Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Qupperneq 55

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Qupperneq 55
57 telja sig hafa fengið af ræktun landsins um fleiri ár áður en ég kom hér. En um þær miklu jarðræktarframkvæmd- ir, sem unnar hafa verið hér á landi síðustu 15—20 árin, hefir mikið verið deilt í ræðu og riti. Liggur nærri að skilja sumt af því, sem um þessar framkvæmdir hefir verið sagt þannig, að mistökin við ræktunina hafi verið svo mikil, að betur hefði mikið af því, sem gert var, verið óunnið. Þótt mér detti ekki í hug að halda því fram að engin mistök hafi átt sér stað, hlýt ég þó, eftir kynnum mínum hér í Eyjafirði, að álíta, að það séu þessar margumtöluðu stórfeldu jarðræktarframkvæmdir, sem mest og best hafa hjálpað bændum til þó nokkurn veginn lífvænlegrar af- komu hin síðari ár. Hér eru víða slæm skilyrði fyrir sauðfjárbú, en hin aukna túnrækt hefir gert bændum mögulegt að fjölga kúm sínum stórmikið, jafnvel svo, að á heimilum, þar sem áður var ekki meiri taða en handa 2—3 kúm, er nú hægt að hafa 12—16 kýr, er sýna fult gagn. Þessi aukna kýreign hefir.bætt afkomu bænda og dregið úr fólksstraumnum í kaupstaðina, og mun því gagn það, sem jarðræktarmennirnir unnu þjóð sinni síð- ustu 15—20 árin seint of metið. Einnig vil ég benda á það, að þótt uppþurkun landsins sé ábótavant, — og því ver er víða svo — þá er það mikils virði að fá landið slétt, þótt ekki sé annað, því nú er svo komið, að búskapur virðist dauðadæmdur, þar sem afla þarf heyja á þýfðu landi. Úr því sem komið er, mun best fyrir bændur og ráðamenn þeirra, að sakast sem minst um, hverjum mis- tökin, sem orðið hafa, eru að kenna, en hjálpast heldur 3ð því, að bæta úr því, sem áfátt var og reyna að gera betur, það sem nú er gert. Mestu mistökin, sem hér urðu við túnræktina, var ónóg framræsla. Leiddi það aftur til þess, að sumir mistu trúna á það, að votlendið væri heppilegt til túnræktar, og tóku því jafnvel flagholt og mela frekar til ræktunar,

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.