Dagblaðið - 21.09.1981, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 21.09.1981, Blaðsíða 32
Hægri mynda minnihlutastjórn í Noregi: Meirihlutastjóm strand- ar á föstureyöingamálinu — sem gæti sprungið hvenær sem er minnihlutast jórn Willochs tekur við völdum 13. október Frá Sigurjóni Jóhannssyni frétta- ritara DB í Osló: Á föstudag slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Kristi- lega flokksins, Miðflokksins og Hægriflokksins. Kristilegir komu með málamiðlun í fóstureyðingamál- inu, en Hægri hafnaði henni alfarið. Tillagan gekk í þá átt aö sú kona sem vildi fá fóstureyðingu yrði að gera þaö í samráði við tvo lækna. Talsmenn Hægri sögðust ekki geta lagt fram nýtt frumvarp í þessu máli þar sem landsfundur hefði ákveðið að allir þingmenn hægri mættu taka sjálfstæða ákvörðun í þessu langvar- andi hitamáli norskra stjórnmála. Hægri munu þá mynda minni- hlutastjórn undir forsæti Káre Will- och. Vitað er þegar að Rolf Presthus verði fjármálaráðherra, Lars Roald Langslet utanrikisráðherra. Jo Benkow, sem er formaður flokksins, mun verða þinglegur leiðtogi flokks- ins en ekki taka sæti i ríkisstjórn. Talsmenn Kristilega flokksins hafa sagt að þeir hafi búizt við meiri sam- starfsvUja af hálfu Hægri og telja að Hægri hafi frá byrjun haft meiri áhuga á minnihlutastjórn en stjórn þriggja flokka. Káre WiUoch sagði strax eftir kosningarnar að ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn með fóstureyðingamáUð óafgreitt eins og bombu sem gæti sprungið hvenær sem er. Ljóst er að engin gleði ríkir í her- búðum Kristilega flokksins og Mið- flokksins, en talsmenn flokkanna segjast nú hefja viðræður um hvernig þeir geti bezt stutt Hægri á þingi og forðazt frekari árekstra. Talsmenn Verkamannaflokksins eru ánægöir yfir þessum óförum og verða sennilega hinir hressustu í stjórnarandstöðu. Káre WUloch lofaði umtals- verðum skattalækkunum og skatta- umbótum fyrir kosningar en leggur áherzlu á að Hægri geti ekkert gert í þessu máli af neinni alvöru fyrr en næsta haust, vegna þess að hann verði að taka við fjárlagafrumvarpi frá Verkamannaflokknum í byrjun október og geti ekki lagt fram eigið fjárlagafrumvarp fyrr en eftir ár. Gert er ráð fyrir að rUcisstjórn Káre Willoch taki við völdum 13. október. -JR/SJ, Osló. Fjórirný- irprestar vígðir — Herra Sigurbjöm Einarsson hefurnú vígt85 presta Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson, vígði fjóra guðfræðikandi- data til prests í Dómkirkjunni i gær. Þar á meðal voru tvær konur og hefur kvenprestum í landinu því fjölgað um helming. Með þessari vígslu hefur herra Sigurbjörn vígt 85 presta á sinni 22ja ára biskupstíð. Nýju prestarnir eru Agnes M. Sig- urðardóttir sem ráðin hefur verið æskulýðsfulltrúi kirkjunnar frá 1. október, Guðni Þór Ólafsson sem gegna mun farprestsþjónustu í Stykkis- hólmi, Hanna María Pétursdóttir sem sett hefur verið prestur að Ásum í Skaftártungum og Kristinn Ágúst Frið- finnsson sem settur hefur verið prestur að Suðureyri við Súgandafjörð. Á myndinni má sjá nýju prestana eftir vígsluna í gær ásamt herra Sigur- birni Einarssyni, vígsluvottunum, sr. Ólafi Skúlasyni, sr. Árna Pálssyni, sr. Tómasi Guðmundssyni, sr. Gísla Kolb- eins og sr. Davíð Baldurssyni sem lýsti vígslunni og sr. Hjalta Guðmundssyni dómkirkjupresri sem annaðist altaris- þjónustuna. -ELA. DB-mynd: BJarnleifur. Fimm menn björguðust er Fálkinn frá Tálknafirði sökk við Látrabjarg: „ÆGILEGUR BROTSJÓR, ALVEG HRYLULEGUR” — rétt hitti í gúmbátinn, lenti hálf ur útbyrðis og Fálkinn sökk um leið, segirskipstjórinn „Við fengum á okkur mikinn brot- sjó, á bakborðskinnunginn. Við það lagðist báturinn á stjórnborðskinn- unginn,” sagði Níels Ársælsson, skipstjóri á Fálkanum BA-309 frá Tálknafirði. Hann lenti ásamt áhöfn sinni í miklum mannraunum við Látrabjarg i fyrrakvöld. „Þetta var ægilegur brotsjór, alveg hryllilegur. Dallurinn hvarf í brotsjó- inn, trollið fór allt út fyrir, öll loftnet slitnuðu og mikill sjór komst í vélar- rúmið. Skipið varð rafmagnslaust og mikill reykur gaus upp. Okkur tókst