Dagblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1981næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Dagblaðið - 21.09.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 21.09.1981, Blaðsíða 8
FULLTRÚASTAÐA í utanríkísþjönustunni Staða háskólamenntaðs fulltrúa í utanríkisþjónustunni er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist utanríkisráðuneytinu, Hverfisgötu 115, 105 Reykjavík, fyrir 10. október 1981. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 17. september 1981. vanta5,r FRAMRUÐU? fTT Ath. hvort viögetum aðstoðað. VHfiSW ísetningar á staðnum. BÍLRÚÐAN BMW518 BMW320 BMW318 BMW518 BMW320 BMW316 árg. 1977\ Renau/t 18 TS árg. 1980 árg. 1978 árg. 1981 j árg. 1977 árg. 1980! Renault 5 TL Renault 12 TL Renault20 TL Renault 4 VAN F4 árg. 1979 árg. 1980 árg. 1977 árg. 1978' árg. '1977 \ Opið laugardaga frá kl. 1—6. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 BÖRN — UNGLINGAR — FULLORÐNIR Kenndir allir almennir dansar, svo sem: Barnadansar — Samkvæmisdansar — Discodansar - Gömlu dansarnir - Rock — Tjútt - Dömubeat, o.fl. Brons-Silfur og Gullkerfi DSÍ DANSSKOLI Siguröar Hákonarsonar ATH: BARNAKENNSLA EINNlG Á LAUGARDÖGUM. KENNSLUSTAÐIR: Reykjavík: Félagsheimili Víkinga v/ Hæðargarð. Þróttheimar v/Sæviðarsund. Kópavogur: Félagsheimili Kóp. v/Fannborg 2. Innritun og allar nánari upplýsingar daglega kl. 10.00—19.00 í síma 41557 74051 og 74651 DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS DSÍ DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1981. Grein í mánaðarritinu Atlantic veldur hneyksli iBandaríkjunum: Johnson sakaður um mútuþægni — Greinarhöfundur fékk Pulitzerverðlaun 1975 Lyndon Johnson, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, tók viö umslögum troöfullum af peningum allan sinn stjórnmálaferil og meira að segja líka þegar hann var orðinn varaforseti, segir í grein í mánaðarritinu Atlantic. Greinin er skrifuð af Robert Caro, sem einnig vinnur að ævisögu John- sons, og segir þar að útsendari olíu- félags eins hafi fært varaforsetanum 50.000 dali í hundraö dala seðlum í lokuðu umslagi á skrifstofu hans. „í mörg ár mættu menn með umslög, troðfull af peningum, á skrifstofu Johnsson,” segir greinar- höfundur. í greininni segir einnig að eignir Johnsons hafi verið metnar á 14 billj- ónir dala er hann varð forseti 1963, en sú tala sé sennilega alltof lág. Caro segir að Johnson hafi látið setja upp einkasíma á skrifstofu sinni í Hvíta húsinu og þaðan hafi hann stjómað viðskiptum sínum. Hafi hann þannig eytt nokkrum klukku- stundum á dag tii einkaviðskipta á meðan hann sat í embætti. í greininni segir orðrétt að Johnson hafi á forsetaárum sínum bætt milljónum dala við allan þann auð er hann átti fyrir. Er nefnt sem dæmi að forsetinn hafi lokað sig inni á Lyndon B. Johnson. búgarði sínum á meðan á heimsókn Ludvig Erhards, kanslara V-Þýzka- iands, stóð til aö karpa við útsendara sjónvarpsstöðvar um samninga á sjónvarpsþætti. ,,Og hikaði forsetinn aldrei við að notfæra sér vald sitt sem forseti í viðskiptamálum sínum,” segir Caro. Greinin, sem nefnist Ár Lyndons Johnsons, nær yfir 33 síður í októ- berblaði Atlantic. Er þetta fyrsta greinin af fimm sem Caro skrifar fyrir ritið, en hann fékk Pulitzerverð- launin árið 1975 fyrir bók sína „Robert Moses and the fall of New York”. Erlent Erlent Ingridleik- iirGolduMeir Brasilía: Bátursökk á Amazonfljóti Um 300 manns létu lífið er fljótabát- þeirra. Aðeins 10 Iík hafa fundizt. ur sökk í gær á Amazonfljótinu í Brasilíu. Fréttir herma að margir erlendir ferðamenn hafi verið um borð en ekki hefur fengizt nein staðfesting á þeim þar sem skipafélag það er starfrækt hefur bátinn hefur ekki enn birt far- þegalistann. 