1 Dundee-St. Mirren 3—0 Morton-Partick 1—0 Rangers-Celtic 0—2 l.deild Birmingham-Man. City 3—0 Brighton-Coventry 2—2 Leeds-Arsenal 0—0 Liverpool-Aston Villa 0—0 Man. Utd.-Swansea 1—0 Notts Co.-Ipswich 1—4 Southampton-Middlesbro 2—0 Stoke-Nottm. Forest 1—2 Sunderland-Wolves 0-0 T ottenham-Everton 3—0 WBA-West Ham 0—0 Vígsluleikur Rangers á algjörlega endurbyggðum velli á Ibrox — kost- aði níu milljónir sterlingspunda og að mestu sæti — var ekki góður fyrir liðið. Erkifjandinn Celtic vann öruggan sigur með mörkum Tom McAdam og Murdo McLeod. Ray Kennedy rekinn af velíi Evrópumeistarar Liverpool fengu Englandsmeistara Aston Villa í heim- sókn. Annan laugardaginn í röð gerðu leikmenn Liverpool allt nema skora. Það er nú orðið mikið áhyggjuefni á Anfield, leikmönnum liðsins tekst ekki að skora þrátt fyrir góð færi. Kenny Dalglish, aðal- markakóngur Liverpool siðustu árin, hefur ekki skorað mark i 1. deild Gary Birtles skoraði sitl fyrsta deilda- mark með Man. Utd. siðan 22. nóvember 1980. Terry McDermott, sem settur var úr liði Liverpool í Evrópuleiknum í Finn- landi, kom inn i liðið á ný. Gamla uppstillingin. Fyrri hálfleikur var frekar jafn, leikur markvarðanna Grobbelaar hjá Liverpool og Rimmer hjá Villa. Báðir vörðu mjög vel. í síð- ari hálfleiknum náði Liverpool al- gjörlega undirrökunum í leiknum. Sóknarloturnar buldu á vörn Villa. Rimmer varð hins vegar frábær í marki. Varði allt og vann sannarlega fyrir kaupinu sínu á Anfield. Mið- verðir Villa, McNaught og Evans, áttu einnig stórleik. Aston Villa fékk sára- fá tækifæri, Peter Withe, miðherji, sem fæddur er í Liverpool, var slak- ur. Á 81. mín. virtist McDermott ætla að skora hjá Rimmer. Fékk knöttinn eftir snilldarsendingu Souness, komst frír að markinu og sendi knöttinn framhjá Rimmer. En boltinn lenti í stönginni og út aftur. Á næstu mín. var Ray Kennedy i fyrsta skipti á leik- ferli sínum rekinn af velli. Evans braut á honum og Ray slö varnar- manninn. Dómarinn rak hann á stundinni af velli og síðustu átta min- úturnar voru leikmenn Liverpool einum færri. Öskur áhorfenda eftir atvikið voru svo mikil að erfitt var að fylgjast með lýsingu á leiknum í BBC. Liverpool var áfram betra Leeds-trefill ísl. Ijós- myndarans var brenndur — eftir leik Tottenham og Everton á White Hart Lane Frá Einari Ólasyni, Ijósmyndara DB, á White Hart Lane, Lundúnum: Tottenham haffli gifurlega yfir- burði gegn Everton i leik liðanna i 1. deildinni ensku á laugardag. Það var allan leikinn en samt tókst leikmönn- um Lundúnaliðsins ekki að skora mörk sin fyrr en i síðari hálfleiknum. Þá urðu þau þrjú án svars frá Liver- pool-liðinu, 3—0. Yfirburðir Totten- ham voru svo miklir í leiknum, að enski landsliðsmaðurinn i marki liðs- ins, Ray Clemence, þurfti aðeins að verja eitt skot i leiknum, sem hægl var að nefna þvi nafni. Meðal áhorfenda á leiknum voru milli 70 og 80 íslendingar — Vals- menn — sem fylgzt höfðu með leik Vals og Aston Villa í Evrópubikarn- um í Birmingham. Það var virkilega gaman að fylgjast með þessum leik, Tottenham lék svo vel. Var með alla sína beztu menn nú að undanskildum svarta miðherjanum Garth Crooks. Miklar framkvæmdir standa yfir á White Hart Lane, leikvelli Totten- ham. Nýja stúkan, sem byggð hefur verið, hefur þó enn ekki verið tekin í notkun. Everton var löngum yfir- spilað í leiknum. Fyrsta markið á 64. mín. í siðari hálfleiknum skoraði Graham