Dagblaðið - 21.09.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 21.09.1981, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1981. G«rt ar ráfl fyrir norAaustiaogrí átt um allt land, bjart sunnanlands en •kýjafl fyrir norflan, súld á Norflaust- uriandi. Kl. 6 var í Raykjavlc norflaustan gola, skýjafl og 6; Gufuskálar norfl- austan 6, skýjafl og 6; Galtarvitl norfl- austan 4, skýjafl og 3; Akurayri norð- austan 3, skýjafl og 4; Raufarhöfn norðautan 4, súld og 3; Dalatangi norflaustan 6, skýjafl og 0; Höfn norfl- austan 6, láttskýjafl og 8; Stórhflffli norflaustan 4, láttskýjafl og 8. í Þórshflfn var skýjafl og 10, í Kaup- mannahflfn þokumófla og 14, ( Osló þokumófla og 12, Stokkhólmur rign- Ing og 10. London láttskýjafl og 12, Hamborg þokumófla og 14, Par(s skýjafl og 20, Madríd haiflskírt og 16, Lissabon þokumóða og 11, New York heiflsklrt og 15. Andlát Svelnn Guðbrandsson, Egilsstöðum, lézt 15. september. Hann var fæddur 3. september 1896 á Brekkuborg í Breið- dal í Suðurmúlasýslu. Faðir hans var Guðbrandur Ólafsson og móðir hans Guðrún Ingibjörg Guðmundsdóttir. Sveinn var 7. i röð 10 barna. Árið 1919 gekk Sveinn að eiga Steinunni Gunn- laugsdóttur frá Gilsá í Breiðdal og hófu þau árið 1921 búskap að Hryggstekk í Skriödal og bjuggu þar röska þrjá ára- tugi en brugðu þá búi og settust að í Egilsstaðakauptúni. Þau eignuðust 5 dætur. Jóhann Júliusson, Sauðárkróki, lézt 13. set'tember. Hann var fæddur á Akureyri 22. desember 1932, yngstur af þremur systkinum. Foreldrar hans voru Brynhildur Jóhannsdóttir og Júlíus Pétursson, þau eru bæði látin. Jóhann stundaði sjómennsku til æviloka. Hann var kvæntur Valdísi Hagalinsdóttur, áttu þau einn son, Guðmund Júlíus. Áður átti Jóhann dóttur, Málfríði, sem búsett er á Skagaströnd. Viðari, syni Valdísar, gekk Jóhann i föðurstað. Guðmundur Guðmundsson málara- meistari frá Vestmannaeyjum lézt 14. september. Hann var fæddur 10. maí 1905 að Leirum undir Eyjafjöllum, sonur hjónanna Guðmundar Einars- sonar og Guðrúnar Þorfínnsdóttur, og var hann næstyngstur af 11 systkinum. Hann fluttist ungur að árum með for- eldrum sínum til Vestmannaeyja og átti þar heima til dauðadags. Guðmundur starfaði við húsamálun og var listmál- ari. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigrún Guðmundsdóttir og áttu þau saman 5 börn og eru fjögur þeirra á lífi, öll búsett í Grindavík. Þau slitu samvistum. Seinni kona hans er Herdis Einarsdóttir og lifir hún mann sinn, áttu þau saman 4 böm, sem öll eru á lífi og búa í Vestmannaeyjum. Guð- mundur var jarðsunginn frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum, laugardag- inn 19. september. Þórarinn Guðmundsson frá Stokkseyri lézt 10. september. Hann var fæddur 1. júní 1889 í Traðarholti. Hann var bú- UM HELGINA Afmæll Skemmdarverk á Akranesi: Rúður brotnar svo tugum skipti í nótt — lofti hleypt úr bfldekkjum og dyrasímar rifnir út Ófriðsælt hefur verið á Akranesi um helgina og mikil og óþægileg skemmd- arverk unnin. í nótt var atlaga gerð að húsi trésmiðjunnar Akurs sem stendur afsíðis á hafnarsvæðinu. Þar voru rúður brotnar svo tugum skipti, bæði á skrifstofum efri hæöar og veikstæði niðri. Málið var á frumstigi rannsóknar í morgun. Aðfaranótt laugardags var lofti hleypt úr dekkjum fjölda bíla er stóðu við Skarðsbraut. Vissi lögreglan um yfir 30 bíla sem hleypt var lofti úr en talið er vist að þeir hafi verið yfir 50. Þá var tveimur mótorhjólum hent niður kjallaratröppur og dyrasímar rifnir út á tveimur stöðum. -A.St. Snorri var bara ekkert slæmur. Eftir umsagnir dönsku blaðanna og þeirra sem séð höfðu myndina bjóst ég við feikilangri og þungri mynd. Að vísu var myndin dálítið langdregin og þung á köflum en í heild var samt gaman að henni. Ólafur Jónsson eða einhver annar á -sj^ilfsagt eftir að skrifa menningarlegri úttekt á mynd- inni allri að henni lokinni en þetta var svona það sem ég vildi sagt hafa. Annars var þetta helgi hinna stóru frétta. Morð og tveir skipsskaðar á einni helgi, meira gerist nú vart í einu. Hálf fannst mér fréttamennska útvarpsins af því fyrrnefnda undar- leg. Útvarpið var fyrst fjölmiðla til að greina frá því á föstudagskvöldið. En ekki var fréttin samt höfð fyrst í röðinni. Sagt frá henni í ágripi og síðan ekki fyrr en efdr langa bunu af pólskum andófsmönnum og öðrum útlendingum. Það er annars undarleg stefna hjá útvarpi að byrja alltaf á erlendu fréttunum sem okkur varðar mun minna um en það sem er að gerast í kringum okkur. I fyrsta sinn í langan tíma var þetta þó rofið á sunnudaginn i hádeginu til að segja fyrst af öllu frá skipsköðun- um. Sjónvarpið virðist ekki eins ríg- bundið á klafa. Þar er byrjað ýmist á erlendum eða innlendum fréttum, eftir þvi hvar er meira um að vera. Þannig hófst fréttatíminn á föstu- dagskvöldið með fréttum af morðinu. Við erum öll andvíg morðum og finnst þau viðbjóðsleg. En á okkar landi gerast ekki aðrar fréttir stærri þrátt fyrir þessa skoðun okkar. Og útvarpið er fréttamiðill, að minnsta kosti í fréttatímum, ekki predikari. En nóg um það. Á föstudagskvöldið vanrækti ég fjölmiðlanotkun eftir fréttir. Brá mér þess í stað á ákaflega skemmtilega tónleika. En á laugardag horfði ég á sjónvarp frá upphafi til enda, gestum mínum til sárrar armæðu. Löður og Elvis féllu reyndar í ágætan farveg hjá þeim. En bíómynd kvöldsins fékk, satt bezt að segja, engin húrra- hróp. Mér fannst hún athyglisverð um margt. Ég las einhvers staðar, kannski i Dagblaðinu, að hún hefði verið undanfari kvennabaráttunnar. Og það var greinilegt á her.ni að hún var gerð áður en sú barátta komst á hvers manns varir. í þetta sinn sá hin gifta kona ekki aðra leið út úr leið- indum sínum en að skilja við kallinn, fara að vinna og í kvöldskóla. Nú á dögum hefði hún líklega verið farin að gera hvort tveggja með hjóna- bandinu. Um sunnudaginn get ég fátt sagt. Var að vinna hér á blaðinu um miðj- an daginn og missti því af erindi um Snorra sem mig hefði langað til að heyra til þess að geta betur áttað mig á myndinni góðu. -DS. á Hótel Borg eins og i fyrra. Vísnakvöldin verða hins vagar með svipuðu sniði og áður. Nokkrir skemmti- kraftar troða upp og auk þess er áhorfendum frjáJst að koma upp á svið og flytja vísur. Sem fyrr getur verður fyrsta vísnakvöldið á mánudag og hefst það kl. 20.30. Sjötugur er i dag, mánudaginn 21. setpember, Stefán G. Slgurðsson, fyrrv. kaupmaður i Stebbabúð, Hafn- arfirði, nú starfsmaöur Alþingis. Stefán tekur á móti gestum á heimili sínu, Hringbraut 61 Hafnarfirði, milli kl. 16 og 19ídag. 75 ára er í dag Margrét Jónsdóttir, Kleppsvegi 142 Rvík. Margrét er fædd að Eyri í Seyðisfirði við ísafjarðardjúp 21. september árið 1906. Hún er gift Ragnari Jakobssyni fyrrum útgerðar- manni á Flateyri við Önundarfjörö. Hún verður að heiman. 70 ára er í dag Gisll Jónsson yfirverks- tjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Hann hefur starfað hjá SH sam- fleytt í rúm 36 ár lengst af sem verk- stjóri. Páll Eyjólfsson fyrrverandi sjúkrasam- lagsstjóri í Vestmannaeyjum verður áttræður á morgun, þriðjudaginn 22. september. Páll hefur um áratugaskeið unnið að ýmsum félags- og framfara- málum í Vestmannaeyjum og m.a. hefur hann starfað lengi á vettvangi Sjálfstæðisflokksins. Páll verður á heimili sonar síns, Eyjólfs Pálssonar, að Bröttugötu 20 í Vestmannaeyjum á afmælisdaginn og tekur á móti gestum milli kl. 3 og 7. 