188 farþegum var bjargað og er enginn erlendur ferðamaður á meðal Álitið er að báturinn hafi oltið er far- þegar fiykktust út í aðra hliðina til að fylgjast með innsiglingu hans inn í höfnina Obidos. Einnig voru óvenju margir farþegar með bátnum þar sem annar bátur á sömu leið bilaði rétt fyrir brottför. Kararar vinna nú að því að bjarga líkum úr hinum sokkna báti. A tvinnuleysið íDanmörku Atvinnuleysi hefur enn aukizt í Dan- þeirra niðri í 240.000. Hæsta skráða mörku og er nú tala atvinnulausra tala atvinnulausra var sl. vor en þá komin upp í 251.200 en síðustu voru þeir 270.000. mánuðina hafði tekizt að halda tölu Leikkonan Ingrid Bergman er nú komin til Jerúsalem þar sem hafin er taka á kvikmynd er lýsir æviferli Goldu Meir, forsætisráðherra ísraels, en hún lézt fyrir þremur árum. Áætlað er að myndin muni kosta um 20 milljónir dala. Ingrid fer með hlutverk Ooldu, en eiginmaður hennar, Morris Meyerson, er leikinn af Leonard Nimoy. Mun sýningartimi kvikmyndarinnar verða rúmlega 4 klukkustundir. Umfangsmik- ið hasssmygl Egypzka lögreglan hefur komizt yfir hass að andvirði 36 milljónir dala. Er þetta umfangsmesta smygl á eiturlyfj- um sem upp hefur komizt í Egypta- landi. Lögreglan segir að smyglararnir hafi flúið eftir að tii skotbardaga kom á milli þeirra og strandgæzlumanna fyrir tveimur dögum. Skipsfarminn, 11 tonn af hassi, skildu þeir eftir í úthverfi í Abu Kir. Áður hafði lögreglan náð 9 tonnunv af hassi frá smyglurum sem voru að reyna að koma því á markað í Alex- andríu. Alls hefur hassvarningur að andvirði 120 milljónir dala verið gerður upptækur á síðustu fimm mánuðum. Sjálfstætt land Belize, fyrrum Breska Honduras, hlýtur sjálfstæði í dag sem síðasta nýlenda Breta f S-Ameriku. Enn er ekki Ijóst hvort Guatemala, sem gerir kröfur til landsins, viðurkennir sjálfstæði þess. Þótt Káre Willoch, tilvonandi forsætisráðherra Noregs, hafi breytt um stfl rétt fyrir kosningar og gerst nokkuð opinskárri um einkalif sitt hefur blaðamönnum þótt erfitt að fá konu hans, Anne-Marie, til að fylgja honum eftir f þeim efnum. Hún er sögð kona afar hlédræg og feimin og þvi kannski ekki svo ginnkeypt fyrir öllum þeim opin- beru skyldustörfum sem fylgja þvf að vera forsætisráðherrafrú. Anne-Marie, sem við sjáum hér á myndinni að ofan, er hjúkrunarkona að mennt og vinnur hálfan daginn á sjúkrahúsi. Hún segist samt búast við þvi að taka sér frí allt næsta ár. Þau hjónin eiga þrjú uppkomin börn, tvær dætur og einn son. Önnur dóttir- in leggur stund á sálfræðinám, hin á félagsvisindi, en sonurinn hefur nú nám við Verslunarháskólann f Bergen. Það þykir nú Ijóst að Káre Willoch muni mynda minnihlutastjórn Hægri flokksins i Noregi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað: 213. tölublað (21.09.1981)
https://timarit.is/issue/228836

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

213. tölublað (21.09.1981)

Aðgerðir: