Dagblaðið - 21.09.1981, Blaðsíða 31

Dagblaðið - 21.09.1981, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1981. .1 Útvarp Sjónvarp FLATBRJOSTA - sjónvarp í kvöld kl. 21,10: I Sérlega falleg mynd Myndin sem sjónvarpið sýnir i kvöld er byggð á handriti eftir Peter Draper og segir frá ungri stúlku sem fer í ævintýraleit til borgarinnar. Glöð í hjarta, með allar eigur sínar í bakpoka, stígur hún af lestinni á aðal- járnbrautarstöðinni. Hún hefur engar framtíðaráætlanir aðrar en reyna að fá sér vinnu. En hún er enginn svaka kroppur, flatbrjósta eins og heiti myndarinnar gefur til kynna, og með bakpokann líkist hún helzt marglitum úlfalda! Á kaffiteríu brautarstöðvarinnar fær hún sér hressingu og þar hittir hún Andrés. Andrés er ungt skáld og aðlað- andi. Hann er reyndar dálitið drukkinn og hefur fest fingurinn á sér ofan í bjórflösku en það eykur aðeins samúð ungu stúlkunnar, Naomi, með honum. Hún fylgir honum til herbergis hans, sem er ekki tilkomumikill bústaður, á næstu hæð fyrir ofan hálfgerða skran- verzlun. En af þvi hún á ekki í önnur hús að venda þiggur hún gott boð þegar Andrés býður henni að gista á sófa i herbergi sínu. Næsta morgun kaupir hún í morgun- matinn fyrir þau og henni verður ljóst að þótt hún viti ekki almennilega á hverju Andrés lifi þá sé hann líklega ekki mikið betur staddur en hún sjálf. Hún vill óð og uppvæg fá sér einhverja vinnu og grípur fegins hendi uppá- stungu frá tveimur kunningjum Andrésar að leita fyrir sér um fyrir- Alyson Spiro leikur Naomi, ungu stúlkuna, sem er enginn kroppur og á enga peninga en kemur samt i ævintýraieit til borgarinnar. sætustarf hjá Lionels „Model” Agency. En Andrés óttast að þetta fyrirtæki sé ekki beinlínis hagstætt fyrir ungar og hjartahreinar sveitastúlkur og verður sárhneykslaður þegar hún vill endilega fara þangað. Hún anzar því engu en heldur á staðinn. Og svo. . . nei, nú segjum við ekki meira af söguþræðin- um, en að sögn þýðandans, Kristrúnar Þórðardóttur, er þetta mjög elskuleg og falleg mynd. -IHH. Filippus og sætabrauðskötturinn Fyrir bömin verður i sjónvarpinu örstutt leikbrúðumynd kl. 20.35. Hún erfrá Finnlandi og heitir Filippus og sœtabrauðs- kötturinn. Þetta erfyrsti þátturinn affjórum og þess má geta að Filippus er lítill strákur I sveit og mega foreldrar hans lltið vera aðþvl að sinna honumþvlþau eru alltafað vinna eins og aðrirforeldrar. En þá kemur sœtabrauðskötturinn I heimsókn. VIDEO Video — Tæki — Fiimur Leiga — Sa/a — Skipti Kvikmyndamarkaðurinn — Simi 15480. Skólavöröustíg 19 (Klapparstígsmegin). KVIKMYNDIR BÍLAMÁLUIM Óskum eftír að ráða bííamálara og aðstoðarmenn. Uppl. í síma 44250 og 45950 kl. 4—7 e.h. næstu daga. Varttii Bilasprautun h.f. Auðbrekku 53. Simar: 44250-45950 Box 238. - Kópavogi. Önnumst kaup og sölu allra almennra veðskuldabréfa og ennfremur vöruvíxla. Getum ávallt bœtt við kaupendum á við- skiptaskrá okkar. Góð þjónusta. — Reynið viðskiptin. Venlliréfa - Alsiiiuuliiriiin Nýja húsinu v/Lækjartorg. 12222 9 .tíjjoVÖL Á MANHATTAN <C HUNDLEIDIR f^7 Á gömlu skemmtistöóunum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.