Dagblaðið - 21.09.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 21.09.1981, Blaðsíða 28
28 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1981. 1/3 sn ... 33 1/3 sn ... 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 Meat Loaf—Dead Ringer ILULEGA SKOTIÐ YFIR MARKIÐ Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis að þessu sinni. Náunginn sem söng inn á söluhæstu erlendu plötu allra tíma hér á landi er ekki svipur hjá sjón. Þessi spikfeiti hetjutenór sem heillaði íslendinga jafnt sem annarra þjóða kvikindi upp úr skónum með plötunni Bat Out Of Hell hér um árið skýtur illi- lega yfir markið með sinni nýjustu, Dead Ringer. Lögin kafna næstum því í ofkeyrslu og yfirhleðslu og rödd hetjutenórsins Meat Loafs hefur hrakað verulega. Sem fyrr semur Jim Steinman öll lög og texta á plöt'u Meat Loafs. Sjálfur sendi hann frá sér LP plötu fyrr á árinu sem er mun áheyrilegri en Dead Ringer. Það læðist að manni sá grunur að Steinman haft fyrst valið góðu lögin handa sér og síðan leyft Meat Loaf að moða úr afganginum. Þó er enn átakanlegra að textarnir á Dead Ringer eru talsvert slakari en á Bat Out Of Hell. Þar saknar maður fyrst og fremst leiftrandi húmorsins sem kom hvað bezt fram i lögunum Paradise By The Dashboard Light og You Took The Words Right Out Of My Mouth (it must have been while you were kissing me!). Ekki vantar stjörnuliðið til að koma hljóðfæraleiknum á Dead Ringer til skila. Roy Bittan hljómborðsleikari og Max Winberg trommuleikari, báðir úr E Street Band (hljómsveit Bruce Springsteens), fara með stórt hlutverk. Þarna er einnig Liberty De Vitto trommuleikari Billys Joel og Davey Johnstone gítarleikari sem lengi lék með Elton John. Einnig bregður fyrir liprum gítarleik Micks Ronson sem hefur getið sér gott orð með ýmsum stórstjörnum. Þá á bassaleikarinn Steve Bushlowe stjörnuleik á plötunni. Fjöldi annarra hljóðfæraleikara kemur við sögu á Dead Ringer og er allt þetta sessionlið í toppformi undir stjórn Jims Steinman. Platan fellur því miður með aðalmanninum sem er greinilega í mikilli afturför. Sem betur fer eru fáar hljóniplötur alvondar. í tveimur lögum a Dead Ringer lyftist brúnin aðeins þegar ég renndi henni í gegn. I laginu Dead Ringer For Love skiptist á söngur karls og konu líkt og í Paradise By The Dashborad Light. Að þessu sinni cr það Cher sem syngur á móti Meat Loaf. Einnig er hægt að umbera lagið I’m Gonna Love Her For Both Of Us ef nógu langt líður milli þess sem það er sett undir nálina. önnur lög plötunnar eru því miður talsvert fyrir neðan meðallag. Sjálfsagt er þetta neikvæða hugarfar gagnvart Dead Ringer til komið vegna þess að búizt var við einhverju miklu og pottþéttu frá Meat Loaf. Það er gömul saga að ef tónlistarmaður sendir frá sér góða fyrstu plötu er ætíð erfitt að fylgja henni eftir. Meat Loaf mistekst það algjörlega en kannski á hann eftir að bæta fyrir yfirhlaðna músikina með líflegu videoshowi. En það lagar ekki misheppnaða plötu heldur dregur frá henni athyglina. -ÁT- Einar Vilberg —Noise Frískur rokkarí bankar uppá Einar Vilberg — Noise Útgefandi: Tony Permo Ltd. Upptökumaður: Rafn Sigurbjömsson Hljóðritun: Hlust, 1981 Ég er ekki alvondur syngur Einar Vilberg meðal annars á plötu sinni. Það eru orð að sönnu því að hann á víða á plötunni allgóða spretti. Stærsti galli hennar er reyndar hljóðritunin. Átta rása hljóðver bjóða í rauninni fyrst og fremst upp á prufuupptökur þegar um rokkhljómsveitir er að ræða. Ég held líka að Studíó Hlust hafi eingöngu þjónað prufuupptökuhlutverkinu