Dagblaðið - 21.09.1981, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1981.
Erlent Erlent Erlent Erlent
- —
Stirðnandi sambúð Bandaríkjastjórnar og bandarískra verkalýðsfélaga:
„Reagan forseti er aö reyna að
hverfa hálfa öld aftur í tfmann n
—segja talsmenn AFL-CIO, stærstu verkalýðssamtaka Bandaríkjanna
Sjaldan eða aldrei á þessari öld
hafa samskipti Bandaríkjastjómar og
verkalýðssamtaka í landinu verið
jafn slæm og nú. Að sögn forráða-
manna verkalýðssamtakanna má
helzt líkja þeim við ástandið á 3. ára-
tug aldarinnar er repúblikanarnir
Calvin Coolidge og Herbert Hoover
voru í forsetastóli, en stjórnir þeirra
þóttu ákaflega ihaldssamar. Frá því
Ronald Reagan tók við forseta-
embætti í janúar sl. hafa samskipti
þessi farið kólnandi og upp úr sauð
á dögunum er Reagan rak flugum-
ferðarstjóra sem fóru í ólöglegt verk-
fall.
Almenningur var yfirleitt ánægöur
með frammistöðu Reagans þá en að
mati verkalýðsleiðtoga sýndi aðgerð
forsetans í hnotskurn afstöðu hans til
verkalýðssamtaka í Bandaríkjunum.
Verkalýðssamtök hafa yfirleitt verið
andvíg stefnu þeirra repúblikana sem
setið hafa á forsetastóli en þeir
forsetar hafa þó alltaf haft samráð
við verkalýðsfélögin þegar um hefur
verið að ræða mál á borð við lág-
markslaun og vinnuöryggi. Oftast
hefur einnig verið leitað álits verka-
lýðssamtaka áður en ný lög um
starfssemi þeirra eða önnur lög tengd
samtökunum hafa verið flutt í
þinginu. í forsetatíð Reagans hefur
þetta einnig breytzt.
Verkalýðsforustan úr
takt við almenning
vinnustöðum en þessi lög voru mörg
hver sett í valdatíð Nixons. Þá lög-
leiddi Reagan einnig alls kyns
heimilisiðnað.
Forráðamenn AFL-CIO segja að
síðasttalda ákvörðun Reagans muni
hafa í för með sér að börn og konur
verði arðrænd og að viðgangast muni
að óhóflega lág laun verði greidd
fyrir vinnu unna í heimahúsum.
Hvað segir heimsmeistarinn
um fyrirhugað einvígi?
Horfið hálfa öld aftur í
tímann
skipaði byggingarverkfræðing frá
New Jersey, Raymond Donovan að
nafni, í embætti þetta og kom það
val forsetans mjög á óvart. Ekkert
samráð var haft við leiðtoga AFL-
CIO er Donovan var skipaður vinnu-
málaráðherra og sumir leiðtoganna
vissu ekki einu sinni hver þessi Dono-
van væri.
Skipan Donovan í ráðherra-
embættið var upphafið að kólnandi
sambúð AFL-CIO og Reagans.
Skömmu siðar dró Reagan mjög úr
heilbrigðis- og öryggiseftirliti á
Af þessum sökum segja forystu-
menn verkalýðssamtakanna að
félagar AFL-CIO verði að sýna vilja
sinn í verki og því hafi verið ákveðið
að fara í kröfugönguna gegn stefnu
Reagans.
-SA (Reuter)
Leiðtogar stærstu verkalýðssam-
takanna AFL-CIO hafa yfirleitt ekki
frétt af tillögum ráðamanna í Hvíta
húsinu fyrr en eftir að þær hafa verið
lagðar fyrir þingið eða eins og leið-
togi AFL-CIO orðaði það: ,,Lane
Kirkland, forseti AFL-CIO, getur
hvenær sem er hringt í Reagan
forseta og rætt við hann. En lengra
nær það ekki, þeir bara ræða
saman.”
í nýlegri skoðanakönnun sem gerð
Sambúð ráðamanna i Hvita húsinu og forustu AFL-CIO hefur hríðversnað frá þvi
Reagan tók við forsetaembætti.
var í Bandaríkjunum kom í ljós að
Reagan forseti nýtur mikils stuðnings
meðal félaga í AFL-CIO og fjöl-
skyldna þeirra en í AFL-CIO eru 14
milljónir félaga. Reagan sagði í fram-
haldi af þessum niðurstöðum að
„verkalýðsforustan væri úr takt við
verkalýðinn”.
En Kirkland vonast til að kröfu-
gangan sem farin var í Washington á
laugardag sannfæri forsetann um að
skoðun hans sé röng. Kröfuganga
þessi var farin til að mótmæia niður-
skurði Reagans á fjárlögum næsta
árs en leiðtogar AFL-CIO segja að sá
niðurskurður muni einkum koma vel
stæðu og ríku fólki til góða en leika
fátækt fólk illa. Kröfugangan naut
stuðnings meira en eitt hundrað
félagasamtaka, þar á meðal mann-
réttindahreyfingar Bandaríkjanna og
kristinna samtaka.