Roberts. Fyrsta markið, sem miðvörðurinn skorar fyrir Totten- ham síðan hann var keyptur frá Wey- mouth í desember. Oswaldo Ardiles tók aukaspyrnu, gaf á Steve Archi- bald og hann renndi knettinum til Roberts, sem skoraði. Annað mark Tottenham skoraði svarti bakvörður- inn Chris Houghton, írskur landsliðs- maður. Þrúmunegling. Þriðja markið skoraði Glenn Hoddle úr vítaspyrnu eftir að Argentínumaður- inn Richardo Villa hafði verið felldur innan vítateigs. Ég var ásamt fleiri íslendingum á áhorfendasvæðunum í hópi mikilla stuðningsmanna Tottenham. Var með trefil um hálsinn, Leeds-trefil. Allt í lagi þar. Það kom mér verulega á óvart fyrir utan leikvöllinn, eftir leikinn, að fimm piltar, heldur svaka- legir, réðust að mér og þrifu trefilinn af mér. Þegar ég ætlaði að fá trefilinn aftur brettu þeir upp ermar og voru heldur rosalegir. Til að forðast vand- ræði, jafnvel meiðsli, létum við kyrrt liggja og strákarnir brenndu trefilinn og fögnuðu sigri. Auðvelt að bæta sér Leeds-trefilinn en þetta kennir manni að vera ekki að auðkenna sig með merkjum annarra félaga á leik- völlum áEnglandi. -EÓ/hsím. liðið, McDermott átti skot rétt fram- hjá og á lokasekúndunum tók Dal- glish aukaspyrnu. Knötturinn fór yfir Rimmer. Lenti ofan á þverslánni og aftur fyrir. Svo naumt var það. Liðin voru þannig skipuð: Liver- pool: Grobbelaar, Neal, Álan Kenne- dy, Hansen, Thompson, Ray Kenne- dy, Lee, Souness, McDermott, Dal- glish og Johnson. Aston Villa: Rimmer, Swain, Gibson, Evans, McNaught, Bremner, Cowans, Mortimer, Donovan, Withe og Mor- ley. Loks skoraði Birtles Þá kom að þvi að Gary Birtles skoraði fyrir Man Ut. Fyrsta deilda- mark hans í heilt ár (hefur skorað eitt mark fyrir United í bikarkeppni). Það var á 38. mín. í leiknum við Swansea. Frank Stapleton fékk knöttinn, drap hann niður með brjóstinu. Sendi siðan aftur til Birtl- es, sem sveiflaði vinstri fætinum heldur letilega og spyrnti. Knötturinn hafnaði í markinu hjá Dai Davies, landsliðsmarkverði Wales og Swan- sea. Birtles varð svo steinhissa í fyrstu að hann sýndi engin viðbrögð en 47.309 áhorfendur stóðu á fætur og fögnuðu. Fleiri urðu ekki mörkin i leiknum. Remi Moses, sem Man. Utd. keypti frá WBA í síðustu viku, kom i stað Sammy Mcllroy í síðari hálfleik. Bob Latchford, Swansea, varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla á 35. mín. Þá lék Leighton James ekki með Swansea. Við sigur- inn komst Man. Utd. úr neðsta sæti 1. deildar í þaðsextánda. Tony Evans lék vörn Man. City grátt í Birmingham. Skoraði öll þrjú mörkin í leiknum. Hið fyrsta strax á 2. mín. Annað á 47. mín. og hið þriðja á 78. mín. Southampton lék mjög vel gegn Middlesbrough. Á 12. mín. skoraði Dave Watson fyrra mark Dýrlinganna en knötturinn snerti Mike Baxter á leið sinni í mark- ið. Steve Moran skoraði á 19. mín. og Southampton virtist stefna í stórsig- ur. Það varð þó ekki. David Arm- strong, áður Middlesbrough, varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og sóknarleikur Dýrlinganna var ekki eins skarpur eftir það. Litlu munaði að Boro skoraði undir lokin. Heine Otto átti stangarskot og Ashcroft var tvívegis nálægt. Heppnissigur Forest Norringham Forest vann mikinn heppnissigur í Stoke, þar sem heima- liðið var með knöttinn 3/4 hluta leiksins. Adrian Heath skoraði mark Stoke á 5. mín. eftir að Chapman hafði leikið á Einar Aas og síðan gef- ið fyrir. Colin Walsh