þar til nú er Einar tekur plötuna Noise upp þar. Gallarnir við að hafa ekki nema átta rásir til að moða úr eru fyrst og fremst þeir að sífellt þarf að vera að yfirhlaða sumar rásirnar til að losa aðrar undir fleiri hljóðfæri eða söng. Við slíkar millifærslur tapast gæði. Sérstaklega á þetta við um trommuleikinn. Ólafur Sigurðsson, Kamarorghestur, er ekki harður leikmaður að eðlisfari og ekki bætir það trommuhljóminn að dempa hann vegna fárra rása. Nóg um upptökuna. Noise er fyrst og fremst rokkplata. Einar fer hefðbundnar leiðir við lagasmiðar stnar og margt lagið á Noise er ágætlega grípandi. — Mörg hvöss orð hafa fallið milli listamannsins og undirritaðs um textagerðina Bezt er að hafa sem fæst orð um þá að þessu sinni nema hvað þeir venjast ágætlega með aldrinum. — Tom Pettyand the Heartbreakers—Hard Promises PRÝÐIS ROKK ÚR STÖÐNUÐU UMHVERFI Sjálfsagt eru flestir búnir að gleyma kvikmyndinni FM sem var sýnd hér á landi fyrir nokkrum árum. Þar kom nokkur fjöldi tónlistarmanna fram. Þeirra á meðal var ljóshærður sláni sem nefndist Tom Petty. Hann og hljómsveit hans Tfle Heartbreakers fluttu eitt lag í myndinni. Lagið Break- down. Þetta litla framlag Tom Petty & The Heartbreakers rifjaðist upp fyrir mér þegar platan Damn The Torpedos kom út síðla árs 1979. Skemmst er frá því að segja að platan sú fékk frábærar viðtökur í Bandaríkjunum og víða annars staðar um heiminn. Hér á landi vakti hún litla athygli því miður. Þó minnir mig að aðallag hennar, Refugee, hafi heyrzt nokkrum sinnum í útvarpi. Refugee var þó ekki bezta lag Damn The Torpedos. Það var aðeins eitt af tíu jafngóðum. Með þessari vinsælustu LP plötu sinni til þess tíma tókst Petty og mönnum hans að vinna sér fjölda nýrra aðdáenda. Enda fékk nýjasta platan, Had Promises, prýðilegar viðtökur þegar hún loksins kom út eftir, mála- ferli og alls kyns tafir og leiðindi milli hljómsveitarstjórans og útgefandans. Helzti ágreiningur þessara aðila tveggja var söluverð plötunnar út úr verzlunum í Bandaríkjunum. Petty vildi láta hana kosta dollar minna en útgefandinn hafði ákveðið og slíkt varð ósættið að hann neitaði að láta upptök- una af hendi eftir að stúdíóvinnu var lokið. Sættir tókust þó að lokum. Hard Promises er ekki alveg jafn sterk og Damn The Torpedos. Hún líkist venjulegum hljómplötum: þar er að finna sterk lög og önnur í góðu meðallagi en ekki er hægt að segja að á henni séu veikir punktar. Tom Petty And The Heartbreakers hafa oft verið sagðir standa á mörkum þess að til- heyra nýbylgjunni. Ég hef grun um að þá sé átt við bandaríska nýbylgju. Til hennar teljast bönd á borð við Knach, Cars og fleiri sem nýbylgjurokkarar austanhafs eru sennilega ekki alveg til- búnir að lýsa yfir samleið með. En eigi að síður er talsvert ferskari tónn í Tom Petty og Hjartabrjótunum en mörgum frægari og virtari banda- rískum hljómsveitum. Og sé haft í huga að hljómsveitin kemur frá tónlistarlega stöðnuðum hluta landsins þar sem framfarir í rokki hafa tæpast orðið í ein sjö ár þá er platan Hard Promises verulega feitur biti. Þarna er að heyra ágætis lög á borð við The Waiting, Letting You Go og hið rólega You Can Still Change Your Mind. 1 því siðast- talda syngur Stevie Nicks, söngkona Fleetwood Mac, bakrödd. í staðinn kemur Tom Petty fram á nýrri sóló- plötu hennar. Sumsé — þótt Hard Promises slái eldri plötuna Damn The Torpedos ekki út að gæðum þá er hér um ágætlega eigulegan grip að ræða. Það er vel þess virði að leggja eyrun við Tom Petty And The Heartbreakers. -ÁT- Siouxsie and the