19 flöskur af vodka hurfu úrfélags- heimilinu Nítján flöskur af Smirnoff vodka hurfu í fyrrinótt úr félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Var hvarf vínfanganna tilkynnt í gærdag ogr \ morgun var rannsóknarlögreglan með málið í rannsókn. Þá var farið inn í Breiðholtsskóla. Ekki var séð að neinu hefði verið stolið og litlar skemmdir unnar. Loks var tilkynnt um óboðna gesti í sumarhús að Vatnsendabletti 151. Þar reyndist mikið hafa verið rótað til en stórskemmdir ekki unnar. -A.St. GENGIÐ GENGISSKRÁNING NR. 178 - 21. SEPTEMBER 1981 KL. 09.15. Ferflamanna- gjaldeyrir Eining kl. 12.00 Kaup Sala Sala 7,829 7,651 8,416 14,084 14,105 15,515 6,375 6,393 7,032 1,0837 1,0868 1,1955 1^183 1,3200 1,4520 1,4008 1,4049 1,5464 1,7398 1,7448 1,9193 1,4327 1,4388 1,5805 0,2087 0,2093 0,2302 3,9641 3,9756 4,3732 3,0837 3,0926 3,4019 3,4188 3,4286 3,7716 0,00889 0,00871 0,00738 0,4872 0,4886 0,5374 0,1207 0,1211 0,1332 0,0823 0,0825 0,0907 0,03379 0,03388 0,03726 12,458 12,492 13,741 8,9419 8,9874 1 Bandarfkjadollar 1 Steríingspund 1 Kanadadollar 1 Dönsk króna 1 Norskkróna 1 Saensk króna 1 Finnsktmark 1 Franskur franki 1 Belg. franki 1 Svissn. franki 1 Hoilenzk florina 1 V.-þýzktmarit 1 Itöisk l(ra 1 Austurr. Sch. 1 Portug. Escudo 1 Spánskur pesoti 1 Japanskt yen 1 frsktound SDR (sérstök dráttarréttindl) 01/09 Sfmsvari vegna gengisskráningar 22190. j settur á Stokkseyri alla ævi, utan örfáa mánuði. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Sveinsson og Sigríður Guðmundsdóttir, bæði ættuð af Rang- árvöllum. Þórarinn var eini sonur þeirra, en hann átti fimm systur. Fyrri kona hans var Jóna Torfadóttir. Eign- uðust þau sex börn en þrjú þeirra létust á unga aldri og konu sína missti hann snemma. Árið 1932 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Júlíus- dóttur frá Stokkseyri, eignuðsut þau eina dóttur, Jónu Thorfhildi. Þórarinn var rafstöðvarstjóri og slökkviliðs- stjóri, en lengst af var hann skipaskoð- unarmaður, eða í 30 ár. Hann var jarð- sunginn frá Stokkseyrarkirkju laugar- daginn 19. september. Valdemar P. Einarsson loftskeyta- maður, Mjóuhlíð 12, andaöist í Borg- arspitalanum 17. september. Hallgrímur Vilhjálmsson trygginga- fulltrúi verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju þriðjudaginn 22. september kl. 13.30. Ársæll Kr. Kjartansson, Eskihlíö 10 A, lézt í Landspítalanum aðfaranótt föstudags 18. september. Rannveig E. Erlendsdóttir, Flókagötu 16, verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni þriðjudaginn 22. september kl. 13.30. Margrét Halidórsdóttir, Hnífsdal, verður jarðsungin frá Hnífsdalskapellu í dag kl. 14. Jón Guðmundsson frá Gerðum, Báru- götu 37, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni þriðjudaginn 22. september kl. 15. Ólafur Halldórsson, Brúnastekk 3, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju- þriðjudaginn 22. september kl. 13.30. Aðalfuncfir Aðalfundur íslandsdeildar IMorræna sumarháskólans verður haldinn mánudaginn 21. sept. kl. 20.30 i iSóknarsal, Freyjugötu 27. Venjuleg aöalfundar- störf. Stjórnin. Árstíðarfundir Samhygðar Árstíðarfundir Samhygðar 21.9 nk. verða að þessu sinni haldnir á þremur stöðum í Reykjavík, að Skip- holti 70, Hótel Esju, 2. hæö, og Fákshcimilinu við Reykjanesbraut, eins verður árstiöarfundur í Safn-. aðarheimilinu Garðabæ. Allir fundirnir hefjist kl. 21. Til þessara funda, sem eru virkilegir fagnaðar- fundir félaga Samhygðar, eru allir velkomnir sem áhuga hafa á að kynna sér nánar starf Samhygðar, er einfaldlega miðar að því aö einstaklingurinn byggi upp bjargfasta trú á lífið og hafa jákvæð áhrif í umhverfi sínu og takist þannig að gera jörðina mennska. Samhygð, félag sem vinnur að jafnvægi og þróun mannsins. Tónleikar Vísnavinir komnir aftur á kreik Fyrsta visnakvöld vetrarins hjá Visnavinum verður næstkomandi mánudag en skemmtanir þessar hafa legið niðri í sumar. Visnavinir hafa nú flutt sig um set og verða í Þjóðleikhúskjallaranum í vetur en ekki SN0RRIVAR BARA GÓÐUR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.