Dagblaðið - 21.09.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 21.09.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1981. EITTHVAÐ SKAPAND1 til fyrir slíkt fólk. Handíð verzlar einmitt eingöngu með ýmiss konar tómstundavörur. Þar er hægt að fá miklu meira en það sem fjallað er um hér. í búðum víða um land má svo finna aðra hluti á öðru verði. En um þá verður ekki fjallað aðsinni. -DS. Þegar sumarleyfum lýkur ogl með þeim miklu af hvers konar ferðalögum verða menn að finna sér eitthvað nýtt að gera í tómstundunum. Sumir hafa reyndar aldrei neinar tóm- stundir því þeir vinna myrkr- anna á milli. En aðrir eru í hreinum vandræðum með hvernig á að láta timann líða. Alltaf er hægt að grípa í góða bók.horfa á sjónvarp, hlusta á útvarp eða jafnvel lesa blöðin. En til eru þeir sem langar að vera örlítið meira skapandi en þetta. Við litum inn í verzlunina Handíð á Grettis- götu og litum á það sem þar er Mót undir gifsmyndir og tvær hálfmálaðar myndir úr gifsi. Gifsmyndir á vegginn úr þeim og málað. Fyst er málað með silfruðum eða gylltum grunni og síðan svörtu yfir. Með sérstökum klút er siðan strokið yfir myndina og fæst þá ákaflega skemmtileg áferð litanna. Gifsið kostar 25 krónur kílóið og hvert mót um 25 krónur. Verðið er örlitiðmisjafnteftirstærð. -DS. Með góðum vilja er hægt að búa sér til gifsmyndir til að hengja á vegg eða stilla upp í hillu. Gifsduft fæst t Handíð. Það er síðan hrært með vatni og sett í sérstök mót sem einnig eru til sölu. Þeir flinku þurfa auðvitað ekki tilbúin mót heldur búa þau til sjálfir. Gifsið harðnar á klukkutíma í mótunum og er þá tekið Fallegir munir bæði til skrauts og gagns unnir úr tágum Tágar hafa nær svo lengi sem vitað er um menn á jörðinni verið rtotaðar til að ríða úr ýmiss áhöld. Framan af öldum voru þetta mestmegniskörfur undir matvæli og annað en hin siðari ár hafa hvers kyns skrautmunir úr tágum komizt í tízku. Hægt er að fá bæði hreinsaðar og óhreinsaðar tágar og kosta þær frá 43 og upp í 59 krónur hált kíló. Haldin eru námskeið í Handíð þar sem mönnum er kennt að ríða úr tágum. Námskeið í ýmsum öðrum tómstundagreinum eru einnig haldin þar. -DS. Að skera mynstur í gler hefur hingað til aðeins verið talið á færi snillinga. En nú geta þeir sem vilja skorið verulega sómasamlega í gler án þess að vera með listamannsblóðið fossandi í æðunum. Til eru sérstakir oddar til að rista í glerið og mynd- Hreinsaðar og óhreinsaðar tágar i kilóatali. Vélar sem slípa steina. Ef myndin prentast vel sést fjærst I steinsögunar- vél. DB-myndirBj. Bj. Slíp- aðir steinar Fyrir þá sem ekki treysta sér til að skera mynstur í gler er hægt að mála það á. Sérstakir glerlitir eru til og kosta þeir 16 krónur og 50 aura stykkið. Útlínur allar þarf að draga með sérstöku efni og kostar það 13 krónur túpan. Hægt er að mála eftii hvaða mynstri sem er en auðvitað er mest gaman að mála fríhendis. Þá er líka öruggt að sköpunargáfan fær að njóta sín til fulls. -DS Fallegt rósamynstur skorið i gler, Hvers konar fagrir steinar finnast í náttúrunni! Hægt að fá sérstakar vélar sem slípa þessa steina til og síðan sagir til að saga þá niður í flögur. Slípivélarnir eru í rauninni afskaplega einfaldar að gerð. Þetta eru mismunandi stórir hólkar sem snúast. I þá eru settir steinar, sérstakt slípiduft og vatn. Síðan getur það tekið allt að mánuð að slípa steinana svo vel sé. Slípivélarnar kosta frá 590 kr. og upp í þúsund krónur. Sagirnar kosta síðan frá 1135 kr. og upp i 6400 kr. -DS. bækur með myndum af ýmsu sem gaman er að skera í. Síðan er hægt að leggja glerplötuna ofan á mynstrið og skera eftir því. Þegar menn eru orðnir þjálfaðir í listinni geta þeir siðan farið að skera í glös og flöskur. Oddar í setti kosta frá 139 kr. og upp í 357 kr. Eru þeir þá mismunandi breiðir. Bók með mynstrum kostar síðan 45 krónur. Hægt er að fá sér- stakan glerskera sem sker í sundur flöskur og býr til úr þeim glös. Hann kostar 76 krónur. Rósavöndur málaður á glerplötu, DB á ne ytendamarkaði Dóra Stefánsdóttir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.