Banshees-Ju Ju Siouxsie hóar i takt við bumbur Budgie Af áheyrilegum rokkurum má nefna Just Want To Be Me, I’m Not All Bad og Memories. Einar Vilberg syngur öll lög plöt- unnar og nýtur aðstoðar Rafns upptökumanns og Maríu Helenu við röddun. Einar hefur þægilega söng- rödd en að mínum dómi nýtur hún sín betur i rólegri tónlist en rokki. Ég hefði kosið að í hljóðblöndun hefði rödd Einars verið höfð framar en gert var, I sumum lögum alla vega. Hljóðfæraleikur á Noise er allur pottþéttur. Einar knýr gítar sinn frísk- lega og Þorsteinn Magnússon Þeysari sér um sólóin. Jón Ólafsson Startari leikur á bassa og stendur sig vel að vanda. Ólafur Sigurðsson trommar lipurlega en það hefði mátt heyrast svo sem þrisvar sinnum betur í honum. Einar Vilberg hefur dvalið lang- dvölum erlendis og orðið fyrir alls kyns tónlistarlegum áhrifum þar. Sennilega er það skýringin á því að hann er ekki fallinn í sömu værð og margir jafn- aldrar hans sem voru að bítlahljóm- sveitast hér um árið. Það er frískur blær yfir Noise. -ÁT- Tormeltar plötur eru oftast skemmti- legar. Við fyrstu hlustun virðast þær ægilegar, þótt einn og einn ljós punktur finnist inn á milli, en eftir þvi sem þær fá að snúast oftar á grammófóninum vaxa þær í áliti. Síðan gerist annað tveggja, hlustandinn verður hundleiður á plötunni eða yfir sig hrifinn. Nýjasta plata Siouxsie and the Banshees, Ju, Ju, er gott dæmi um skífu af þessu tagi. Hún virðist betri og betri við hverja hlustun og loks er hún hefur verið fullmelt viðurkennir hlust- andinn fyrir sjálfum sér að Ju Ju sé alveg skratti góð plata. Ju, Ju er fjórða plata Siouxsie og félaga og ein sú albezta. Söngur Sioux- sie er góður þótt á stöku stað vanti meiri kraft í röddina. Stíll hennar er sérstakur, hún hóar líkt og smali i göngum milli erinda laganna, í stað þess að syngja yeh, yeh eða eins og Barry White mundi gera, stynja oooh, aha babe. Eini ljóðurinn á söng hennar er hve skuggalega hún minnir á sænsku dömurnar í ABBA í laginu Into the Light. En það er smáatriði. Undirleik, ef svo má komast að orði, annast John McGeoch gítarleikari, Steven Severin bassaleikari og Budgie á trommurnar og ferst þeim það vel úr hendi. McGeoch var í Magazine áður en hann söðlaði um og gekk til liðs við Siouxsie. Sennilega er hann einhver sér- stæðasti gítarleikari sem fram hefur komið frá því Fripp var upp á sitt bezta. Hljóðin sem hann nær út úr slaggigjunni eru lygileg og mynda gott mótvægi við söng Siouxie. Bassinn og trommurnar skapa þunga og dynjandi takta, jafnvel einum of áhrifamikla og gefa tónlistinni drungalegt yfirbragð. Útkoman verður einhvers konar sam- bland af draugalegri tónlist og ógnvekj- andi vélmennatónlist eins og lagið Monitor er gott dæmi um. Textar Siouxsie og Severin eru mis- jafnir. Sumir eru sáraeinfaldir og er Sin in My Heart gott dæmi um það. Aðrir eru flóknir og má nefna I því sambandi Headcut þar sem gálgahúmorinn er alls ráðandi. En flestir eru þeir vel fyrir ofan meðallag. Lögin eru hvert öðru betra og erfitt að taka eitt fram yfir annað. Til mála- mynda skulu hér nefnd sem beztu lög, Spellbound, Voodoo Dolly og Night Shift. f heildina sem sagt ljómandi plata sem sýnir og sannar að Siouxsie and the Banshees er komin í alfremstu röð. -SA. 33 1/3 sn . 33 .1/3 sn . . 33 1/3 .33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 35 1/3 sn ■ I ............................— ■/■■■■)III ■ I H .................................................!■■■!■ ——— III !■ ■IIJMII — ————^

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.