Vissu ekki hver vinnu-
málaráðherrann var
Samskipti Reagans og AFL-CIO
hafa allt frá fyrstu tíð verið slæm.
Venja er að forsetar ráðfæri sig við
verkalýðssamtökin áður en hann út-
nefnir vinnumálaráðherra sinn og
verkalýðsforustan var meira að segja
ánægð með val repúblikananna
Nixons, Fords og Eisenhowers á
vinnumálaráðherra. Hlutverk þess-
ara ráðherra er að vera málsvari
verkalýðssamtaka Bandaríkjanna i
stjórn landsins og þeim er ætlað að
bera hagsmuni samtakanna fyrir
brjósti.
En Reagan fór öðruvísi að. Hann
því, að Karpov tefidi síðustu skákina
opinberlega. En heimsmeistarinn
telur sjálfur, að þessi hvíldartími,
sem varð lítið eitt lengri en áætlað var
í upphafi, hafi orðið honum til góðs.
Hann hefur athugað byrjanir og
skákir, sem áskorandinn tefldi á
árunum 1977 og 1978, svo og skákir
áskorandans frá síðast liðnu ári.
Einnig hefur hann lagt stund á
líkamsrækt, s.s. sund, tennis, göngu-
ferðir og hjólreiðar og svo hefur
hann lagt mikla áherslu á andlegan
undirbúning í sambandi við einvígið.
Um andstæðing sinn hefur Anatolí
Karpov eftirfarandi að segja: ,,Ég
hef sagt það oftar en einu sinni að
Kortsnoj er ætíð hættulegur and-
stæðingur við skákborðið. Hann er
alltaf vel undirbúinn og teflir af
miklu öryggi og notar hvert tækifæri
til að ná sigri eða þá jafntefli. En ég
tel, að hann hljóti að vera vonsvikinn
vegna frammistöðu sinnar í síðustu
þrem mótum. En það má gera ráð
fyrir því, að andstæðingur minn
verði kominn i gott form fyrir
einvígið, ef hann býr sig undir það
samkvæmt áætlunum sínum.
Ég sá í blöðum yfirlýsingar Kort-
nojs um, að hann hefði meiri sigur-
möguleika í ár en árið 1978. Slíkar
yfirlýsingar eru ekkert einsdæmi hjá
Kortsnoj. Ég tel, að skákmaður þurfi
ekki að nota hvert tækifæri til að
útlista sigurmöguleika sina í smá-
atriðum, ef hann er sjálfur öruggur í
raun og veru um sigur sinn.”
Heimsmeistarinn fer til einvígisins
með fastaþjálfurum sínum, Júrí
Balashov og Igor Zaitsev. Auk
sovésku sendinefndarinnar, sem fer
til Ítalíu á heimsmeistaraeinvígið,
fara með sovéskir læknar, sem verða
til taks, ef til þarf. Flestir þeirra, sem
fara núna fóru með heimsmeistar-
anum til Bagio á sínum tíma.
Að lokum sagði Anatolí Karpov:
,,Ég tel, að mér hafi tekist undir-
búningurinn vel. Ég og þjálfarar
mínir munum gera allt, sem í okkar
valdi stendur til að vinna sigurinn í
þessu einvígi.”
Atvinnuleysingjar bíða I biðröðum eftir hugsanlegri vinnu. Rikisstjórnir repúblikana hafa oftast reynt að draga úr verðbólgu
og þá látið sig minna máli skipta hvort atvinnuleysi hafi vaxið samhliða þeim aðgerðum.
Með þessar aðgerðir og uppsagnir
flugumferðarstjóranna í huga segja
verkalýðsleiðtogar að augljóst sé að
Donovan beri hag hins vinnandi
manns engan veginn fyrir brjósti.
Kirkland sagði m.a. í viðtali að
honum sýndist sem Donovan væri að
verja og halda á lofti stefnumálum
sem gengju þvert á hag verkalýðs i
Bandaríkjunum.
Talsmenn AFL-CIO eru yfirleitt
sammála um að með atlögu sinni að
félagsmálalöggjöf Bandaríkjanna sé
Reagan forseti að reyna að hverfa
40—50 ár aftur í timann.”
Þann 1. október er fyrirhugað, að
heimsmeistaraeinvigið í skák hefjist í
borginni San Merano á ítaliu. Þar
munu eigast við skákmeistararnir
Karpov og Kortsnoj. Þann 16.
september sl. kom heimsmeistarinn
fram í sovéska sjónvarpinu og sagði
frá undirbúningi sínum fyrir einvígið.
Á þessu ári fór undirbúningurinn
fram á tveim stigum. Frá janúar og
fram í maí tók Anatolí Karpov þátt í
nokkrum sterkum mótum. Árangur
hans var í heild góður, þar sem hann
átti í höggi við sterkustu stórmeistara
heimsins.
Það gerði undirbúninginn talsvert
flóknari, að einvíginu skyldi frestað.
Rúmir fjórir mánuðir hafa liðið frá
1. Anatoli Karpov