Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Page 37

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Page 37
39 þektar tegundir í þrjú ár, 1940—1942. Það, sem sérstak- lega kemur til greina við samanburðinn, er heildarupp- skera, stærðarhlutföll, nothæf uppskera, sem er heildar- uppskeran að frádregnu smælki undir 20 gr. og loks þur- efni, sem er reiknað eftir eðlisþyngd kartaflanna. Tafla III sýnir samanburðinn á Rauðum óvöldum og úrvalstegundunum nr. 1 og nr. 25 Hlutfallstölurnar eru miðaðar við að óvöldu kartöflurnar séu settar sem 100. Taflan sýnir greinilega allverulegan árangur af úrval- inu og er það einkum nr. 25, sem skarar fram úr. Hefur hún gefið 13.5% meiri heildaruppskeru og 14.7% meiri þurefnisuppskeru heldur en óvalda tegundin. Mestu munar þó í nothæfri uppskeru, því að smælkið í úrvals- tegundunum er miklu minna en í óvöldu kartöflunum Nr. 1 hefur reynzt nokkru lakari en nr. 25, en þó óvöldu kartöflunum miklu fremri. Þessi árangur af úrvalinu má teljast mjög góður og var þess ekki að vænta, að hann yrði meiri. Auðvitað halda úrvalstegundirnar öllum aðaleinkennum rauðu óvöldu kartaflanna, og er ógerlegt að aðgreina úrvalið frá þeim, sé því blandað saman. Hinsvegar er sá munur á grasinu, að úrvalstegundirnar hafa kröftugra gras og jafnara held- ur en þær óvöldu og stærðarmunurinn er sýnilegur þegar upp er tekið, er meira af stórum kartöflum í úrvalsteg- undunum, en þó fyrst og fremst minna af smælki (sjá töflu IV). Að lokum hefur svo verið gerður samanburður á úr- valstegundinni nr. 25 og nokkrum öðrum kartöflutegund- um. í þessum samanburði hafa Rauðar óvaldar einnig verið. Tafla V sýnir árangurinn. Þar eru þó aðeins teknar með tvær beztu tegundirnar úr tilrauninni, auk rauðu tegundanna. Niðnrstaðan verðnr sú, að nr. 25 hefur gefið mun meiri uppskeru en óvöldu kartöflurnar og lítið minni uppskeru að meðaltali heldur en llp to date, Gnlu kartöflurnar

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.