Dagblaðið - 21.09.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1981.__
Tillaga um sölu Þinghólsskóla
mætir andstöðu kennara og
foreldra barna í Kópavogi
Skólamál eru nú miöe í brennidenli í fvrir Menntaskólann i Kónavoei.
Skólamál eru nú mjög í brennidepli
Kópavogi vegna tillögu um að selja rík-
inu hlut Kópavogsbæjar í einum grunn-
skóla bæjarins, Þinghólsskóla. Ljóst er
að sala skólans mætir mikilli andstöðu
kennara og foreldra barna í grunnskól-
anum, enda hefur salan, ef af verður,
talsverða röskun í för með sér.
Gert er ráð fyrir því að eftirfarandi
tillaga liggi fyrir bæjarstjórn á fundi á
föstudaginn í næstu viku: „Bæjar-
stjórn samþykkir að bjóða mennta-
málaráðuneytinu afnot eða kaup á
hluta bæjarins í húsnæði Þinghólsskóla
fyrir Menntaskólann í Kópavogi,
þannig að hann geti flutt starfsemi sína
þangað haustið 1982.
Jafnframt felur bæjarstjórn bæjar-
ráði að taka nú þegar upp samningsum-
leitan við ráðuneytið um ofangreint
með hliðsjón af uppbyggingu grunn-
skóla í Kópavogi.”
Vegna þessara hugmynda hafa for-
eldrafélögin í Þinghólsskóla og Kárs-
nesskóla og kennarafélögin í sömu
skólum boðað til almenns fundar um
skólamálin í Kópavogi nk. miðvikudag
kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn í
almennurfundur
verðurhaldinnum
máliðámiðviku-
dag entillagan
ráðgerðíbæjar-
stjómáföstudag
Ágæt veiði í ám í Húnavatnssýslum:
Meðalþyngdin
hefur hrapað
um helming
„Bezta laxveiði landsins var hér í
sýslunni,” sagði örn Eyjólfsson,
veiðieftirlitsmaður í flestum ágætra
laxveiðiáa í Húnavatnssýslum, þegar
DB hafði samband við hann í gær-
morgun.
Samkvæmt lauslegri athugun hefur
meðalþyngd fiskjar í ánum hrapað
um helming frá í fyrra en heildarveið-
in er nú nokkuð meiri en þá. 1980
veiddust samtals 6892 laxar i niu
beztu ánum en í ár um 7000. Hér fer
listi yfir árnar og í svigum eru tölurn-
ar frá í fyrra:
Hrútafjarðará............ 290 ( 253)
Víðidalsá............... 1392 (1423)
Miðfjarðará..............1213 (1714)
Vatnsdalsá............. 998 (1033)
Laxáá Ásum............ 1425 ( 956)
Blanda................ 1388 ( 778)
Svartá................. 127 ( 444)
Laxáytri................ 70 ( 153)
HallááSkagaströnd ... 100 ( 138)
(Fyrri tala áætl.).
Veiðin í þessum ám er því nokkuð
góð í sumar, að minnsta kosti hvað
fjölda snertir. Þess ber þó að geta
aftur, að í fyrra veiddist stór fiskur í
þessum ám. í Víðidalsá veiddist líka
silungur og reyndar á silungasvæðinu
í Vantsdalsá líka. Skyldi það svo
verða Laxá á Ásum, með sínar tvær
stangir, sem verður næsthæsta áin í
sumar? -GB.
Bflvelta f Hörgárdal
Bíll valt við Vindheima í Þelamörk drög veltunnar en talið að bíllinn hafi
í Hörgárdal á laugardagskvöldið. runnið til í lausamöl og ökumaðuVinn
Einn maður var í bílnum og slapp misst stjórn á honum. Billinn sem var
hann ómeiddur. Ekki er vitað um til- fólksbíll skemmdist mikið. -DS.
Tóm stundavörur
fyrir heimili og skola
• Innritun stendur yfir
• TÁGAVINNA
Fullorðinnaflokkur
Unglingaflokkur
• RAMMAVEFNAÐUR
Barnaflokkur
• TAUÞRYKK
• LEIRVINNSLA
Kaldur leir
HANDID
Laugavegi 26 og Grettisgötu
sími 2 95 95
Þinghólsskóli 1 Kópavogi: tíllaga i bæjarstjórn um að selja eða leigja skólahúsnæðið fyrir Menntaskólann I Kópavogi vekur
úlfúð I bænum.
Þinghólsskóla. í fundarboði segir að
bæjaryfirvöld og flutningsmenn tillög-
unnar hafi ekki séð ástæðu til þess að
kynna mál þetta fyrir bæjarbúum,
enda þótt það varði kennara, foreldra,
nemendur og raunar bæjarbúa alla.
,,Sú breyting sem ofangreind tillaga
hefur i för með sér á skólastarfi grunn-
skólans í Kópavogi er ekki aðeins mikil
heldur og afar neikvæð að mati bæði
kennara og foreldra sem um það hafa
fjallað,” segir í fundarboðinu. Bent er
á að afsal Þinghólsskóla myndi leiða til
aukinna þrengsla í Kársnesskóla og
margsetningar, tæki hann við nemend-
um Þinghólsskóla og að öðrum kosti
leiða til þess að flytja verður nemendur
grunnskólans bæjarhluta á milli. Með
þessu móti sé húsnæðisvanda Mennta-
skólans velt yfir á grunnskólann.
í kjallaragrein í DB á föstudaginn
fjallar Albert Einarsson kennari í
Kópavogi um málið og segir m.a.:
„Auðvitað eru til aðrar lausnir á þessu
máli en þær að velta vanda Mennta-
skólans yfir á grunnskólann og er slíkt
alls engin lausn heldur argasta frekja
og vanvirðing við bæjarbúa, vægast
sagt. Enginn hefur nokkurn tímann
andmælt því að MK búi við ófremdar-
ástand í húsnæði.” Albert segir að
ráðamenn hafi hafnað tilboði um að á
MK yrði létt með því að tvær bekkjar-
deildir færðust í Þinghólsskóla en yrðu
undir stjórn meistara MK.
Albert segir í grein sinni, að bezta
lausnin sé að hefjast þegar handa um
að samræma framhaldsskólakerfið í
Kópavogi, þ.e. framhaldsdeildirnar í
Víghólaskóla og Menntaskólanum og
búa til fjölbrautaskipulag og þá gjarn-
an taka höndum saman við aðra skóla
á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
-JH.