Dagblaðið - 21.09.1981, Blaðsíða 29

Dagblaðið - 21.09.1981, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1981. RandyCrawford: - Secret Combination Söngkona með bjarta framtíö Randy Crawford er nýtt nafn í heimi tónlistarinnar og er Secret Combin- ation, að því er ég held, hennar fyrsta hljómplata. Allavega er þetta fyrsta platan hennar sem vekur athygli en platan hefur trónað í efstu sætum brezka vinsældalistans undanfarnar vikur. Og eftir að hafa hlustað á Secret Combination efast ég ekki um að þarna er á ferðinni söngkona sem á bjarta framtíð fyrirsér. Randy Crawford hefur ákaflega þýða og falleg rödd sem hún beitir af mikilli kunnáttu í þeim lögum sem hún hefur valið á þessa plötu. Fannst mér hún stundum minna mig á þá ágætu söngkonu Robertu Flack, enda er laga- val líkt hjá þeim báðum. Lögin á plötunni eru úr ýmsum áttum og flest þeirra hafa komið út einhvern tíma áður. Má þar nefna meða) annarra hið þekkta lag Rainy Night in Georgia og svo hið gullfallega lag Trade Winds. Það er eitt sem er eftirtektarvert á Seacret Combination, en það eru út- setningarnar á lögunum. Það má segja að þarna sé kennsludæmi um það hvernig á að útsetja fyrir söngvara þannig að röddin njóti sín sem bezt. Hljóðfærin eru látin aðlagast röddinni, en ekki eins og maður heyrir alltof oft að takturinn og hljóðfærin eru valin fyrst, síðan kemur söngvarinn sem hálfgert aukanúmer, þó hann sé skrifaður fyrir plötunni. Ef ég á að taka einhver lög fram yfir önnur, þá vil ég nefna You Might Need Somebody, Rainy Night in Georgia, Rio de Janeiro Blue og Trade Wind sem beztu lög en hin koma ekki langt á eftir. Fyrir suma þykir þessi hljómpiata sjálfsagt heldur róleg en fyrir þá sem vilja slappa af yfir góðri tónlist er þetta hin eigulegasta plata. -HK. 29 Solbaðstofan Ströndin Nóatúni 17 GROHE^Í VATNSNUOD SOlDYRKENDUR Dötnur og herrar! Morgun-, dag- og kvöldtímar. Losnið við vöðvastreitu og fáið brúnan iit í BEL-O-SOL sólbekknunL Ath.: BEL-O-SOL bekkirnir eru samþykktir af Geisiavörnum ríkisins. VeriO veikomin. Sólbaðsstofan Ströndin 11116 plerfglas Acryl-gler í hœsta gæðaflokki Allt að 20 sinnum sterkara en gler Margar þykktir og titir PLEXIGLAS • undir skrrfstofustólinn • í sólveggi, svala- og stigahandrið • f gróflurhúsið og vermireiti • í vinnuvélar • Framieiflum Ijóshlífar á flestar gerflir bila. Miklir möguleikar í innréttingum, s.s. verzlanir og heimili. okron • Komið og skoðið myndabæklinga okkar — Skerum — beygjum /ídumúlo 3i, /ími: 33706 plœdglas •inkoumbod BRÚÐAN sem: gengur ta/ar og syngur Háríð er sítt/stutt og greiða má eftir ósk eða smekk 93 cm á hæð Mikið úrval afbrúðum í öllum stærðum HEILDSALA - SMÁSALA BLÁBER H/F aW" ÞINGHOLTSSTRÆTI 6 VJZS SÍMI 29488 Umboðsmenn vantar um land allt Þetta frábæra bílaútvarpstæki með kassettu bjóðum við frá HIN/ffDNE á aðeins kr. 1.420 — ásamt miklu úrvali af öðrum bílatækjum á hagstæðu verði Allt tíl hljómflutnings fyrir: HEiMiUÐ - BÍLiNN OG DiSKÓTEKiÐ D i. -i WdOlO ARMULA 38 (Selmúla megin) - 105 REYKJAVIK SIMAR: 31133 83177- POSTHOLF 1366

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.