að rétta bátinn við aftur. Ekki hafði drepizt á vélinni og okkur tókst að snúa við og halda til baka úr röstinni og suður fyrir bjarg- ið. Við vorum með þrjár dælur í gangi en þær höfðu ekki undan. Ekki var sjáanlegt neitt gat en það hækkaöi stöðugt í bátnum. Fljótlega eftir að þetta gerðist hafði ég samband við síðutogarann Ingólf úr Garðinum sem lá undir Hænuvikurbjargi. Ég kallaði i hann um kl. 19.45 og hann var kominn til okkar um kl. hálfníu. Þá vorum við staddir um 3,6 sjómílur sunnan við Bjargtanga. Þá var kominn það mikill halli á bátinn að við þorðum ekki að beygja og fá vindinn i bak- borðshliðina. Það voru þarna 10—11 vindstig, ofsasjór og mikið særok. Ingólfur fylgdi okkur upp undir bjargið, eins togarinn Apríl frá Hafn- arfirði. Þegar við vorum tvær milur frá bjarginu taldi ég ekki þorandi að hafa alla um borð. Ég sendi því þrjá menn og skipshundinn með gúmbát yfir í Ingólf. Urðum við eftir, ég og stýrimaðurinn, Ólafur Ingimarsson. Þetta var um kl. 21. Við héldum áfram að nálgast bjargið í von um að komast í meira skjól. Þegar við vorum um eina milu frá því, byrjaði báturinn skyndilega að hallast mjög mikið. Þetta var um kl. 21.30. Báturinn hreinlega datt á hliðina og við höfðum engan tíma til að kalla í talstöðina og láta vita. Við komum hinum gúmbátnum út, þurftum að klífa upp á kjölinn til að stökkva yfir í gúmbátinn. Ólafur stökk á undan og svo ég. Fálkinn sökk um leið og ég kastaði mér í gúmbátinn. Ég rétt hitti í gúmbátinn, var hálfur úti fyrir. Það var rétt svo að okkur tókst að skera á línuna og losa gúmbátinn frá. Ingólfur kom keyrandi að og Apríl lýsti upp svæðið með sterkum köstur- um. Þeir sáu þegar báturinn fór niður. Við vorum svo teknir um borð i Ingólf,” sagði Níels Ársælsson. Togarinn Ingólfur lá í vari undir Látrabjargi fram til morguns. Skip- brotsmennirnir voru síðan fluttir til Tálknafjarðar og þangað var komið um kl. 10 um morguninn. Auk Níelsar skipstjóra, sem er 22 ára, voru um borð Tryggvi Ársæls- son, 16 ára, bróðir Níelsar, Ólafur Ingimarsson stýrimaður, 22 ára, allir Tálknfirðingar, Óskar Aðalsteins- son, 21 árs vélstjóri frá Akranesi, Baldvin Ragnarsson, 28 ára bryti úr Vogum á Vatnsleysuströnd og skips- hundurinn Dollý. Varð engum meint af volkinu. Fálkinn var 70 tonna eikarbátur, smíðaður i Svíþjóð árið 1957 en mikið endurbættur árið 1974. Þegar hann fékk á sig brotsjóinn var hann að koma af veiðum fyrir sunnan Látrabjarg og var með 7 tonna afla. -KMU. Óveðrið á Vestfjörðum á laugardag: Tveir bátar slitnuðu upp á Brjánslæk Versta veður gekk yfir Vestfirði á laugardag. Einkum varð nyrðri hluti kjálkans illa fyrir barðinu á veður- hamnum. Mældust vindhviðurnar allt upp í 70 hnúta í verstu hviðunum. Fylgdi óveðrinu slydda og snjókoma allt niður í byggð, t.d. á Isafirði. Veðurhamurinn var slíkur að grískt skreiðarflutningaskip, sem var á leið til Reykjavíkur frá Patreksfirði, taldi þann kost vænstan að snúa við eftir stutta siglingu. Þá slitnuðu tveir hrefnubátar upp frá Brjánslæk í óveðr- inu. Eftir því sem næst verður komizt urðu hvergi nein slys á mönnum. Fjallvegir lokuðust víða á norður- kjálkanum en ekki er kunnugt um neina verulega hrakninga fólks þar nema hvað ísafjarðarlögreglan hjálp- aði tveimur bílum síðasta spölinn yfir Breiðadalsheiði. Suðurhluti kjálkans slapp hins vegar öllu betur frá veðrinu og á Patreksfirði létu menn sig ekki muna um að skáskjóta sér á milli húsa á laugardagskvöld til aö fara á diskótek. Hljómsveitin, sem leika átti komst hvergi vegna veðurofsans . -SSv. í VIKU HVERRI Vinningur vikunnar: Crown-sett frá Radíó- búðinni Vinningur I þessari viku er Crown-sett frá Radíóbúðinni, Skipholti 19.1 vikunni verður birt, á þessum stað i blaðinu, spurning tengd smáauglýsingum Dag- blaðsins. Nafh heppins áskrifanda verður síðan birt daginn eftir i smáauglýsingunum og gefst honum tœkifœri til að svara spurningunni. Fylgizt vel með, áskrifendur. Fyrir nœstti helgi verður einn ykkar glœsilegum hljómflutningstœkjum ríkari. hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.