Dagblaðið - 21.09.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 21.09.1981, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1981. Arnþrúður moð dóttur sína Arnþrúði önnu á heimiii sínu í Hefnarfirði. DB-mynd Sig. Þorri elín albeRt sdóthr í sviðslJoSl- Fréttamenn útvarpsins hafa mikið verið i sviðsljósinu undanfarið og þá kannski einna helzt Gunnar E. Kvaran. En hver er hann? Jú, Gunnar er 28 ára og hefur undan- farin þrjú ár, áður en hann hóf starf á fréttastofunni í sumar, verið frétta- ritari útvarpsins 1 Noregi. Komu margir góðir pistlar einmitt frá Gunnari þaðan, svo sem menn muna. „Ég fór til Noregs og vann við ýmiss störf, t.d. hjá sporvögnum Oslóborgar, bílaleigum og fleiri stöð- um, aðallega til að komast inn í málið. Er ég hafði verið úti í eitt ár hóf ég nám í Journalist Högskola í Osló og það tók tvö ár,” segir Gunnar er Fólk-síðan sló á þráðinn til hans. Áður hafði Gunnar starfað á Alþýðublaðinu, Tímanum og Vísi. „Það var nú eiginlega af tilviljun að ég fór út í blaðamennskuna. Ég heyrði auglýsingu í útvarpinu þar sem auglýst var eftir blaðamönnum við Algjör tilviljun að ég fór út í blaðamennsku — segir Gunnar E. Kvaran fréttamaður dagblað í Reykjavík og ég sótti um. Ég vissi raunar ekkert hvaða blað það var sem ég var að sækja um vinnu hjá. Þetta var um það leyti sem Árni Gunnarsson var að rífa upp Alþýðu- blaðið, eða í maí 1976. Það tókst ágætlega að mínu mati. Þegar, hins vegar, ljóst varð að blaðið þyrfti að minnka árið 1978 hætti ég og fór yfir á Tímann. Þar var ég í tvo mánuði og var síðan sumarafleysingamaður á Vísi 1979,” segir Gunnar. Hann kom til landsins í lok júní og hóf störf á fréttastofunni í júlí, fyrst sem afleysingamaður en síðar sem fastur starfsmaður í fríi Helga Péturssonar. „Mér líkar vel vinnan á fréttastofunni,” heldur Gunnar áfram, „þrátt fyrir að vinnuaðstaðan sé fyrir neðan allar hellur.” Gunnar er kvæntur Snæfríði Þóru Egilson og eiga þau einn son, Einar 6 ára. -ELA. Gunnar Kvaran kom heim fri Noregii sumar. Þar var hann fróttaritari út- varps um þriggja ára skeið en er nú fastráðinn starfsmaður á fróttastofu. DB-mynd Sig. Þorri. Arnþrúður Karlsdóttir kemur Á vettvang: Óhjákvæmilegt að nýjar hugmyndir komi í þáttinn Haukur Heiðar er byrjaður að afplána Haukur Heiðar, fyrrum deildar- stjóri ábyrgðadeildar Landsbankans, er byrjaður að afplána refsingu sína. Hann hefur undanfarinn hálfan mánuð dvalizt á Kvíabryggju. Haukur var á sinum tíma sekur fundinn um að draga sér stórfé hjá Landsbankanum um langt árabil. Baráttu- og skítaleikir fyrir norðan „Þetta er skítaleikur, ætli við setjum ekki jafntefli á leikinn,” sagði Árni Njálsson þjálfari og gamall varnargarpur í Val þegar hann var beðinn um að geta sér til um úrslit Notts County og Ipswich í Tímanum á miðvikudaginn. Og Árni hélt áfram: „Þetta verður samt örugglega bar- áttuleikur, svona svipað og þegar Þór og KA eru að leika.” Þá vitum við það. Árni, sem þjálfaði Þór í sumar, segir að það séu baráttu- og skítaleikir þegar Þór og KA eigast við. Vídeóæðið var aðeins of seint fyrir Vestmanneyinga Videóæðið var aðeins of seint á ferðinni fyrir Vestmanneyinga. Þeir voru mátulega nýbúnir að leggja hita- veitu í öll hús í bænum þegar videó- öld gekk í garð. Ef þetta tvennt hefði farið saman hefði verið létt verk að leggja línur í hvert hús Eyjamanna og kapalsjónvarp fyrir hvern mann hefði orðið hægðarleikur einn. Eitthvað munu menn þó vera að velta fyrir sér að ráðast i að leggja kapal um Eyjar. Nú þarf hins vegar að brjóta upp gangstéttar og götur til að koma þræðinum fyrir. Tankurinn — þó það sé ekki reynt, segir Arnþrúður sem mun starfa með Sigmari. nógu stór Einn þekktur borgari í Reykjavík hefur alltaf haft það fyrir sið að aka á stórum og miklum amerískum bílum. Vinur hans einn hitti hann á bensín- stöð og spurði hvort það væri ekki erfitt að vera á svona stórum og eyðslufrekum bíl. „Nei, nei,” svaraði bíleigandinn, ,,. . . tankur- inn á honum er nefnilega svo stór.” Það þarf sennilega líka stóra