jafnaði fyrir Forest á 50. mín. og siðasta stundar- fjórðunginn sýndi lið Forest einhver tilþrif. Gary Mills skoraði sigur- markið með frábæru skoti af 20 metra færi. Mike Robinson náði for- ustu fyrir Brighton á 23. mín. en Keiser og Steve Hunt komu Coventry í 1— 2. McNab skoraði jöfnunarmark Brighton úr víta- spyrnu. Arsenal var betra liðið í fyrri hálfleik í Leeds og Talbot var mikill klaufi að skora ekki á 3. mín. Fékk knöttinn í dauðafæri fimm metra frá marki en spyrnti framhjá. Peter Nicholas meiddist og leikur Arsenal riðlaðist. Leeds mun betra liðið i s.h. En framherjar liðsins fóru illa með tækifæri auk þess sem Pat Jennings var snjall í marki Arsenal. í 2. deild tapaði Sheff. Wed. fyrsta stiginu. Steve Powell náði forustu fyrir Derby á 2. min. og það var ekki fyrr en þremur min. fyrir leikslok að Megson jafnaði fyrir Sheffield-liðið. Gerry Armstrong skoraði mark Wat- ford i fyrsta sigurleik liðsins, Simon Steinrod skoraði mark QPR gegn Palace. Paul Barron varði þar víta- spyrnu Clive Allen. Paul Walsh skor- aði bæði mörk Chariton gegn Grims- by og Mayo bæði mörk Cambridge í sigrinum á Barnsley Normans Hunt- ers. Staðan er nú þannig: l.deild West Ham 5 3 2 0 10-3 11 Ipswich 5 3 2 0 12—6 11 Southampton 5 3 11 9—4 10 Swansea 5 3 0 2! 11—9 9 Tottenham 5 3 0 2 8—8 9 Notth. For. 5 2 2 1 7—6 8 Manch. City 5 2 2 1 7—7 8 Birmingham 5 2 12 1 10—9 7 Coventry 5 2 12 9—9 7 Notts Co. 5 2 12 7—9 7 Stoke 5 2 0 3 9—8 6 Brightin 5 13 1 7—6 6 Sunderland 5 13 1 6—7 6 Aston Villa 5 12 2 5—5 5 WBA 5 12 2 5—5 5 Man. Utd. 5 12 2 4—5 5 Arsenal 5 12 2 3—4 5 Liverpool 5 12 2 3—4 5 Everton 5 12 2 5—7 5 Leeds 5 12 2 5—10 5 Middlesbro 5 113 4—9 4 Wolves 5 113 2—8 4 2. deild Sheff.Wed. 5 4 10 8—1 13 Luton 5 4 0 1 9—6 12 Grimsby 5 3 11 8—6 10 Watford 5 3 11 6—4 10 Norwich 5 3 11 8—8 10 QPR 5 3 0 2 9—5 9 Blackburn 5 3 0 2 7—5 9 Barnsley 5 2 12 9—4 7 Derby 5 2 12 8—9 7 Shrewsbury 5 2 12 7—8 7 Leicester 5 2 12 6—7 7 Oldham 4 13 0 6—4 6 Cambridge 5 2 0 3 7—6 6 Chelsea 4 2 0 2 5—5 6 C.Palace 5 2 0 3 4—4 6 Charlton 4 2 0 2 4—5 6 Rotherham 5 2 0 3 5—7 6 Orient 4 112 3—5 4 Newcastle 4 10 3 2—6 3 Cardiff 4 0 13 4—8 1 Wrexham 4 0 13 3—7 1 Bolton 4 0 0 4 1—9 0 Skozka úrvalsdeildin Celtic 4 4 0 0 12—4 8 St. Mirren 4 2 11 7—7 5 DundeeUtd. 4 2 0 2 10—6 4 Hibernian 4 12 1 5—4 4 Dundee 4 2 0 2 9—9 4 Rangers 4 12 1 4—5 4 Morton 4 2 0 2 3—4 4 Aberdeen 4 2 0 2 5—7 4 Airdrie 4 112 8—11 3 Partick 4 0 0 4 2—8 0 Nóg mörk íHollandi Á siflasta keppnistímabili var hvergi i Evrópu skorað eins mikið af mörkum f 1. deild og f Hollandi. Hollendingar ' halda slnu striki f markaskorun en samt { sem áður hafa áhorfendur f haust verið með allra fæsta móti. Helztu ástæflur , fyrir þessu hafa verið nefndar flóttl beztu leikmanna Hollands til annarra , landa, ólæti á leikjum og lélegri knatt- spyrna. Af sem áður var þegar Ajax, i Feyenoord og PSV voru stórveldi á evrópskan mælikvarða. Úrslit í 7. umferð hollenzku 1. deildarinnar um helgina urðu þessi: AZ ’67—Maastricht 4—1 Go Ahead—Feyenoord 3—2 PSV Eindhoven—Willem II 4—0 Breda—PEC Zwolle 4—0 The Hague—Ajax 1—3 Roda JC—Haarlem 2—0 Utrecht—Nijmegen 1—0 Sparta—Twente 1—2 Groningen—De Graafschap 3—2 Staðan efstu liðaeftir 7. umferð: Ajax 7 5 1 1 28—7 11 GoAhead 7 5 11 16—8 11 PSV Eindhoven 7 5 0 2 22—13 10/ AZ’67 7 4 1 2 19-9 9' Sparta 7 3 3 1 12—8 91 -VS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.