buddu til að dæmið gangi upp. Ég sagði honum að áhuginn væri fyrir hendi en gaf mér þó umhugsunarfrest og þá til að ræða þetta við yfirmenn mína. Núna hef ég sem sagt fengið þeirra samþykki,” sagði Arnþrúður. Hún er ógift, á eina dóttur, eins og hálfs árs. Arnþrúður sagði að þetta væri henni ekki mögulegt ef hún nyti ekki velvilja móður sinnar. Arn- þrúður, sem er 27 ára gömul, hóf störf hjá lögreglunni fyrir sjö árum og starfaði fyrstu tvö árin í hinni almennu deild. Síðan þá hefur hún starfað sem rannsóknarlögreglu- maður. — En ef þér byðist starf við fjöl- miðil sem aðalstarf myndir þú taka því? „Það færi nú fyrst og fremst eftir þvi hvaða fjölmiðill það væri, annars býst ég við því. Það er spurning um hvort maður eigi að vera lögga til eilífðar. Það er til dæmis töluvert mikill munur á því að vera almenn lögregla eða lögregla í rannsóknar- störfum. Ég tel annars að almenn lögregla sé nauðsynlegur grund- völlur fyrir störf rannsóknarlögregl- unni,” segir Arnþrúður er við spjöll- um um starf hennar. „Jú, þetta er vissulega skemmtilegt starf, annars væri ég líklega ekki hér. En þetta er erfitt og krefjandi starf. Rannsóknarlögreglumenn eru i starfi sínu og með rannsóknum á sakamál- um að taka þátt í eymd og hrakförum annarra. Starfið á því ekki við alla sem framtíðarstarf.” — Hefurðu hugsað þér einhverjar breytingar á þættinum eftir að þú byrjar? „Reynslan verður að sýna það hvort ég breyti einhverju. Það er held ég óhjákvæmilegt að nýjar hug- myndir komi með nýjum mönnum og breytist jafnvel þó ekkert sé til þess reynt. Annars vil ég taka fram að það verður erfitt að feta í spor Ástu þvi mér finnst hún hafa staðið sig mjög vel. Auk þess efast ég ekki um hæfi- leika Sigmars,” sagði Arnþrúður Karlsdóttir rannsóknarlögreglu- maður. -ELA. Rafn Jónsson var mættur tH starfa á föstudag hress og kátur en hann hóf störfá fimmtudag. DB-mynd Sig. Þorri. Rafh Jónsson, nýr fréttamaður: Frá^ ArnarjJugi til Útvarpsins Þar sem við erum á annað borð farin að ræða um fréttamenn var ekki úr vegi að spjalla örlítið við nýj- asta fréttamann útvarpsins, Rafn Jónsson. Hann hóf störf sl. fimmtu- dag svo lítil reynsla var komin á starfið er blaðamaður DB ræddi við hann á föstudag. „Ég var blaðamaður á Morgun- blaðinu árið 1973 og frá '75 til ’79 á Vísi. Með því starfi kenndi ég níunda bekk Hólabrekkuskóla islenzku,” sagði Rafn er við spjölluðum stutt- lega við hann. Síðan þá hefur Rafn starfað hjá Kynnisferðum um tveggja ára skeið og nú síðast hjá Arnarflugi sem stöðvarstjóri. Dvaldist hann m.a. í Líbýu í sumar á vegum félagsins. „Blaðamennskan hefur alltaf blundað í mér og þegar þetta starf var auglýst sótti ég um, enda ekki verk- efni fyrir mig hjá Arnarflugi í vetur,” sagði Rafn ennfremur. Hann er 29 ára, kvæntur Sigriði Rafnsdóttur og eiga þau fimm börn. „Þar sem ég er nú rétt að byrja starfið get ég ekki tjáð mig mikið um það,” sagði Rafn ennfremur. „En á fréttastofunni er mjög þröngt. Annars lízt mér vel á mig það sem komið er,” bætti hann við. Eins og sagt hefur verið frá voru þrír frétta- menn ráðnir að útvarpinu fyrir skemmstu, þau Guðrún Guðlaugs- dóttir, Hildur Bjarnadóttir, sem reyndar hefur verið í starfi hjá fréttastofunni, og Rafn. -ELA. „Mig langar að prófa mig á öðrum vettvangi eftir að hafa verið hér í lögreglunni i sjö ár,” sagði Arn- þrúður Karlsdóttir rannsóknarlög- reglumaður í samtali við DB. Arn- þrúður kemur í stað Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur í þættinum Á vett- vangi. Þó Arnþrúður taki að sér það starf hefur hún ekki sagt skilið við lögregluna. Útvarpsstarfið verður einungis unnið fyrir utan hennar vinnutima. Þá stundar Arnþrúður ennfremur nám í öldungadeildinni í Hamrahlíð og er þetta þriðji vetur hennar þar. „Ég hitti Sigmar á götu og hann spurði hvort ég hefði áhuga á að taka þetta starf að mér. Ég gæti trúað að það sé vegna þess að hann vissi um áhuga minn á fjölmiðlum eftir umsóknina hjá sjónvarpinu í sumar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.